Vísir - 07.10.1938, Síða 4

Vísir - 07.10.1938, Síða 4
4 VÍSIR Haustkápur. 1) Stuttur loðskinnsjakki með blússu-sniði að aftan. Við hann er notaður þröngur kjóll, sem sýndur er á myndinni neð- an við jakkann. 2) Svört kápa með víðum ermum úr „persian-skinni“, og er lcraginn úr sama efni. Á beltinu er spenna úr þunnum málm-blöðum og er samskonar spenna i hálsmáli kápunnar. 3) Kápan yst til hægri á myndinni er úr svörtu klæði. Ermarnar eru sérkennilegar og viddin í kápunni að neðan er öll að framan, eins og myndin sýnir. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ .... Tekönnur, sem gul húð hefir lagst á, er best að hreinsa með sterku sódavatni, sem lát- ið er standa í könnunni í nokkr- ar klukkustundir. Þvi nsest er kannan núin upp úr sódavatn- inu og skoluð vandlega. .... Muni úr tini er gott að fægja með þvi að láta þá liggja hálfa klukkustund í sódavatni, en þvi næst eru þeir þerraðir og fægðir með finum, heitum sandi. .... Straujárn, sem ryðblett- ir eru fallnir á, má fægja með ediki og sandi. .... Blóðblettum má ná úr öllum efnum með því að blanda einn lilut joðkalium með 4 hlut- um vatns. Góð afmœlisgiöf Frú Sigriður var nýkomin í hið heilaga hjónaband, og mað- urinn hennar átti afmæli næsta dag. Hún hafði verið að velta því fyrir sér, hvað liún ætti að gefa honum, en það var verst, að auraráðin voru sarna og eng- in. Leitaði hún þvi ráða hjá Guðrúnu vinkonu sinni, sem hafði verið gift í mörg ár og hafði öðlast mikla lífsreynslu þar af leiðandi. Hún sagði: „Þú vilt auðvitað gleðja hann, er það ekki aðalatriðið? Þá skalt þú fara strax heim og segja honum að þú skuldir skraddaranum kr. 200,00 fyrir kápu.“ „Ekki verður hann nú mikið glaður yfir því.“ „Nei, væna mín. Hann verður alveg í öngum sínum, en þú segir að hann eigi afmæli á morgun, og þá skalt þú fara til hans og segja honum að þú skuldir skraddaranum ekki nema liundrað krónur, og þá græðir hann i rauninni sömu upphæð, og það er aðalatriðið að gleðja hann dáhtið.‘“ Halió! Nú er tími til að kaupa hansk- ana fyrir haustið og veturinn. Giófinn, Kipkjustræti 41. SOOOOOOOOOOOÚOOGOOtStSÖOÍíCÍÍÍÍÍíOííOÍÍOOÍÍtJOaOÍSOOOOOOOOOÚÍSOOOí SOO©ÖOOÍSOÖOOÖíSÖOOOÖOÖOOÖOtSÖO | SNYRTISTOFAN PIROLA 11 Vesturg. 2 Sími 4787. | Andlltssnyrtlng - Massage — — Kristín Arnet | Hárgreiðsla - Permanent------Margrét Hrómnnfls. | | Fótsnyrting með baði og Massage — Þðra Borg | | ALT A EINUM STAÐ SÍMI 4787 § sooooootsooootstsotsotstsooooootsoo stsoooooísoootsootsooootsootsoooooooooooootstsootstsootststsotsoootst Föstudagínn 7. okfóber 1938, HOLL FÆBA ER FYRSTA SKILYBÐI FEGURBARINNAR. Á liinum síðari tímum er mikið um mataræðið talað, og öllum vísindamönnum ber sam- an um, að nauðsyn beri til, að það sé sem fjölbreyttast og bætiefnaríkast, með því að því aðeins sé heilsan góð að einhver rækt sé lögð við líkamann. Ahnenningur veit, að þetta er rétt, en þrátt fyrir það skellir liann við því skolleyrum og keppist við að drekka kaffi og the, og borðar með því hveiti- brauð og kökur, eins og það sé hið eina