Vísir - 03.03.1939, Page 2

Vísir - 03.03.1939, Page 2
2 VISÍ R Föstudaginn 3. mars 1939, VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Frjáls verslun I fjögur ár hefir ríkisstjóniin ^ sífelt verið að herða á fjötrum þeim, sem Framsókn- arflokkurinn lagði á viðskifti landsmanna við aðrar þjóðir á fyrstu stjórnarárum sínum. Op- inberlega var það látið heita svo, þegar innflutningshöftin voru upptekin að það væri gert í þeim tilgangi, að halda við- skiftunum við útlönd í jafn- vægi, koma í veg fyrir skulda- söfnun erlendis og gjaldeyris- skort. Sterkur grunur lék hins- vegar á því, að höfuðtilgangur- inn væri annar, eða sá, að draga innflutningsverslunina úr liönd- um kaupmanna og leggja hana undir kaupfélögin. Reynslan af höftunum hefir orðið sú, að þvi meira sem á þeim hefir vei:ið liert, því meir hafa skuldirnar vaxið erlendis og gjaldeyrisvandræðin aukist. Fjármálaráðlierrann þyldst mjög af því, hversu hagstæður verslunarjöfnuðurinn sé orðinn. En hann getur engar skýringar gefið á þvi augljósa en furðu- lega fyrirbrigði, að þrátt fyrir að fara gjaldeyrisörðugleik- arnir sífelt vaxandi. Nú eru menn alveg að missa trúna á höftin. Almenningi er orðið það ljóst, að af þeim stafar sifelt vaxandi dýrtið i landinu, sem ekki að eins kem- ur við pyngju einstaklingsins heldur lamar jöfnum höndum alt athafnalif i landinu. Jafnvel hinir tryggustu fylgismenn stjórnarinnar þrá það mest af öllu, að losna við liöftin. Ríkis- stjórnin ein heldur trygð við þau. Fjármálanáðherrann boð- aði það í fjármálaræðu sinni á dögunum, að enn yrði hert A höftunum. Hinsvegar duldist það þó ekki, að lionum mundi standa nokkur stuggur af því, hve andvigur allur almenningur er orðinn haftastefnunni. Og aldrei hefir nokkur Framsókn- armaður í valdastöðu fyrr Iátið sér slík orð um mann fara um höftin, sem fjármálaráðherr- ann gerði i þeirri ræðu, er hann sagði, að að því bæri að stefna, að innflulningsliöftin yrðu af- numin eins fljótt og verða mætti. — En þrátt fyrir þau ummæli ráðherrans, gætir þess nokkuð, að menn séu vantrúað- ir á það, að það eigi fyrir valda- mönnum Framsóknarflokksins að liggja, að taka upp baráttu- merki frjálsrar verslunar í landinu. í Tímanum, s. 1. þriðjudag, er nokkruð orðum vikið að „frjálsri verslun“. En ummæli blaðsins eru þó ekki á þann veg, að þau geti beinlínis styrkt menn í þeirri trú, að Framsókn- arflokkurinn hafi tekið nokk- urum verulegum sinnaskiftum í verslunarmálunum. Ummæli hlaðsins eru á ])essa leið: „Það er engin tilviljun, að heildsalarnir í Reykjavík hafa núna í þingbyrjun hyrjað að gefa út blað um „frjálsa versl- un“, Það er heldur engin til- viljun, að hóað er saman fundi kaupsýslumanna í Reykjavik til þess að lilýða á lestur Bjarnar Ólafssonar stórkaupmanns og ráðast á innflutningshöftin. Það er gert til að láta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hitann í lialdinu, af því að vitað er, að margir þeirra vilja nú sýna sanngirni í þessum málum og líla meir á nauðsyn alþjóðar og atvinnuveganna en fámennrar gróðástéttar.” En ef það er nú slcoðun Fram- sóknarflokksins, enn sem fyr, að innflutningsliöftin séu „nauðsyn alþjóðar og atvinnu- veganna“, og „frjáls verslun“ að eins nauðsyn „fámennrar gróðastéttar“, livers vegna var þá fjármálaráðherrann að boða „alþjóð“ þá villukenningu i út- varpið, að stefna bæri að þvi að afnema höftin og koma aftur á frjálsri verslun? — Þess liefðu menn þó síst vænst af f jármála- ráðherranum, að liann mundi fremja slíkan óvinfagnað, að gerast í þessu efni talsmaður hinnar „fámennu gróðastéttar“, sem Tíminn talar um, en liirða ekkert um „nauðsyn alþjóðar og atvinnuveganna“. Það er þó ef til vill„lieIdUr engin tilviljun“, að fjármála- ráðherrann einmitt nú í þing- hyrjun fann sig knúinn lil þess að lýsa yfir sinnaskiftum sínum í verslunarmálunum, af því að hann þykist nú mjög þurfa þess