Vísir - 19.05.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 19.05.1939, Blaðsíða 2
2 VISIR Föstudaginn 19.. maí 1939. VlSI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iiristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Örfun at- vinnulífsins. h undanförnum árum liefir “ verið meira atvinnuleysi í kaupstöðum á íslandi en áður hefir þekst. Ætla mætti að þetta atvinnuleysi hefði orðið til þess að stöðva þann straum, sem áratugum saman hefir legið úr sveitum Iandsins til kaupstað. anna, eða öllu heldur snúa straumnum alveg við. En það er eitthvað annað en svo sé. At- vinnuleysingjarnir hafa ekki leitað sér vinnu út um lands- bygðina, heldur hefir fólkið streymt úr sveitunum og aukið hóp atvinnuleysingjanna við sjóinn. Formaður Framsóknar- flokksins sagði í fyrravetur á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík, að hann vissi til þess, að menn vildu lieldur vera atvinnuleys- ingjar í kaupstað en bændur í sveit. Um sama leyti lýsti einn af þingmönnm Alþýðuflokksins því yfir á Alþingi, þó nokkuð drýgindalega, að hann hefði staðið fyrir fleiri verkföllum hér á landi en noldcur annar. Þegar svo er komið, að það er orðið eftirsóknarverðara, að hafast við á atviimuleysisstyrkj. um, heldur en stunda sjálfstæð- án atvinnrekstur, má telja að öfugstreymið geti varla lengra náð. Framleiðslan verður að halda uppi öllum útgjöldum þjóðfélagsins, þar á meðal at- vinnuleysisstyrkjum. Svika. myllan er þess vegna komin í fullan gang, þegar hlaupið er frá framleiðslustörfunum til þess að hafast ekki að, á kostn- að framleiðslunnar. Meðal þess, sem aflaga hefir farið í þessu þjóðfélagi, er fátt sem stingur jafn hastarlega í augun og það, að jafnframt því sem atvinnuleysi hefir aukist og margfaldast við sjávarsíðuna, hefir fólkseklaníveitunum sorf- ið svo að bændum, að þeir hafa flúið jarðir sínar, vegna þess að þeir hafa ekki getað nytjað þær. Það er vai’Ia hægt að hugsa sér fráleitara stjórnarfar en það, að það skuli ske á sama tima, að kaupstaðarbúar geta ekki séð sér farborða, af því þeir fá ekkert til að vinna, og sveitamenn gefast upp af þvi að þeir fá engan til að vinna. Meinsemdin Iiggur í því, að framleiðslunni hefir verið of- þyngt, ekki einungis með óvit- urlegum skattaálögum, heldur einnig með einhliða kaupstreitu. Þeir sem gerst hafa málssvarar verkalýðsins, hafa altaf talið sér það helst til ágætis, að bera fram kröfur, án tillits til þess, hvort þeim kröfum yrði full- nægt. Þeir hafa getað hælt sér af þvi, að hafa staðið framar- lega þegar vinna hefir verið stöðvuð, en ekki hinu, að hafa bent á leiðir til þess að fram- leiðslan gæti staðist kaupgjald- ið til frambúðar. Afleiðingin hefir því orðið sú, að framleiðsL an hefir dregist sáman, vinnan minkað, atvinnuleysið aukist. Atburðir þeir, sem gerst hafa hina síðustu mánuði benda til þess, að orðin sé hugarfars- breyting í þessum efnum, meðal þess hluta verklýðsleiðtoganna, sem ekki ósltar þess beinlínis að hér fari alt í rústir. Þeir flokk- ar, sem standa að núverandi stjórn, leggja sameiginlega á- herslu á það, að hjóliri komist í gang. Það þarf að útrýma at- vinnuleysinu við sjóinn. Það þarf að finna ráð til þess að stöðva fólksstrauminn úr sveit- unum. En jietta hvorttveggja verður þvi aðeins framkvæmt, að framleiðendur til Iands og sjávar finni til meira öryggis, en þeir hafa vanist að undan- förnu. Það á að örfa framleiðsl- una. Með því móti einu er hægt að taka fyrir atvinnuleysið. At- vinnuleysingjarnir á mölinni eiga að fara út á landsbygðina til að stunda sveitastörf, í stað þess að bændurnir fari frá bú- um sínum á mölina, til þess að „stunda“ atvinnuleysi. Þeir sem óska fylgis verkamanna eiga að geta hælt sér af því að hafa auk- ið vinnu, í stað þess að hafa stöðvað vinnu. Eitt meginhlutverk þeirrar stjórnar, sem nú er sest aðvöld- um, er að leysa atvinnulífið í landinu úr þeim óheilbrigðu fjötrum, sem hafa Iamað það um langan aldur. a Úr Borg- arflrði. Einmuna g'óð líð hefir verið undanfarið í