Vísir - 23.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1938, Blaðsíða 2
2 vrsiR Föstudaginn 23. desember 1938. VÍSIR OAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S I m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á niánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hagnaður af sölu áfengis. K LLIR borgarar þessa bæjar “ munu vera á einu máli um það, að sjaldan hafi réttmætari krafa verið sett fram en sú, að Reykjavík fái hagnaðinn af á- fengissölunni í bænum, eins og rætt var um hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Auk hinna miklu tolltekna, sem rikið hefir af innflutningi áfengis, fær'það einnig liundruð þúsunda króna í hagnað af áfengisútsölunni hér í bænum. Þenna hagnað ber bæjarsjóði tvímælalaust að fá til þess að standa * straum, að nokkru leyti, af hinu sivaxandi fátækraframfæri. I raun og veru er áfengisútsalan ekki annað en stórkostlegur skattur á bæjarbúa, sem hingað til hef- ir runnið óskiftur til ríkisins. Nú verður bærinn að fá nokk- uð af þessum skatli. Hér er um engan ríkisrekstur að ræða, þótt Alþýðublaðið hafi verið að lieimska sig á. að halda sliku fram. Yesældarskapur þess blaðs er nú orðinn svo tíð- ur og ógæfusvipurinn svo áber- andi, að menn eru hættir að gefa þvi gaum hvað það segir. Það er bergmál af flokki sem er í afturför, flokki sem er orð- inn áhrifalaus en lifir meðan ekki er gengið til kosninga. Rlaðið hikar ekki við að berj- ast á móti hagsmunum Reykja- víkur og um leið hagsmunum almennings, til þess að þóknast fjármálaráðherra Framsóknar- flokksins. Slíkt verður skamm- góður vermir. Það er enginn ríkisrekstur þótt bærinn fái nokkuð af á- fengistekjum ríkisins. Það eru og tekjur, sem bænum bera með réttu og hann verður að gera kröfu lil að fá þær. Slíka kröfu má ekki láta niður falla. Þessi skifting á hagnaði af sölu áfengis, eins og liér er ræ'tt um, tíðkast í öðrum löndum, þar sem svipað skipulag er urn innflutning og sölu áfengis og hér er. Ilér er því ekki um neitt nýmæli að ræða, heldur um sjálfsagða sanngirniskröfu, sem hvarvetna annarsstaðar mundi verða tekin til greina. Flestir munu sammála um það, að löggjöfin um fátækra- framfærslu er stórgölluð. Þessi löggjöf hefir sett á herðar bæj- anna, einkum Reykjavikur, þyngri bjrrðai- en þeir geta með góðu móti staðið undir. Útgjöld fátækramálanna eru orðin lang- stærsti liðurinn í reikningi bæj- arins og framfærslukostnaður- inn fer sívaxandi frá ári til árs. Þetta getur ekki svo gengið til lengðar. Annaðhvort verður bærinn að fá tekjur til að standa straum af afleiðingum hinna stórgölluðu framfærslu- Iaga, eða þessari löggjöf verð- ur að breyta svo að ekki verði mergsogið hvert einasta bæjar- félag á landinu. Hotel des stórskemt Xnvalides i ai völdum eldls. Nú verður að byrja á því að láta ReykjavOc hafa þær 500— 000 hundruð þús. króna, sem áfengisútsalan í bænum gefur í hagnað árlega. Eldurinn náði ekki inn i grafhvelfingu Napoleons. Slökkvilið frá 50 slökkvistöðv- um fór á vettvang til þess að kæfa eldinn. Jólablað Vísis Jólablað Vísis kemur út í fyrramálið og er 44 bls. að stærð og óvenju vandað. Meðal annars efnis blaðsins verður það sem hér segir: Jólahugleiðing eftir sira Bjarna Jónsson vígslubisk up, Kvæði eftir Jón Magnússon skáld, Jól í Florens eftir Rikarð Jónsson myndskera, grein um Tiberius keisara, Töfrar vetrar- ins eftir Þorstein Jósefsson rit- höfund, Kvæði eftir Pál V. G. Kolka, Hið fegursta á jörðu, saga eftir Anton Coolen, „Marg- ur ágirnist meira en þarf“, eftir Guðmund Friðjónsson skáld, saga eftir Sabatini, Grundarstól- ar, lýsing Mattliíasar