Vísir - 03.05.1939, Side 3
Miðvikudaginn 3. maí 1939.
VÍSIR
3
Laxahvogn og seidi fliitt um
alt iand og til útlanda.
Árið 1932 léí Rafmagnsveita Reykjavíkur byggja klakhús
fyrir Elliðaárnar og hefir verið unnið við klakið öll árin síðan.
Guðjón Kr. Jónsson, klakmaður, Sjafnargötu 7, hefir haft allan
veg og vanda af klakinu. Yísir hefir hitt Guðjón að máli og
spurt hann að ýmsu um klakið.
— Hvernig er klakinu hagað?
„Við byrjuxn venjulega að
veiða i klakið 1. september og
veiðum laxinn í net í hyljum
uppi í ánni, setjum hann í kassa
og geymum hann þangað til
hann er tilbúinn að hrygna.
Annars er meirihluti þess lax,
sem veiðist í ánni, veiddur á
stöng eða í kistu rétt neðan við
Rafstöðina. Það sem veiðist í
kistuna er síðan alt flutt á híl
upp fyrir Árbæjarstífluna.
Þegar laxinn síðan er tilbú-
inn til lii'ygningarinnar, strjúlc-
um við úr honum og blöndum
saman úr hrygnu og hæng. Það
er siðan lótið í kassana í klak-
húsinu. Þar liggja lirognin síð-
an í 130—150 daga, þangað til
þau springa út og verða að síl-
um.“
— ,,Hvað látið þið venjulega
mikið i liúsið?
„Flest árin hefir það verið ein
miljón upp í ellefu hundruð
þúsund, en svo hafa verið seld
nýfrjóvguð lirogn, augnalirogn
og síli um alt land og til út-
landa. í vetur var t. d. seld hálf
miljón til Skotlands af augna-
lirognum. En í árnar liafa
venjulega verið látin 240—760
þús. hrogn á ári.“
— Hvernig getið þið ákveðið
töluna svo nákvæmlega?
„Við bæði teljum hrognin og
mælum þau. Reynast vera 8—10
lirogn í hverju grammi, og það
fer auðvitað eftir aldri hrogn-
anna. — Klakið þarf að passa
með samviskusemi og aðgæslu.
í rauninni er þetta ekki mikið
verk, en ef eittlivað kemst í
hrögnin — af myglu eða ein-
hverjum óþverra — þá er sú
hætta yfirvofandi að hrognin
tleyi unnvörpum.
En það er ekki nóg að klekja
nógu miklu af sílum og hleypa
þeim i ána. Það þarf að passa
þau fyrir vargmum, sem að
þeim sækir, t. d. kríu og önd-
um, og að veturinn nái þeim
ekki, en það hefst best með þvi
að sleppa þeim í vötn, eða ár
þar sem minst liætta er á að
þær ryðjist.“
— Hversvegna er laxveiðin
ekki farin að aukast í Elliðaán-
um?
„Það kemur af því, að sílin
liafa ekki haft opinn veg til
sjávar, síðan þeim var slept
fyrst i ána árið 1933, þangað til
á síðasla ári, er opnað var fyr-
ir Árbæjarstífluna, en laxinn
þarf 5—6 ár til þess að alast
upp. — En af silum, sem flutt
voru austur á Hérað og hleypt í
Eyvindará og Grímsá, sem
renna i Lagarfljót, sást lax i
fyrra. Það er einnig áreiðan-
legt að lax er kominn i Ólafs-
fjarðarvatn, þar sem hann lief-
ir aldrei verið til áður, svo og
í Bolungarvik og eru Bolvíking-
ar búnir að stofna til klaks
sjálfir.“
— Eru klakhússilin eins góð
til uppeldis eins og Önnur?
„Sumir liafa viljað lialda því
fram, að þau væri lakari, en við
höfum gert tilraunir með þetta
og lcomist að þeirri niðurstöðu,
að ]iau sé engu lakari en þau,
sem alast upp við alveg náttúru-
leg skilyrði. Á livaða aldri, sem
þeim er slept og þó þau sé strax
með kviðpoka, þá grafa þau sig
strax undir steina og eru jafn-
fær að bjarga sér og önnur“.
—-. Ilvað veistu um mestu
veiði i Elliðaánum?
