Vísir - 28.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1938, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Föstudaginn 28. október 1938. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hverjum til gagns ? AÐ efast enginn um það, að konimúnistar mundu halda dauðahaldi í „tengslin“ milli verkalýðssamtakanna og stjórn- málaflokks socialista, engusiður en Alþýðuflokksmennirnir, ef það væru þeir, sem hefðu for- ystuna bæði í verkalýðssamtök- unum og socialistaflokknum. Þeir hafa nú um skeið háð harða baráttu við Alþýðuflokk- inn um yfirráðin í verkalýðs- hreyfingunni, en beðið lægra hluþ Þeir hafa einnig, með að- stoð Héðins Valdimarssonar, reynt að leggja Alþýðuflokkinn undir sig, en ekki tekist það að svo komnu. Hinsvegar er þeim það ekki siður Ijóst en forystu- mönnum Alþýðuflokksins, eða „Skjaldborginni“, sem þeir svo kalla, að einasta lifsvon Alþýðu- flokksins er einmitt sambandið milli hans og verkalýðssamlak- anna. Þess vegna róa þeir að þvi öUum árum, að rjúfa þessi tengsl milli Alþýðuflokksins og verkalýðssamtakanna, og þó að vísu í þeirri von, að þeim megi síðar sjálfum takast að hreppa verkalýðssamtökin í viðjar kommúnismans. Jónas Guðmundsson, sem nú er pólitískur framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, hefir skrif- að langt mál í Alþýðublaðið um þetta samband Alþýðuflokksins og verkalýðssamtakanna, og leitast við að færa rök að því, að þetta samband sé fyrst og fremst lifsskilyrði fyrir verka- lýðssamtökin, enda segir hann, að slíkt samband sé í öllum ná- grannalöndunum milh verka- lýðssamtaka og stjórnmála- flokka jafnaðarmanna. En i lok þess máls síns kemst hann þó að þeiiTÍ niðurstöðu, að nokkur „munur“ sé á þessu hér á landi og í nágrannalöndunum, og þó sé munurinn „að eins sá, að skipulagslegan aðgreining, sem i hinum Norðurlöndunum er búið að gera á starfseminni, er enn ekki búið að framkvæma liér“! — Hér er hinsvegar ekki deilt um annað en einmitt þetta, hvort þessa „skipulagslegu að- greiningu“ eigi að gera eða ekki, óg öll röksemdafærsla Jónasar er því komin á ringulreið. Nú segir Jónas hinsvegai’, að Jxessa skipulagslegu aðgreiningu sé „nauðsynlegt að gera“. Það sé lika í ráði á Alþýðusambands- þinginu, að gera „verulega að- greiningu í starfsemi verkalýðs- félaganna og flokksins“, en þó þannig, að „jafnframt sé tengt sem nánast samstarfið milli verkalýðs- og stjórnmálahreyf- ignarinnar“! Þá „skipulagslegu aðgreiningu“, sem hann segir að búið sé að gera annarsstaðar, og nauðsynlegt sé að gera hér. á því ekki aðeins að láta ógerða enn, um óákveðinn tíma, held- ur á að „tengja seixi nánast“ sljórnmálastarfsemi flolcksins og faglega starfsemi verlca- lýðssam takanna! Og af hverju stafar það, að þessu verður að snúa svo öfugt við það, sein Jónas segir þó að sé „nauðsynlegt að gera“? — „Áslæðan fyrir því er fyrst og fremst fátækt verkalýðssamtak- anna og fámennið hér á landi“, segir liann! En er það ekki öllu fremur fátækt og fámenni Al- þýðuflokksins ? Hefir Alþýðu- flokkurinn ekki miklu fremur verið fjárhagslegur ómagi á verkalýðssamtökunum, en þau á lionum? Eða liefir ekki stjórn- málastarfsemi Alþýðufloldcsins verið rekin fyrir fé verkalýðs- samtakanna „fyrst og fremst“, en starfsemi verkalýðssamtalc- anna hinsvegar ekki fyrir fé Al- þýðuflokksins ? Og „fámennið hér á landi“ — livað kemur það þessu við? Verkalýðssamtökin eru áreið- anlega nógu f jölmenn, í hlutfalli við fólksfjöldan í landinu. til þess að geta stjórnað sér sjálf. Hitt er annað mál, að Alþýðu- flokkurinn eins og Jónas segir ,er „bygður upp“ á verkalýðs- samtökunum, og ef