Vísir - 28.10.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 28.10.1938, Blaðsíða 7
Föstudaginn 28. október 1938. VlSIR Skortur á lauk um í bænum. Xaankurin u kemur á mánudag1, ávextirnir fást ekki í brád. og ávöxt- en Vtvarpld___ vikuna sem leið Ýmsir af bæjarbúum hafa kvartað yfir því við Vísi, að al- ger hörgull væri á lauk í bæn- um, o,g hefði verið yfir aðal- sláturtíðina, en kæmi þetta sér mjög bagalega. Vísir snéri sér því til nokkurra verslana hér í bænum og leitaði upplýsinga hjá þeim i þessu efni og voru þær í fullu samræmi við þess- ar kvartanir, sem borist hafa frá kaupendum blaðsins. I morgun átti Vísir tal við Áma G. Eylands forstjóra Grænmetisverslunar rikisins og spurðist fyrir um ástæðuna til þessa ástands og gaf hann á því eftirfarandi skýringar: Grænmetisverslunin fékk ekki úthlutað þriðjungsleyfum sínum frá innflutnings- og gjaldeyrisnefnd fyr en í ótíma, en þrátt fyrir það höfðu nokkr- ar ráðstafanir verið gerðar frá. hendi verslunarinnar til þess að ráða hót á mestu vandræðum fólks í þessu efni, og í byrjun sláturtíðar lágu hér fyrir 15 tonn af lauk. Hafði Grænmetis- verslunin einnig fest kaup á frekari birgðum í tælca tíð, og með Dettifossi siðast komu 10 tonn. Með Lyru áttu 5 tonn að koma, en þau komu' eklci, og má ætla að það orsakist af flutn- ingatruflunum vegna ófriðarins i Suður-Evrópu, en skip það, sem laukinn átti að flytja það- an, hafði 24 daga til stefnu frá því er það átti að leggja af stað, og hefði'þvi átt að vera komið til Noregs í tælca tíð. Þetta varð þó ekki, og af þeim orsökum seinkar sendingunni allverulega, en hún er væntanleg á rnánu- dag. Alt þetta hefir valdið Grænmetisversluninni miklu ó- hagræði, og vegna hinna erfiðu strandferða hefir skorturinn á lauk verið mjög tilfinnanlegur á höfnum úti um land. Grænmet- isverslmiin hefir gert alt, sem af henni verður krafist, til þess að ráða bót á þessu, þótt raun- in liafi orðið verri en til var ætl- ;ast. Samkvæmt framansögðu virðist innflutnings- og gjald- eyxisnefnd eiga aðalsökina - þessu máli með óeðlilega seinni afgreiðslu á leyfum fyrir inn- flutningi lauksins. Þá hafa blaðinu borist kvart- anir yfir því, að citrónur væru gersamlega ófáanlegar liér í bænum, og uin aðra ávexti væri alls ekki að ræða. Samkvæmt laéknisráði þurfa ýmsir að neyta ávaxta sér til lieilsubótar, en þess eiga þeir engan kost, en heyrst liefir að innkaupastofn- un ríkisins hafi þó getað veitt eirihverja úrlausn í þessu efni. Á þessu ástandi þarf að ráða ;hót hið hráðasta, og virðist það ekki öeðileg krafa, að citrónur fengjust innfluttar, þannig að á þéim væri enginn hörgull. Um aðra ávexti gegnir sama máli í rauninni, og mun innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd ekki hafa veitt nein leyfi enn sem ■komið er fyi-ir innflutnmgi þéirra. Ferðabækur Yilhjálms. 