„Mér er ekki vel kunnugt um
veiðina áður, en siðan farið var
að veiða eins og nú er gert, þá
liafa veiðst á einu sumri um
3000 laxar, fyrir utan þá, sem
veiddust á stöng fyrir neðan
stöðina. Mest hefir komið i kist-
una 500 laxar á einum degi. Það
var 1935. Iíistan er tæmd eftir
þörfum, venjulega daglega. Á
stöng liefir veiðst mest á dag
63 laxar. Þá fengu þeir Ásgeir
G. Gunnlaugsson kaupmaður og
Kristinn Sigurðsson, húsgagna-
smiður“.
— Hafið þið átt við að merkja
laxa?
„Við liöfum árlega merkt frá
áttatíu til á annað hupdrað laxa,
en fengið mest aftur 7—9%.
Suma höfum við fengið aftur
og aftur. Þá hefir veiðst í Öl-
fusá einn lax, sem við' höfum
merkt og tveir hjá Korpúlfs-
stöðum“.
Að lokum segir Guðjón frá
eftirfarandi tilraun, sem þeir
gerðu þarna efra:
„Eitt sinn geymdum við laxa
sérstaklega frá byrjun júlí þang-
að til um miðjan nóvember. Þá
strukum við úr þeim nema
þrem hrygnum og tveim
hængum, sem við geymdum á-
fram með fullum hrognum og
sviljum til 10. april á næsta ári,
án þess að gefa þeim nolckra
fæðu. Þá athugðuum við þá og
höfðum til samanburðar lax,
sem við veiddum þann dag og
var búinn að vera í ánni sama
tíma. Sá lax var í miklu verra
ásigkomulagi, en þeir sem við
geymdum. Má af því ráða, að
liann hafi haft meira fyrir líf-
inu en liinir, sem við geymdum.
En hrygnurnar, sem við skild-
um eftir voru enn með lirogn-
unum. Þau voru þó miklu
minni og efnin gengin til baka
i þeim svo að ekkert var eftir
nema vatnsvilsa. Gæti þetta gef-
ið til kynna, að laxinn hrygni
alls ekki, þótt hann búi við
rétt skilyrði, enda þótt liængur
sé fyrir hendi.
Tiðindamaður Vísis átti tal
við Geir Zoéega útgerðarmann í
Hafnarfirði í gær og sagði liann
þau tiðindi, að enski togarinn
Mohican, sem strandaði við
Rangársand, væri sokkinn að
mestu, og vonlaust, að honum
yrði náð út.
Um helgina gerði brim ó
sunnan og gróf undan togar-
anum og valt hann á hliðina og
var bann'að sökkva í sand og
sjó, er síðast fréttist.
Varðskipið Ægir, sem verið
liefir á strandstaðnum viðbjörg-
unartilraunir, er nú liingað
kbmið.
Norsku krón-
ppinslijónin
heimsækja
Roosevelt.
Ólafur ríkisei-fingi og Martba
krónprinsessa eru nú i lysti-
snekkju Roosevelts forseta og
lieimsækja forsetalijónin að
heimili þeirra Hyde Park við
Hudsonána. Fáni Ólafs kon-
ungsefnis var dreginn að hún á
aftursiglu snekkjunnar. —- í
amerískum blöðum eru birtar
ítarlegar frásagnir um krón-
prinshjónin og ferðalag þeiiTa. |
— Á sunnudag fara þau í lieim-
sókn í sjóliðsforingjaskólann í
West Point. — NRP.
ROOSEVELT SVARAR HITLER
að líkindum í yfirstandandi viku, að því er seinustu fregnir lierma. — Myndin hér að ofan
var tekin er liann flutti ræðu sína á 150 ára afmæli ameríska þjóðþingsins, en i jiessari ræðu
gagnrýndi liann stefnu einræðisherrans livasslega.
Islenskir stúdentar í KauptnannahDfn
ieita til Atþingis om ankinn náms-
styrk vegna gengisiækknaarinnar.
Eftirfarandi tilkynning hefir Vísi borist frá stjórn hins ís-
lenska stúdentafélags í Kaupmannahöfn:
Á fundi í Félagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn þ. 21. f. m.
var einróma samþykt að senda Alþingi erindi það, sem hér
fylgir með í afriti, enda var það undirritað af 42 þeirra, sem
fundinn sátu.