Þórðar- sonar fornminjavarðar, æfintýri fyrir börn, getraunir og kross- gátur, Kaþólskir og lútherskir lielgisiðir, Kvæði eftir Grétar Fells og „Hugrúnu", saga eftir Anatole France, saga eftir Guð- laugu Benediktsdóttur, smælki, skrítlur o. fl. I blaðinu eru fjölmargar fall- egar myndir, og munu fegurri myndir ekki hafa sést hér í dagblöðum. Blaðið verður borið út til kaupenda snemma í fyrramálið og selt á götunum. Athygli . skal vakin á hinni nýstárlegu auglýsingar sem þessar vekja áhuga Vestu, þar sem sýndur er prjóna- fatnaður, sem þær ganga í ensku prinsessurnar, Elisabeth og Marga- ret Rose. Er enginn vafi á því, að auglýsingar se mþessar vekja áhuga barnanna fyrir því, hve rétt sé að ganga í ullarfatnaði, þegar prins- essurnar gera það. Togararnir. Geir kom frá Englandi í gær- kvöldi. Kári fór aftur á veiðar í nótt. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Eldur kom upp í einni frægustu byggingu París- arborgar í gærkvöldi — Hotel des Invalides — og var hraðað þangað slökkviliði frá öllum slökkvistöðvum borgarinnar, en Daladier og aðrir ráð- herrar fóru þegar á vettvang, þrátt fyrir, að mikilvægar umræður stæði yfir í fulltrúadeildinni, og fóru þaðan ekki aftur fyrr en búið var að ráða niðurlögum eldsins, en hann hafði þá valdið stórtjóni. Það var þriggja klukkustunda verk að kæfa eldinn. Hótel des Invalides var reist 1670 og stendur við Champs de Mars og var upphaflega ætlað sem sjúkra- hús fyrir örkumla uppgjafahermenn. Nú eru þar geymdar jarðneskar leifar Napoleons mikla, Fochs og annara mikilmenna Frakklands, og er þar safn menja frá valdatíma Napoleons, verðmæt skjalasöfn frá þeim tíma o. s. frv. Eldurinn kom ujip klukkan níu og var ekki búið að kæía hann fyrr en um miðnætti. Eldurinn gereyðilagði alla framhlið byggingarinnar. Mikið af verðmætum skjölum, varðandi sögu franska hersins, fórust í eld- inum. Eldtungurnar léku um stund um og yfir hinu gullna hvolfþaki, hvar undir hvíla hinar jarðnesku leifar Nap- oleons og annara mestu sona Frakldands, en tjón af eldinum varð ekki í grafkapellunni. Slökkvistarfið var ákaflega erfitt slökkviliðsmönn- unum, vegna frosthörkunnar, mátti næstum segja, að vatnið frysi í höndunum á þeim, meðan verið var að koma slökkvistarfinu í fullan gang. ÖIIu því Iiði, sem hægt var að senda á vettvang, var hraðað íra öllum slökkvistöðvum borgarinnar. Kveldfundur stóð yfir í full- trúadeildinni, þegar eldurinn kom upp og brugðu þeir þegar við, Daladier forsætisráðherra, Sarraut innanríkisráðherra og fleiri ráðherrar og fóru á vett- vang, og fóru ekki á þingfund aftur, fyrr en búið var að kæfa eldinn. Gáfu ráðherrarnir ýms- ar bendingar um varúðarráð- stafanir varðandi hin miklu verðmæti í byggingunni meðan á slökkvistarfinu stóð. Slökkvilið frá 50 slökkvi- stöðvum Parísarborgar vann að því að slökkva eldinn, en svo horfði um skeið að byggingin mundi brenna til ösku. Teygð- ust eldtungurnar upp eftir þak- nu á þessari gömlu, frægu bygg- ingu, og reykjarmökkinn lagði hátt í loft upp, en að lokum tókst slökkviliðsmönnunum að vinna bug á eldinum. United Press. DÓMEDES INVALIDES. Bæjar Ífréfíír Næsta venjulegt blað. Vísis kemur út á 3. í jólum. Jólamessur. I dómkirkjunni: Aðfangadags- kveld kl. 6, síra Bjarni Jónsson; kl. 9, síra Sigurjón Árnason. Jóladag: Kl. ix, dr. theol. Jón Helgason, biskup. Kl. 2, síra Frið- rik Hallgrímsson (dönsk messa). Kl. 5, sira Sigurjón Árnason. 2. jóladag: Kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 2, barnaguðsþjónusta (sr. Fr. H.); kl. 5, síra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónustur: Jóladag: Kl. 10 i Sunnudagaskóla K.F.U.M.; kl. 10 í Skerjafjarðarskóla. 