Vísir - 16.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 16.12.1938, Blaðsíða 2
2 VlSIR Föstudaginn 16. desember 1938 DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ulíaldi eða myfluga? Fleilunni um atvinnubæturnar er nú lokiö aö sinni. Það, sem um var deilt, var i rauninni ekki annað en það, hve mikinn hluta kostnaðarins ælti að leggja fram úr rilcissjóði og hve mikið úr bæjai-sjóði. Ríkis- stjómin færðist alveg undan því, að taka jafnmikinn þátt í þess- um kostnaði, eins og undanfar- in þrjú ár. En svo virðist, að minsta kosti eftir á, sem allir hafi verið sammála um það, að ekki hafi verið fært annað en að auka atvinnubótavinnuna eins og gert var, þó að svo virt- ist, um eitt skeið, sem blað Framsóknarflokksins teldi at- vinnukröfum verkamanria lítt í hóf stilt og „iðjuleysingjunum“, sem það kallar svo, ekki ofætl- un að sjá fyrir sér sjálfir. S. 1. laugardag fór Tíminn hörðum orðum um Vísi fyrir það, að hann væri að eggja verkamenn á að krefjast auk- inna fjárframlaga úr ríkissjóði til alvinnubóta. Lét blaðið svo um mælt, að Vísi mundi jafnvel ekki þykja „fjárkröfur komm- únista nógu ábyrgðarlitlar“ og reyndi því „að espa þá til enn meiri lieimtufrekju“. En hvort sem það hefir nú verið fyrir þessar „áeggjanir“ Vísis eða af einhverju öðru, þá samþyktu nú verkamenn skömmu síðar áskorun til ríkisstjórnar og bæjarstjórnar um að bæta 100 mönnum við í atvinnubóta- vinnuna, auk 75 manna viðbót- arinnar sem bæjarráðið liafði ákveðið. Þessa áskorun báru kommúnistar þeir, sem Tíminn segir að nú ráði meslu í jiessum málum, upp fyrir atvinnumála- ráðherra á þriðjudaginn, og hét ráðherrann því, að þessi áskor- un skyldi verða lögð fyrir ráð- herrafund daginn eftir, ef ekki næðist áður samkomulag við stjórn bæjarins um að full- nægja henni. Daginn eftir sam- þykti svo rikisstjórnin að verða við áskoruninni að hálfu, en krafðist þess, að bærinn gerði henni sömu skil. Og það varð úr, að „kommúnistamir“ fengu tilmælum sínum þannig full- nægt, af ríkisstjórn og bæjar- stjórn í sameiningu. En hvernig skyldi nú Tíman- um litast á blikuna, þegar hon- um bregðast svo „krosstrén“, að ríkisstjórnin verður ekki að eins til þess að fallast á hinar „ábyrgðarlausu fjárkröfur kommúnista“, fyrir sitt leyti, en bætir auk þess gráu ofan á svart og „espar þá til enn meiri heimtufrekju“ með því að á- skilja að bærinn geri það sem á vantar til þess að þeir fái kröf- um sínum fullnægt til hins ítr- asta? Það „ber ekki á öðru“ en að Tíminn láti sér þetta lynda hið prýðilegasta. í gær snýr hann alveg við blaðinu og segir, að rikisstjórnin hafi þannig „reynt að bæta úr sárasta atvinnuleys- inu hér í bænum“. Þessar ,jábyrgðarlausu“ fjárkröfur kommúnista, sem blaðið taldi alveg fráleitar s. 1. laugardag, eða jafnvel „enn þá meiri heimtufrekju" þeirra, sem Visi kynni að hafa tekist að „espa“ þá til síðan, er þá, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki nerna jiað allra minsta, sem komist verður af með, til að „bæta úr sárasta atvinnuleysinu hér í bænum“! Blaðinu hefir orðið það á, að gera úlfalda úr mý- flugu. Hver veit nema Fram- sóknarflokkurinn taki nú úr þessu að semja betur við komm- únisla en horfur liafa þótt á, nú um hríð. PeiBÉÉÉr . í [fii I gær síðdegis var kært yfir þvi til lögreglunnar, að stolið hefði verið peningum í Lyru. Var þetta skömmu áður en skip- ið fór héðan. Var stolið 50—60 krónum úr læstri skúffu í klefa þernunnar. Var þetta aðallega smápeningar, norslcir og íslenskir. Rannsókn- arlögreglan hefir málið til at- hugunar. Bann vií verkbBnnntn og verkföllnm. - Allnr