Siðastliðin ár hefir islenskum
námsmönnum við erlenda skóla
farið mjög fjölgandi. Á sama
tíma hafa samanlagðir opinber-
ir námsstyrkir til þeirra lækk-
að og því verið tilfinnanlega fá-
ir. Má um það vísa til erindis
þess, sem íslenskir stúdentar í
Kaupmannahöfn sendu Alþingií
marsmánuði 1937.
Síðan liafa þær breytingar
orðið á kjörum islenskra náms.
manna hér á landi, að
1) verðlag á lífsnauðsynjum
liefir farið hækkandi,
2) styrkur til námsmanna
frá Dansk-islandslc For-
bundsfond hefir lækkað
um ca. 20% á mann,
3) gengi íslensks gjaldeyris
hefir verið lækkað.
Gengislækkunin verður þeim
mun tilfinnanlegri, sem menn
þúrfa að fá meiri liluta af þörf-
um sínum fullnægt erlendis að.
Námsmenn, sem erlendis dvelja
eru fremur öðrum stéttum þjóð-
félagsins neyddir til þessa. Ráð-
stafanir þær, sem gerðar liafa
verið til þess að hamla verð-
I.fckkun á innlendum vörum, ná
til þeirra, svo afleiðingar
gengislækkunarinnar koma
liarðar niður á þeim en flestum
ef ekki öllum öðrum. Þá má
geta þess, að að ýmsir íslenskir
námsmenn myndu ekki liafa
ráðist í kostnaðarsamt nám er-
lendis, ef þeir liefðu vitað fyrir
þann kostnaðarauka, sem geng-
islækkunin hefir í för með sér.
Gengislækkunin gerir aðstæð-
ur efnaminni námsmanna enn
örðugri en áður, og er nú ekki
annað sýnt, en sumir verði að
hverfa frá námi af þeim sökum,
verði engar breytingar til hins
betra á kjörum þeirra.
Fyrir því leyfum vér undir-
ritaðir íslenskir námsmenn í
Kaupmannaíhöfn oss hér með
að fara þess á leit við hið háa
Alþingi,
1. að styrlcur sá, sem veittur
hefir verið á 14. gr. fjár-
laganna, B-lið II b, til náms
erlendis og numið hefir kr.
10,000,00 árin 1936—39,
verði á fjárlögum ársins
1940 hækkaður að minsta
kosti svo mikið, að heild-
arupphæðin verði óbreytt
miðað við erlendan gjald-
eyri.
2. að styrkur sá, sem veittur
er íslenskum stúdentum
við erlenda þáskóla skv.
lögum nr. 35 frá 27. júni
1925 lækki ekkl vegna
lækkunar krónunnar mið-
að við erlendan gjaldeyri.
Meuniogaralriði.
Vér eigum að visu að venjast
of miklum sljóleika gagnvart
þvi livað gott er eða ilt, rétt eða
rangt, en þó furðar mig á því
að enginn skuli hafa látið í
ljósi óþolinmæði yfir því hvern-
ig Útvarpið misþyrmir þjóð
söngnum. En að dagskránni sé
lokið með söng, er góð hug-
mynd, ef vel væri á lialdið. Nóg
er til af góðum lögum sem vér
fáum of sjaldan að lieyra, eins
og t. d. „Fifilbrekka, gróin
grund“ eftir Sveinbjörnson, þar
sem hvorttveggja er afbragð,
lag og ljóð. Eða „Þar sem liáir
hólar“ þar sem Árni Thor-
steinson hefir í besta lag'i sýnt,
liversu merkilegt tónskáld hann
er. Eða „Heiðbláa fjólan mín
friða“ eftir Þórarinn Jónsson,
sem líkt mætti segja um. Lt-
lend lög mætti einnig nefna
einsog „Vorið“ eftir Grieg, er
eg gæti ímyndað mér væri
besta lag tónskáldsins, eða
„Tárnklockan” eftir Wenner-
berg, langbesta lagið af mörg-
um góðum í hinu fræga verki
(en það sem Útvarpið lofar oss
sjaldnast að heyra). Þá er hið
ódauðlega „Kvöldljóð" Schu-
manns, sem er náskylt lagi því
eftir Grieg er eg nefndi. Ef það
er rétt sem eg hygg, að ekki sé
til lag við Vorljóð Jónasar,
„Nú andar suðrið sæla“,*) þá er
