Vísir - 12.05.1939, Page 2

Vísir - 12.05.1939, Page 2
VISIR Föstudaginn 12. maí 1939. ftSIR DAGBLAð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Efling lýdræðisins. jlJJ EÐ þjóðstjórninni hefir í fyrsta sinn um æði langt árabil sest að völdum ríkis- stjórn með öruggan meirihluta þjóðarinnar að baki sér. Eftir síðustu kosningar hafði ríkis- stjórnin uppliaflega að baki sér um 44% af kjósendum lands- ins. Yið klofninginn, sem varð í Alþýðuflokknum, snerist all mikið af kjósendum hans til andstöðu við stjórnina. Þess vegna er óhætt.að fullyrða, að síðasta ár hafði stjórn sú, sem að völdum sat, langt innan 40% af kjósendum landsins bak við sig- Þrátt fyrir þetta hafði ríkis- stórnin meiri hluta innan Al- þingis og hafði því stjórnskipu- legan rétt til að fara áfram með völdin. En það er nokkuð lijá- leitt fyrir flokka, sem telja sig, jafnvel öðrum fremur, vernd- ara lýðræðisins, að sitja í valda- sessi, þegar alþjóð er ljóst, að því fer allfjarri að lýðræðinu sé fullnægt. í umræðum þeim, sem urðu fyrir stjórnarskiftin, kom sá rétíi skilningur fram hjá Framsóknarflokknum, sem einn fór með völdin, að ekki yrði stjórnað ef meiri liluti þjóðarínnar snerist til andúðar gegn þeim nauðsynlegu ráðstöf- unum, sem gera þ}rrfti. í myndun þjóðstjórnarinnar felst þess vegna ótvíræðari við- urkenning lýðræðisms en áður hefir þekst hér á landi. Og það eru engin líkindi til þess, að það komi fyrir um sinn, að einstalc- ir stjórnmálaflokkar treysti sér til þess að fara hér með völd, ef sýnilegt er að mikill meiri hluti þjóðarinnar er þeim and- vígur. Myndun þjóðstjórnarinnar er þannig mikill sigur fyrir lýð- ræðið. Við Islendingar höfum að nokkru tekið okkur til fyrir- myndar frændþjóðir okkar í ná- grannalöndunum. Þar er um- kyggjan fyrir lýðræðinu svo rík, að jafnvel þótt ríkisstjóm- irnar styðjist í senn við iýðræð- islegan og þingræðislegan meiri hluta, bjóða þær samt höfuð- andstöðuflokkunum þátttöku í sjórn landsins. Þetta hefir gerst bæði í Danmörku og Sviþjóð. Hin síðari ár hefir hvert rík- ið af öðru á meginlandi Evrópu orðið einræðinu að bráð. En það er eftirtektarvert, að þær þjóð- ir, sem besta hafa aðstöðu til þess að fylgjast daglega með þvi, sem er að gerast í einræðis- ríkjunum, leggja mesta áherslu á lýðræðisfyrirkomulagið.Norð- urlandaþjóðimar hafa voldug- ustu einræðisþjóðimar í næsta nábýli, Rússa í austri, Þjóðverja i suðri. En það lítur út fyrir að einmitt þetta nábýli valdi því, að hvergi í heiminum er lýð- ræðinu betur borgið en á Norð- urlöndum. Okkur íslendingum er holt að íhuga það, að þær þjóðir, sem okkur eru skyldast- ar að uppruna, sögu og menn- ingu, eru öruggustu verðir lýð- ræðisins í lieiminum. Nú má leiða að því full rök, að engin þjóð í heiminum hefir jafn mikil skilyrði til þess og Islendingar, að efla með sér lýð- ræði í hinni fylstu mynd. Efling lýðræðisins hér á landi er þess vegna vafalaust í fullu samræmi við þjóðareðli íslendinga. Ýms- ir hleypidómar hafa valdið því, að lýðræðisstefnan liefir átt örðugra uppdráttar en skyldi. En þeir hleypidómar hverfa smám saman. Þegar þeir eru úr sögunni, ættu Islendingar ekki að þurfa að vera eftirbátar annara þjóða í lýðræðismálum. Þjóðstjórnin hefir tekið verndun lýðræðisins efst á stefnuskrá sína. Ef unnið er samhuga, ekki einungis að verndun, lieldur og að eflingu lýðræðisins, höfum við íslend- ingar bestu skilyrði til þess að geta orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, einmitt á því sviði. a Bílslys: Stúlka skerst i andliti og viö- beinsbrotnar. 