Vísir - 10.05.1939, Blaðsíða 6

Vísir - 10.05.1939, Blaðsíða 6
6 V IS I R Miðvikudaginn 10. maí 1939. Shírley Temple verður a'ð hafa KfvarSarsveit í kringum sig, þegar Jnin fer eítthvað á almannafærí, — «n það er ekki af ótta við hatur eða öfund fólksins — heldur af ótta við vinsældir þess. K. I franska þinginu fóru í vetur ffram umræður utn heilbrigðismál <pg ódýrar íbú'Öir. „Mér er kunnugt um það,“ sagði fcommúnistinn Clamanns, ,,að í París búa 50 þúsund manns í einu fierhergi." „Nei, nú skrökvar'ðu !“ gat flokks- fjróðir hans Marc Rucart, ekki stilt sig um að grípa frain í. ♦ Samkvæmt fregu í ,,Dagens Ny- Iieter“, hefir Chiattg Kai Shek náð samkomulagi við Sovétstjórnina í Rússlandi um 4800 km. langan ak- t?eg, er íengir Kínaveldi vi'ð Satir. 700.000 Kínverjar hafa verið kvadd ir til vinnu vi'ð þessa vegager'ð, og |>að er tali'ð, að hún muni hafa geypi mikla efnahags- og stjórn- málalega þýðingu fyrir Kínverja. Frunakvöðullinn af þessari vegar- Sagníngu var Sven Hedin. Italir halda því ekki aðeins fram, að Napoleon niikli hafi verið ítalsk- ur, heldur vilja þeir líka eigna sér 1 Jeanne d’Arc. Italskur sagnaritari, Mazzini, fullyrðir sem sé, að ári'ð 1401 hafi maður að nafni Ferrante Ghisliere flust með konu sinni Bar- tolomea Ludovice, frá Italíu til Frakklands. Þau áttu tvo sonu, Stefano og Giuseppe og eina dótt- ur, Juana að nafni — og það hafi verið Jeanne d’Arc. * Káputao mjög falleg best í Þingholtsstræti 2. Útsædis- kaptðflur Þrjár góðar tegundir. ViSIIV Laugavegi 1. Útbú Fjölnisvegi 2. Nýkomiö: Bögglasmjör ódýrt í lieilum stykkjum. Ný egg. Harðfiskur. Reyktur rauðmagi o. m. m. fl. á kveldborðið. ALLSKONAR SAMEININGARSTARFIÐ I KlNA. Stjórn Gliiangs Kai-shek hefir skipulagt víðtæka fræðslu og sameiningarstarfsemi í Kína, til þess að efla baráttu, kjark og einingu þjóðarinnar. Aðallega eru konur valdar til þcss að fara um meðal alþýðu marnia í fræðslu og undirróðursskvni. Hér sest ein af konum þeim, sem starfar að þessu, fyrir Chiang Ivai-shek. Þingvallaferðir Vegurinn opinn. — Ferðir alla miðvikudaga, laugar- daga og sunnudaga, þar til daglegar ferðir hef jast. — STEINDÖR Síinar: 1580, 1581, 1582, 1583. 1584. VerkamannatinxQr Sjðmannabnxnr Sportbnxnr Látid Carl D. Tulinius & Co. h. f. annast allar tryggingar yðar á unga og gamla. Best úrval. 4f«r. Alafoss Þingholtsstræti 2. Prentmy n dn s t <> t ,< u L EI FT U R býr til 1. f/okks prent- , myndir fyrir lægstu yeri). Hafn. 17. Sími 5379. Egijart Claessen tæs tarétta rmálaf lutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalsími: 10—12 árd. '•Ot*- M- og nýlagnír í hús og skip. Jónas Magnússon lögg. rafvirkjam. Sími 5184. Vinnustofa á Vcsturgötu 39. Sækjum. — Sendum. HRÓI HÖTTUR og menn hans.— Sögur í myndum fjTÍr börn 343. RÁÐABRUGG. — Það er sagt, að Morte ætli að — Mig klæjar í fingurgómana eft- — Verið þolinmóðir, vinir mínir. — Það væri afar æskilegt, ef hægt halda hátíð og ætli að bjóða hverj- ir að fá að taka hann og lumbra ÁSur langt um líður fáið þið vist væri að lokka Morte og þorpara um manni að taka þátt í henni. duglégá á honum, óþokkanum. tækifæri til að berjast gegn honum. hans út úr kastalanum . . . . HERKÚLES KEMUR TIL SKJALANNA. talsvert af enskum skáldsögum. Veljið yður eina tU lesturs, setjist við arininn, og efist ekki um, að allir erfiðleikar eru brátt að baki.