Vísir - 10.05.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 10.05.1939, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 10. maí 1939. VlSIR 3 CHARLES A. LINDBERG er nýlega kominn til Bandarikjanna, eftir margra ára dvöl í Engíandi, Frakklandi og víðar. Það er tvent sem athyglisvert þykir við þessa mynd, annað það að Lindberg er hér ekki ao stíga út úr flugvél, en er að ganga frá borði af skipi þvi, sem hann kom með til New-York, og að þessu sinni er hann með hatt, en því er hann ekki vanur. Þegar til New-York kom þyrpt- ust að honum blaðamenn og reyndu að spyrja liann spjörunum úr, en bann neitaði að svara öllum spurningum. Yarð hann að ganga frá borði undir lögregluvernd, og henni sterkri, með því að fólkið ærðist er það hafði endurheimt hann til New-York. Hann mun þó dvelja skamma hrið í Bandarikjunum, enda er kona hans ekki i för með honum að þessu sinni. Hitaveitutilbodid rastt í bæjarráði. RCkisstjómin og stjórn Landsbank- ans tá málið til athugunar. 1 gær, kl. 1.30 e. h., hélt hæjarráð fund og var hitaveitumálið til umræðu. Borgarstjóri lagði fram bréf, dags. 28. apríl þ. á., frá A/S. Höjgaard & Schultz, Köbenhavn, með tilboði um, að firmað leggi hitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur og um bæinn, sumpart í ákvæðisvinnu og sumpart eftir reikningi — og leggi fram fé til fyrirtækisins, er verði endurgreitt á 8 árum eftir að áætlað er að fyrirtækið taki til starafa. Þá var lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi, dags. í dag, með skýrslu um utanför hans og aðdraganda þess, að tilboð A/S. Höjgaard & Schultz er fram komið. Borgarstjóra og bæjarverkfræðingi var falið að skýra ríkis- stjórninni og stjórn Landsbankans frá tilboðínu og ræoa við þessa aðila um möguleika fyrir því, að fullnægja megi ,' msum skilyrðum, sem þar eru sett. „Löiurmaialeg irís“. Frumvarp Josephs Thorsons. þingmanns á sambandsþinginu í Ottawa, um það, að „Canada skuli aðeins taka þátt í stríði sam- kvæmt tilhlutan konungs að ráði hinna kanadisku ráðgjafa hans“, liefir vakið deilur i Kanada, og er mikið um málið ritað í kanadisk blöð, en eftir síðustu blöðum að vestan að dæma vekur einkum atliygli lúaleg árás iá Thorson í blaði Toronto, þar sem veist er að lionum og hann jafnvel eklci hafa talinn rétt til þess að bera fram slíkt frumvarp, af því að hann sé ckki af bresku bergi brotinn! Er þessari skoðun kröftuglega mótmælt í vestur-íslensku blöðunum og fjölda mörgum kanadiskum blöðum. Einkum befir Free press í Winnipeg tekið svari Thor- sons og íslendinga. MOL AR. „Löðurmannleg og fyrirlitleg var sú skoðun, sem kom fram á þingi hjá Mr. Church“, segir í Free Press, „og í ritstjórnar- grein í blaðinu ,Globe and Mail‘ 1 Toronto, að það sæti illa á ó- breskfæddum manni, að halda fram þeirri frumreglu, sem frumvarp Thorsons livilir á (sbr. undirfyrirsögn þessarar gr.) Um mál þetta ræddi Mack- enzie King á þingi á drengileg- an og virðulegan liátt í vikunni sem leið. Það varð lilutskifti þingmanns frá Toronto og dag- blaðs í Toronto að draga um- ræðurnar niður í fenið. Blaðið benti á, að Mr. Thor- son væri af íslensku bergi brot- inn, að foreldrar bans befðu komið til Canada til að njóta bresks frelsis, að flutningsmað- ur frumvarpsins sjálfur hefði og af því notið hagnaðarins af Rliodes skólanámskeiði. Og með fáránlegustu rökum var svo gefið í skyn, að Mr. Thor- son hefði engan rétt til að bera Eitl af þvi, sem mjög er deilt um er það, hvers Rússar muni megnugir, ef til Evrópustyrj- aldar kemur. Það er alkunnugt. að þeir Iiafa vígbúist af binu mesta kappi mörg undanfarin ár, og jafnframt hefir járn- brauta- og