undirstöð- unni væri kipt undan honum, þá yrði sennilega lítið eftir. Sjálfstæðisfélögin Vörður, Hvöt og Heimdallur lialda fyrstu skemtun sina á vetrinum annað lcvekl að Hótel Borg og liefst skemtunin kl, 8V2. Eins og venjulega er vel vand- að til skemtunarinnar og verða til skemtunar ræðuhöld, ein- söngur, sameiginlegur söngur, upplestur og loks dans. Er ekki ennþá fulháðið hverj- ir lialda ræðu, en Einar Markan mun syngja einsöng og Brynj- ólfur Jóhannesson les upp. Allir verða að tryggja sér að- göngumiða á skrifstofu Varð- arfélagsins í Mjólkurfélagshús- inu, sími 3315, því að engir mið- ar verða seldir við innganginn, en eftirspumin eftir miðunum ótrúlega mikil. Hefir hka komið fyrir, þó að bæði Hótel Borg og Oddfellowhúsið væri tekin á leigu fyrir skemtun Sjálfstæðis- félaganna, að margir hafa orðið frá að hverfa. Menlenberg meiílst í bllslysi í Hollandl. Þann sjötta jiessa mánaðar var Meulenberg biskup á ferð i bíl hjá hænum Heerlem í Lim- hurg á Hollandi. I för með bisk- upi voru nökkrir andlegrar stéttar menn. Þegar minst varði ók bíllinn á stálsímastaur, er var við veg- arbrúnina og særðust allir, sem í bílnum voru.Meulenberg brák- aðist á vinstra fæti og liggur í sjúkrahúsi í Heerlem. Er talið að biskup verði að liggja um nokkurn tíma. Hann er þó ekki i neinni hættu. Canal Tenglo, fyrrum Esja, mun að sögn, ekki fara fyrr en á morgun, en í dag mun vera réttur í skipinu áttavitinn. Canal Tenglo fer fyrst til New York og tekur þar kol og e. t. v. vörur. Fyrstu kosningar i Englandi eitir fjór- veldasáttmálann. Ihaidsflokkurmn tapar fyigi í Oxford og teija andstæðingar hans að það berivott om rénandi fylgi yflrieitt. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Það þykir tíðindum sæta í Englandi að fyrstu kosningum til þings, frá því er f jórveldaráð- stefnan fór fram, er nú lokið. Voru það auka- kosningar í Oxford vegna dauða Richard Bournes liðs- foringja, sem sat á þingi í flokki breskra íhaldsmanna. Af hálfu íhaldsflokksins var í kjöri Quintin Hogg son- ur Hailshams lávarðar og var hann kosinn með 15.797 atkvæðum. Keppinautur hans, sem naut stuðnings frjálslynda flokksins og óháðu vinstri flokkanna, fékk 12.363 atkvæði. HERMANN GÖRING — JOSEF BECK. Þegar Göring fór í veiðiför sína til Póllands, munu örlög Tékkóslóvakíu hafa verið ákveðin. Utanríkismálaráðherra í kosningahríðinni var aðallega deilt um utanríkismálastefnu Chamberlain-stjómarinnar, og einkanlega samninga þá, sem gerðir voru á fjórveldaráðstefnunni, til lausnar deilumálunum í Evrópu. Pólverja, átti drjúgan þátt í samvinnu þessara tveggja þjóða, sem leitt hefir til þess að Tékkóslóvakía var sundurlimuð. — Andstöðuflokkar stjórnarinnar telja að úrslit kosninganna sanni það, að stjórn Chamberlains sé að tapa fylgi, með því að þegar kosningar fóru fram í fyrra fékk Bournes liðsforingi 6645 atkvæði umfram keppinaut sinn, og hefir meirihlutafylgi íhaldsflokksins því rénað um helming. Breska stjópnin nndirbýr brottflutning fólks úx* idnað arhverfum stórborganna. Er því haldið fram, að kosn- ingar þessar gefi glögga hug- mynd um þá stefnubreytingu, sem þjóðin í heild telji nauð- synlega í utanríkismálunum, og að samningagerðir Chamber- lains séu ekki eins vel séðar og hann gerði sér vonir um í upp- hafi. Kosningar þessar fóru fram með óvenjumiklu harðfengi og voru sóttar af mesta kappi, sem þekst hefir á undanförum árum. United Press. Á Lindberg söSc á útörnm Tékkoslúvaklo? Asakanip Rússa. Þann 10. október gerðu marg- ir af þelctustu flugmönnum Rússa í sameiningu svæsna árás á Lindberg. Sögðu þeir að liann hefði borið