“ Pilturinn var svo feginn, að tárin komu fram í augu honum, og hann ætlaði að fara’ að þakka JHerkúlesi, en hann kom í veg fyrir það og -sagði: „Eg má ekki eyða einni mínútu til ónýtis — «f eg gerði það yrði fuglinn kannske floginn — ,og erfiðara að handsama hann.“ Herkúles var í essinu sínu. Hann var í bar- áttuhug eins og forðum daga, þegar hann var íipp á sítt besta. Hann var ör í lund, þessi stóri, síerfci maður, og mjög tilfinninganæmur, eins og svo margir samlandar lians, og það liafði sín ábrif á hann, að þetta var ,,leikur“, sem Iveir elskendur voru aðalpersónurnar í. En Jxegar liann nokkurum mínútum síðar gekk að „,gJerbúri“ því, sem Madame Bonnefon sat í í fforsalnum, var hann mjög alvarlegur á svip. JÞað er maður nokkur hér, sem bíður eftir yður“, sagði hún. Herkúles geltk til móts við lækninn, sem hon- tim hafði verið sendur til aðstoðar frá Surete. „Yður her að koma upp með mér,“ sagði Herkúles, „og bíða í göngunum, þar til eg kalla á yður eða gef yður bendingu um að koma inn f herbergi nokkurt. Eg veit ekki liversu lengi Jær verðið að bíða. En eg er sannfærður um, að eg muni þurfa á aðstoð yðar að halda, og þá jkalla eg á yður. Hlutverk yðar verður að skoða og tala við unga stúlku. Þér getið talað við hana á spænsku eða ensku. Hlýðið á það, sem liún hefir að segja, og reynið að komast að raun um hvort henni hafa verið gefin eiturlyf að und- snförnu. Þér verðið svo að skera úr því livort heilsufari hennar sé þannig háttað, að hún þurfi langrar hvíldar og hjúkrunar, þar til þér getið með góðri samvisku sagt, að hún liafi „heil- lirigða sál í hraustum líkama“. Það er mjög mikilvægt fyrir velferð þessarar stúlku, að hún nái sem fyrst fullri heilsu til þess að hún geti inngengið í heilagt hjónaband — vitanlega að því tilskildu, að liún sé sjálf til l>ess fús. Eg treysti ekki minna á hyggindi yðar og góðvikl en læknisfræðilega kunnáttu og reynslu. Ef þér komist að þeirri niðurstöðu, að stúlkan sé nægi- lega hraust á sál og líkama, til þess að taka það skref, sem eg gat um, skuluð þér fara með liana inn í herbergið sem er andspænis lier- Iierginu númer 9 — þ. e. setustofu mína. Eg kem svo þangað sjálfur bráðlega. Yður er þetta alt vel ljóst ?“ Læknirinn ungi endurtók alt reiprennandi, eins og skólapiltur, sem stendur sig vel, og Her- kúles sagði með ánægjusvip: „Þér liafið skilið þetta til lilitar. Gangi alt að óskum skal eg vissulega hrósa yður í eyru yfir- manns yðar.“ Herkúles gekk nú aftur að „glerbúrinu“ og sagði við Madame Bonnefon: „Eg verð að fara fram á það, Madame Bonne- fon, að þér biðjið alla gesti yðar að sýna vega- hréf sín. Þetta er skipun lögreglustjórans.“ Hann veitti því eftirtekt þegar, að Madame Bonnefon varð undrandi og skelfd á svip. „Þér þurfið ekkert að óttast. Gistihúsið fær ekki óorð á sig af því, sem gerast mun.“ „Eg varð óttaslegin, þegar þessir menn frá Surete koniu,“ sagði hún í hálfum hljóðum. „Hér er um áríðandi mál að ræða,“ sagði Herkules, „og mun eg sjálfur fara með yður á fund gestanna.