Vísir - 26.07.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Miðvikudaginn 26. júlí 1939. Bretar senda hermála- sérfræðinga EBetri horfur um að sam- komulag náist um þrívelda- bandalag. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. ýjar vonir hafa vaknað í hugum stjórnmála- mannanna í London og París um, að sam- komulag náist um hernaðarbandalag milli Breta, Frakka og Rússa, vegna þeirrar ákvörðunar, sem Bretar hafa tekið, að senda nefnd hermálasérfræðinga til Moskva, til þess að ræða við rússneska herforingja- ráðið. Með þessari ráðstöfun hafa Bretar orðið við óskum Frakka, en þeir óskuðu þess mjög eindregið, að Bretar yrði við kröfum Rússa um samvinnu og viðræður milli herforingjaráða Frakka, Breta og Rússa. Bretar streittust í fyrstu móti því, að verða við þessum kröfum Rússa, vegna þess, að þeir yrði þannig áð gera Rússum uppskátt um hernaðarleg leyndarmál sín. Nú hafa þeir þó tekið ákvörðun um að fara að ráði Frakka og vona Bretar og Frakkar nú, að þetta verði til þess að uppræta grunsemdir Rússa í garð Breía. til Moskva. Breska flotamálaráðuneyt- ið kaupir 86 togara í Hull og Grimsby, vegna ófriöarliættunnar. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Að því er United Press hefir fregnað hefir breska flotamála- ráðuneytið keypt 86 nýtísku togara í Hull og Grimsby. Tilgang- urinn er að nota togarana sem hjálparskip í flotanum og verða þau útúin tækjum til þess að slæða upp tundurdufl. 7tSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÓTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaug§son Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Sí m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Norræn samvinna. J^ORRÆNA félagið hefir ekki haldið kyrru fyrir þessa dagana. Ferðalög og fundir hafa skiftst á jöfnum höndum, ehda er það markinið félagsins, að auka á kynningu og bróðurleg viðskifli meðal hinna Skand- inavisku þjóða. Auk þess, sem áður hefir ver- ið getið i Visi, hefir félagsdeild Norræna félagsins hér í bænum farið, ásamt hinum Crlendu gestum félagsins, að Gullfossi og Geysi, en báðir þessir staðir vöktu hina mestu hrifningu á- horfendanna. Gullfoss sýndi sig í hinu fegursta skrúði, með því að glaðasólskin var, og Geysir gaus, að vísu ekki ýkjaháu gosi, að eíns 20—30 metra, en þeim mun lengur, með því að gosin héldu áfram í 3 stundarfjórð- unga, eða nálægt því. Allir eru hinir erlendu gestir ánægðir með veru sína hér, enda hefir náttúran og landið tjaldað því sem til hefir verið, með því að veðrið hefir verið svo frá- bærilega golt, og hefir það bætt úr því, sem á vantar til þeíss að önnur aðhúð hér á landi geti talist viðunanleg. Vegna hinna langvarandi þurka hafa vegim- ir ekki verið svo góðir sem skyldi, enda líkari þvottabretti en hifreiðavegum, en þetta er eitt af þvi, sem stendur til bóta og lagast smátt og smátt, ef rétt er á haldið. Þrátt fyrir það, þótt margt skorti okkur til þess að gera er- lendum gestum dvölina söm þægilegasta, má fullyrða að þeir, sem hér hafa dvalið á veg- um Norræna félagsins, hafi tek- ið viljann fyrir verkið, — séð, að veitt hefir vdrið af heilum hug, og líkað kynningin vel. Þeir skilja það manna best, að fámenn þjóð og fátæk, í stóru og að ýmsu leyti erfiðu landi, getur ekki á einum mannsaldri hrint margra alda aðgerðaleysi úr vegi, en það, sem þegar hefir verið framkvæmt, gefur góðar vonir um að stefnt verði í sömu átt, enda á svo að vera. Hér á íslandi á engin kyrstaða að vera til, með því að við eig- um flest e’ftir ógert, og við eig- um ekki að einangra okkur frá öðrum þjóðum, heldur leggja megináherslu á það, að færa okkur fróðleik þeirra og kunn- áttu í nyt á sem flestum svið- um. Starfsemi félagsins