2. jóladag: Kl. 2 á Elliheimil- inu; kl. 3 í Betaníu. I frikirkjunni: Aðfangadags- kvöld kl. 6, sira Árni Sigurðsson. Jóladag kl. 2, síra Árni Sigurðs- son. 2. jóladag kl. 5, Ragnar Bene- diktsson stud. theol. prédikar. I Laugarnesskóla: Aðfangadags- kvöld kl. 6, síra Garðar Svavars- son. Jóladag kl. 11 árd., sira Garð- ar Svavarsson. 2. jóladag kl. 10 árd. barnaguðsþjónusta. □ Edda 593812285 — Jólatré að Hótel Borg. Aðgöngumiða sé vitj- að sem fyrst til S.:. M.:. Frönskn fjárlögin samþylí með 366 atkvæðom gegn 229 EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fuíltrúadeild franska þjóðþing'sins samþykti í gær fjárlaga- frumvarpið með 366 atkvæðum gegn 229, eftir langar umræð- ur undangengna sólarhringa, en fundir hafa hvað eftir annað staðið íram á nótt og stundum fram undir morgun. Er fullnaðaratkvæðagreiðslunnar um fjárlögin nú talið skamt að bíða. Umræðurnar um tekjuöflunaráform stjórnarinnar voru mjög harðar og um einn lið fjárlaganna bar stjórnin sigur úr býtum með að eins 7 atkvæða meirihluta. Upp úr nýárinu fer Daladier í ferð sína til Tunis og Korsíku með miklu förunejúi. Laxfoss fór seinustu ferð fyrir jól til Borgarness um hádegið í dag. — Væntanlegur kl. 8—9 í kvöld. JÓLAKVEÐJUR SJÓMANNA. Þorláksmessu. FB. Innileg óslt til ættingja og vina um gleðileg jól. Skipverjar á Eddu. Óskum vinum og vanda- mönnum góðra og gleðilegra jóla. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Snorra goða. Oskum öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Venusi. Gleðileg jól og nýtt ár. Þökk- um hið liðna. Skipshöfnin á Gylli. / Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Reykjaborg. Gleðileg jól og farsælt nýár með þökk fyrir það liðna. Kær- ar kveðjur. Skipverjar á Skallagrími. Beslu jólakveðjur. Skipverjar á Karlsefni. Erjur Frakka og ítala. Franska sendiherranum í Rómaborg var í gærkveldi til- lcynt, að ítalir hefði sagt upp fransk-ítalska samningnum, er Mussolini og Laval gerðu 1935. Frönsk blöð segja, að engan þurfi að undra, að ítalir hafi tekið þetta skref þegar athuguð sé furðuleg framkoma ítalskra blaða í garð Frakka í seinni tíð en þau séu öll háð vilja stjórn- arinnar. Times í London telur hér um óvanaiegar aðfarir að ræða, því að þegar annað af tveimur rikjum, sem gert hafi | milliríkjasamning sín í milli sé orðið óánægt með samninginn, sé leitað samkomulags um upp- sögn eða breytingar. Aðalfulltrúa franska r'itliöfi undafélagsins á Italiu hefir ver- ið vísað úr landi. Franska stjórnin hefir svarað þessu til- tæki Itala með því að mælast til þess að aðalfulltrúi ítalska rit- höfundafélagsins í Frakklandi fari úr Iandi. United Press. Jarðarför Björgólfs Stefánssonar, kaup- manns, fór fram í gær að viöstöddu miklu fjölmenni. Nokkrir vinir hins látna báru kistuna frá húsi að lík- vagni, skókaupmenn báru hana í kirkju og frímurarar úr kirkju, en nokkrir menn úr Austfirðingafélag- inu báru kistuna frá kirkjugarðs- hliði að gröf. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík — 2 st., heitast í gær o, kaldast í nótt — 3 st. Úr- koma í gær og nótt 3,2 mm. Heit- ast á landinu i morgun 2., í Vest- mannaeyjum og á Reykjanesi; kald- ast — 3 st., á Siglunesi. Viðast hvar — 1 eða —■ 2 st. — Yfirlit: Ný lægð að nálgast Suður-Grænlancl. — Horfur: Alt landið: Breytileg átt og hægviðri. Víðast þurt og bjart veður. Skipafregnir. Gullfoss og Selfoss eru í Reykja- vík. Goðafoss kom til Hull kl. 3 í dag. Brúarfoss er á leið til Kaup- mannahafnar frá Grimsby. Detti- foss var á Isafirði í morgun, vænt- anlegur hingað síðdegis á morgun. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Reykvíkingar! Munið Vetrarhjálpina og leggið henni liðsinni yðar fyrir jólin. Það gefur langvinna gleði, að styrkja gott málefni. Munið Vetrarhjálp- ina! Strætisvagnarnir. í kvöld hætta vagnarnir ferðum kl. 1 eftir miðnætti. Á morgun (að- fangadag) eru seinustu ferðir frá Lækjartorgi kl. 514 síðdegis. Jóla- dag byrja ferðir frá Lækjartorgi kl. 1 e. h. Annan jóladág byrja ferðir Id. 9 árdegis* I Franco neitar nm vopnahlé um jólin. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Franco hefir liafnað tillögu franskra uppgjafaliermanna um vopnahlé um jólin. Njósnirnar hjá Franco. Times birtir grein um njósn- irnar hjá Franco frá fréttaritara sinum. Er þar sagt frá orðrómi um, að einn af herforingjum Franco hafi svikið hann, geng- ið lýðveldissinnum á hönd og gefið þeim upplýsingar um liina fjTÍrhuguðu sókn á Kataloniu, sem Franco varð því að fresta. Ensk blöð ræða einnig deilur carlista og falangista og ó- ánægju þeirra út af íhlutun It- ala og Þjóðverja. United Press. Mæðrastyrksnefndin. Styrkið nefndina. Skrifstofan er í Þingholtstræti 18, opin 4—7. Sími 4349- Næturlæknar um hátíðina. Aðfaranótt aðfangadags: Gisli Pálsson, sími 2474. Aðfaranótt jóladags: Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Þessar tvær nætur er vörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. Aðfaranætur 2. og 3. jóladags: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður þessar tvær nætur í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Styrkið og styðjið Vetrarhjálpina! Helgidagalæknar. Jóladag: Haildór Stefánsson, Ránargötu 12, simi 2234. 2. jóladag: Karl S. Jónasson, Sól- eyjargötu 13, sími 3925. Jólasveinninn Gluggagægir, _ sem alkunnur er, býður aðstoð sína að vanda um jólin, á ölluni jolatrésskemtunum, hvort heldur er í samkomusölum eða heimahúsum. Hann hefir og tekið upp þá ný- breytni, að bera út jólagjafir á að- fangadag. Munu margir verða til þess að fela honum að færa kunn- ingjum jólagjafir og jólakveðjur. Hringið í síma 5224. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Iiljómplötur: Jólalög. Jólasveinninn kemur og heilsar börnunum. 19.50 Fréttir. 20.15 Út- varpssagan. 20.40 Útvarpshljóm- sveitin leikur. 21.10 Hljómplötur: Jólalög frá ýmsum löndum. 21.35 Danslög. Útvarpið annað kvöld. Kl. 15.10 Fréttir. 18.00 Aftan- söngur í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 19.15 Jólakveðjur. 21.00 Orgelleikur og jólasálmar (Páll Isólfsson og Gunnar Páls- son). Úr fríkirkjunni. Útvarpið á jóladaginn. Kl. n.00 Messa í dómkirkjunni (Prédikun: Dr. theol. Jón biskup. Helgason. Fyrir altari: Síra Frið- rik Hallgrímsson). 14.00 Dönsk messa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). 15.30 Tónleikar (plötur) : a) Prgar-symfónían, eft- ir Mozart; b) Píanókonsert nr. 4, G-dúr, eftir Beethoven. 17.40 Út- varp til útlanda (24.52 m). i8.0O' Barnatími. 19.20 Jólakveðjur. 20.30 Jólavaka: Hugleiðingar og upplest- ur (Magnús Jónsson prófessor);. tónleikar. Útvarpið 2. jóladag. KI. 9.45 Morguntónleikar (plöt- ur) : Píanókonsert nr. 1, d-moll, eft- ir Brahms. 11.00 Messa í dómkirkj- unni (sira Bjarni Jónsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Barnamessa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hall- grímsson). 15.30 Miðdegistónleik- ar frá Hótel Island. 18.00 Barna- tími. 19.20 Hljómplötur: Gömul kirkjulög. 19.50 Fréttir. 20.15 Upp- lestur og tónleikar: Karlakórinn- „Fóstbræður“ syngur. Tónleikar Tónlistarskólans.. Kvæði og þættir..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.