Vísir - 16.12.1938, Blaðsíða 6

Vísir - 16.12.1938, Blaðsíða 6
V I S 1 R Föstudaginn 16. desember 1938. Lífstykkjabúöin HAFNARSTRÆTI 11 liefir yður að b.jóða nytsaman, vand- aðan og ódýran varning til jólagjafa: XJLLAR- og SILKISOEKAR, TÖSKUR og ILMVÖTN. NÆRFÖT, ýmsar gerðir, silki, ullar og bómull. SLÆÐUR, HÁLSKLÚTAR, SJÖL úr silki og georgette. VASAKLÚTAR, mikið úrval, PÚÐUR- DÓSIR, SLIFSI og KRAGA. Ekki að gleyma hinum ágætu viðurkendu LÍFSTYKKJUM, BELTUM og KORSE- LETTUM. — Líf stykkjabúðin HAFNARSTRÆTI 11. Jólin 1938. Við viljum liér með vekja athygli yðar á því, að nú eru allar jólavörurnar komnar, og að núna er úrvalið mest. T. d. hið heimsfræga Schramberger Kunst Keramik — Handunninn Kristall — Silfurplett borðbúnaður — Dömutöskur — Jólatré og skraut — Spil — Kerti — Kfnverjar — Blys og mörg hundruð tegundir af Barna- leikföngum. Ávalt lægsta verð. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiink (GOLD MEDALl H VEITI T—1 | 10 LB8. 1 1 140 LBS. /• 8ou nnnfiaHA FYRIRLIGGJANDI EDIKT SÍ Sfl 1228 ^iiiiiiiiiiíiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifr Planðhliömleikor Rögnvalds Sigurjónssonat í Gamla Bíó 13. þ. m. Það er gaman að fylgjast með þroskaferli efnilegra lista- manna. Við Reykvíkingar liöf- um gelað fylgst með listaferli Rögnvalds Sigurjónssonar frá því að liann fyrst kom fram á nemendahljómleikum Tónlist- arskólans og fram á þennan dag, er hann heldur liljómleika upp á eigin spýtur, eftir að hafa stundað framhaldsnám í París einn vetur. Rögnvaldur hefir verið á konsertpallinum liér í Reykjavík annað kastið frá því að hann var urn 16 ára gamall og nú er liann rúmlega tvítugur. Vaxtarmerkin hafa verið greini- leg frá ári til árs. Það mun hverjum maini hafa verið Ijóst, sem lilýddi á hann í þetta sinn, að á konsert- pallinum var ekki neitt ofur- menni pianósins, enginn af- hurðarmaður á við Friedmann, Rackhaus, Corlat eða hvað þeir nú heita þessir frægu snillingar. Við því var lieldur ekki að bú- ast. Menn höfðu fyrir framan sig ungan og efnilegan píanó- nemanda, sem kann mikið, meira að segja furðu mikið, þegar á alt er litið, en á líka eftir að læra margt enn þá og að vaxa bæði sem maður og píanóleikari. Hverjum við- stöddum manni mun hafa verið ljóst, þegar Rögnvaldur var bú- inn að spila fyrstu tvö verkin, „Toccötu og fúgu“ í d-moll eftir Bacli, og g-moll sónötu Scliu- manns, að liann hefir þegar náð allmiklu valdi á hljóðfærinu, en vantar þó enn þann karl- menskuþrótt, sem miklir píanó- leikarar hafa, og á enn eftir að þroska hjá sér ásláttartæknina. En hann spilar þó víða með list- rænum tilþrifum, og eru það engar ýkjur að segja, að spil hans er sjaklan dauft og litlaust. Þó varð þess vart í „Bercense“ og e-dúr „Etude“ Chopins, að hann skortir enn hina rólegu og djúpu yfirvegun, sem þessi verlc krefjast, og fæst með vaxandi þroska og reynslu. Listamanninum var mjög vel fagnað að verðleilcum og fékk hann fagra blómvendi. Hann er nú á förum lil Parísar til frek- ara náms og fylgi honum giftan á listamannsbrautinni. B. A. Sverre S. Amundsen: MARCONI. Bókaverslun Sigurðar Krist- jánssonar hefir gefið út á þessu hausti æfisögu Marconis, sem samin er af Norðmanninum Sverre S. Amundsen, en í fyrra gaf verslunin út bók eftir sama höfund um hifreiðakónginn Ford. Báðar eru bækur þessar al- þýðlegar og skemtilegar aflestr- ar og fjalla um tvo af braut- ryðjendum mannkynsins, sem segja má um að liafi gert fjar- lægðir, tíma og rúm að engu, og á það ekki síst við Marconi. Þetta er ágætur skemtilestur fyrir unglinga, en skemtilestur, sem miðar fyrst og fremst að því að hafa