Vísir - 10.05.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 10.05.1939, Blaðsíða 4
4 V 1 S I H Miðvikudaginn 10. maí 1939. Kjólar eins og þessi liafa verið mjög í tísku i París í vor. Eru þeir kallaðir „la robe tablier“ (svuntukjóll). Þessi kjóll er úr bláu jersey með hvítum doppum. Svuntan er í sama bláa lit. f mittinu eru teinar og er bún hnept að aftan. Mjótt, blátt feðurbelti með gyltri spennu er um miltið. í hálsmálinu á kjólnum er rönd úr hvítu piqué. | MATR EIÐ SLA. Vitið þér hvað þér eigið að gera til þess að liúðin á olnbog- unum sé mjúk og falleg? Þvi miður eru margar konur til, sem ekki liirða olnboga sína nógu vel. Það er ekki nóg að þvo þá daglega með sápu og svampi — það þarf blált áfram að „skrúbba“ þá. Það eru margar okkar sem hafa mjóa — hvassa olnboga. Er það Ijótt og ókvenlegt. Er nokkuð bægt að ráða bót á því með því að bera feita olíu á þá á hverju kvöldi. Fáið yður litla flösku af olivenolíu og vatns- laust lanolin. Blandið ögn af hvoru saman í lófa yðar og núið því á olnbogann þar til yð- ur finst olían bafa þornað. Þurkið olnbogann ekki, sofið með ögn af olíunni á honum. — Ef aftur á móti olnbogarnir eru rauðir er sítrónan ágætt ráð. Best er að nota %sítrónu og núa lienni á olnbogana til skiftis. — Olnboga, sem hafa grófa Ijóta húð er gott að núa með pimpsteini með dálitlu af olív- enolíu iá, með nokkurra daga millibili. Þegar húðin er farin að skána, er hægt að halda henni mjúkri með því að bursta liana daglega með naglabursta og núa vel með baðhandldæði á eftir. — Það er nefnilega skrít- ið en satt, að því harðari með- ferð sem húðin fær, því fallegri verður hún — að undanskildri andlitsbúðinni, sem ekki þolir harða meðferð. Súkkulaðihnotukaka. 1 bolli smjör. 2 bollar brúnn sykur. 2 egg. 1 bolli súr mjólk. 1 plata súkkulaði (100 gr.). 1 tesk. matarsódi. 1 matsk. sjóðandi vatn. 2 bollar síað bveiti. 1 tesk. salt. 1 tesk. lyftiduft. 1 bolli grófhakkaðar möndl- ur. — Smjörið er linað og hrært í 10 mínútur með sykrinu. Því næst er bætt í eftir röð: Þeyttum eggjarauðum, súrmjólk, súkku- laði, sem brætt hefir verið yfir gufu, natroni uppleystu í sjóð- andi vatni, liveiti blönduðu salti og lyftidufli og að lokum stífþeyttum eggjahvitunum og hnetunum. — Deiginu er helt í vel smurt hringform og bakað við jafnan liita í % klukku- stund. — Best er að láta kökuna standa í forminu í 10 mínútur áður en benni er hvolft á sigti. — Meðan kakan er heit er helt yfir liana glasúr úr: 1 bolla af síuðum flórsykri, 3 matsk.köldu vatni, vanillebragði, 1 eggjahvítu — Sykri, vatni og hvítu er blandað saman í skál, sem sett er á eld í potti með vatni í. Við sólbruna: Þegar valnið fer að sjóða er blandan þeytt í 7 mínútur —: skálin síðan tekin upp. Vanille sett saman við og þeytt með gaffli þangað til glasúrið er jafnt. — Helt yfir kökuna með- an hún er heit. — í miðjuna eru svo settir niðursoðnir ávextir (saftin látin renna vel af). Ábætir í glösum (12 glös). 2 matsk. sagógrjón. Vé tesk. salt. 8 dl. sjóðandi mjóllc. 4 matsk. sykur. 2 eggjarauður. Vanillebragð. 2 eggjahvítur. — Salt og grjón eru þeytt saman við sjóðandi mjólk og soðin hægt þar til grjónin eru glær. Sykrinu þá bætt i. Blönd- unni er síðan lirært saman við eggjarauðurnar smátt og smátt. — Potturinn settur í vatn og í honum hrært þangað til að blandan er þykk, þá er vanille bætt í og þegar alt er orðið kalt er þeyttum hvítum bætt í. — Helt í glös til hálfs og ofan á eru seltar ristaðar möndlur og rifnu súkkulaði stráð yfir. í staðmandlanna má nota ávaxta- mauk eða niðursoðna ávexti. Pipola-eoldereme* Delial-olía. Kakaöbannin og npprnni hennar. Þegar Spánverjar komu til Mexico, var þeim vel tekið af Montezuma keisara. Spánverjar höfðu mestan hug á þvi, að skyggnast þar um eftir gulli, silfri, gimsteinum og öðrum þeim dýrmætum, sem áður höfðu verið sókt til Austur- landa. En augu þeirra opnuðust brátt fyrir hinni fornu menn- ingu umhverfis þá og heimur- inn hefði að líkipdum verið auðugri nú, hefðu þeir sýnt menningu Azteka meiri virð- jngu, en ekki aðeins hugsað um að breyta og undiroka. Montezuma liélt þeim veislur miklar og var þar siður í landi að bera súkkulaði (sem þá var óþekkt í Evrópu) fram síðast af veisluréttunum. Var það etið kalt, kryddað og þeytt þar til það var þykkt og etið með skeiðum. Við