Vísir - 03.05.1939, Page 2

Vísir - 03.05.1939, Page 2
VISI K Svar Breta viii tlllöpm Bnssa kemnr tá oq Eegar. Bussar vllja, auk tiríveldahandaiansips. a5 það áhyrglst sjálfstæiii Póllamts, Rúmenin Flnn- lanJs og lltln Eystrasaltsrlkjanpa. EINKASKEYTT TIL YlSIS. London, í morgun. Breska ríkísstjórnin mun á fundi sínum í dag taka til umræðu og samþyktar svar stjórnar- innar við seinustu tillögum rússnesku stjórn- arinnar, en eins og kunnugt er hafa Bretar staðið í samingum við Rússa að undanförnu, um varnarbanda- lag, og hefir verið tilkynt nokkurum sinnum af bresku stjórninni, er hún hefir verið spurð á þingi um hversu þessum viðræðum miðaði, að þær gengi hægt og örugg- lega í rétta átt og mætti vænta f rekari tilkynninga bráð- lega. Nú virðist að því komið að mál þetta verði til lykta leitt a. m. k. ef breska stjórnin telur sér fært að ganga að tillögum Rússa, en þær eru í höfuðatriðum þessar, að því er hermt er í Lundúnablaðinu Daily Herald: 1. Bretland, Frakkland og Rússland geri með sér varnarbandalag, þ. e. hvert ríkið um sig heiti að koma hinu til aðstoðar, ef á það er ráðist. 2. Ráðstefna verði haldin meðal þessara þriggja stórvelda, til þess að gera samning um hvernig slíkri aðstoð skuli hagað. 3. Bandalagsríkin þrjú ábyrgist landamæri og sjálfstæði eftirtaldra ríkja, til þess að vernda þau gegn ágengni annara ríkja: Finnlands, Eistlands, Lettlands, Lithauen, Póllands og Rúmeníu. A'ð því er United Press liefir fregnað lita breskir stjórnmála- menn og hermálasérfræðingar svo á, að hafa verði meiri hraða en unt sé samkvæmt tillögum Rússa, og stinga þess vegna upp á, að Rússar taki á sig samskonar skuldbindingar gagnvart Póllandi og Rúmeníu og Frakkar og Bretar hafa þegar gert. i ENN EIN ATKVÆÐAGREIÐSLA MEÐAL ALMENNINGS í BRETLANDI, SEM MIKLA ATHYGLI VEKUR. Stofnunin „Public Opinion“ liefir efnt lil atkvæðagreiðslu um það, hverjum augum Bretar líta á þrívelda-hernaðarbanda- VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fleiri vinnu- daga! Din síðustu ár hefir atvinnu- leysið verið ein af mestu meinsemdum íslensks þjóðfé- lags. Fyrir þingkosningarnar 1934 var þegar svo komið, að öllum var ljóst, að úr þyrfti að bæta. Þessvegna tók Alþýðu- flokkurinn upp kjörorðið „vinna handa öllum“. Undir þessu kjörorði var siðan samið við Framsóknarflokkinn, „stjórn hinna vinnandi stétta“ sett á laggirnar og alt í þessu himnalagi fyrir verkamenn! En svo komu „bölvaðar stað- reyndirnar“. Öllum hafði verið lofað vinnu, sem vinna vildu. En vinna fór ekki vaxandi held- ur minkandi. Hópur þeirra, sem stóð og norpaði dag eftir dag við liöfnina og kringum aðrar vinriustöðvar varð æ fjölmenn- ari. Þar sem áður höfðu staðið 10—15 atvinnulausir menn, stóðu nú 40—50. Að sama skapi óx framfærslubyrðin. Undir stjórn hinna „vinnandi stétta“ fengum við íslendingar fyrst að kenna á því, hvílíkt böl atvinnu leysið er. Þegar litið er á, hversu til hagar hér á landi, mega það undur heita að atvinnuleysi skuli vera meðal þeirra mein- semda, sem þjóðfélagið