hætandi álirif á þá, hvetja þá lil starfa og kenna þeim að meta gildi vinnunnar. í nokkrum ávarpsorðum skýrir höfundurinn frá því, af hvaða orsökum hann hafi ráðist í að skrifa æfisögu Marconis öðru frekar, og vekur þá atliygli á því, að loftskeytatækin hafi reynst hin ágætasta bjarg\rætt- ur sjómanna og nefnir nokkur dæmi jiess. Það cr öllum ljóst, að Mar- coni er einn af hinum ágætustu velgerðamönnum mannkynsins, en hitt er óvíst hvort menn gera sér svo glögga grein fyrir því sem skyldi. Þessi hók, sem liér liggur fyrir, bregður upp ágætri mynd af þessum merka manni, skýrir frá uppvexti hans og erf- iðleikum, fyrstu vonbrigðum og fyrstu sigrum, og hún sýnir að það var starf og stríð, áræði og einbeitni,samhliða hugviti og hugsjónum, sem gerði Marconi að þvi sem hann varð. Allir unglingar munu lcsa l>essa hók með ánægju, og ekki unglingarnir einir, heldur og níenn á öllum aldri. Bólcin er létt aflestrar, málið gott og framsetningin þannig, að hún er ágætur skemtileslur. —• Slíkar bækur eiga erindi inn á hvert heímili. Göðn Kartðílurnar fpá Hornafipöí eru komuar. Stefán Júlíusson: KÁRI LITLI OG LAPPI Á hverju ári eru gefnar út margar barnabækur en flestar þeirra hafa hafa verið þýddav úr öðrum málum. Um það er í sjálfu sér ekkert að segja, ef hækurnar eru góðar og eiga er- indi til harnanna. Barnablaðið Æskan hefir á undanförnum árum gefið út margar góðar barnabækur, og á þann hátt bælt mikið úr þeirri miklu þörf, sem verið liefir ú lesefni fyrir börn. En allar liafa þær verið fyrir þau hörn, sem komin eru yfir erfiðasta hjallann, það er að segja þau hörn, sem búin eru að læra að lesa. En til þessa hafa yngstu börn- in orðið út undan. Fyrir þau hefir tilfinnanlega vantað hent- ugt og gott lesefni. Kennarar, sem kenna yngstu börnunum, hafa fundið það manna best, og sumir gert nokkra tilraun til að bæta úr skortinum. Fyrir nokkum dögum gaf Æskan út bók fyrir yngstu les- endurna, er það frumsamin saga skrifuð af Stefáni Júlíus- syni kennara í Hafnarfirði. Þetta er góð bók, skrifuð á léttu og lipru máli, og svo vel sögð að litli lesandinn les sér til ánægju og gagns. I bókinni eru margar myndir teiknaðar RAFTÆKJA VIÐGERÐIR VANDAPAR - ÓDÝ-RAR SÆKJUM & SENDUM 47 krönnr kosta ödýrnstn kolin. \.JÉmLn GESR H. ZOEGA Símar 1964 og 4017. af Óskari Lárusi Steinssyni kennara í Hafnarfirði. Það má óhikað benda foreldr- úm og kennurum á þessa bók, sem hentugt lesefni fyrir böm á aldrinum 7—10 ára. Hafnarfirði 9. des. 1938. Páll Sveinsson. HRÓI HÖTTUR og menn hans.— Sögur í myndum fyrir börn. 246. MORTE. — Við handtókum einn af njósn- — HafiÖ J)ér gert y'Öur Ijóst, herra, — Hver náði njósnaranum úr —- Látið kunngera, að hver og einn, urum Hrólfs, en vinir hans náðu að þér missið Thane-eignirnar, ef höndum ykkar? — Það vorú þrír er nefnir Hrólf á nafn, verður lát- honum aftur úr höndum okkar. Hrólfur kemur aftur fram? grímuklæddir bogmenn, er það inn sæta þungri refsingu. gerðu. ÍESTURINN GÆFUSAMI. 51 fiess að tillíynna, að menn skyldi koma til te- ■drykkju. Ardrington lávarður reis á fætur. „Hafið þér fatnað með yður?“ „Eg hefi ferðakistu í bílnum mínum, þvi að «g hafði ætlað mér áfram til Lincoln í kvöld.“ ^,Eg læt bera hana upp í herbergi yðar. En jnu skulum við setjast að tedrykkjuborði með |>eiin lafði Blanclie og Lauritu, stjúpdóttur raainni.