Vísir - 19.05.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1939, Blaðsíða 4
4 VISIR Föstudaginn 19. maí 1939, &£éyéyi/& Kvöldkjóll frá Schiparelli í sigaunastíl. likNni. Það getur verið all-fróðlegt, að líta í gamlar lækninga- skræður og lcynnast þvi, hvað' „lærðir“ læknar löngu horfinn- ar tíðar ráðlögðu fólki við ýms- um kvillum og sjúkdómum. í bók, sem heitir: Jóns Péturs- sonar Handlæknis Norðlendinga frá 1775 til 1801 Lækninga-Bók fyrir almúga, segir svo um „Líkþorn eður Horn á Fótum“: „Ecki er þetta að sönnu al- gengur qvilli hér á landi meðal alþýðu, heldur á ýmsum mönn. um er til lengdar hafa verið er- lendis og brúkað þraung stigvél og skó. Sá, er hefir horn á fót- um, gjöri sér fótbað hvað eftir annað, og þá er fæturnir koma volgir og blautir út af haðinu, skal hann plocka eður skéra hornin af, leggja siðan við plásL ur af Ammoníak-qvoðu (Gurnmi Ammonicum) með því að bleyta hana í Ediki. Svenskir ráða til að gjöra þetta með nýju íungli, þó eg festi ecki trú á þvi.“ Síðan bætir hann við þessari klausu: „Handlæknir nockurr í Kaup- mannaliöfn taldi rnér eitt sinn trú um það, að eckért meðal væri betra mót vörtum og lík- þornum, enn að skéra flýs af feitu Svínakjöti, láta leggja það við 3 nætur í röð, taka siðan og grafa í jörðu niður, þar sem sami maðurinn mætti aldrei framar gánga.Mér vyrðtistþetta að sönnu hégómlegt, en af því eg þeckti manninn bæði grund- aðann og vel að sér, er vist sak- laust þó einhverr reyndi þetta ráð hans.“ Hrein húð er prýði. Tökum burt öll óhreinindi í húðinni, fílapensa, húðorma, vörtur og svo frv. HárgreiðslnstPerla Bergstaðastræti 1. Sími 3895. Til þess aö þóknast konnnni, Kvenstúdentar við ame- rískan háskóla hafa gefið út þessar reglur fyrir karl- mennina og segja þeim að fara eftir j>eim, ef þeir vilji koma sér vel við kvenþjóð- ina: Ef þér eruð karlmaður verðið þér að muna þetta: Koma ekki of seint á stefnumótið. Ekki gorta. Ekki ganga fjær götunni ef þér eruð á gangi méð stúlku. Ekki álíta að þér vitið alt betur en stúlkan, sem með yður er. Ekki tala um alt hið dá- samlega, sem þær ætlið að af- reka. Ekki þeyta lúður bílsins yðar í stað þess, að sækja stúlkuna að dyrunum. Ekki vera svo ímyndunar- veikur að lialda, að allar stúlkur séu ástfangnar af yð. ur og að markmið þeirra sé að fá yður til að kvænast sér. Ekki vera ósnyrtilega til fara, t. d. með ópressaðar buxur eða óhreinar hendur og neglur eða órakaður. Ekki láta vindlingaöskuna annarsstaðar en í öskubakk- ann. Ekki tala um þær stúlkur, sem þér voruð ástfanginn í fyrir löngu síðan. Ekki nota hárvatn eða crem, sem lyktar af í margra metra fjarlægð. Ekki finnast þér vera of góður til þess að hjálpa til við húsverkin. KONUR! UNGUSTULKUR! Látið eiginmenn og unn- usta yðar lesa þetta ef þér er. uð óánægðar með þá. MA TREIÐSLA. Sólskintð, kárið og augun. Farið varlega með hárið ! Það er mjög í tísku að ganga höfuð- fatslaus á sumrin. Það er sparn- aður — en er það holt? Já, það er holt ef skynsamlega er farið að! Það er ekki skynsamlegt að ganga berhöfðaður í allskonar veðrum — sólin fer t. d. illa með liárið. Það verður þurt og strítt og upplitast, og þó nokk- uð ójafnt. Og þetta er lengi að lagast — jafnvel heilan vetur og fram á næsta vor. Gangið ekki altaf hattlausar! Reynið heldur að fá yður hatt, sem bæði skýlir hári og augum, því eklci þarf síður að fara varlega með augun en hárið. Mikil birta er augunum óholl. Og margir kannast við það tjón, sem snjóbirta getur valdið. En sólarbirtan getur líka orðið sjón yðar og augum að meini. Það er því ekki nóg að vernda hárið augun þurfa líka einhverja aðhlynningu. Það er ekki hægt að skýla þeim með sólolíu eins og húðinni — þess vegna þarf að fá sólgleraugu eða hattbarð fyrir augun. — Útlendingar fara miklu varlegar