ágreiningnr skal jafn- ast með friðsamiegn möti. Kaupmannahöfn, 15. des. F|tJ. Á morgun verður undirritað- ur samningur milli sambands sænskra atvinnurekenda og landssambands sænskra verka- lýðsfélaga, sem talinn er muni verða einstæður í sinni röð i öllum heimi. Samkvæmt samn- ingi þessum skuldbindur at- vinnurekendafélagið sig til þess að beita elcki verkbönnum um aldur og æfi, en landssamband verkamanna skuldbindur sig liinsvegar til þess, að beita ekki verkfölhim um aldur og æfi, heldur skuli allur ágreiningur milli þessara aðila framvegis jafnaður með friðsamlegum samningi og gerðardómi. Nýr stjörDmála- flokkor f RúmeDío. London, 15. des. FÚ. Nýr stjórnmálaflokkur var stofnaður í Rúmeníu í gær, sem heitir Þjóðlegi viðreisnarflokk- urinn og er öll stjómin í flokkn- um. Tilskipan var gefin út í gærkveldi, þar sem svo er á- kveðið, að enginn annar stjórn- málaflokkur skuli leyfast í landinu og að hver maður, sem brýtur gegn þeim lögum, skuli verða sviftur pólitiskum rétt- indum til tveggja til fimm ára. Þessi nýi flokkur er opinn hverj- um manni í landinu, sem orð- inn er 21 árs gamall, nema dóm- arastéttinni og hernum. aðeiiis LoftuPf Fridarvidleitni Cliamberlains hefir enn engan árangur borid, segir sendiherra Bandaríkjanna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Tvær staðhæfingar vekja mesta athygli af öllu því, sem heimsblöðin birta í dag. Önnur er sú, að viðleitniChamberlains til þess að tryggjafram- tíðarfriðinn á álfunni hafi enn engan árangur borið, en takist það ekki sé styrjöld óhjákvæmileg — hin er sú, að eftir áramótin muni Þjóðverjar formlega krefj- ast nýlendna sinna. Staðhæfingar líkar því, sem að framan greinir um viðleitni Chamberlains til þess að tryggja friðinn í heim- inum, og hvað verða muni, ef tilraunir hans beri ekki góðan árangur, hafa að vísu áður komið fram, en að þessu sinni vekja ummæli, sem hníga í þessa átt, ó- venjulega athygli, af því að það er herra Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna í London, sem lét sér þau um munn fara. Franeo veitip Alfonso fyrrv. Spánarkonungi aftup öll bopgaraleg réttindi. EINKASIŒYTI TIL VlSIS. London í morgun. Frá Burgos er símað, að spænska þjóðernis- sinna stjórnin hafi fallist á tillögu Franco hers- höfðingja, að Alfonso fyrrverandi Spánarkon- ungi skuli veitt af nýju öll borgaraleg réttindi á Spáni, en hann var þeim sviftur, er hann hafði verið hrakinn frá völdum. Lög um þetta efn; hefir stjórnin í Burgos samþykt og í þeim eru lýst ógild lögin, sem Þjóðþing Spánar samþykti, til þess að svifta Alfonso öllum réttindum, og sömu- leiðis lögin, sem samþykt voru til þess að svifta hann jarðeign- um sínum og öðrum eignum. United Press. Báráttan om heimsmarkaðina. Hann kom á hafskipinu Queen Mary frá Bandaríkj- unum í gærkveldi og er blaðamenn áttu viðtal við hann, er hann steig á land, spurðu þeir hann meðal annars um horfurnar í alþjóðamálum, og hvort hann teldi, að Chamberlain mundi verða nokkuð ágengt með að koma á allsherjarsamkomulagi friðinum til öryggis. „Enginn varanlegur árangur hefir enn sem komið er orðið af friðarstarfsemi Chamberlains,“ sagði herra Kennedy, „en auðnist honum ekki að koma því til leið- ar, að friðarmálunuin verði komið á öruggan grund- völl, hlýtur svo að fara, að öll viðskifti þjóða milli og yfirleitt alt fjárhags- og atvinnulíf komist í hið versta öngþveiti og að styrjöld brjótist út.