14. liefti þessa ágæta safns er nýkomið út (framhald III. bind- is, sem .fjallar um Heimskauts- löndin unaðslegu). Hér er framhdld á skemtilegum kafla, sem nefnist: „Við Óli förum á veiðar“, en aðrir kaflar þessa lieftis nefnast „Við finnum Mary Sachs“, „Haustveiðar á Bankseyju“, „Erfið vetrarferð", „Vorferð 1915“, „Birnir og menn á selveiðum“, „Mæling Prince Patrickseyjar“ og „Við komum þangað sem McClintock komst lengst“. Margt er skemti- legt í þessum köflum og fróð- legt sem hinum fyrri heftun- um. Verður þetta liið eiguleg- asta sáfn. Síðasta vika hefir að svo miklu leyti sem eg hefi heyrt dagskrána, verið mjög góð, en vegna veikinda liefi eg mist úr nokkra daga. Þvi er þó ekki að leyna, að það er eins og fyrri daginn hljómlistin, sem heldur dagskránni á floti. Var ekki sist skemtilegt að hlusta á einsöngv- arann Gunnar Pálsson á mánu- dag; hann hefir fallegan tenór og fer mjög vel með efni. Um liina mæltu dagskrá, hvað góð, sem liún annars kann að vera er það að segja, að húu er oftast of niðurþung. Með þvi á eg ekki heinlinis við, að hún sé leiðinleg, lieldur hitt, að þar er altaf verið að lialda einhverju að hlustendum, altaf verið að kenna þeim eittlivað, meira eða minna nauðsynlegt, en sjaldan eða aldrei gert neitt þeim til skemtunar, og ef það er reynt, sígur það að jafnaði einlivem- veginn yfir á hina sveifina. Það verður að gá að því, að það er að jafnaði þreytt fólk, sem sest við að hlusta, og þá vill það ekki fara að standa í lærdómspúli. Það er auðvitað hægt að hafa kensluna i svo mjúku formi, að liún skemti fólki, en þreyti það ekki. Það er þó eins og ræðu- mönnum útvarpsins sé þetta ekki sérstaklega lagið. Fimtudaginn fyrri eð var las Valdís Halldórsdóttir upp kvæði eftir Halldór Helgason, sem er gott skáld, en það var skaði að upplesturinn var lélegri en skyldi. Á föstudag flutti Hákon bóndi Finnsson erindi um dýrin og umgengni við þau. Erindið var fjarskalega vel meint og fallega hugpað, en það var full háspent og flutningurinn, þó mér þyki leitt að segja það, fyr- ir neðan allar hellur. Það virðist enginn hafa bent ræðumanni á, að i útvarpi verður altaf að tala á sama tón, og áherslurnar verða að koma fram í misrnun- andi þunga atkvæðanna, en ekki eins og i venjulegu tali, jafn- framt i því, að breytt sé um tón; sé það gert verður alt undarlega óskýrt, svo að livað rennur í annað og heyrist illa eða eklri. Þelta stendur að vísu skýrt og greinilega, þó með öðrum orð- um sé, í reglum um flulning út- varpsefnis. Sama dag flutti próf. Ásm. Guðmundsson er- indi eftir Guðmund Friðjóns- son. Var livorttveggja gott, er- indið og flutningurinn. Á mánudag flutti frú Aðal- björg Sigiurðardóttir erindi um norskar konur og kvenfélög. Efnið var þyrlcingslegt, og er- indið þá eftir þvi. Efni sem þetta, svo gott sem það annars kann að vera, munu ekki nema fáir lilustaendur hlýða á, og þvi er ekki rétt að gera það að aðal- efni dagskrár, en hún á auðvit- að að vera við hæfi og skap sem flestra hlustenda. Undir slík er- indi þyrfti að taka sérstakan tíma utan hins venjulega dag- skrártíma, svo að ekki skertist hin ahnenna dagskrá af þeim. Þeir ræðumenn, sem liggur hátt rómur, þurfa að gæta þess í út- varpi að lækka liann og gera liann dýpri, annars skýst hann skrækur út úr útvarpstækjun- um. Á þriðjudag flutti Steingrím- ur búnaðarmálastjóri gott er- indi um landbúnað; var það á venjulegum tíma landbúnaðar- ins, svo að þeir sem fælast hann, vissu hvað til stóð, og gátu lileypt erindinu