Norden beinist einnig að þessu, og hefir heyrst, að á fundum þeim, sem staðið hafa yfir hér í bænum, hafi mikilvægar samþyktir ver- ið gerðar sem greiða fyrir mannasldftum meðal hinna Skandinavisku þjóða, þannig að þær fari hverja aðra að finna oft, eins og vinur vin. Fyrir okk- ur fslendinga er þetta mikils virði, með því að við eigum margt eftir ólært, og er þar einkum átt við liið verklega svið, en einmitt á því sviði standa aðrar Norðurlanda- þjóðir mjög framarlega. Það liefir verið noklcuð um það rætt að undanförnu í er- lendum blöðum, að ísland væri að fjarlægjast önnur Norður- lönd, og var það m. a. dregið af því, að við beinum viðskift- um oklcar mjög í aðrar áttir. Þetta er þó misskilningur, sem á engan rétt á sér. Fyrir okkur er vináttusamband við frænd- þjóðirnar nauðsynlegt, og það, sem blóðið hefir sameinað, verður ekki sundurskilið. Við íslendingar vitum það vel, að Norðurlandaþjóðirnar eru einhverjar mestu menning- arþjóðir Evrópu, og við teljum okkur sóma að skyldleikanum við þær, og lítum svo á, að öll norræn samvinna miði til góðs fyrir allar þær þjóðir, sem hlut eiga að máli. Þeir erlendu gest- ir, sem dvalið hafa hér á veg- um Norræna félagsins, en hverfa héðan í dag, hafa sann- færst um að það er fjarri því, að íslendingar vilji rjúfa þau bönd, sem tengir þá við frænd- þjóðirnar, og það svo fjarri, að við viljum treysta þau að mild- um mun frá þvi sem verið hef- ir. — íslandsmótið: Fyrsti leikur í kvöld kl. 8,30 Fram : K. R. Fyrsti leikur íslandsmótsins hefst í kvöld kl. 8'/2 á íþrótta- vellinum og mætast þá hinir gömlu keppinautar Fram og K. R. Fer hér á eftir uppstilling lið- anna, og geta menn séð, að K. R. liðið er all-fráhrugðið því, sem það hefir verið undanfarið. Mun þar liinn erlendi þjálfari félagsins, L. Bradbury, ráða nokkuru um. Hann hefir þjálf- að K. R.-inga af mestu kost- gæfni að undanförnu og hafa K. R.-ingar getað lært mikið af honum. Nú er Fram-liðið skipað eins og venjulega, Brandur og Linde- mann eru ekki með. Verður gaman að sjá, hversu mikla breytingu það orsakar á frammistöðu liðsins. FRAM: Gunnlaugur Sigurður Sigurjón Högni Sig. Halld. Sæmundur Jón Magn. Karl T. Jón Sig. Jörgensen Þórhallur O Birgir G. Þorsteinn Guðm. J. Hafliði Óli B. Óli Skúla. Björgvin Skúli Þ. Björn Halld. Haraldur Anton K. R. Frá Akranesi. Fiskverkun er nú þvi nær lokið hér og hefir gengið óvenjulega greið- lega enda hefir veðráttan verið eindæma hagstæð til fiskþurk- unar. Á fiskreitum Haraldar Böðvarssonar og Co. eru tveir eða þrír stakkar, sem að eins er eftir að aka í hús, og langt mun vera komið að þurka allan fisk lijá Þórði Ásmundssyni útgerð- armanni. Aðrir eru eitthvað lít- ilsháttar „seinni í tíðinni“, en innan fárra daga mun þó allur fiskur verða kominn í hús hér. Tilkynningin um þetta var birt í London í gærkveldi af Maisky, sendiherra SoVét-Rúss- lands í London, og Halifax lá- varði, utanríkismálaráðherra Bretlands. Með þessu er í rauninni hafin hernaðarleg samvinna Breta og Rússa, og vona menn í Bretlandi og Frakklandi, að þetta leiði Eins og hin fyrri sinnin var flogið til Frakklands — til ým- issa staða — án viðkomu — og sömu Ieið til baka. Að þessu fcinni tóku þátt í hópfluginu 240 sprengjuflugvélar, þyngsta fiokks og miðþungaflokks sprengjuflugVéla, og var um 1000 manna áhöfn á þessum flota. Flogið var til Paris, Ly- ons, Bordeaux, eða lengst um 2500 km. án viðkomu. Á leið- inni 1)1 Frakklands flugu franskar hemaðarflugvéÞ.r á móti breska flugflotanum, og eins þegar bresku flugvéiainar voru á i eimleið flugu breskar á- rásarflugvélar á móti þeim. og var þátttaka bresku og frönsku árásarflugvélanna talinn mjög mikilvægur hluti æfingaflugs- ins. Flugvélarnar