“ GRÍMUMAÐURINN. 10 Maðurinn í kuflinum ypti öxlum og mælti mjúki'i, djúpri röddu: „Ef ekkert skírteini er — þeim mun verra íyrir stúlkuna.“ „Yið hvað eigið þér?“ spurði hinn skjótlega. „Þá verðum við að láta liana liverfa Eg lield, að það væri öruggast — ef slys yrði á gölu.“ Það var mælt mjúklega, en kæruleysislega. Maðurinn, sem í skugganum sat, lyfti hlaði, sem lá á borðinu, og hélt því fyrir framan sig sem snöggvast, og spurði svo: „Þér eruð vissir um, að það er engin erfða- skrá ?“ „Hárviss. Lögfræðingurinn liefir séð um það.“ „Kannske það liafi verið erfðaskrá, sem lög- fræðingurinn veit ekkert um. Miljónaeigendur eru einkennilega hneigðir fyrir að gera erfða- skrár.“ — „27“ var ekki í neinum vafa. Hér er skýrsla lians. Viljið þér líta á iiana?“ Maðurinn lagði skjal á borðið. Lampanum var snúið litið eitt og Charles sá, að maðurinn í kuflinum var með gráa togleðursglófa á hönd- um. Cliarles fanst hjartað í brjóst sér ætla að liætta að slá. Maðurinn var enn viðurstyggiígri en hann liafði gert sér í hugarlund. Hann sá hann vcl, er hann beygði sig niður litið eitt. Hann var með gráa leðurhettu — og gráá togleðursgrímu íyrir andlitinu. Yissulega var maðurinn við- bjóðslcgur, þannig húinn. Lampinn á borðinu var leslampi móður Iians Herbergið liafði ekki verið notað frá því, er hún lést. Þegar Cliarles hafði minst þess var það staður hlýju og hirtu og hugmmar í augum hans — staður, þar sem Iiann nuátti ekki gera neiim liávaða, — staður, þar sem hann hafði setið við armeldinn með krosslagða fætur og móðir hans. þreyttri röddu, hafði sagt lionum ævintýri og sögur, sárnaði lionum mjög til livei's stofan var nú notuð. Hvað voru þessir þorparar að gera á þessum slað, sem var helgur staður í augum hans. Reiði, sem honum veittist erfitt að hafa hemil á, kviknaði í hug hans. Maðurinn í kuflinum fletti við hverju blaðinu á fætur öðru. „Grímumaðurinn“ var fljótur að Iesa. Hann lagði skýrsluna frá sér á skjalabunka allsnögglega og spurði: „Er „27“ kominn?* Hinn maðurinn kinkaði kolli. „Eruð þér tilbúnir að tala við hann?“ „Já“ Charlens hörfaði snögglega frá gægigatinu, því að hann hafði orðið þess var, að einhver iiafði fært sig til mjög nálægt lionum. Charles færði sig svo aftur nær gatinu og sá nú, að einn maður til var í herherginu — alllangt til vinstri, og var maður jiessi á verði við dyrnar. Þegar liann stóð alveg við dyrnar gat Charles ekki séð liann. En þegar liann opnaði þær kom maður- inn nægilega langt inn í herbergið til þess að Charles gat séð hann. Maðurinn hafði höfuð- umbúnað, sem gerður var úr svo kölluðu khaki- efni, sem var svo niikið notað á heimsstyrjald- arárunum í liermamiafatnað og fleira. Maður þessi var með einskonar hálsklút eða eitthvað slíkt, sem liuldi andlit hans að mestu. Inn um dyrnar kom maður nokkur, sem virtist vera sölumaður verslunarfirma. Hann var í víðurn yfirfrakka og með harðan liatt á höfðinu. Charles gat ekki séð framan í hann. Maðurinn gekk hvatlega að borðinu og var sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.