Vísir - 01.10.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1938, Blaðsíða 4
4 VÍ SIR Laugardaginn 1. október 1938. K. F. u. M. Á morgun eru fyrstu fundir. Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn. Öll börn velkomin. Kl. iy2 e. li. Y.-D. 30 ára af- mælisfundur. U. D. boðið. Kl. iy2 e. h. V. D. KI. 8% e. h. Samkoma. Foreldrum Y.-D. drengja sér- staklega boðið. — Allir vel- komnir. Vön og gód borðstofustúlka óskast nú þegar. Hótfil Skjaidb eið VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. TfOPANI Ciaarettur REYKTAR HVARVETNA ENGLISH -- ' ’ • .'-1. _ Conversation, Reading, Writing, Business Methods and certain Technical Subjects. HOVARD LITTLE. Laugavegi 3 B. Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju miðvikudaginn 5. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram á mánudag og þriðjudag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. li. — Uppl. á sömu tímum í síma 4059. — Best ad auglýsa 1 VISI* ~ HVAÐ BER "GÖM'V Amerískir Salomonsdömar, —Við tryggjum okknr í “Ðanmark“ N OFdupiepðip Til og frá Akureyri alla mánudaga, þrið judaga og fimtudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Odd- eyrar. BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS. — JBifreiðastdð SteindóFS. Sími 1580. ÓDÝRT! Fyrir nokkuru var sagt frá nokkurum amerískum dómum í kaflanum „Hvað ber á góma“. Hér er framhaldið. —o— Dómari nokkur í Pittsburg fann það út, að konur væru til- finninganæmari en karlar, og eigi að taka tillit til þess, þegar liegning er ákveðin. Taldi liann taugar kvemnánna hér um hil % næmari en taugar karla. Hegningin kæmi þvf þyngra niður á konum í réttu hlutfalli við þetta. Það var því í fullu samræmi við þessa kenningu, jægar hann dæmdi konu í 20 daga fangelsi, en karlmann í 30 daga fangelsi, en hæði áttu þessi hjú að taka út jafnmikla þjáningu! —o— I þessum köflum um amer- íska Salómonsdóma má ekki ganga framhjá dómara í New Jersey,er Grandj’ nefnist.Iívænt- ur maður játaði fyrir honum að hafa stundum tekið konu sína nokkuð ónijúkum tökum. Sannleikurinn var sá, að liann liafði harið liana óþyrmiloga. Amerisk lög mæla svo fyrir að slík brot skuli varða 1000 doll- ara sek.t, eða 6 mánaða fangelsi, ef sektin er ekki greidd. En Grandy dómari hugsaði til fjölskyldunnar. Sektina gat maðurinn ekki borgað, og hver átti að- sjá fyrir konunni og börnunum, meðan bóndinn fæi i í fangelsi? Grandy lét sækja alla fjöl- skyhluna. Þegar hún var mætt í réttarsalnum gekk sjálfur dómarinn að afbrotamannin- um, og gaf lionum svo mikið kjaftshögg, að hann rauk um koll. Grandy lét elcki við það sitja. Meðan heimilisfaðirinn lá auðmjúklega og skömmustu- legur á gólfinu, fyrir framan konu sína og börn, lét dómarinn skammirnar dynja á vesalings manninum, og sagði honum livernig liann ætti framvegis að umgangast konu sína. —o— Annar maður játaði fyrir Grandy að liafa barið konu sína, en ekki að ástæðulausu. Konan var lionum ótrú. Dómarinn sýndi hinum ógæfusama eigin- manni mikinn skilning, og slepti honum við refsingu, með því skilyrði þó, að hann léti konu sína í friði í framtíðinni, „en er ekki ástæða til þess að gefa þessum vini konu yðar nokkura ráðningu?“ bætti dóm- arinn við. Eiginmaðurinn lét sér þetta að kenningu verða. Nú lét hann reiði sína bitna á elskliuga kon- unnar, og skömmu síðar voru þeir báðir, eiginmaðurinn og elskliuginn, leiddir fyrir Grandy, í þetta skifti vegna áfloga. Grandy mintist orða sinna og lét eiginmanninn laus- an, en elskhuga konunnar dæmdi hann í sex mánaða fang- elsi, en skilorðsbundið. I niður- lagi dómsins segir, að ákærði skuli ekki taka út hegninguna, „meðan liann láti giftar konur afskif talausar!“ P rentmyn d astofan LEIFTUR -býr. tngfflokks prént-' * myndir fyrir iæysta verd. Hafnl. 17. { Sími 5379. loíwmiip er miðstöð verðbréfaviðskift- anna. Eggert Glaessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalsími: 10—12 árd. Danskt rúgmjöl 0.14% kg. Krydd allskonar, Sláturgarn, Rúllupylsunálar. Sími 2285. Grettisgötu 57. Njálsgötu 106 — Njálsgötu 14. HROI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 201. GALDRAKERLINGIN. — Mig klæjar í fingurna eftir einvíginu vi'Ö Wynne! — Farðu varlega, Hugo. Margt fer öðruvísi en ætlað er í fyrstu. — Rauðstakkur er á hröðum batavegi. — Já, við munum athuga hann, þegar buið er að ljúka við lávarðinn. —■ Fylgið mér, þá skal eg sýna ykkur auðveldustu og hættulausustu aðferðina, til að vinna á lávarðin- um. — Velkominn, göfugi herra, Gangið í bæinn og eg skal sýna ykkur hið ágæta töfralyf, sem eg bý til. LEYNDARMÁL 81 HERTOGAFRÚARINNAR fyrir, að plagg það, sem við fengum í 'Uiion- ville hjá von Offenburg hershöfðingja sé .lítils virði í yðar augum.