á við að glima. Utan við landsteinana eru auðugustu fiskimið heims- ins. Ræktun landsins er ekki lengra komið en það, að þótt allir íslendingar legðu hönd á plóginn kynslóð eftir kynslóð, mundu líða aldaraðir þangað til alt ræktanlegt land yrði komið í ræktun. Á íslandi eru ekld ein- ungis lífsskilyrði fyrir 100 þús- undir, heldur fyrir miljón. Og í þessu Iandi glata menn lífs- hamingju sinni, af því að þeir geta ekki fengið neitt að gera! Ástæðan til þess, að svo er komið sein komið er, er meðal annars sú, að leiðtogar verka- manna hér á landi hafa fyrst og frerrist verið kaupkröfumenn. Þeir hafa ekki verið að Ieita að aukinni atvinnu. heldur auknu kaupi fyrir hverja vinnustund. Þessir menn hafa ekki hætt fé sínu til að auka framleiðsluna í landinu. í þeirra hópi hefir sá þótt mestur sem oftast hefir stöðvað vinnu. Gunnar Thoroddsen skrifar grein i rit það, sem verkamenn innan Sjálfstæðisflokksins gengust fyrir að út kæmi 1. mai. Þar er gerð grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisfloldksins og sósíal- ista til atvinnulífsins. Gunnar Thoroddsen orðar ]>etta svo: „Sósíalistar einblína á aurana, sem verkamaðurinn fær fyrir tímann, sjálfstæðismenn leggja megináherslu á krðnutöluna, sem þeir fá í árskaup.“ Oft hefir um þessi mál verið rætt. En sjaldan hefir í jafn stultu máli verið gerð jafn glögg grein fyrir mismuninum á afstöðu sjálfstæðismanna og sósíalista i þessum efnum og i hinum tilfærðu ummælum G. Th. Ef jafnmikil viðleitni hefði verið um það höfð á undan- förnum árum, að tryggja árs- kaupið eins og hitt, að tryggja tímakaupið, hefði margt farið betur. Atvinnuleysið hefði þá ekki verið slíkt böl sem reynst hefir.Bæjarfélögin hefðuþá ekki slíkar byrðir að bera. Atvinnu- rekendur hefðu þá ekki staðið jafn höllum fæti. Og verkamenn hefðu þá ekki fylst slíkri beiskju í garð þess samfélags, sem þeir telja að leikið hafi sig grátt. Farsæld íslenskra verka- manna og atvinnurekenda, far- sæld þjóðfélagsins í heild sinni er undir því komin, að fullur skilningur fáist á því, að fjöl- breytt og arðvænlegt atvinnu- líf, er meginskilyrði þesfe, að liér geti hafist viðreisn. Fleiri vinnudagar er sameiginlegt hagsmunamiál allra. « Útsvörin í HafnaFfivði. Útsvarsskrá Hafnarfjarðar var lögð fram í gær. Hækkun útsvaranna nemur tæpl. 29. þús. kr. Er nú jafnað niður kr. 248. 735, en í fyrra 220 þús. kr. Þessir bera útsvör yfir 1000 kr.: Alþýðuhráuðg. 2800, Ásm. Jónsson, bakaram. 3200, Ásgr. Sigfússón, útgm. 7000, Ásgeir Stefánsson, útgm. 3000, Baldvin Halldórsson 2800, Benedikt Ög- mundsson 1550, Bergur Jónsson 1000, Bjargm. Guðmundsson 1000, Bjarni Snæbjörnss. 