Borgarfirði, skóg- ar eru farnir að grænka og g'róður er allur fyrri til en venjulega á þessum tíma vors. Mikill áhugi ríkir sem stend- ur í héraðinu með gróðurhúsa- byggingar og rísa þær nú víðs vegar um héraðið, þar sem hverahiti er. Yíðasthvar eru það einstaklingar, sem byggja þau, en sumstaðar eru þau reist í félagi. Einhver stærsta gróðurhúsabygging, sem reist verður á þessu vori í Borgar- firði, er í Brautartungu í Lund- arreykjadal. Er það sameign flestra bænda í hreppnum. Mun láta nærri, að í vor verði reist gróðurhús, sem að flatar- máli verði eins stór eða stærri en þau gróðurhús, er áður voru til í héraðinu. Á flestum stöð- unum mun aðaláherslan verða lögð á tómatarækt. I kauptúnunum, Akranesi og Borgarnesi, hefir ríkt mikill áhugi fyrir raforkumálum. Yerða sennilega gerðar um það tillögur á sýslufundum Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, sem nú standa yfir, livort lieldur skuli fengin raforka úr Sogs- stöðinni eða reist nýtt orkuver við Andakilsárfossa. Hafa þessi þorp undanfarið notast við raforku frá mótorum, en vegna fólksfjölgunar, auk- ins iðnaðar og aukinnar raf- orkunotkunar, hafa þessar vél- ar reynst með öllu ófullnægj- andi. Lögbergsferðir Strætisvagnanna eru nú byrjað- ar. Eru farnar 5 ferðir á degi til 17. júní; kl. 7, 8.30, 13.15, 19.15 og 21.15. Sjá augl. Knattspyrnufél. Valur, Meistaraflokkur og 1. flokkur: Æfing í kvöld kl. 9, á Valsvell- inum. Mætið allir. Alvarlegar deirðir í Gyðingaiandi útaí hioa oýja skipnlagi sem Brefir hifa boðað. A annaö hnndfað manns hafa meidst og sænst og nokkpi? veFÍö drepoii*. London, í morgun. Alvarlegar óeirðir brutust út í gær í Jerúsalem og víðar í Palestinu eða laust eftir að Malcolm MacDonald nýlendumálaráðherra hafði lýst yfir því á þingi, að landshöfðinginn breski í Palestinu hefði símað nýlendumálaráðuneytinu, að alt væri með tiltölulega kyrrum kjörum í landinu. Breska stjórnin hefir nú birt tillögur sínar og ákvarðanir um að stofna sjálfstæða Palestinu eftir 10 ár, og verði hinu breytta skipulagi komið á smám saman. Bretar vernda landið áfram og bera ábyrgð á því, en Gyðingar og Arabar eiga að fá vaxandi hlutdeild í stjórn þess, og stjórn þess algerlega í sínar hendur, ef fært þykir að 10 árum liðn- um, en þyki það ekki fært, ráðfæra Bretar sig við stjórn Palestinu, nágrannaríkin og Þjóðabandalagsnefndina, sem hefir málefni umboðsstjórnarríkjanna til meðferð- ar. Tillögunum héfir verið misjafnlega tekið og í rauninni verð- ur ekki sagt, að þeim hafi verið mjög vel tekð neinsstaðar. Dómar bresku blaðanna eru misjafnir og sumir mjög harðir. Arabiskir hermdarverkamenn undir forystu stórmuftans eru sennilega andvígir tillögunum, en Arabar í Palestina, sem and- stæðir eru stórmuftanum munu fylgja þeim. Gyðingar eru þeim mjög andvígir og sárgramir og finst þeim að Bretar hafi brugð. ist sér. Stofnuðu þeir til allsherjarverkfalls í gærmorgun í Palestinu og stóð það til miðnættis síðastliðins. Kröfugöngur og mótmælafundir voru haldnir í öllum borgum Iandsins af Gyð- ingum. Kröfugöngurnar fóru friðsamlega fram fyrri hluta dags. ins og hvöttu leiðtogar Gyðinga fólkið til þess að vera friðsamt. Kveldinu áður höfðu orðið óeirðir í Tel Aviv, hafnarborginni, er risið hefir upp sem stórborg vegna hins mikla aðstreymis Gyð- inga og fyrir framtak þeirra. Þar var komið á umferðarbanni eftir að Gyðingar höfðu k-,æikt í stjórnarbyggingum og valdið fleiri spjöllum og herlið sent þangað. Þegar herlið hafði verið kvatt á vettvang dreifði lögreglan mannfjöldanum með kylfum sínum. Milli 10—20 manns meiddust alvarlega. Flugvélar flugu yfir borginni meðan verið var að koma kyrð á að nýju. Innflutningsskrifstofur í Jerúsalem brunnu til ösku. Hús það, sem innflutnings- málaskrifstofur stjórnarinnar í Jerúsalem eru í, eyddust í eldi sama kvöld, og er talið sannað mál, að kveikt hafi verið í bygg- ingunni með íkveikjusprengj. um. Eyðilögðust þama öll skjöl, vegabréf o. m. fl. varðandi inn- flutning Gyðinga til Palestinu undangengin 20 ár. Skjöl þessi voru nauðsynleg gögn til þess að sanna löglegan innflutning mikils fjölda þeirra Gyðinga, sem flust hafa til landsins á þessu tímabili. Á annað hundrað manns hafa meiðst og nokkrir verið drepnir. Pósthúsið í Gyðingahverfinu í Jerúsalem hefir ger-eyðilagst af völdum elds. Mun liafa verið kveikt í því. Undangenginn sól arhring hafa á annað hundrað manns særst eða meiðst í óeirð- um í Palestiu og nokkrir menn verið drepnir, meðal þeirra einn breskur lögregluþjónn. Af fyrmefndri tölu særðra og meiddra eru 98 Gyðingar. United Press. ELDUR LEGGUR HEILT ÞORP í EYÐI. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London i morgun. Fregnir frá Bukarest herma, að þorpið Vornecchi hafi gereyðilagst í eldi. Yfir 200 hús brunnu til kaldra kola. Meiri hluti þorpsbúa bjargaðist naxÆulega, en all- margir hlutu brunasár og nokkrir fórust. United Press. Einkaskeijli til Vísis. London í morgun. Bresku konungsbjónunum liefir verið tekið enn hjartan- legar í Quebec og Montreal en menn höfðu búist við. íbúarnir í Quebec eru, sem kunnugt er, af frönskum ættum og halda fast við mál sitt og venjur. Unnu Bretar Iandið af þeim í stríði. Afkomendur hinna frönsku landnema í Quebec hafa fagnað bresku konungs- hjónunum af engu minni hlý- leika en aðrir borgarar lands- ins og á götunum í Montreal heyrðist kallað af fjöldanum: „Vive le roi“ (lifi konungur- inn), þegar hinir enskumæl- andi menn sungu „God save the King“. í Montreal var engu minni fögnuður en í Quebec, og var móttökuliátíð þar í ráð- húsinu. Konungshjónin ferðuð- ust á járnbraut milli Quebec og Montreal og var komið við i litilli borg, Three Rivers, sem er næstelsta borg Canada, og höfð stutt viðdvöl. Þegar kon- ungshjónin komu til Montreal var krökt af fólki hvarvetna á götunni, þar sem konungs- fjölskyldan fór um, og eins þegar þau lögðu af stað þaðan til Ottawa, að afstaðinni veislu sem borgarstjórinn í Montreal hélt þeim. I Ottawa, höfuðborg Canada, verður lengst viðdvöl. 8. júní fara konungshjónin til FRANCO YFIRHERSHÖFÐINGI — sigurvegarinn í Spánarstyrjöldinni, sem í dag heldur innreið sína í Madrid. Franco beldnr innreii sína í Madrid i dag. Spænskír ÞjóðerBissinnar efna fil bá- fiðahalda nm gervait landið tii fiess að mfnsast signrsins. London, í morgun. Franco heldur innreið sína í Madrid í dag og' er sú stund há- mark sigurhátíðar spænskra þjóðernissinna, en hátíðaliöld þjóðernissinna hófust í flestum borgum Spánar í gær og er hátíðahöldunum haldið áfram í dag. Franco kom frá Burgos til staðar í nánd við Madrid seint í gærkveldi. Ferðaðist hann þangað í bifreið. Um 200.000 her- menn taka þátt í sigurgöngunni inn í borgina og taka hinir ít- ölsku og þýsku sjálfboðaliðar þátt í sigurgöngunni. Butler, aðstoðar-utanríkismálaráðherra, hefir tilkynt í neðri málstofunni, að breska stjórnin hafi tjáð utanríkismálaráðu- neytinu, að allir ítalskir hermenn á Spáni yrði kvaddir heim að sigurgöngunni lokinni. United Press. Herskjldan kosn- ingamál í Gnglanði Einkaskeijti til Vísis. London í morgun. Aukakosningar liafa farið fram í þremur kjördæmum í Bretlandi og var herskyldu- frumvarp stjórnarinnar aðal- málið í þeim öllum. Frambjóð- endur íhaldsflokksins voru kosnir í tveimur þeirra, Abbey- kjördæmi í Westminster og As- ton-kjördæmi í Birmingliam. í Southward báru jafnaðarmenn sigur úr býtum, og unnu þeir sætið af þjóðstjórnar-frjáls- lyndum. Það vekur sérstaka athygli, hversu þátttakan í kosningun- um var lítil. United Press. Washington og þaðan til New York. Einkaskeijti til Vísis. London í morgun. Herskyldufrumvarp sljórn- arinnar var samþykt við þriðju og seinustu umræðu í neðri málstofunni í gær. Kvaðning manna til Iierþjón- ustu samkvæmt liinum nýju Iögum byrjar um næstu mán- aðamót og verður nýliðum þá skipað að koma til herbúða að hálfum mánuði liðnum. Fyrsta kvaðning nær til 50.000 manna og verður svo haldið áfram að kveðja menn í herinn með stuttu millibili. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.