vegakerfið verið end- urbætt og aukið með herflutn- inga fyrir augum. Menn greinir ekki á um það, að Rússar sé nú einhver best vígbúna þjóð í heiminum, en að margra áliti hefir það mjög veikt Rússa hernaðai'lega, að ofsóknir Stal- ins hafa bitnað á mörgum fær- ustu herforingjum landsins, þeir hafa verið drepnir eða sendir í útlegð, og vafalaust er vandfylt í þessi skörð. Mikil leynd er ríkjandi um ýmislegt varðandi vígbúnað Rússa, en í ræðu sem Voroshiloff, yfirher- foringi Rússa, flutti i marsmán- uði síðastliðnum, sagði hann m. a., að Rússar hefði nú fjölda margar hraðfleygar árásarflug- vélar, sem gæti komist í næstum upp frumvarp sem þetta á þingi. Sama lúalega hugmyndin kom fram í ræðu Mr. Church. Það er ekki mikil þörf á að endurtaka það, sem svo oft hef- ir áður verið sagt, að aðalástæð- an fyrir frumvarpi þessu er sú, að vernda sameiningu þjóðar þessa lands, en ekki að slíta liana. Það atriði er þess vert að vera íhugað í fylstu alvöru, eins og forsætisráðherrann tók fram í ræðu sinni. En að baki orða þeirra Mr. Church og ummæla blaðsins Globe and Mail felst þessi skoð- un, að þegnar þessa lands, sem af íslensku liergi eru brotnir, séu óæðri ættar, séu fýrir utan lögin, að þeir séu hér aðeins til byrði þjóðbræðrum þeirra, sem breskt blóð rennur í æðum og að þeir eigi að halda sér sam- an, meðan hinir síðarnefndu ráði fram úr málefnum þessa lands eftir sínu liöfði. Allir vel-hugsandi íbúar þessa lands munu kröftuglega mót- því 50.000 enskra feta hæð og gæti hver einstök þessara flug- véla flutt með sér þrefalt meiri sprengikúluþunga en slærstu árásarflugvélar fyrir fimm ár- mn. í árásarleiðangri eins rúss- neska flugvélaflokksins, sagði hann, væri hægt að varpa nið- ur 6.160 smálestum af sprengi- efni. Vorosliiloff mintist ekki sérstaklega á Þjóðverja en sagði að þetta mikla sprengiefni væri liægt að flytja langar leið- ir og fIjótlega þagga niður i árásarþjóð, sem haldin væri of- slækisfullri ágengni. Landherinn kvað Voroshiloff hafa verið aukinn, en gaf ekki upp ná- kvæmar tölur. Fyrir nokkurum árum var her Rússa (rauði lier- inn) 1.300.000 og samkvæmt á- ætlunum bygðum á ýmsu, sem birt hefir verið í rússneskum ritum, er liann nú 1.600.000, en Þjóðverjar ætla liann 1.800.000 og hefir rússneska hlaðið hirt þýska fregn um þetta athuga- semdalaust. A ófriðartímum mæla anda þeim, sem i þessari lúalegu árás felst. Hér í Mani- toba, þar sem það sem Islend- ingar liafa lagt til þjóðlifs Can- ada, er kunnast, verður viðtæk andúð vakin gegn þeim ósóma, sem sýndur hefir verið við um- ræður áminst máls og blaðið Globe and Mail verður að taka sér mikið fram, ef almenningur á að leggja nokkuð upp úr skoðunum þess og hæfileikum lil forustu i þjóðmálum lands- ins“. Fyrirlestur dr. Helga Pjetnrss. Dr. Ilelgi Péturss flutti erindi 4. þ. m. í Nýja Bíó, er hann nefndi: Breytingin frá Hel- stefnu lil Lífsstefnu, og var all- margt álieyrenda. Fyrirlesarinn gerði ítarlega gæti Rússar aukið landher sinn upp i 10—15 miljónir a. m. k. Rússar eiga fá stór, nýtísku lier- skip, en mikinn fjölda kafbáta og nraðskreiðra torpedo-vélbáta. II. Síðan er framanskráð var ritað, liafa verið birtar á prenti nákvæmari upplýsingar en áð- ur voru fyrir hendi um rúss- neska herskipaflotann, samkv. áreiðanlegum sænskum og linskum heimildum, en Svíar og Finnar liafa einna best skil- yrði nágrannaþjóða Rússa, til þess að fylgjast með i þessum efnum. Eins og kunnugt er af skeytum liófust flotaæfingar þær hinar miklu, sem Rússar Iiöfuð boðað i Eystrasalti, Svartahafi, við Norður-Rúss- land og austurströnd Sibiríu, i síðastliðnum mánuði. í tilefni af þessum miklu