3300, TDvergur h.f. 3500, Einar Þ. Ein- arsson 1000, Ing. Flygenring 1700, Fiskverkunarstöð Lofts & Zoega 4000, Gísli Guðmundsson 1300, Guðjón Jónsson 1200, Guðm. Kr. Erlendsson 1250, Emil Jónsson 1750, Jólis. Gunn- arsson 1100, Gunnl. Krist- mundsson 1450, Gunnl. Stefáns- son' 1600, Halld. Guðmundsson 1575, Ferd. Hansen 1100, IJalld. Þórðarson 1200, S. Kampmann 5170, Kron 3500, Loftur Bjarna- son 3000, Vald. Long 1000, .1. Mathiesen 1500, Bergþ. Nyborg 1240, Ól. H. Jónsson 2650, Ól. Tr. Einarsson 2530, Sigurjón Einarsson 3000, Skipabryggjan 2500, Vélsm. Hafnarfjarðar 1200, Verslun Einars Þorgilsson- ar 24000, Geir Zoega 2300, Þór. Egilson 7500 og Þorg. Einarsson 2500. Síldveidi á Akranesi. Eins og getið var um s. 1. laug- ardag gerir Haraldur Böðvars- son & Co. út fimm báta á rek- netaveiðar og selur síldina á Þýskalandsmarkað. Togarinn Gullfoss er kominn til Akraness og á að taka fyrsta farminn af þremur til útflutnings. Þrír bátar komu inn á mánu- dag með samtals um hundrað tunnur síldar og svipaður afli hafði verið í gær. Þessir þrír bátar, sem að komu, fengu afla sinn í Jökuldjúpi. Þorskveiði er sára lítil og má vertíð heita lokið á Akranesi. — Tveir eða þrír bátar hafa búið sig út með botnvörpu og eru ný- byrjaðar veiðiskap og gengur sæmilega. lag. 87 af hundraði með þrí- veldabandalagi. Samkvæmt niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar eru 87 með því, að Bretar, Frakkar og Rússar geri með sér hernaðar- bandalag og 72% eru hlyntir því, að Bretar taki á sig ábyrgð á landamærum smáríkjanna i álfunni. Times um atkvæðagreiðslurnar. Það vekur mikla atliygli, að Times ræddi um niðurstöðu þessarar atkvæðagreisðlu mjög vinsamlega í gær og telur hlað- ið, að fjöldi málsmetandi Breta sé kominn iá þá skoðun, að þær sé nokkurn veginn öruggur mælikvarði á almenningsálilið í landinu, og beri því að taka til- lit til þeirra bendinga, sem það gefi. Viðræður Breta og Pólverja halda stöðugt áfram og á fundi bresku stjórnarinnar á mánudag, sem stóð í 2 klst., var aðallega rætt um það, sem farið hafði á milli breska sendiherr- ans í Varsjá og Becks utanríkis- málaráðherra, en Beck mun flytja ræðu eða ávarp næslk. föstudag og gera grein fyrir af- slöðu Pólverja til krafna Hitlers viðvíkjandi Danzig. Ef til vill flytur hann ræðu þessa á pólska þinginu, sem kallað hefir verið saman. Harðorð ummæli í frönsku blaði. Afstaða pólskra blaða i garð Þýskalands hefir harðnað mjög upp á síðkastið og láta Pólverj- ar engan bilbug á sér finna. Þeir segja i blöðum sínum, að sjálfstæði og framtíð lands þeirra sé undir þvi komin, að hafa aðgang að sjó, en ef kröf- um Þjóðverja væri sint muridi þeim brátt meinaður aðgangur að Eystrasalli. Ekkert hinna pólsku blaða er þó eins berort i g'arð Þjóðverja og franska blað- ið Paris Midi, sem gerir ræðu Hitlers að umtalsefni og segir, að hún leiði skýrt í ljós fyrir mönnum, að þýska þjóðin breytist ekki hver sem stjórn hennar sé. Þýskaland Hitlers er í engu breytt frá Þýskalandi Bismarks og Vilhjálms II. keisara — segir blaðið — svo að maður reki ekki söguna alla leið aftur til Attila. Fyrir oss er því ekki um ann- að að ræða, en að gera allar þær varúðarráðstafanir sem oss er auðið og nauðsynlegar mega teljast gagnvart ríki, þar sem slíkar skoðanir og stefnur eru ríkjandi. — Blað þetta er mið- flokkablað, Afstaða Belgíu í styrjöld. í tímaritinu „XX. Siecle“ (Tuttugasta öldin) er