hirð Montezuma var það borið fram í dýrindis drykkjarkerum og sjálfur not- aði hann bolla úr skíru gulli og skeiðar notaði liann ýmist úr gulli eða úr fægðri skjaldböku- skel, fagurlega búnar. — Þótti Spánverjum jiessi drykkur mesta sælgæti og það þykir okkur konunum enn þann dag í dag. Þá var það seinlegt verk að ná kakaóbauninni úr skelinni, þurka hana í sólskini og siðan mala. Á vorum dögum er baun- in möluð í stálmylnum. En kakaóbamiin var líka gjaldeyrir Azteka ásamt gull- sandi. Seildust þeir því oft til landvinninga, þar sem land var hentugt til þess að rækta kakaó- tréð. Við gróðursetningu þess Þér fitnid ekki um of ef þép .... borðið aldrei nema einu sinni af hverjum rétti. .... borðið aldrei á milli máltíða. .... sparið við yður smjör, sykur og rjóma. Smjör er mjög holt og gott fyrir líkamann, en það er ekki þar með sagt að það eigi að vera tommuþykt á brauðsneiðinni. Reynið að hætta að nota sykur í kaffi og te smátt og smátt. Þér undrist yfir því live bragðgott það er, án þess- ara tveggja hluta. .... notið 10 mín. morgun hvern lil líkamsæfinga. KTikmyndabfis munu hvergi fleiri en í Rúss- landi. í 13.200 kvikmyndahús- um eru stöðugt sýndar póli- tískar áróðursmyndir og fólkinu látið skiljast, að til þess sé ætl- ast, að það vanræki ekki að sjá myndirnar. Þiá er og sagt, að mörg þúsund leikflokkar fari um sveitir og þorp og sýni bændum og búaliði og öðrum pólitisk leikrit og myndir. Þyk- ir þetta mjög áhrifamikil áróð- ursstarfsemi. voru hátíðahöld mikil, reykelsi lirent og páfuglafjöðrum. Og myndin af „Lífstrénu“ máluðu þeir í líkingu þess. Á vorum dögum er kakaó á hvers manns borði. Kannske vapasamt. Gömul kona er að leggja af stað í ferðalag. Hún er komin á járnbrautarstöðina í tæka tíð og spyr stöðvarstjórann, hvort það sé nú alveg áreiðanlegt, að lest- in, sem nú sé að koma, eigi að fara til Mancliester. Hann segir, að á því sé enginn vafi. — Mér ríður lika á því, að þetta sé rétta Iestin, segir kerl- ingin. — Eg á nefnliga brýnt erindi til Mancliester. Ætla að finna telpuna mína — hún er þar í verksmiðju og hefir nú trúlofast pilti. Og nú liefir hún skrifað mér og beðið mig að koma. — Jæja, svo að þér liald- ið þá, að mér sé óhætt að treysta því, að lestin fari til Manchester? — Já, það held eg. Lestar- stjórinn fullyrðir það, vélstjór- inn fullyrðir það, eg er sömu skoðunar — og þar að auki stendur það í áætluninni. Hins- vegar er náttúrlega ekki alveg áreiðanlegt, að lestin komist alla leið, því altaf getur eittlivað komið fyrir. — Grunaði mig ekki, segir konan. Og þá er kannske vara- samt að treysta henni, lestar- skömminni, og réttara að doka við! Þó að þér hafið ekki fengið yður sumarfötin enn þá, er engin ástæða til þess að vera vetrar- lega klædd. Yður grunar ekki hverja þýðingu eitt lítið blóm hefir á dökku vetrarkápunni yðar. — Fáið yður ljóst band eða nýtt blóm á vetrarhattinn, ef yður finst of snemt að fara að nota nýja sumarhattinn. Grænn stráliattur með mjóum kolli úr gulleitu slönguskinni. Blæjan sem skýlir lmakkahár- unum er líka gul. Börðin beygj- ast upp á við á bliðunum. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ Burknar í pottum hafa gott af því að fá nokkura dropa af olíu við ræturnar þriðja hvern mánuð. Laxierolia er hæfust til þessa. • Lavendelolía er ágæt til þess að bæta loftið í stofunum t. d. ef matarlyktin er mjög sterk. Sérstaklegá er kállykt leiðinleg. — Þér skuluð hella sjóðandi vatni í flatt ker og liella nokk- urum dropum af lavendelolíu í það. Látið það standa í stofunni í stundarfjórðung. • Ný eldföst leirker skal láta standa í 6—8 tíma í sjóðandi vatni áður en þau eru tekin í notkun. • Járnpotta og pönnur á að hreinsa með heitu vatni og sóda. • Eggjahvítur stirðna fljótar ef saltkorn eða sítrónudropi er settur saman við þær. • Harðsoðin egg er liægl að skera í sundur án þess að rauð- an mohii ef hnífurinn er heitur, • Salt lielst þurt og fer ekki i lcekki, ef hrísgrjón eru látin með því í saltbyssuna. • Ef notað hefir verið of heitt strokjárn og gulur blettur hefir komið á linið, er liægt að ná honum í burtu án þess að þvo tauið, með því að núa staðinn með klúti vættum í oxydol. Guli liturinn liverfur strax. MITH Creme og húdolía tryggir faora a hrausta líð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.