flotaæfingum skýrðu sænsk og finsk blöð frá því, að tvö ný stór orustuskip með fallbyssum, er hafa 40 cm. hlaupvídd, tæki þátt í æfingun- um, og ennfremur 3 af hinum stóru, gömlu orusluskipum Rússa. Þau voru smíðuð fvrir grein fyrir rannsóknum sínum á sviði drauma og annars lifs og skýrði meðal annars frá ýmsum fyrirbærum, sem hann liefði sjálfur skynjað, og gerði samanburð á þeim og reynslu ýmsra heimspekinga fornaldar- innar, sem gengur í svipaða átt. Erindið var liið fróðlegasta, sem vænta mátti, enda mun Dr. Helgi Péturss vera einhver lærðasti jarðfræðingur og heijnspekingur hér á landí á þessu sviði, sem hann hefir nú heint rannsóknum sínum að í aldarfjórðung. Hér eru ekki tök á að rekja efni erindisins, en þess skal að eins getið, að væntanlega mun Dr. Helgi Péturss flytja annað erindi um þessi mál nú í vik- unni og gefst þá mönnum kost- ur á að kynnast kenningum lians, með því að í þessu erindi voru að eins helstu grundvallar- atriði rakin. heimsstyrjöldina, en liafa öll verið endurbygð og búin nú- tímatækjum. Ennfremur, segja- blöðin, hafa Rússar sjö 8000 smálesta beitiskip í smíðum eða fullgerð, og vist er, að einhver tóku þátt í æfingunum. Þá halda sænsk og finsk blöð þvi fram, að Rúss- ar eigi fleiri kafbáta en nokkur önnur þjóð lieims, eða alls um 150, og eru 70 þeirx-a í Eystra- salti. Ennfremur liafa verið smíðaðir allmargir stórir tund- urspillar og munu einhverjir þeirí-a taka þátt í æfingunum, ennfremur nýttt flugvélastöðv- arskip og mikið af flugvélum. Endurskipulagning flotans. Um algei-a endurskipulagn- ingu flotans er að ræða, ekki að eins liefir flotinn verið endur- nýjaður og bætt við fjölda mörgum nýjum skipum, held- ur hefir endurskipulagning far- ið frarn á sjóliðinu sjálfu. Allir æðstu foringjar flotans enx ný- ir menn. Flotaæfingarnar fara fram á ýmsum höfum, sem fyrr segir, og vekja einkum effirtekt flotaæfingarnar við Ritgerð Páls Steingrimsson- ar i Vísi n.l. miðvikudag um sira Pál sál. Sigurðsson, vakti upp í liuga mínum ýmislegt, sem bar á góma, þegar ræður bans birtust, fyrir nálega hálfri öld. — Mig minnir að Þorlákur Ó. Johnsen kaupmaður gæfi út Páskaræðu sr. Páls og auglýsti liana á sinn þjóðkunna hátt. Hann var þá sá eini kaupmað- j ur i landinu, sem samdi skemti- legar auglýsingar, og man eg, að eg las þær með ánægju, svo sem smáskáldsögur væru á ferðinni. Ræðu Páls auglýsti liann þannig í Fjallkonu, ef eg man rétt: „Nýr andlegur sólar- geisli inn á livert heimili“ o. s. frv. Menn tók-u ræðunni misjafnt. Eg las ræðuna i áheyrn roskins gáfumanns og mælti hann að loknum lestri m. a.: „Það vona eg, að guð misk- unni sig yfir mig og fyrirgefi mér mínar syndir og öðrum, sem liafa lifað nokkurnveginn lýtalaust. En hvernig er liægt að liugsa sér, að stórglæpamenn fái sömu vist, þeir sem liafa vísvitandi hafnað allri náð“ o. s. frv. Greindur maður sagði mér, sem hlýddi á ræður sr. Páls, þegar hann var á Iljaltabakka, að þá liefði liann verið hinn frá- bærasti ræðusnillingur. En prentaðar ræður lians eru frá þeim árum, er sr. Páll var í Gaulverjabæ. Þessi maður drap á það, að sr. Páll liefði veitt lax stund- um á sunnudagamorgnum, áð- ur en liann brá sér i stólinn. Þess gat maðurinn, að ein páskaræða frá þessum árum væri sér minnisstæð. Hún var um það m. a„ að mennirnir sem krossfestu Krist, mundu liafa verið engu verri en menn væru nú. Ávalt væri unt að æsa al- menning til óhótaverka, þegar slegið væri ó lægstu nóturnar. Nú væri aldarandinn snúinn frá vígaferlum, líkamlegum, en lungan liöfð að vopni, og henn- ar eitraða atferli væri eigi stór- um betra en manndrápin. Postilla Páls sætti misjöfnum