komist svo að orði, að stjórn landsins ætti að gera þýsku stjórninni kunnugt, að það væri misskiln- ingur að hlutleysi Belgiu sé al- gert — Belgía hafi óbundnar hendur, hún hafi ekki skuld- bundið sig til þess að lána landamæri sín noklcurri þjóð til varnar né heldur til að leyfa umferð um vegi landsins, en hún geti gert bandalag við hvaða þjóð sem er hlutleysi sinu til ör- yggis, sé á það ráðist. United Press. SambóS Þjóðverja og Pólverja. Osló, 2. maí. — FB. Horfurnar í sambúð Pólverja og Þjóðverja eru taldar mjög alvarlegar eftir ræðu Hitlers. Svo virðist sem Pólverjar muni lielst hallast að því, að vísa öll- um kröfum Þjóðverja um Dan- zig á bug og hafi hafið nokkurs- konar gagnsókn með því, að bera einnig fram kröfur við- víkjandi Danzig Enn er ekki kunnugt hvers efnis kröfur þessar eru, en pólsk blöð eru mjög hvassyrt og lialda því fram, að afleiðing þýskrar til- raunar til þess að taka Danzig með liervaldi leiði óhjákvæmi- lega af sér Evrópustyrjöld. — NRP. 1. maí í Noregi. Osló, 2. maí. — FB. Mikil þátttaka var í 1. maí fundahöldunum og kröfugöng- unum um gervalt landið. Koht, utanríkismálaráðherra flutti ræðu á Hamri og ræddi nauð- syn þess, að hlutleysisins væri gælt sem best og allar varúðar- ráðstafanir gerðar í þvi efni, sem tök væri á. Með því einu. móti yr.ði auðið að koma í veg fyrir, að Nóregur flæktist inn í Evrópustyrjöld. Allir verða að vera samlaka um, að vinna i þágu friðarins. Það er stefna Noregs í dag, sagði náðherrann. — NRP. Upplýst nm bmnann í Herkastalanum. Það er nú upplýst að það var geðveilc kona, sem bjó í her- bergi nr. 2, sem kveikti í Her- kastalanum. Iíona þessi heitir Guðrún Svanfr. Bjarnadóttir, fimtug að aldri. Guðrún þessi heldur að allir sé að ofsækja sig, og mun hafa vonast til að verða flutt á Landakotsspítalann, ef Herkast- alinn brynni Henni hefir nú verið komið fyrir á Oddshöfða, en slrax þegar rúm verður fyrir hana á Kleppi, verður hún flutt þangað til frekari rannsóknar. Þátttaka Korðœanna I heimssýníngonni. Osló, 2. maí. — FB. Norska sýningarhöllin á Heimssýningunni var opnuð i gær af Ólafi ríkiserfingja. Veð- ur var hið fegursta og voru við- staddir 7000 Bandaríkjamenn af norskum ættum. Athöfnin fór fram af miklum hátiðleik. Ræðu Ólafs konungsefnis var fekið með miklum fögnuði. Um kvöldið var hátíðarkvöld i Me- tropolitan óperuhöllinni til heiðurs krónprinshjónunum að viðstöddum 4200 manns. Kon- ungsefni flutti þar ræðu á ensku, sem var tekið með gífur- legum fögnuði. -— NRP. STRAUMURINN LIGGUR NÚ TIL SPÁNAR. Spánverjar þeir, sem leitað höfðu hælis í Frakklandi, meðan borgarastyi-jöldin geisaði, skiftu mörgum tugum þúsunda, og þótt straumurinn hafi breyst við það, að Franco sigi-aði, og leiti nú aftur til Spánar, eru enn spænskir flóttamenn í þúsunda tali í Frakklandi. — Mynd þessi er af spænskum flóttamönnum í La Perthus í Frakklandi. — Samkvæmt ágiskunum veitti Frakkland yfir 200.000 spænskum flóttamönnum hæli styrjaldartímann. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.