við, að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins liti innflutningshöftin ,,réttari“ augum en áður, þegar svo er líka komið, að önnur eins krosstré haftanna eins og kommúnistarnir, eru að hregð- ast þeim, sbr. skrif Héðins Valdimarssonar í Þjóðviljanum í gær. Konulik finst nordur af 0r- firisey- Kl. 7,15 í morgun kom Ágúst Guðjónsson, frá Nýlendu við Nýlendugötu, upp á Lögreglu- stöðina og tilkynti að hann hefði séð konulík á floti austan við nyi*sta tanga Örfiriseyjar. Brá lögreglan við og sótti líkið á hafnarbátnum. Þegar Vísir átti tal við Svein Sæmundsson, yfirlögregluþjón, í morgun kvað hann enn óvíst af hvaða lconu likið væri, enda hefði það auðsjáanlega ekki legið lengi i sjó, siðan í gær- kveldi eða nótt. — Konan virt- ist vera um 35 ára gömul. Aðalfimdup Vílcings.. Aðalfundur Vikings fór fram í gærkvekli í Oddfellowhúsinu. Ekki tókst að Ijúka störfum fundarins og verður framhalds- aðalfundur eftir hálfan mánuð. Tekur hann lög félagsins til endurskoðunar. í stjórn Víkings voru þessir kosnir: Formaðui: Guðjón Ein- arsson, en méðstjórnendur: Ól- afur Jónsson, Gunnar Hannesr son, Brandur Brjmjólfsson, Sig- hvatur Jónsson, Haukur Ósk- arsson og Friðrik Sigurbjörns- son. Fulltpúap Gyðinga ræða á ný við bpesku stjórnina síddegis í dag. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morogun. Eins og United Press hefir áður símað hafa full- trúar Gyðinga á Palestinuráðstefnunni í Lon- don lýst yfir megnri óánægju sinni með til- lögur Breta fram komnum á ráðstefnunni, og þótti Gyðingum Bretar hafa slakað um of til við Araba. Urðu allalvarlegar óeirðir í Palestinu, er það fréttist þangað, að Bretar ætluðu að slaka til við Araba. En það eru litlar líkur til, að óánægja Gyðinga hafi þau áhrif, að breska stjórnin hviki frá miðlunartillög- um sínum, fyrst og fremst vegna þess, að hún álítur tillögur sínar einu færu leiðina, eins og sakir standa, til þess að leysa deiluna, en auk þess mundi það styrkja mjög aðstöðu hennar yfirleitt, ef hún gæti komið svo ár sinni fyrir borð, að Arabar yrði ánægðir. Chamberlain talaði sjálfur við fulltrúa Gyðinga í gær til þess að gera þeim nánari grein fyrir stefnu stjórnarinnar. Að því er United Press fregnaði var hann mjög ákveðinn og sagði fulltrúunum, að þeir ætti ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að fall- ast á málamiðlunartillögur stjórnarinnar eða þá á þá skipun^ málefna Palestinu, sem ákveðin yrði vegna neitunar Gyðinga. FuIItrúar Gyðinga lofuðu, að ráðgast frekar um málið og koma þeir saman á fund með fulltrúum bresku stjórnarinnar á ný síðdegis í dag. United Press. HITLER RÍKISLEIÐTOGI er alvarlegur á svipinn á flestuin myndum, sem af lionum hafa verið birtar, en litli hnokkinn, sem með lionum sést á myndinni hér að ofan, hefir getað laðað fram bros á andliti hans. Mynd- in er tekin á íþróttavelli við Berlín. Facelli var kisin pífL . i : Úrslit páfakjörsins vekja ánægju í Bretlandi og Frakkiandi, en öánægju i Þýskalandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Pacelli, sem verið hefir utanríkismálaráðherra páfa- ríkisins frá 1930, var kjörinn páfi í gær, í þriðju um- ferð kosningarinnar, Pacelli tekur sér nafnið Pius og er hinn tólfti páfi, sem ber Piusarnafnið. Símfregnir frá Berlín herma, að það hafi vakið mikla undrun í Þýskalandi, að Pacelli var kjörinn páfi, og valda úrslitin leiðtogum nazista allmiklum á- hyggjum, þar sem Pacelli hefir margsinnis gagnrýnt nazista- stjórnina. í Frakklandi, einkum meðal frjálslyndra manna hafa úrslit- in vakið afar mikla ánægju. Breskir stjórnmálamenn hafa látið mikla ánægju i ljós yfir því að Pacelli var kjörinn páfi. United Press. Píus XII., Eugenius Pacelli, er fæddur i Rómaborg 2. febr. 1876, og er hann kominn af efnaðri borgaraætt, en bróðir hans, nýlátinn, var na'fnkendur málaflutningsmaður þar i borg, og var liann tekinn í að- alsmannatölu skömmu fyrir andlátið og gerður að mark- greifa. Píus