1 gærdag kl. 13.50 var strætis- vagninn, sem gengur að Lög- bergi staddur rétt fyrir innan Árbæ, og var fólk að fara út úr lionum. Meðal annars fóru þar úr vagninum piltur og stúlka, og gengu þau fvrir framan stræt- isvagninn þvert yfir veginn. Yeður var hvast, og þau höll- uðu höfðinu upp i vindinn, eins og fólk gerir oft undir þeim kringumstæðum. Munu þau af þessum ástæðum ekki liafa gætt þess nógu vel, hvort nokk- ur bíll væri á ferð, er ætlaði fram hjá strætisvagninum aust- ur eftir. En í sömu svifum og þau gengu framlijá vagninum, kom bíllinn R-543 fram hjá strætis- vagninum. Þegar ökumaður bílsins kom auga á þau, gerði liann hvorttveggja, að liemla og beygja undan, en þótt bif- reið hans væri á heldur liægri ferð, tókst honum ekki að afstýra slysi. Stúlkan gekk nær bilnum og lenti á vinstra horni hans, en féll síðan á fremstu hliðarrúð- una og braut hana. Skarst hún nokkuð í andliti og við- beinsbrotnaði hægra megin. Piltinn sakaði hinsvegar ekki. Stúlkan, sem heitir Þórunn Einarsdóttir, var flutt á Lands- spítalann og gert þar að meiðslunum, en síðan var hún flutt heim. Þau eru orðin alltíð slysin, sem orsakast af því, að fólk gætir þess ekki nógu vel, er það gengur út á götu og farar- tæki byrgja útsýnið, hvort ör- uggt sé að fara yfir götuna. Ætti það þó að vera útlátalítið, að gæta að þessu. 3. flokks mðtið. Knattspyrnumót 3. flokks hefst á sunnudagsmorguninn kl .9^2 (ekki kl. 10) og keppa fyrst Fram og Víkingur, en strax á eftir Valur og K.R. Ólafur Jónsson úr Víking dæmir leikinn milli Vals og K.R., en Jóhannes Bergsteins- son (Val) leikinn milli Fram og Víkings. 1 neðri málstofu breska þingsins í dag. Eagnkvæniar sknldMndingar nm aísloS, ef til ófriBar dregnr við MiBjaríarhaf eða á Balkan- skaga við Adriahaf. EINKASKEYTI TII. VlSIS. London, í morgun. Morgu«blöðin í London gera sér tíðrætt um að í dag muni Chamberlain f orsætisráðherra halda ræðu í neðri málstofu breska þingsins og gera þar að umræðuefni samningaumleitanir Breta og Tyrkja. Blöðin skýra einnig frá því, að samningaumleitunum þessum hafi lyktað á þann veg, að fult samkomulag hafi náðst milli þessara tveggja ríkja um gagnkvæman stuðning þeirra, ef til ófriðar dragi við Miðjarðarhaf eða á Balkanskaga, og annað,- hvort Bretland eða Tyrkland neyðist til að grípa inn í vegna hagsmuna sinna. Talið er einnig að samningurinn sé það víð- tækur, að ef annaðhvort þessara ríkja lendir í ófriði sé hinu skylt að veita því allan stuðning eftir því sem nauðsynlegt getur talist og tilefni gefst til. Þessi úrslit samninganna vekja hina mestu ánægju, bæði í Bretlandi og Frakklandi, með því að vitað er, að Þjóðverjar hafa lagt á það mikla áherslu að hafa Tyrki sér vinveitta, en hins- vegar hefir ávalt verið reipdrátt- ur milli Tyrkja og ítala vegna hagsmuna þeirra við Miðjarðar- haf. Þjóðverjar hafa m. a. veitt Tyrkjum alla aðstoð við að end- urskipuleggja herinn, og hafa gert við þá margskonar samn- inga til að tryggja þýska hags- muni, en upp á síðkastið, eink- um eftir stjTjöldina í Abessiníu og nú síðast töku Albáníu, hafa Tyrkir snúið baki við Þjóðverj- um og ítölum, en Englendingar og Frakkar hafa notað tækifær- ið og styrkt þá bæði f járhags- lega og stjórnmálalega. Greiddi það mjög götu þessara samn- ingagerða, að Frökkum og Tyrkjum tókst í fyrra að jafna öll deilumál sín í Litlu-Asíu, þannig að báðir undu vel 'við málalokin. Hernaðarlega séð hefir þetta hina mestu þýðingu, með því að Mustafa Kemal Ataturk tókst að gera Tyrkland að miklu her- veldi, og stöðugt er haldið á- fram á þeirri sömu braut. United Press. Ferðln gengar liægt og erfiðlega. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Bretar fylgjast með miklum áhuga með ferð konungsins og drotningarinnar til Ameríku, en eins og getið hefir verið um í skeytum, tóku þau sér far vestur með „Empress of Aust- ralia“, en hættu við að fara með herskipinu Repulse vegna ófriðarliættnnnar. Ferðin virðist ganga allerfið- lega, með þvi að fyrsta sólar- hringinn hrepti skipið hið versta veður, en nú liefir það legið kyrt í 17 stundir vegna dimmrar þoku, og var þá skip- ið statt þrjú hundruð og sextíu mílur suð-austur af Race-höfð- anum á Newfoundland. Um fjögurleytið 1 nótt létti þokunni nokkuð, þannig að skipið gat lagt af stað að nýju með tíu hnúta ferð, og er það hægt farið á slíkurn skipum. United Press. lapanir setja her i land i alhjnöa- tmi iiy. Bretar og Frakkar munn senda harðorð mótinæll EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London i morgun. Þær fregnir berast frá Hong- kong, að