út liinar svivirðileg- ustu lygar mn styrkleika rúss- neska loftflotans til þess að gefa Neville Chamberlain afsökun fyrir að láta lima Tékkóslóvak- íu í sundur. Þessi árás var gerð í Pravda og meðal jieirra er undirrita liana, var Vasily Molokoff, yfir- maður farþegaflugs Rússa. (Árásin er vafalaust gerð vegna jæss, að Lindbergh lét í ljósi við tvö Lundúnablöð, að hann væri ekki sérlega hrifinn af loftflota Rússa). í árásinni segir, að í boði hjá lafði Astor í London hafi Lind- bergh sagt gestunum, að loft- floti Þjóðverja væri svo sterkur, ajð Iiann gæti sigrað sameinað- an loftflota Frakka, Englend- inga, Rússa og Tékka. Með Jiessu ætlaði liann að gefa Chamherlain afsökun til þess að aflienda Hitler sneiðar af Tékkóslóvakiu!! Þá segir ennfremur í árásinni að Lindbergh sé búinn að vera sem flugmaður og liann liafi um daginn notfært sér gestrisni rússneskra flugmanna á jiann hált að ryðjast til Moskva sem boðflenna til jiess að fá að vera viðstaddur sýningu loftflotans 18. ágúst. (Þá keptust yfirmenn Sovét- ríkjanna við að hylla hann og fagna honum á allan möguleg- an hátt). Þá segir að Lindbergli eigi að liafa gortað yfir þvi, að honum hafi verið boðin yfirstjóm far- þegaflugsins meðan hann var í Moskva. „Flugmenn af þessu tagi munu ekki fá að koma nærri flugvélum okkar“. Þá á Lind- bergh að hafa sagt, að fluglið Rússa væri „stjórnlaust og alt á ringulreið“. „Rússar eiga meirihluta flug- meta heimsins“ stóð að lokum. „Sovét-Rússland á hundmð og jjúsund ágætra flugmanna, sem á hvaða tíma sem er geta gerst foringjar. Lindbergh er heimskur lyga- laupur, undirlægja og smjaðr- ari jiýsku nasistanna og hinna aristokratisku verndara Jjeirra á Englandi.......Hann hafði fenigið skipun um það frá íhaldsöflunum hresku að sanna veildeika rússneska flugflotans og gefa Chamherlain afsökun fyrir að láta í minni pokann í Múnchen“!! HERTOGINN AF KENT — LANDSTJÓRI í ÁSTRALÍU. London 26. okt. FÚ. Fregning um að hertoginn af Kent liafi verið skipaður aðal- landstjóri í Ástralíu, hefir vak- ið mikla ánægju í Ástralíu og hefir forsætisráðherra Ástralíu lýst yfir því, að Georg konung- ur liafi með þessari skipun sýnt mikla velvild í garð Ástralíu. Það er ekki kunnugt hvenær hertoginn tekur við embætti sínu, en núverandi landstjóri, sem hefir óskað að fá lausn frá embætti, átti ekki að fara frá fyr en 1 nóvember n. k. Þetta er í fyrsta skifti, sem hróðir konungs Bretlands er skipaður landstjóri í Ástralíu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Þegar ófriðarhættan var sem mest í álfunni skip- uðu Englendingar nefnd, sem gera skyldi til- lögur um nauðsynlegar ráðstafanir gegn þeirri hættu, sem stafaði af loftárásum fyrir íbúa borg- anna. Formaður nefndarinnar var skipaður Sir John Andersen. Hefir nefndin nú starfað um alllangt skeið og haft víðtæk verkefni með höndum og skilað áliti til stjórnar og þings. Nefndin telur að nauðsyn beri til, að fluttar verði fjórar miljónir manna úr iðnaðarhverfum borganna, eða einn þriðja hluta fólksins, úr öllum þeim iðnaðar- j hverfum, sem einkanlega myndu vera í yfirvofandi í hættu vegna loftárása. Samkvæmt tillögum nefndarinnar hefir breska í stjórnin ákveðið að gera ráðstafanir til þess að undir- búa slíkan brottflutning fólks úr iðnaðarhverfum borganna, ef hættu skyldi bera að höndum. United Press. Þetta er nýjasta einkamyndin, sem blöðin liafa náð í af for- sætisráðherralijónunum. Frú Gliamberlain hefir ávalt stutt mann sinn með ráðum og dáð, einnig í Jjví að varðveita friðinn í heiminum. Chamberlain og frú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.