heilsusamlega. Græn- metisneysla fer ]>ó vaxandi og altaf borðum við kartöflur með lcjötinu, sem er gott og blessað, en soðinu af kartöflunum hell- um við, en þó er það talið mjög holt og heilsusamlegt. Það fólk, sem þjáist af magn- leysi og vanlíðan, án þess þó að um veruleg veikindi sé að ræða, ætti að gæta þess að oft getur þessi vanliðan stafað af ein- hæfri og rangri fæðu, og ætti það þá að leita ráða lækna til þess að fá bót á þessu. En það er ekki einungis að heilsufarið byggist á mataræðinu heldur er fegurð hvers einstaklings undir því komin. Samfara vanlíðan vegna rangrar fæðu hverfur fegurðin, ef ekki er að gert í tíma. Mörgum er illa við að verða gráhærðir og hrökkva í kút er þeir uppgötva fyrstu gráu hárin, en þá er reynandi að borða nógu járnauðuga fæðu, t. d. egg, lifur, grænmeti, kjama- brauð eða rúsínur, og fáið þér þá máske bót á þessu meini. Oft er þetta enganveginn einhlítt, en þá ættuð þér að leita Iækn- isráða og fá sérstök „járnmeð- ul“ til aðstoðar, en það getur oft verið nauðsynlegt og til mikilla bóta fyrir heilsu yðar yfirleitt. Þá eru hrukkurnar margra mæða, en af hverju orsakast þær? Þegar fólk eldist verður húðin ekki eins teygjanleg, eða réttara sagt, þensla hennar verður minni en í hörundi unga fólksins, en oft er orsökin sú, að húðina vantar A-fjörefni, eða að ekki er nægjanlegt járn uppleyst í blóðinu. Þessi efni eru það aðallega, sem endur- næra kirtla þá, sem veita húð- inni hið nauðsynlega fituefni, sem hún þarfnast, til þess að haldast mjúk og teygjanleg. Einnig er ágætt og oft nauðsyn- legt að neyta smjörs, rjóma, rauðaldina (tomata) og fiskjar, en þó ekki í frekara mæli en svo, að þið komist með öllu hjá offitu. Offitan er margra kvenna mæða, og er þá gripið til ýmsra örþrifaráða til þess að ná henni af sér, en það getur verið skað- legt og oft stórhættulegt, enda þolir liúðin það oftast ekki. Ef þið viljið grennast er réttast að nota nudd og böð og megrandi smyrsl, en neyta ekki annara meðala, sem geta haft hinar al- varlegustu eða ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heilsu yðar og vellíðan nema þeirra sé neylt samkvæmt læknisráði. Haustnýjungaraar eru byrjaðar að koma. Komið tímanlega. Flóra. Blómin piýða heimilið. FLÓ R A Austurstræti 7. — Sími 2039. £jnyntistofa Nokkur fín model komu fpam í dag. Hattabúð Soffíu Pálma, Laugavegi 12. Nú Hreinsar hárið fljótt og vel og gefur því fallegan blæ. Amanti Shampoo er algerlega óskaðlegt hárinu og hársverðinum. Selt í pökkum, fyrir ljóst og dökt hár. — Fæst víða. er aftur komið nýtt úrval af höttum. — Einnig nokkur model. Sigriðor Helgadóttir (Hattaverslun Margrétar Leví). Læk.jargötu 2. — Sími: 1815. Fermingar- gjafip Höfum fallegt urval af Dömutöskum, Ferðaveskjum o. fl. Slgriðnr Helgaflóttir (Hattaverslun M.Levi) Lækjargötu 2. Sími: 1815. Haustfrakkar og Vetrarkápur kvenna. Mjög fallegt úrval. Nýjasta tíska. Lágt verð. ( Verslun Kristínar Sigurðardóttur. | Laugaveg 20 A. Sími 3571.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.