stundaði nám við hina kaþólsku háskóla í Róma- borg og síðast við skóla þann, sem býr presta undir stöður í æðstu stjórn kirkjunnar, og kallaður er hcldri manna skól- inn. Prestur vigðist hann í mars 1899, og fékk þegar stöðu í skrifstofum páfa og sihæklcaði hann þar í tigninni uns hann 1917 varð erkibiskup af Sardes, PACELLI. PÍUS XII. og vígði Benedikt pái XV. hann í Sixtusarkapellunni þar sem liann nú var kjörinn til páfa. Sama ár var liann skipaður sendilierra páfa í Bayern og 1920 á öllu Þýskalandi, og var hann á báðum stöðum sjálf- kjörinn forseti sendiherranna (doyen), en það eru allsstaðar forréttindi sendiherra páfa. — 1929 varð hann kardínáli og ár- ið eftir æðsti ráðherra páfa; um leið varð hann erkiprestur Péturskirkjunnar. 1935 varð hann camerlengo. 1935 var Iiann legáti páfa í Lourdes við hátíðahöldin þar, 1936 var hann legáti páfa í Lesieux, liann hefir verið legáti í Buenos Aires og Bandaríkjunum og í sumar eð GANDHI FASTAR TIL ÞESS AÐ LOFORÐ UM UMBÆTUR VERÐI HALDIN. London í morgun. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Fregnir frá Bombay í morgun herma, að Mahatma Gandhi hafi ákveðið að neyta ekki neinnar fæðu, fyrr en Thakor Saheb, furstinn, sem ræður ríkjum í Rajkot-ríki efni loforð sín um umbætur í ríki sínu. — Gandhi hóf föstuna í morgun. United Press. leið á allsherjarþingi lcaþólskra manna í Budapest. Hinn heilagi faðir er lagamaður ágætur og doktor bæði í kirkjulögum og borgaralegum lögum, enda átti hann mikinn þátt i samningi páfastólsins við Ítalíu 1929. Páfi er og ágælur fornfræðing- ur, og var fram lil þess að hann var kosinn til páfa forseti forn- fræðafélags páfaslólsins. Píus XII. er klerkur með ágætum og predikari góður og er til prent- að safn af predikunum lians á þýsku. Páfi er stórgáfaður mað- ur, og talinn einn slyngasti stjórnmálamaður, sem nú er uppi. Páfi hefir lilotið mörg heið- ursmerki, og er liann meðal annars stórkrossriddari af Félkaorðunni íslensku. Madiir verðnr milli iveggja bifreiða. í morgun varð slys á Tryggva- götu skamt austur af Stein- bi'y’ggjunni, með þeim hætti, að maður einn varð milli tveggja bifreiða. Stóð einn af sorpflutningabíl- um bæjarins þar á götunni, út við gangstétt, en annar vörubíll liafði stöðvast rétt aftan við hann og til hliðar. Stóð maður- inn, sem meiddist, við hlið þessarar bifreiðar og var að tala við ökumanninn. Nú er svo háttað með sorp- bílana, að ekki er hægt að horfa út um afturrúðu þeirra, svo að þegar bíllinn var látinn fara dá- lítið aftur á bak, varð maður- inn milli vörupallanna. Sem betur fór munu meiðsl- in eldci mikil, þvi að hann gat gengið óstuddur inn í Landspí- lalann í morgun, en þangað var liann fluttur. Maður þess heitir Ingimar Þorláksson, verkamað- ur, Bjarnarstíg 3. Stofoþiisg farfuglanria. Stofnun bandalags íslenskra Farfugla lauk i gærkvöldi. Voru lög og ferðareglur Banda- lagsins samþyktar þar, en síðan kosin stjórn. Forseti var Pálmi Hannesson rektor kjörinn með dynjandi lófaklappi en Þór Guðjónsson stúdent varafor- seti. Meðstjórnendur voru kjörnir: Kristbjörg Ólafsdóttir Mentaskólanemandi, Hilmar Kristjónsson stúdent, Gisli Gestsson bankamaður, Páll Jónsson verslunarmaður og Þorsteinn Bjarnason úr Körfu- gerðinni. Auk þess var þarna kjörin varastjórn og endurskoð- endur reikninga. Rikti einhuga vilji þingfull- trúa um það, að gera lög og reglur B. í. F. eins rúmar og frjálslegar og unt væri, þvi þeir virtust hafa þá sjálfsögðu skoð- un, að Farfuglana hvorki ætti né þyrfti að þvinga til að haga sér prúðmannlega, heldur ættu þeir að sjá sóma sinn í því sjálf- ir og án allra lagafyrirmæla. Að loknum dagskrárstörfum skipaði hin nýkjörna stjórn í fastanefndir: Ferðanefnd, nám- skeiðanefnd og útgáfunefnd ferðabældings, sem eiga að vinna í samráði við stjórnina að ýnisuin óhuga- og starfsmál- um B. í. F. *

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.