“ Kvað sendilierrann horfurnar ekki þær, að hann gæti alið nokkura verulega bjartsýni um friðinn í álfunni. Hin staðhæfingin er su, að Hitler hafi ákveðið að senda einkafulltrúa sinn, herra Wiedmann, til Lundúna, i janúarmánuði næstkomandi, og á hann að bera fram formlegar kröfur þýsku stjórnarinn- ar um, að Þýskaland fái aftur allar nýlendur sínar. ÞaS er LundúnadagblaSið Daily Ilerald, sem birtir þessa fregn. —- Eins og kunnugt er, hafa Bretar nýlega lýst yfir, að þeir skili ekki aflur neinum ný- lendum, sem þeir liafa yfir að ráða, og yfirleitt má segja, að mótspyrnan gegn því, að ÞjóS- verjar fengi aftur sínar gömlu nýlendur, hafi farið síliarSnandi í seinni tíð. Horfir þvi svo, að miklar og alvarlegar deilur séu á uppsiglingu milli Breta og Þjóðverja, ekki að eins við- skiftalegs eðlis, heldur og um nýlendurnar. Yiðhorfið hefir hreyst mjög frá því er Chamher- lain kom heim frá Þýskalandi, er liann og Hitler höfðu skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um friðarvilja Þjóðverja og Breta og Chamberlain sagðist trúa því, að friðurinn væri Irygður „fyrir vorn tíma‘“. Kann að rejma á það fyrr en varir, hversu haldgóð reynist yfirlýsingin um friðarviljann milli þessara þjóða, því að mál- in, sem um er deilt, eru vissu- Iega vandasöm úrlausnar. United Press. Breska stjórnin veitir aukinn stuðning þeim kaupsýslu- mönnum til handa, sem hafa útflutningsverslun með höndum. Samkvæmt F.Ú.- fregn í gær- j kveldi er breska stjórnin nú að liefjast lianda um að styrkja að- stöðu breskra kaupsýslumanna, sem hafa útflutningsverslun með liöndum. Er það vafalaust gert vegna þeirrar aðferðar, sem Þjóðverjar nota í viðskifta- samkepninni iá mörkuðum í ýmsum löndum, þ. e. að gera samninga á vöruskiftagrund- velli, en þessa samkepni telja Bretar óheiðarlega. F.U.-fregnin hljóðar svo: Breski ráðlierrami, sem fer með þau mál er varða útflutn- ingsverslunina, hefir lýst yfir því, að ef til vill myndi stjórn- in grípa til ráðstafana, sem.ekki er fordæmi fyrir, lienni til stuðnings. Iívað liann liæði stjórn og þing mundu gera alt, sem unt væri, i þessu skyni. Yfiriýsing þessi var gefin við aðra umræðu frumvarps til laga um að framlengja heimild verslunarmálaráðuneytisins til aukins öryggis útflutningsversl- unarinnar. Fjárveiting til þess að tryggja útflytjendur gegn tapi af lán veitingum til vörukaupa vai liækkuð úr 50 í 75 milj. sterl ingspunda. 200 NJÓSNARAR TEKNIR AF LlFI 1 BARCELONA. London. - FÚ. í Barcelona var það tilkynt ! gærkveldi, að 200 njósnarar hefðu verið dæmdir til dauða. Komst nýlega upp um víð- tæka njósnarstarfsemi sem rekin var í Kataloníu. Foringi njósnaranna var majór í her- foringjaráði stjórnarinnar og persónulegur vinur Francos. Frægur flugmað- ur ferst. London, 15. des. FÚ. Rússneski flugmaðurinn, sem flaug frá Moskva yfir Norður- pólinn til Vancouver, fórst í gærdag, er hann var að reyna nýja hernaðarflugyél. r London, 15. des. FÚ. Fulltrúi pólska verslunar- álaráðuneytisins kom til oskva í gær, lil þess að hefja Sræður um aukin viðskifti illi þessara landa. Er þetta rsta skrefið, sem tekið hefir rið í þessa átt, síðan tilkynt ir í lok fyrra mánaðar, Jað mkomulagið milli þessara eggja ríkja væri komið á vin- mlegan grundvöll. VIGBUNAÐUR BRETA 1 LUFTl. Það er nú loks svo komið, sagði Sir Thomas Inskip, landvarnaráðherra Breta nýlega í ræðu, að það bakar ekki forsætisráðherra Bretlands og utanríkismálaráðherra erfiðleika, hversu veikir vér erum fyrir hernaðarlega. —- í seinustu flotaæfingum Breta tóku hinar miklu liernaðarflugbátar Breta þátt og gefur mynd þessi glögga liugmynd um stærð þeirra. Er myndin var tekin voru flugmennirnir að festa sprengikúlur neðan á annan vænginn. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.