niður, sem að vísu fullkominn óþarfi var um þetta erindi, því það var svo al- menns eðlis. Aðalerindi kvölds- ins flutti Bárður Jakobsson stud. jur. um sjómannalíf á síldveiðum. Var alt erindið að efni, gerð og flutningi svo ágætt, að eg minnist sjaldan að hafa lieyrt jafngott í Utvarpinu. Ef þessi maður kann að segja frá fleiru, sem ekki er ólíklegt, þá er hann maður, sem Utvarpiö ætti að slægjast eftir. Mér datt það í hug undir erindinu, að það er hreinasta skömm, hvað bæði eg og aðrir erum fáfróðir um líf þeirra manna, er með vinnu sinni skapa hin verald- legu verðmæti þjóðarinnar. Til að fræða okkur i þeim efnum ætti útvarpsráð að koma upp .erindakerfi; það væri fróðlegt og gæti rétt á haldið líka verið bráðskemtilegt. j Tveir siðari liðir kvöldvök- unnar á miðvikudag voru ágæt- ir. Brynjólfur Jóliannesson leik- ari, sem er afbrigðagóður upp- lesari, flutti hið þróttmikla draugalega kvæði Einars Bene- j diktssonar um hvarf síra Odds í Miklabæ frábærlega vel, en Pálmi Ifennesson las upp kafla úr (Úraníu eftir Flammarion með fallegum óbrotnum flutn- ingi. Sama verður ekki sagt um Skúla Þórðarson magister, sem flutti erindi um víg Spánverja á Vestfjörðum 1615 (Spánska slag Ara). Efnið er skemtilegt og var ekki illa fyrir komið, en flutningurinn var svo höktandi og liikandi, að það var hörm- ung að lieyra. Flytjendumir eiga að vera búnir að þaullesa erindi sín, og helst læra þau utanbók- ar, áður en þau eru flutt, annars kann flutningurinn að fara í liandaskolum. Þetta átti að vera höf. þvi auðveldara sem hann fyrir nolria-um árum skrifaði grein um þetta sam efni i danska blaðið „Hjemmet“. Málfar höf. var afleitt og fult af svonefndum blómum. Það er leiðinlegt að lieyra mentaðan mann segja „likin ráku“ og ann- að slikt, en verra þó, ef hann getur ekki haft örnefni rétt. Höf. margnefndi í ei’indinu Valnseyri við Patreksfjörð, en allir vita að staðurinn lieitir Vatneyri. Þetta þarf liöf., sem vafalaust hefir sitthvað til brunns að bera, að bæta, ef liann skyldi koma aftur í útvarpið. br. ðtvarpiS og vitleysan. Bitstjóri Visis hefir sýnt mér grein með þessari fyrirsögn, sem prentuð er á öðrrim stað i blað- inu og er eftir Pétur Sigurðsson, en eg liefi orðið siðbúinn að svara. Herra Pétur Sigurðsson má mín vegna og óáreittur af mér hafa hvaða skoðanir sem liann vill, því það er sem betur fer skoðanafrelsi i þessu landi. Um þær skal eg ekki skattyrðast við hann, en þá skoðun er mér jafn- heimilt að hafa, að erindi eins í yfirstandandi viku hefir vérið frá 'þvi skýrit í iitvarps- fregnum, að miklar líkur bendi tiþ að Bliieliea' Iiershöfð- ingi sé kominn i tölu þeh-ra, sem fallið liafa i ónáð hjá Stalin. Fregnir herma, að Iiann hafi veríð liandtékinn á lieimili sínu i Sibiríu, en staðfestingu á hvað orðið hefir um Bliicher fæst ef til vill ekki fyrr en síðar meir. Þeir eru orðnir margir rússnesku stjórnmálaleiðtogarnír og liern- aðarleiðtogai'nir, sem ofsóknaræði Stalíns hefír bilnað á, á einn eða annan hátt, og það er ekki ný bóla í Rússlandi nú á dögum, að kunnustu menn þjóðarinnar sé fangelsað- ir, teknir af lifi eða að þeir „hverfi“, án þess nolckur viti livað af þeim verður. Þannig hafa nokkurir menn, sem rtíl skamms tíma voru trúnaðarmenn Stalins og áhrifamenn í Ukraine, horfið án þess nokkur viti um afdrif þeírra. ■— Með vissu verður ekki enn sagt hvort réttar sé fregnirn- ar um Blucher —- en liafi hann verið fangelsaður eða drepinn, hafa beðið hans sömu örlög og svo margra ann- ara, sem þjóðin liafði litið á sem átrúnaðargoð — þar til Stalin kaus að losa sig við þá. Blucher er vafalaust annar mesti herforingi Rússlands nú á dögum — og margir ætla, að liann sé engu minni herforingi en sjálfur Vorosliilov, yfirhers- höfðingi alls Rauða hersins. Til markt um hið mikla traust, sem Blúrher hefir notið, er það að hann liefir gegnt mest mikilvæg- asta herforingjaembættinu í rússneskum löndum. Hann lief- ir um mörg ár verið yfirhers- liöfðingi Rauða hersins í Aust- ur-Sibiríu. Margt er duíarfult um Blúch- cr —- Yassili Kpnst.antinovich Bliicher. Blúcher fullu nafni. Og liann liefir komið mjög við sögu alt frá þvi á dögum borgara- styrjaldarinnar og hann á elcki livað minstan þátt í því, að Si- biria er enn rússneskt land, og hann hefir ekki verið Rússum óþarfur í Kína, því að Galcng hershöfðingi i Kína, sem svo mjög kom við sögu þar um skeið, var enginn annar en Blúcher. Blúcher var fæddur 1889 í Poshekonye, litlu þorpi í Moskvafylki. Hann stundaði nám í barnaskóla þorpsins og var svo sendur í vinnu í verk- smiðju í Mitischi, nálægt Moskva. Lauk hann járnsmiðs- námi og varð snemma bylting- arsinni. Árið 1910 var hann dæmdur í 32 mánaða fangelsi fyrir byltingarstarfsemi. Hann tók þátt í heimsstyrj- öldmni, en hann skifti ekki um stjórnmálaskoðun. Hann gekk í herinn sem óbreyttur dáti, en var orðinn lautinant eftir tvö ár. Blúclier særðist alvarlega og þegar liann var gróinn sára sinna 1916 gekk liann í flokk með kommúnistum. Þegar októberbyltingin braust út var hann í Samara og var i stjórn- arnefnd byltingarsinna þar. Og nú barðist hann gegn Hvit- Rússa liershöfðingjanum Dutov. Hófst nú það tímabil í ævi Blúchers, er hann varð kunnur fyrir mörg hernaðarleg afrek og fyrir þau lita Rússar á hann sem þjóðhetju, en yfir mörgum af- rekum lians og ævintýrum er einhver leyndardómshula, ekki síst eftir að Rússar sendu liann til Kína, að beiðni Kuomintang- flokksins eða jafnvel Chiangs Kai-sheks sjálfs en Kinverjar kölluðu Blúclier Ga-Lin, en í frásögnum erlendra fréttaritara í Kína varð nanið Galgns. I Kína yorp kinversk fpringjg-. efni æfð undir yfirstjóm Blúchei-s — í Whampoa her- skólanum i Canton. — Blúcher reyndi að gera jafn harðfenga foringja úr þeim og sonum bændanna í Sibiríu. Og þvi næst, þegar þessir foringjar, liöfðu verið æfðir, leiðbeindi liann her þjóðernissinna í bar- áltunni við Norðurherinn lrin- verska. I rauninni var það Blúcher, sem stjórnaði kínverska hern- um, er Hankow var tekin. Síð- ar vann liann annað hernaðar- legt afrek þar eystra — 1929 — þegar kínverskir Manjúríumenn liöfðu hertekið Kínversku aust- ur járnbrautina svo kölluðu, en Rússar voru eigendur hennar að hálfu. Hersveitirnar, sem lekið liöfðu brautina, skeyttu ekki úrslitakostuin sovét- stjórnarinnar um að sleppa haldi á járnbrautinni. Blticlier gerði þá innrás í Mansjúríu og hrakti hersveitirnar á brott frá járnbrautinni og fekst þá við- lirkenning á ný á réttindum Rússa. Mesta reynslu sem herforingi liefir Blticher fengið í Asíu. Reynsla lians þar er ómetanleg og Rússar eiga engan mann, sem jafnast á við hann að þessu leyti. — Blticher kann best við sig þar eystra og liann er ólíkur öðrum stj órnmálamönuum og % og það, er hér um ræðir, eigá ekkert erindi í útvarpið. Það er misskihiingur P. S.? að „br.“ sé dulnefni, Iieldur er það merki, sem eg rita uncEr f Vísi, og hefir hvorlri honum eðai mér verið laiuiung á Iiver ætli það. Eg liefi livergi sagst Iiafa orð- rétt eftir P. S.. en eg hefi dregiS saman efnið úr erindi hans, og sagt það með mínum orðum. Þó að liann hafi haft önnur orð, stoðar það ekki, þvi að á efnlms veltur allt. Annars er ekki orðum að> þessu eyðandi. br_ HJÚSKAPARSKÓLI 1 AMERÍKU. Frh. af 4. bls. sína innilega í hjarta sínu, og ef i óefni er komið hefír leyfl til að láta krók koma á móti bragði, á sama hátt og hann. Ef hann fer á bak við þig og leynir þig frjálsræði sinu Iiefir þúi fyrst ástæðu til að ásaka Iiann. Það eru liin sálrænu sambönd og jafnvægi, sem er undirstaða hjúskaparins. Nokkur skrifleg verkefni frá amerísku hjúskaparprófunum verða birt í næsta blaði, og ef þið viljið spreyta ykkur á próf— raununum skuluð þið sefja vel á ykkur öll boðorðin (8), sena að framan gréinir. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ .... Gott er að hreinsa flaueB með því að nudda það með klút, vættum i steinoliu, bursta það síðan og viðra. .... Kaupið ekki treyjumar einar, heldur einnig x/i úr met- er af sama efni' til viðgerðar. .... Silkibönd er best að stétta með þvi að vefja þeim um flösku og næla endann niður með öryggisnál, eða bregða gúmmíteigju utan um þau. .... Hreinsunarefni á altaf að þynna út ; 6 matskeiðar af salmíakspíritus á að setja i eina venjulega vatnsfötu, en af „brintoverilte" á að setja þrjár skeiðar i eina fötu af vatni. herforingjum Rússa, að þvi leyti, að liann hefir aldrei Iagt stund á að afla sér hyDS og trausts i Kremlin, með þvi að fara þangað, flytja ræður um framtíð Rússlands o. s. frr. Hann hefir verið athafnarma era ekki orðanna maður og Iionum eiga Rússar það manna mest að þakka, hversu landvarnir þerara þar eystra eru vel skipulagðar. Blticher hefir tiltölulega sjaídan farið til Moskva, þótt hann hafi átt sæti í æðstu ráS- um lándsins, en hann varð aS fara þangað, er liann var skíp- aður dómari i herrétti þeim, sem dæindi Tjukasjévksy mar- skálk og sjö aðra hershöfðingjáa til lifláts. Fyrir afrek sín, er hann hrakti Kolschakherinn á flölfa í: Síblrira (1919) og tók Tobolsk, og fyrú* útheldni sína og dugnað i bar- áttunni við Wrangel (í Ukran- ine), en þar varðist hann árás>- um Hvíta hersins i þrjá máu- uði, — var hann sæmdur æðstra tignarmerkjum Rauða Iiersmsv Blticher hefir ávalt verið tal- inn trúr fylgismaður StaTins. Sé það rétt, að ofsóknaræSS Stalins hafi nú einnig bitnað á honum, eru fáir hinna gömlia og reyndu herforingja orðnir eftir, nema Voroshilov, sem offt hefir verið nefndur sem líkleg- astur eftirmaður Stalins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.