þar fagurt verkefni fyrir gott
tónskáld. En mikils mun við
þurfa, ef jafnast á í ljóði við
yndisleik orðanna: Vorboðinn
Ijúfi, fuglinn trúr sem fer —
Bátasmíði i Hafnarfirði
í vetur var hér stofnað vél-
bátaútgerðarfélag og er það nú
að láta smíða tvo 24 tonna vél-
báta. Smíði þeirra fer fram hér
í bænum, og var lagður að þeim
kjölur 11 mars. Verkið tók að
sér Júlíus Nyborg, skipasmiður
í Hafnarfirði, og sem jafnframt
útvegaði efni. Að verkinu vinna
9 smiðir úr Hafnarfirði og 2 yf-
irsmiðir úr Rvk. Ráðgert er að
bátarnir hafi 80-90hestafía vélar
Smíði bátanna á að vera lokið
1.—10. júlí og er þá ætlun að
þeir fari á síldveiðar fyrir Norð-
urlandi og að þeir verði með
herpinót, báðir um söniu nót-
ina. Félagið er hlutafélag. —
Stjórii þess skipa: Stefán Jóns-
son og Jón Halldórsson, skip-
stjóri, sem er formaður félags-
stjórnarinnar og einnig fram-
kvæmdarstjóri félagsins. Hlut-
hafar eru 52, með hluti frá 100
kr. til 2000 kr. Félagið fékk
stvrk frá Fiskimálanefnd til
smíði báta sinna og nemur s ’
stvrkur 8280 kr á bát, og greið-
ist liann þegar bátarnir eru full-
smíðaðir. Um 12. þessa mánað-
ar var byrjað að byrða bátana,
cg má það teljast góður gangur,
þar sem hinir 9 hafnfirsku smið-
ir eru alls óvanir bátasmíði. —
Það má segja. að þessi báta-
smiði sé allgóð atvinnubót fyrir
hafnfirsku smiðina, þar sem lit-
ið er um liúsabyggingar i bæn-
um. Það má búast við að bygg-
ingarkostnaður bátanna fari
eitthvað fram úr upphaflegri á-
ætlun, sökum gengislækkunar-
innar, og gerir hún því félaginu
allörðugt fyrir. Slík bátasmiði
eins og hér á sér stað er algjör
nýlunda, vegna þess, að jafn-
stórir bátar hafa aldrei verið
smíðaðir hér áður i bænum,
Frjr,
Með fjaðrabliki liáa vegaleysu
— I sumardal að kveða kvæðin
þín“ —. Og má þó raunar sama
segja um ljóðið alt.
22. aprík
Helgi Pjeturss.
E. S.
*) Ritstjórinn segir mér að til
sé lag við ljóð þetta, eftir Inga
Lárusson, og liefir tónskáldinu
tekist svo vel með lagið við „Ó
blessuð vertu sumarsól“, að eg
er fús til að trúa því, að þetta
lag hans við vorljóð Jónasar
liafi einnig vel tekist. 29. 4.
H. P.
Ferðafélag fslands
heldur skemtifund að Hótel Borg
n.k. fimtudagskvöld þ. 4. þ. m. -—-
HúsiS opnað kl. 8.15. — Ferða-
nefndin skýrir frá ferðunum í sum-
ar. Sýndar skuggamyndir af land-
mælingum íslands, teknar úr flug-
vél, með skýringum Steinþórs Sig-
urðssonar mentaskólakennara. —
Dansað til kl. 1. — Aðgöngumiðar
seldir í Bókaversl. Sigf. Eymunds-
sonar til kl. 6 á fimtudag.
XJppsögn
Iðnskólans*
Iðnskólanum var sagt upp á
laugardag og luku 51 nemandi
burtfararprófi. Nemendur í
skólanum voru sem hér segir s.l.
vetur: 76 í fyrsta bekk, 42 i öðr-
um, 54 í þriðja og 37 í fjórða
bekk. Auk þess voru í skólan-
um 3 nemendur, sem stunduðu
framhaldsnám og tveir, sem að
eins voru í teikningu.
Þessir menn í 4. bekk fengu
verðlaun fyrir ástundun, fram-
farir og liegðun: Einar Norð-
fjörð Jónsson, Einar Sigurjóns-
son, Ólafur Jónsson, Ragnar Þ.
Guðmundsson, Siggeir Ólafsson
og Örn Steinsson.
í þriðja bekk: Aðalst. Maack,
Ágúst Gíslason, Guðm. Bene-
diktsson. Guðm. Samúelsson
og Sig. Úlfarsson.