höfðu yfrið nóg bensín til þessað fljúga nokkur hundruð kílómetra lengri leið en þær gerðu, og er af því aug- Ijóst, að þær hefði getað flogið lengra en til Frakklands og sömu leið til baka, án þess að bæti við sig bensíni. Louis Bleriot, franski flug- maðurinn og uppfinningamað- urinn varð fyrstur manna til þéss að fljúga yfir Ermarsund. Flaug hann frá Calais til Dover á 31 mínútu 25. júlí 1Q09. Flug- einnig til samkomulags um öll pólitísk ágreiningsmál og sátt- máli verði gerður með það fyrir augum, að hindra ofbeldislega framkomu í alþjóðamálum. — Eini erfiðleikinn, sem eftir er að sigra, í samkomulagsumleitun- unum við Rússa, er hvað teljast beri óbeint ofbeldi. vél hans le!nti á Northfall Mead- ow nálægt Dover kastala og hef- ir verið reistur minnisvarði á staSnum, þar sem flugvélin lenti. Bleriot lagSi stund á flug- vélaframleiðslu og fann sjálfur upp margar og mdrkilegar um- bætur, og er hann af öllum tal- inn einn af merkust frumherj- um á sviði flugmálanna. Armenar og Tyrkir flýja fráJSanjak og Alexandretta. Samkvæmt fregnum, sem bor- ist liafa frá Alexandretta, er mikill fjöldi Armena og Araba, sem búsettir eru í Alexandretta og Sanjak, að flytja þaðan, vegna þess, að Tyrkir hafa tekið við landinu af Frökkum. Flótta- mannhópur þessi leggur leið sína til Transjordaníu. ítölks blöð gera þetta að árás- arefni á Frakka og endurnýja þær staðhæfingar, að Frakkar hafi látið Sanjak og Alexand- retta af hendi við Tyrki í al- gerðu heimildarleysi. Skipin verða aflient flota- málaráðuneytinu jafnóðum og þau koma heim af miðunum. — Talið er, að togaraeigendum verði ívilnað á einhvern hátt vegna þess, að þeir verða að láta skipin af hendi, vegna þess að Þessi ummæh stinga mjög í stúf við það, sem Chamberlain hefir sagt í neðri málstofunni, en hann sagði þar, að stefna Breta í Kina væri óbreytt og Bretar myndi ekki koma í veg fyrir, að Chiang Kai-shek fengi lán. Frekari fundir standa yfir í Tokio í dag. Þýsk og ítölsk blöð gera sér mat úr því, að Bretar hafa slak- að til við Japani, og segja að til- slakanir þeirra sé alveg ótvíræð viðurkenning þeirra á eigin veikleika.— Þeir hafi ekki hem- aðarlegan mátt til þess að láta neitt til sín taka í Austur-Asíu. RÚSSAR ÞYKJAST FÆRIR I FLESTAN SJÓ. 1 gær var flotadagur í Sovét-Rússlandi og var mikið um að vera í Rússlandi í til- efni dagsins. Flotamálafull- trúi stjórnarinnar skýrði frá því, að Rússar ætti nú stóran kafbátaflota, sem væri jafn- oki sameiginlegs kafbáta- flota Japans og Þýskalands. Rússar væri stöðugt að auka við herskipaflota sinn og m. a. hefði þeir mikinn fjölda kafbáta í Vladiwostock í Sibiríu, eða á annað hundrað, og fjölda hraðskreiðra, lítilla herskipa, en auk þess væri mikill fjöldi kafbáta í öðrum flotahöfnum Rússiands. Eng- in þjóð ætti betri né full- komnari kafbáta en Rússar. — Sérstaka athygli vöktu þau ummæli fulltrúans, að vissir, þrætugjarnir nábúar í Aust- ur-Asíu hefði til þess unnið, að fá ráðningu, og mætti þeir vita það, að Rússar myndi verja landamæri sín og ekki láta ganga á rétt sinn. þjóðaröryggið krefst þess, og er búist við, og að engin fiskiskip frá Hull og Grimsby komi til með að liggja ónotuð i höfn, þegar þetta skarð er höggvið í fiskiflota þessara bæja. de Llano skipaður sendiherra í Ar gentinu London í .morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Buenous Aires seg- ir, að það sé opinberlega stað- fest þar, að Queiþo. de Llano verði skipaður sendiherra Spán- ar í Buenous Aires. Queipo de Llano hershöfðingi setuliðsins í Sevilla og yfirmað- ur suðurhersins þar i borgara>- styrjöldinni, er orðhákur mikill, eáns og menn muna frá tilkynn- ingum hans og útvarpsræðum. meðan styrjöldin stóð yfir. