Vísir - 23.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1938, Blaðsíða 3
3 Föstudaginn 23. desember 1938. VÍSIR JOHANN BAPTISTE MtlLLER. Síra Eiríkur Albertsson: H a tíð barn anna. Pílagrímur, sem bar þungan kross frá Þýskalandi tiljBetlehem, Það var einkennilegur maður, sem kom inn á ritstjórnarskrif- stofur Vísis í gær, og engan sinn líka mun hann eiga meðal þeirra, sem gist hafa þetta land. Hár hans og skegg er sítt og gránað, en búningur hans með þeim hætti að hann minnir frekar á miðaldirnar en nútíð- ina. Það var auðsætt að hann var kominn úr fjarlægð, og hafði klæðst kufli farandmanns. Maður Jjessi nefnist Johann Baptiste Miilier og er þýskur að ætt og uppruna, og er fæddur í hænum Rosenheim í Bayern. 'Ölst liann þar upp og gerðist maður efnaður, kvongaðist, en misti konu sína eftir nokkura samhúð og seldi þá allar eignir sinar og sneri haki við heimin- um en leitaði styrks í trúnni. Hann ákvað að fara í pílagríms- för til horgarinnar Betlehem, og hann lagði kross á herðar sér, sem vóg 33 pund og lagði af stað. Hann fór um Balkan- skagann, Litlu-Asíu til Pale- stinu og árið 1933 reisti liann kross sinn á Taborfjallinu og hafði þannig lokið þeirri píla- grimsför, sem hann hafði á- lcveðið í upphafi. Þarna lét hann þó ekki staðar numið, en ferðaðist með kross sinn um Austurlönd og ýms lönd önnur, og er borgarastyrjöldin hófst á Spáni gekk hann þar um götur borganna, með krossinn um öxl, en • kommúnistar tóku krossinn af honum og hrendu á opinni götu. Þessi frómi maður hefir lent í ótal æfintýrum á ferðum sin- um, og liann liefir viða verið. Hefir hann gert mest að þvi að lieimsækja ýmsa lieilaga staði og frá hverjum slíkum stað á hann minjagrip og munu þeir nú vera yfir tvö liundruð að tölu. Gripi þessa hefir liann látið festa á vesti sitt, og sjást nokk- urir þeirra á myndinni, sem með grein þessari fýlgir. Meðal þessara gripa cr liörpu- diskur, sem hann notar sem drvkkjarker, og kom hann oft að góðum notum í Afríku, er hann lagði leið sina um eyði- merkur, þar sem litið var um vatn. Samkvæmt vegahréfi þessa manns er heimili hans í Betle- liem, en á þessum ferðum sín- um vinnur hann að þvi að und- irbúa 2000 ára hátíðina þegar minst verður fæðingar Ivrists. Vill liann vinna að því að allar þjóðir, Gyðingar og Grikkir, luterskir og kaþólskir ménn, sameinist um þá liátið, með því að Rristur var hvorki lúterskur né kaþólskur, heldur hinn mikli meistari og konungur allra þjóða. Upp á síðkastið hefir þessi maður ferðast um Norðurlönd: Finnland, Sviþjóð, Danmörku ög Noreg, en þaðan kom hann hingað. Mun hann dvelja liér fram yfir áramótin, en þá held- ur liann til Skotlands og leggur land undir fót að nýju. Hygst liann að ganga um Skotland og England, en þaðan fer hann til írlands. Jóhann Baptiste Miiller lítur svo á að friður og eining muni áður en langt um líður ríkja meðal mannanna harna í stað sundurlyndis og ófriðar. Er hann fór óskaði hann Is- lendingum gleðilegra jóla og góðs nýárs og við skulum vona að hátíðarnar hér á landi verði honum ánægjuríkar og minnis- stæðar. , Nýtt lfkan af Geirfngli. Kristján Geirmundsson, Að- alstræti 32, hefir nýlega lokið við að gera líkan af geirfugli úr fuglahömum og fiðri. Stærð og hlutföll eru nákvæm, því þar fór hann eftir ítarlegum mæl- ingum erlendra vísindarita. Mun líkan ])etta vera hið besta geirfuglslíkan, sem gerl hefir verið hér á landi. Eftir þvi, sem næst verður komist, eru liðin 94 ár síðan síðasti geirfuglinn var skotinn liér við land. Kristján Geirmundsson hefir í mörg ár fengist við að setja upp fugla, og á sjálfur myndar- legt safn af stoppuðum fuglum. Er liann talinn mjög fær í þeirri grein, þótt hann hafi lært þá list af sjálfum sér. Þá hefir hann og fengist við margskonar athug- anir á lífi og liáttum fuglanna. Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðs- ríki. Mk. 10, 14. ( „Eg man það sem barn, að eg margsinnis lá og mændi’ út í þegjandi geiminn“. 1 Stundum þegar eg sit í vinnu- stofu minni og leyfi huganum að reika að vild, sleppi af hon- um hendinni og leyfi lionum að fara einförum á ósýnilegum vegum, þá koma þessar hend- ingar i hugann: „Eg man það sem barn, að eg margsinnis lá og mændi’ út í þegjandi geiminn“. Og haldi eg áfram að láta hugann starfa þannig óhindrað opnast mér bernskuheimur minn. Eg sé sólskinið streyma niður, og mér finst það fult af kærleiksríkum augum, er horfa á mig milt og lilýtt. Mér finst líka sólskinið fult af yndisleg- um mjallhvitum höndum og elslculegum, er strjúka um hár mitt og vanga, og eg finn streyma um mig unað og ástúð „frá lífsins æðsta brunni“. Eg sé blómgróna grund, slcrýdda hreinum döggum. Mér finst hver daggardropi sé heill heim- ur. Eg sökkvi sál minni í þenn- an tárhreina heim og lauga mig eins og í lieilögu skírnarvaini. Eg hvíli úti i kyrð siðkvöldsins og stari inn í djúp himingeims- ins. Stjarna hlikar og horfir á mig eins og auga heilags Guðs. Allur himingeimurinn blikar. Eg mæni út i þögulan geittlinn hugfangítttt og hrifinn. Og méf virðist eg taka að líða i burttt frá jörðunni eftir ósýnileguni leiðum. Þá verður mér tilveran ÖIl sem unaðslegur hátíðasalur. Alt er heilagt og hreint, lejmd- ardómsfult og óþrotlegt. Ekkert ásakandi auga horfir á óþekkan strák, ekkert veraldarvíst auga, sem er klókara en eg, liorfir á mig hróðugt og niðrandi, held- ur auga Guðs, eða hlessaður sonur hans. Og alt hverfur nema þetta blessaða trúnaðar- traust: Eg hvíli i örmum eilífs Guðs, liann elskar mig og bless- ar, liann gleður mig með gjöf- um sínum og lyftir mér upp i eilífan unaðslieim fyrirheita sinna. öll munum vér eftir ein- hverju slíku frá árunum þeim. Árunum, þegar friður og ró hins eilífa harnseðlis var ó- snortið af óróleika þessa heims, árunum, áður en veraldarvisk- an tók oss með sér út um víðan völl heimshyggjunnar. Oft hrosum vér að þessum bernsku- draumum, þessum óveruleikans bugarburði barnsins. Brosum að þessum barnaskap. En minn- umst þá þess, er einn vor vitr- asti og víðfleygasti andans mað- ur mælti eitt sinn í sliku sam- bandi: Hafi nokkur lireinan sálarfrið hjarta feginn skifti eg hann við. Enda er það svo, að inn i un- aðsheim, sem er i ætt við hug- arheim bernskunnar, hverfur sál vor, þegar jarðlifsviljinn sleppir af henni hendinni. Og þegar sál vor kemur til baka úr heimi daggardropans á hún eitt- hvað af þeim krafti, er streymdi um hana alla, þegar hún á hernskualdri steig upp úr þeirri heilögu, liugrænu laug. »• A _ • . r- -w- --v-c vri Eiríkur Albertsson. Eg minni á ]>etta af því, að allir eiga skilning barnsins, ef þeir vilja, þótt trúfræðilegan skilning á jólaboðskapnum skorti. Eg liefði lika getað talað um jólaendurminningar bernsk- unnar. Eg ætla lika að gera það. En þessi inngangur var mér beinasta leiðin þangað. Jólaend- urminningar barnsins eru alveg sama eðlis. Muna ekki allir, að ljós frá litlu kerti var barns- liuganum fulllcomið tákn eilifa ljóssins, er gefur jólaliátiðinni birtu og yl. Raunar miklu meira. Ljósið frá litla kertinu var sjálft liið eilífa ljós, er lýsti sál barnsins fram á ófarinn veg. Og allir muna hversu sálin unga var þá opin fyrir öllu fogru, góðu og liáleitu, hversu barns- sálin var full kærleiks og frið- ar. Kærleikurinn vafði alt örm- um og vaggaði tilverunni allri i inn í unað eilífs samræmis, Ög barnsaugun urðu stór af undrun og eftirtekt, þau urðu djúp af aðdáun og framtíðar- vonum. Sagan lengst úr austrinu um fátæka nýfædda sVeininn, sem átti jarðlífsskjól sitt í hesthús- stalli, en dýrð drottins um- i ittyiidaðist í inndælasta staðinn á öllu jarðríki, gagntók liugann og hjartað. Og sagan sú kom barnssálinni mikið við. Hún er eins og lýsing á barnssálinni sjálfri. Barnssálin er fátæk að ytri auð, en á gnóttir auðlegðar í hugarheimi. Og dýrð drottins lclæddi alt i hugarheimi barns- ins í hinmeskan unað. Hún varp ljóma á ófarna æfileið, reisti stiga jafnvel frá lágu hreysi inn i sjálfan himininn. Og jólasagan um barnið í Betle- hem og frelsara mannanna varð harnshuganum því ekki aðeins fögur helgisaga f jarlægra landa, heldur varð hún og lykill að leyndardómsfulla heiminum, sem hafði áhrif á andlega skynj- an barnsins og þrengdi sér inn i liugann frá daggardropa, frá sólskinsgeisla, fra heiðstirndum himni. Fyrir áhrif jólasögumi- ar varð meining lífsins auðsæ. Sagan sú varð sannleikurinn sjálfur. Svo öflugur og áhrifaríkur var sá sannleikur, að hann gat gefið efasjúkum vitring þá gleði, er enginn gat frá honum tekið, svo að hann söng með hrifningu og trúnaðartrausti harnsins: Lát mig liorfa’ á litlu kertin þín. Ljósin gömlu sé eg þarna mín. Eg er aftur jólaborðið við, eg á enn minn gamla sálarfrið. Og umbverfið varð svo elsku- legt. Sveitin varð s.vo indæl. Hún laugaðist í geislum guðs- traustsins. Bændabýlin voru hallir, því að Guð sjálfur álti þar heima. Og á fögrum stað í bygðinni stóð hús drottins, kirkjan sjálf. Hátíðleg klukkna- hringing heillaði barnshugann þangað, er ómur hennar barst út um bygðina. Og þetta sáhna- vers túlkaði svo undursamlega og hárrétt hugsanir unglingsins gagnvart kirkjunni: I i Indælan, blíðan, blessaðan, friðan bústaðinn þinn, drottinn minn, þrái eg, þar kýs, að fái’ eg þrátt lcomið inn. Lifandi Guð, í þins helgidóms hús hugurinn stefnir, til lofgerða fús. ) Og þegar svo barnsliugurinn öðlaðist uppfylling þeirra óska að- stiga inn í bústað drottins, fóru allar sælustundir barnsins að tala ljúft i hjarta þess. Og það reit lielgiletur lijarta síns á bókfell himnaríkis. Og það var svo örugt um, að hver og ein einasta sál í kirkjunni gerði það líka. Svona voru hugsanir barns- ins gagnvart því leyndardóms- fulla i tilverunni; svona voru þær gagnvart jólaboðskapnum; og svona voru þær gagnvart húsi drottins. En hefir ekki breyting átt sér stað? Er ckki nú á timum stundum svo, að um breiðar bygðir íslands riti helkaldur vetur letur sitt á ljórana í liúsi drottins, þar sem í minni mið- aldra manna varihernskuþeirra jitað helgiletur hjartnanna á liin dýrustu vonar- og trúar- blöð, elcki aðeins af börnunum, heldur jafnt af ungum og gömlum ? En erum vér nokkuð ánægð- ari, nokkuð hamingjusamari þrátt fyrir þessa breytingu? Eigum vér meiri innri auð, glæsilegri vonir, sterkari and- ans kraft til þess að bera oss uppi í lífi og d?uða? Vér höfum viljað — nútima- menningin liefir viljað reisa sér musteri utan kirkjunnar. Margt er glaisilegl um það musteri. En þar loga engin jólaljós. Það er t'áknrænt, enda er munurinn fólginn í því, þótt sá munur virðist smámunir einir. Þjóðin dáir menningu nútímans. Mörg- um virðist sem þeir séu karlar í krapinu andlega og efnalega. Vér blessum framfarirnar og inn í framfaradraumana læðist jafnvel óskin um að losna við kirkjuna og öll hennar jólaljós. En þó er það svo, að i auðlegð kirkjunnar og kristindómsins um jólin og jólaboðskapinn er alt, er hugurinn þráir að vita um Guð og mann og lífsins og dauðans djúpin. Ef því er á glæ varpað finnum vér, ef vér er- um ærleg, að vér erum óendan- Jega fátæk. Þá reikar hugurinn til auðlegðar barnsins: > Ljá mér, fá mér litla fingur þinn, ljúfa smábarn; livar er frelsarinn? Fyrir liálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu, sjá! Oti í heimi er það mikill sið- ur