Vísir - 16.09.1938, Blaðsíða 4
4
VlSIR
Föstudaginn 16., sept. 1938,
VETRARKÁPUR.
Þegar haustið nálgast og
kuldinn kemur verða konurnar
að fara að liugsa um vetx-ar-
klæðnaðinn, en þá ber þess að
gæta, að klæðin verði áferðar-
falleg bæði að efni og sniði.
Fyrst og fremst eru það
hversdagskjólarnir og vetrar-
kápurnar, sem velja þarf.
Samkvæmt nýjustu tísku
eiga hversdagskjólarnir að vera
frekar stuttir og nokkuð víðir,
þröngir um mittið, en hæfilega
víðir að ofan, með löngum erm-
um sem víkka annaðhvort fyrir
ofan eða neðan ölnbogann.
Kjólarnir eru yfirleitt liáir i
hálsinn.
Litinn verða konur að velja
eftir því, hvað hverja klæðir, en
oft er notað öðruvísi litt efni
til þess að skreyta kjólinn með,
en sá litur þarf að skera hæfi-
lega úr án þess þó að vera ó-
samstæður. Einnig eru notaðar
leggingar eða skartmunir til
þess að skreyta kjólana. Mislitir
kjólar eru mikið notaðir, en
svarti liturinn er altaf í háveg-
um liafður. I því sambandi
mætti nefna að tískuhúsin í
París skýra svo frá, að 80% af
kvenþjóðinni gangi síðdegis i
svörtum yfirhöfnum og kjólum
og brúnt sé einnig notað nokk-
uð, en hlás og fjólublás litar
gæti lítið eitt. Hversdagskápur
eru liinsvegar af öllum litum.
Vetrarkápurnar eru ýmist án
loðskinns, eftir því livað hverj-
um hentar, eða einnig eru not-
aðar kápur hryddaðar skinni,
með skinnermum eða með stór-
um skinnkrögum.
Á myndum þeim, sem hér
birtast sjáið þið fyrst þrjár teg-
undir yfirhafna, en það er sam-
eiginlegt með þeim, að þær eru
aðsniðnar í mittið, en slá sér út
ofan eða neðan við mittið eða
hvorutveggja. Fyrsta kápan er
olivu-græn, tekin inn i mittið
með lekum, en víddin kemur
beggja megin við. Þá er brún
„dragt“ og er jakkasíddin söm
og ermalengdin og jakkinn er
víður að neðan, en pilsið þröngt.
Þriðja kápan er svört, en sér-
kenni hennar eru ermarnar og
blússusniðið.
Á hinni myndinni er:
A) Grænn „tweed“ frakki,
hryddaður loðskinni og er hann
notaður við grænan kjól úr
„crepe“ efni, sem er beltislaus.
B) Grá dragt, jakkinn er
nokkuð síður og löfin eru
stungin í stað bryddinga.
C) Víð kápa, sem snúa má
við og nota ranghverfuna. Káp-
an er úr dröfnóttu „tweed“-
efni, fóðruð með vínrauðu efni,
en þannig eru dröfnurnar í efn-
inu litar.
D) Brún kápa með blússu-
sniði að ofan og með tvöföldum
kraga.
E) Aðskorinn tvihneptur
frakki.
E.G.
Ninon ..............
I Peysur og pils í góðn úrvall. I
Bankastrœti 7.
HAUSTHATTABNIK
ERU AÐ KOMA.
HATTASTOFA
SVÖNU & LÁRETTD HAGAN.
tOOíiOOOOOOÍXSOÍSOOOOOÍXSOÍSOOtSÍ
Hafið [iið athugað
hanskana í a
elstn hanska- f
gerö landsins ■
Gl óf inn.
Kirkjustræti 4.
SOOÍSOOOOÍSOOOOÖOOOÍXSOOOÍSOOÍ
Rabapbapi og
gulx*ætup«
Þar, sem lítið hefir verið um
bláber og rihs í sumar og appel-
sínur og aðrir slíkir ávextir fást
hér sjaldan, ættu húsmæður að
reyna þær uppskriftir af
„marmelade“, sem hér fara á
eftir.
1. Fíkju og rabarbara
„marmelade“.
2% kg. af rabarbarastilkum
er skorið niður með ryðlausum
(rustfri) hníf, í 1 cm. þykkar
sneiðar, og þær soðnar í 2Vz.
desil. af vatni. r/% kg. af þurkuð-
um fikjum er hakkað einu sinni
í hakkavél og eru þær settar
saman við heitt rabarbara-
maukið, ásamt 1% kg. af strau-
sykri. Síðan er þetta soðið við
hægan eld í þrjá stundarfjórð-
unga og hrært jafnt og þétt í
pottinum. Að því loknu er
maukinu helt í glös, hreinsuð á
venjulegan hátt til niðursuðu.
2. Gulróta „marmelade“.
2 V2 kg. gulrætur.
2 kg. sykur.
4 sítrónur.
Gulræturnar eru hakkaðar í
hakkavél, síðan hitaðar við hæg-
an eld og sykurinn settur í á-
samt sítrónusafanum og berk-
inum af sitrónunum (söxuð-
um). Þetta er soðið i 2—3 tíma,
þangað til hlaupið er orðið
nokkurnveginn glært og hæfi-
lega þykt. Að lokum er ein mat-
skeið af steittu engifer eða
kardemommum látin saman
við, eftir þvi livað hver vill
heldur.
3. Gulróta „marmelade“.
% kg. af gulrótum.
400 gr. af sykri.
Sítrónudropar.
Sjóðið gulræturnar í vatni
með % teskeið af salti í. Þegar
þær eru fullsoðnar, eru þær
skornar niður í næfurþunnar
sneiðar, en því næst látnar í pott
án vatns og sykrinu stráð ofan
á. Því næst er þetta soðið við
hæga suðu, svo að sykrið brenni
ekki, i 3 korter til 1 klst.
Sítrónudropar látnir í.
GULRÆTUR.
Yst á gulrótinni er barkarlag
sem hylur merginn. Barkarlag-
ið er vitamin auðugt, og eru
þær tegundir því bestar, sem
liafa þykt barkarlag. Dökkgulu
tegundirnar eru betri en þær
Ijósgulu. — Gulrætur eru holl-
astar lrráar.
Rifnar gulrætur.
Gulrætur eru þvegnar og rifn-
ar með grænmetishefli og syk-
ur og sitrónusafi settur í eftir
vild. Setja má þeyttan rjóma
yfir þær til bragðbætis.
!
ATAMON
er nýtt efni, sem mikið er not-
að við niðursuðu á öllu græn-
meti og niðursuðuvörum yfir-
leitt, en það fæst hér í búðum
í duftformi eða uppleyst á
flöskum.
Haustfrakkar og
Vetrarkápur kvenna.
Mjög fallegt úrval. Nýjasta tíska.
Verslun Kristínar Signröarddttnr.
Laogaveg 20 A.
Sími 3571.
I
Hanskinn
byðnr ávalt
smekklegnstu
leðurvörnrnar.
Hanskinn
Laekjargötu 4.
Sími 5430.
af allskonar
liaust- og
vetrarvörum
nýkomið í búðina.
Laugavegi 40.