dómum og þó flestum lofleg- um. Matthías ritaði um bana vel í blað sitt (Lýð?) og eg skrifaði um liana i Fjallkonu, svo vel sem eg (unglingurinn) hafði vitsmuni til. Þess vegna nefni eg þetta, að þá fékk eg Norður-Siberíu, þar sem flota- höfnin við Arkangelsk,þ.e.flota- höfnin Molotovsk, er nú fullgerð að mestu. Er þegar hafin þar smíði litilla beitiskipa, tundur- spilla og kafbála. Þessi nýja flotastöð gerir Rússa miklu sterkari fyrir á sjó en þeir áður voru. Þarna norður frá eiga j>eir gamla flotastöð við Mur- mansk-víkina. Flotaæfingarnar i Eystrasalti vekja ennfremur milda athygli, þar sem Álandseyjadeilan er enn ólevst. Ilvorki Rússar eða Þjóðverjar liafa svarað fyrir- spurnum Svía og Finna um eyjarnar, en í Sviþjóð og Finn- landi hallast menn nú að þvi, að Iieppilegast sé, að eyjarnar verði hlutlausar um aldur og æfi, og samþykt gerð þar að lút- andi. Það er eins og Þjóðverjar og Rússar bíði liverir eftir öðr- um að verða fyrri til að svara. Þegar verst liorfði i september s.l. höfðu Þjóðverjar flota reiðubúinn til þess að fara inn í Botniska flóann, en Rússar voru einnig reiðubúnir og lá þá floti þeirra við Hankö. þá fyrstu viðurkenningu, sem eg hlaut opinberlega og frá sjálfum Bened. Gröndal. Hann mælti í lok ritgerðar, sem birt- ist í Fjallkonu Valdimars: Nú fer eg að liætta — „og1 gæða mér á Guðmundi Friðjónssyni“ og svo i annað sinn á grein Mattliiasar (um sr. Pál) og segi „þarna brillieraði Matti*. Á þessu má marka, að Grön- dal líkaði vel að sr. Páli væri bælt. Valdimar prestur Briem rit- aði um postillu Páls og lauk á hana lofsorði, gaf þó í skyn, að aðrar postillur þyrfti að lesa á- samt henni, þ. e. a. s. hennar kenning væri ekki einhlít. Það þótti sumum á skorta um þá útgáfu, að ræðurnar eru Iiálfu færri en lielgidagar árs- ins, þvi að vera mundú til í fór- um liins látna kennimanns nægar birgðir afbragðs ræðna yfir alt kirkjuárið. Enn er eigi þess getið, að sr. Páll var sagnaskáld. Aðalsteinn, sagan sú, ber þess ríkulega vott. í lienni eru stórum vel sagðir kaflar og sannar sveita- lífslýsingar, sem standa skamt að baki lýsingum Jóns Thor- oddsen. Sagan fékk harðan ritdóm, er sagt að sr. Páll liafi tekið sér hann svo nærri, að hann stakk í eldinn handriti skáld- sögu, með þeim ummælum, að liún skyldi eigi lenda i varga- kjöftum. Þar mundi hafa farið' að forgörðum dýrmæti nokk- urskonar. Guðm. Friðjónsson. Sreinaflokknr um garðrækt. Vísir liefir farið j>ess á leit við Stefán Þorsteinsson kennara við garðyrkjuskólann að Reykj- um i Ölfusi, að liann skrifaði greinaflokk um garðrækt í blaðið, einkum með hliðsjón af því hvað almenningi má að not- um koma við garðræktina i vor, og hefir liann orðið við þessum tilmælum blaðsins. Stefón er vel lærður og ötull gai'ðyrkjumaður, og hefir starf- að undanfarið sem ráðunautur garðyrkju- og búnaðarfélaga og hefir þannig öðlast haldgóða i'eynslu við garðyrkjustörf hér á landi. Ættu menn að fylgjast með þessum greinaflokki frá upphafi. Norsku krónprinshjónin lieimsóttu nýl. ýmsar stofnan- ir í New York og Brooklyn, þar sem tekið var opinberlega á móti þeim í ráðhúsinu. Er krónprinshjónin lieimsóttu Am- ericari Scandinavian Founda- tion voru þau hylt af 50.000 manns. Ólafur konungsefni flutti snjalla ræðu þar og heim- sótti síðar aðmirálinn á flagg- skipi ameriska flotans en nokk- ur hluti lians liggur nú á höfn- inni i New York. Heimsókn krónprinshjónanna i New York lauk með veislu norsku sýning- arnefndarinnar á Waldorf Ast- oria, mesta viðliafnargistihúsi horgarinnar. — NRP. Hvers eru Rússar megnugir liernadaplega ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.