Japanir hafi sett her á land í Kulangsu, sem er al- þjóðanýlendan á Amoy-eyju. og báru þeir þvi við, að þessi ráðstöfun hafi verið nauðsyn- leg, vegna þrálátra árása óald- arlýðs á hinn kínverska versl- unarerindreka, sem Japanir hafa sett á eyjunni. I alþjóðanýlendunni er mikill fjöldi Englendinga og Frakka, og fleiri þjóða, en búist er við því sérstaklega, að þessar tvær þjóðir sendi Japönum harðorð mótmæli vegna þessa tiltækis. Amoy er eyja í mynni Lung- Kiang-fljótsins, og borgin er samnefnd, en er einhver mesla verslunarborg í Kína, einkum eftir að styrjöldin milli Kin- verja og Japana hófst, og er talið, að meginið af herflutn- ingum Kínverja hafi farið í gegnum borg 'þessa, 'eftir að hinar stærri borgir féllu í hend- ur Japönum. íbúar borgarinn- ar eru 300.000, og þar liefir verið aðalútflutningur á baðm- ull, tei og fleiri slíkum afurð- um um langt skeið. Hafa Eng- lendingar og Frakkar aðallega liaft þá verslun með liöndum og eiga því beinna fjárhags- legra hagsmuna þarna að gæta. United Press. Lokanartími sölubtlda. Á morgun verður öllum sölu- búðum lokað kl. 6, eins og venja er til á laugardögum, en næsta laugardag verður öllum verslunum lokað kl. 1 e. h. Helst sá lokunartími á laugar- dögum til 15. september. SKJALDARMERKI SPÁNAR HINS NÝJA. Mj'ndin sýnir skjaldarmerkið, sem nú gildir fyrir allan Spán, og borið verður fyrir Franco, er hann heldur innreið sína í Madrid n.k. mánudag. Fyrir ofan það stendur: Una, grande y libre == Sameinaður, voldugur og frjáls. —■ Menn- irnir, sem lialda á merkinu eru: Útlendingahermaður, falang- isti og Navarra-hermaður. Reynt að spsengja lögpeglw- stöð í Manchester í loft npp. Tilræðismennirnir komnst Dtdan en lSgreglustöðin stðrskemdist. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Ekkert lát verður enn á hermdarverkum írska lýðveldishers- ins í Englandi, og hefir það síðast borið til tíðinda að fjórar slórkostlegar sprengingar hafa orðið í dag í Londonroad og Marketstreet í Manchester. Ollu sprengingar þessar allmiklu tjóni á húsum og mannvirkjum og urðu ýmsar stærstu verslan- ir borgarinnar fyrir miklu tjóni, enda hafði sprengjum verið komið fyrir framan við þær. Framhliðar húsanna skemdust verulega og allar rúður brotnuðu en manntjón varð ekkert svo vitað sé. í nótt kl. 3.30 varð lögreglan vör við það, að komið hafði1 verið fyrir sprengju rétt framan við aðallögreglustöð borgarinnar og hafði verið kveikt í henni eða þræði, sem að henni lá. Lög- reglan brá þegar við, og ætlaði að slökkva í sprengjunni, en áður en því yrði við komið sprakk hún og braut rúður í lögreglu- stöðinni og húsum í næsta nágrenni, en manntjón varð ekkert. Þessi stöðugu hermdarvérk vekja hinn mesta óliug í Eng /andi og Skotlandi, ekki síst þar sem óeirðaseggirnir gerast svo uppivöðslusamir, að reyna að sprengja lögreglustöðvarn- ar í loft upp, án þess að unt sé að hafa liendur í hári þeirra. Fjöldi manns hefir verið handtekinn upp á siðkastið, en samtök þessi virðast vera svo útbreidd, að einn komi í ann- ajrs stað, þótt lögreglan hafi vakandi auga með mannflutn- ingum frá írlandi yfir til Bret- lands, og einnig á írum þeim, sem í Bretlandi dvelja. írski lýðveldisherinn hefir lýst yfir því, að. hann muni halda áfram látlausri baráttu þar til yfir lýkur og írland er orðið eitt ríki, en ekki tvö, eins og nú er. Þrátt fyrir viðleitni De Valera, er gengið hefir í þá átt að stilla til friðar, hefir hon- um ekki tekist það, og kunna áframhaldandi liermdarverk að hafa hinar alvarlegustu af- leiðingar i för með sér, jafnt fyrir íra sem Englendinga. United Press. Afmæli pröf. Einars Jönssonar. Gestkvæmt var mjög á heim- ili próf. Einars myndhöggvara Jónssonar í gær, á 65 ára af- mælisdegi hans. Var látlaus straumur gesta lieim lil hans allan daginn, en skeytum og blómum rigndi yfir liann. Bár- ust próf. Einari skeyti hvaðan- æfa af landinu og frá útlönd- um. Kom það greinilega í Ijós í gær, hversu hann er virtur og vinsæll meðal allra, sem hon- um hafa kynst.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.