með aug- un en við. Þeir fara aldrei i sól- bað sólgleraugnalaust — já, gleyma þeim ekki þó þeir fái sér að eins smá göngu. Ensku og amerísku hefðarfrúrnar nota meira að segja sólgleraugu þegar þær eru sér til „heilsu- bótar“ í Nizza eða Monte Carlo á vetrum og er þó sólarljósið mjög milt á þeim tíma árs. Þær nota ekki sólgleraugu að eins til að skýla augunum, heldur líka til þess að verja andlitið. Þær vilja komast hjá þeim hrukkum, sem einatt geta komið, þegar maður getur ekki litið upp, án þess að gretta sig í framan. Nýtfskn Sumarhattsr koma fram daglega. Hanskar og Geor gette' Slæðnr í miklu úrvali. Hattastofa Iogn fsgeirs við Klapparstíg. Sími 5135. Kjóll þessi frá Chanel (París) er úr svörtu chiffon og undir- kjóllinn svart taft. Notið því hatt í sumarleyf- inu. — Notið altaf sunclliettu ef þér syndið og forðist eins ög mögulegt er að láta hárið vökna. Ef þér bindið gazebindi um hárið, vöknar það ekki eins. — Þreytið ekki augun með lestri í sólskini. — Núið hárs- vörðinn við og við með olíu og baðið augun oft úr bórvatni. iiklð úrval af nýjtim Sumarhöttum. Höfum fengið fallegar Dömutöskur, ljósar, nýjasta tíska. Gjörið svo vel að líta inn. Sigríður Helgadöttir Lækjargötu 2. Sími 1815. NÝKOMEN Kjólablém — Hattablóm og HattprjónaF. Nýip battar koma daglega. Hvergi meira né fallegra úrvai. Hatta- og Skermabúdin Austurstræti 10. INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR. Auglýsingap í Vísi lesa allir Tomat-gratin. 10 kartöflur 2 egg 1—2 matsk. bráðið smjörlíki V2 kg. tómatar Pipar Salt. — Hýðið, sneiðið og sjóðið kar- töflurnar. Þrýstið þeim gegnum sigti eða liakkið þær í vél. Hrær- ið smjörlíkinu, eggjunum og kryddinu saman við kartöflu- stöppuna. — Smyrjið gratinfat vel og dreifið1 um það tviböku- mylsnu. Leggið tómatana, sem búið er að þvo og sneiða niður, í botninn á fatinu. Stráið salti og pipar yfir þá. Kartöflustapp- an er svo látin ofan á þá. Geym- ið ögn af henni til skrauts — sprautið henni yfir gratinið. — Gratinið er bakað í ofni í % ,klukkutíma. I Hunangskaka. (Gömul uppskrift.) 600 gr. hveiti 600 gr. hunang Vt kg. sykur 5 egg Vt tesk. st. hvítur pipar V2 tesk. st. negull 1 tesk, st. engifer Rifinn börkur af V2 cítrónu 1 matsk. hjartarsalt 1 tesk. pottaska. — Hunangið er sett í pott og linað dálítið. Má þó elcki verða fljótandi. Það er lirært í 10 mín. — eggin hrærð í, eitt og eitt í einu —- lijartarsalt og pottaska uppleyst í heitu vatni og því Iirært saman við. Hrærist i stundarfjórðung. Iíryddinu hlandað í liveitið og því hrært i skeið og skeið í einu. Deigið er hrært þar til það er vel bland- að og mjúkt. Steikarskúffan er smurð vel með smjörliki, fóðr- uð með pergamentpappír og deiginu helt í. Kakan er bökuð j við1 jafnan hita. Þegar hún byrj- ■ ar að brúnast má skreyta hana með möndlum og „súkati" ■ Smurt blað lagt yfir kökuna og ’ hún hökuð í 1—IV2 klukku- tíma. Gætið þess, að hún sé ekki rök í miðjunni. — Meðan kakan er heit er helt yfir liana glasúr úr flórsykri og cítrónusafa blönduðum vatni. Whisper Cocktaií. — 2 glös whisky — 2 glös franskt Yermouth — 2 glös ítalskt Vermouth. Spring feeling. —■ Vi Sítrónusaft — V± grænn Chartreuse. — V2 gin. Blood and sand. -—- Vi appelsínusafi — Vt skotskt whisky -— Vt Cherry Brandy — Vt ítal. Yermouth. — Hristist með ís og grænt ber látið í hvert glas. VESTURGATA 2. SÍMI 47 87. Höfum fengid: í öllum nýtísku litum, ýmsar tegundir og verð. Creme og liúdolía. tryggir {3013 10 bliStð húö. 40 Rykfrakkar karlmanna og unglinga, verða seldir Innkaupsverði, þar eð við höfum ákveðið að hætta að versla með þessa vörutegund. V E S T A Laugavegi 40. Fypir hvítasunnuna: DömuhatteF og SIöp í nýjum tískulitum í miklu úrvali. Hattabiid Soffíu Pálma Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.