að heimsækja mikla eða kunna menn og leggja fyrir þá spurningar. Þegar svo blaða- manni tekst að ná t#ili af ein- hverjum slíkum frægðarinnar herra, stjórnmálamanni, kenni- manni eða miljónamanni, er ætið ein spurning alveg vís, sem um er spurt. Blaðamaðurinn spyr hinn fræga mann: Hver er leyndardómur yðar? Og það sem hann á við er þetta: Getið þér í stuttu máli sagt mér, hvað þér teljið vera orsök þeirra á- hrifa, þeirra afreka og þeirrar frægðar, er við yður eru tengd? Er ekki um einlivern megin- hæfileika að ræða, einn voldug- an samnefnara að öllum yðar afrekum og skoðunum, er þér getið einleent og skýrt? í stuttu máli: Hver er leyndardómur yðar? Tæki eg nú að mér hlutverk liins áfjáða blaðamaims og gengi fyrir margan manninn ineð þjóð minni og óskaði eftir að fá að vita, liver væri leynd- ardómur lians, er eg ekki i vafa um að blæbrigðin á svörunum yrðu mörg, og svöruðu þau blæbrigði vitanlega til ólikra lyndiseinkenna og mismunandi skoðunarháttar að mörgu leyti. En þrátt fyrir það hygg eg, að flest svörin yrðu þó i meginat- riðum eins. Leyndardómurinn yrði fólginn í reynslu um and- legan heim. Og einn megin- þáttur þeirrar reynslu er bund- inn við jólin og jólaboðskapinn. En þó verðum vér að játa, er vér lítum til trúarlifsins með þjóðinni, að það beri ekki í lieild vitni um vakandi og á- hugaríkt trúarlif. Er vér höfum lagt af oss litklæði nútímans og stöndum andspænis þeirri spurningu, hvort vér séum trú- uð þjóð, er oss vafalaust þörf á að biðja: Eg trúi, en hjálpa þú, Guð, trúarleysi minu. Þegar svo er ástatt koma jól- in með boðskap sinn eins og suðrænn andvari, eins og mátt- ugur þeyr þrunginn hlýju leys- ingamagni. Vér finnum, ef barnseðlið i sálum vorum, guðs- eðlið, fær að lcoma inn í þá hlýju strauma, bráðna klaka- böndin af þvi og það flýgur endurfætt og máttugt inn í bjartan og sólhlýjan dag trúar- innar, inn i bjartan og fagi*an Iteini andlegrar tilveru. Og þá er ástæða til þess að spyrja: Hvernig má það vera, að jólin geti gert svo stóra liluti? Og til þess að svara þessu vil eg hugsa mér, að einhver væri ^á, er kæmi til Rrists og spyrði liann: livöf éf hú íeýndai’dóni- ur þinn? Hverju ætli hanri svari? í raun og veru spurði liann sjálfur um þetla. Uppi við tinda Hermons-fjallsins nálægt uppsprettum Jórdanar, þar sem margir leyndardómsfullir lækir og straumar runnu fram, spurði hann eitt sinn lærisveina sina: „Hvern segja menn mig manns- soninn vera?‘, Og þeir urðu óða- mála, því að spurt var um ann- ara álit: „Sumir segja, áð þú sért Jóhannes skírari, aðrir: Elia, og aðrir: Jeremia, eða einn af spámönnunum." En þá bljóðaði spurningin alt í einu hljótt og alvarlega: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ Þá sögðu þeir, svo að ekki lieyrðist aimað en niður vatnanna, þar til svarið kom frá Pétri úr djúpujn liugans: „Þú ert hinn smurði, sonur hins lifanda Guðs“. Þá svaraði Jesús: „Sæll ert þú Simon Jóhannesson, þvi að hold og blóð liefir eigi opin- herað þér það, heldur faðir minn í himnunum“. — Læri- sveiiminn hafði sagt, hver var Ieyndardómur meistarans: Ilann var sonur Guðs. Og þá förum vér að skilja jólin, mátt þeirra og endurleys- andi kraft. Guðspjöllin fara með oss alla leið að uppsprett- um fagnaðarerindisins. Þau lyfta slæðunni af leyndardómi Jesú, því að þau fara með oss lengra en að jötunni í Betleliem. Þau fara með oss inn í helgi- dóma andlegrar veraldar, þar sem Guð býi*. Og er vér íhugum, að mátt- ur kærleika Krists, máttur karlmensku hans, sannleiksást- ar og réttlætis átti sér þennan andlega og eilífa bakgrunn, að þetta er sá leyndardómur, er gerði bann elskulegan, góðan og máttugan, að þessi leyndardóm- Framh. ó 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.