“ l»eir gengu út í forsalinn mikla og studdi lá- ■varðurinn hönd litið eitt á herðar liinum þrek- lega og tápmikla pilti, og fóru þeir nú inn í við- Iiafnarstofu, sem var eitt af skrautlegustu her- Saergjum hússins, eða liallarinnar væri réttara að segja. Var boi’ðsalur þessi nákvæm eftirlíking af sal í höll einni i Versölum, og sannast að segja var mikið af húgögnunum og speglunum það- an f fjarlægari enda borðsalsins var minna Iberbergi og voru þar franskir gluggar sem náðu sniður að gólfi og var þar gengið beint út í garð- inn en þar sátu þær lafði Blanclie og Laurita í Bágnm garðstólum og létu fara vel um sig. Hæddust þær við þama trúnaðarlega. Þær þögn- uðu skyndilega, er þær sáu þá koma, Ardring- ton lávarð og Martin Barnes. En hinum síðar- nefnda fanst einhvern veginn, að þær hefði nefnt nafn sitt. „Herra Barnes, segir mér, að hann liafi þegar kynst ykkur ungu meyjar“ sagði Ardrington lávarður. Þær brostu báðar til Barnes. „Við vorum að dást að bílnuin yðar, herra Bames,“ sagði lafði Blanche. „Þér hljótið að vera eigingjarn í meira lagi, að ferðast einir yðar liðs um alt landið, í slíkum bíl.“ „Eg hefi fengið herra Barnes ofan af þeirri fyrirætlan, að halda áfram bílferðalagi sínu,“ sagði Ardrington lávarður. „Hann verður gest- ur minn noklcura daga. Laurita, þú verður að segja frú Holmes frá því, svo að höfð verði til- húin nolckur herbergi í suðurliliðinni. En nú skulum við fá okkur tesopa.“ Laurila gekk að borðinu. Dálítill roði hljóp fram í kinnar henni og einkennileg birta kom alt í einu fram i augu hennar. „Þetta var tilkynning, sem kom sannarlega á óvænt,“ sagði hún. „Viljið þér aka með mig í bílnum yðar, herra Barnes?“ „Með iánægju,“ sagði hann. „Og leika tennis með mér?“ „Ef það er auka tennisspaði nokkursstaðar,“ sagði Martin. „Eg sé fram á það, að við hættum að liggja í leti, dreymandi dagdrauma,“ s.tundi lafði Blanche. „Þér eruð hugrakkur maður, Barnes, að taka boði frænda míns. Laurita, sem er ný- komin úr heimavistarskóla hefir verið að óska sér þess að hér væri einhver ungur og laglegur piltur til þess að spjalla við og eg er litlu betri sjálf. Hvernig við förum að skifta yður milli okkar eru mér ráðgáta.“ Martin sá alt í einu snöggu leiftri bregða fyrir í augum Lauritu — en hann gat alls ekki skilið livað það merkti — en hverng sem á því slóð stóð lireif það hann. Hún rétti honum bolla og það var bros á vörum liennar og bros í augum liennar. Ilann settist þar, sem hún gaf honum bendingu um að setjast. „Barnes verður að vera sérstaklega góður og nærgælinn við mig,“ agði Laurita, „því að — enda þótt ]ietla sé heimili mitt liefi eg svo sjald- an komið hér, að eg er hér ókunnug." „Laurita er strax farin að öngla eflir að vera með yður,“ sagði lafði Blanche, „en látið ekki þetta sakleysislega tillit, þetta barnslega, biðj- andi tillit leiða yður í gönur, lierra Barnes. Laurita er barn, nýkomin heim úr skóla, gleym- ið því ekki, — en eg er, já, — eg er eitt liinna fullgerðu náttúrunnar verka — eg er fullþroska, frjáls kona! Var það ekki þetta, sem þér upp- götvuðuð í London? — Frændi, — Barnes var stórhneykslaður, þegar hann frétti, áð eg leigði íbúð — byggi þar ein —- í íbúð, þar sem er liest- liús á liæðinni fyrir neðan.“ „Enginn maður gæddur heilbrigðri slcynsemi þykist skilja ungu kynslóðina ná á dögum,“ sagði Ardrington lávarður og hrærði í bollan- um. „Nú fer svo, að eg liygg, að alt breytist, og verður eins og á dögum Viktoríu drotningar." „Hvernig lieldurðu, að okkur mundi ganga að liegða okkur eins og dygðameyjum Viktoríu- tímabilsins, Laurita?“ spurði lafði Blancbe. „Eg er smeyk um, að tillit augna þinna — jæja — sleppum því, en lierra Barnes, eg held, að það mundi ekki fara yður vel að Iiafa vanga- skegg“. „Eg ællaði einu sinni að láta mér vaxa vanga- skegg“, játaði Martin Barnes, „en það var vegna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.