“ En liún sýndi honum skírteinið sem hún fékk hjá von Offenburg. Það var auðséð iá svip yfirforingjans, að hann leit svo á, að hann yrði að krefjast nánari skýringar. En Aurora stórhertogafrú, sem sá greinilega, að eg var ekki fær um að gefa neinar skýringar enn sem komið var, hélt áfram: „Eg mun skýra yður frá þessu í eins stuttu máli og unt er, undir kringumstæðunum. Þess- ar eru staðreyndirnar. Eg er Aurora stórher- togafrú af Lautenburg-Detmold. Monsieur Vignerte, félagi minn, er franskur yfirforingi, eins og þér. Eg veit ekki hvort þér í Frakklandi liafið þegar gripið til slikrar varúðarráðstafana svo sem að handtaka Þjóðverja. En í Þýska- landi hafa franskir menn verið handteknir frá í gær snemrna. Það átti að handtaka þennan heiðursmann. Eg hefi komið með liann til ykkar, það er alt og sumt.“ Og — l)ar ®em hún sá furðuna í andliti ridd- arans —• bætti hún við: „Eg ætti kannske að bæta því við til skýring- ar, herra minn, að eg er fædd Rússi, svo að þér þurfið ekki að efast um tilganginn með breytni minni — eða mig sjálfa“. Yfirforinginn liafði stigið af baki hesti sín- um. Yfirforinginn hneigði sig virðulega fyrir Auroru, sem, eins og eg, liafði stigið út úr bif- reiðinni. „Eg er de Coigny lautinant í 11. riddaraliðs- sveitinni í Longwy“, sagði liann. Eg nefndi nafn mitt og við heilsuðumst með handabandi. „Þér Iiafið komið langa leið, félagi,“ sagði hann. „Hvað eigum við nú að gera við yður?“ „Þér hafið aukaliest að lána honum,“ sagði stórhertogafrúin. „Nú — ef eg má ráðleggja yður dálílið, skuluð ]jér fara með liann þegar í stað til yfirvaldanna, sem næst eru, borgara- legra eða hernaðarlegra. Hann kemur beint frá Þýskalandi og veit talsvert, sem yður öllum má ' að gagni koma — yður, í landinu þvi, þar sem blómin eru fögur, en varúðin aldrei eins mikil og skyldi.“ Um leið og hún sagði þetta horfði hún á nokk- urar villirósir, sem skörtuðu á slútandi gerði skamt frá. De Coigny lautinant gekk þangað og tíndi nokkurar og bjó til vönd úr þeim og rétti s tórher togaf rúnni. „Eg þakka yður,“ sagði hún og brosti yndis- lega til hins unga yfirforingja, en hann var sem dáleiddur af fegurð liennar. „Viljið þér nú gera svo vel að færa liestana yðar dálítið til hliðar. Vegurinn er mjór og eg verð að snúa bifreið minni.“ Á þessari stund bugaðist eg alveg. Eg husaði ekki lengur um það, að eg var í þann veginn að fara til míns elskaða Frakk- lands. Eg hugsaði að eins um það eitt, að eftir nokkurar sekúndur mundi hún hverfa mér að fullu og öllu. De Coigny hafði skipað mönnum sínum að hörfa undan. Eg lieyrði, að stórhertogafrún sagði við hann, viðkvæmum rómi: „Ætlið hann ekki lítilmenni, herra minn, liann hefir nú orðið að þola það, sem erfiðara er en alt, sem hann á eftir að reyna sem hermaður í styrjöldinni, sem er að byrja.“ ' Og nú fann eg, að hún lagði hönd sína á enni mitt. „Verið hugrakkur vinur minn,“ sagði hún í lágum, viðkvæmum, en (ákveðnum rómi. „Nú hverfið þér til heimkynna yðar, hins fagra lands, sem eg elska. Það þarf á kröftum yðar og allra sona sinna að halda, þvi að fram- undan kann að vera löng styrjöld — miklir eifiðleikar, miklar þjáningar og eymd — stór- kostlegri en þér getið gert yður í hugarlund. En þér munuð lifa marga glaða stund þrátt fyrir alt. Þér munuð sjá fríða fáka æða áfram í sól- skini ágústdaganna og það mun vekja hrifni yðar og karlmannshug. Slíkt velcur æ lirifni inína og þá þykir mér miður, að eg er ekki karlmaður, svo að eg geti borið vopn og riðið fram til orustu fyrir ættjörð mína. Tilhugsunin um hið ógurlega, sem gerasl mun skelfir yður kannske. En minnist þess, að einnig langt fyr- ir austan landamæri Þýskalands — munu þús- undir riddara stíga á bak fákum sínum, Asthr- tákan-riddararnir, vopnaðir hognum sverðum. Tumene-kósakkarnir munu berjast fyrir Fraklc- land. Og loks — minnist þess, að þér hafið ekki ástæðu til þess að harma örlög yðar. Og minnist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.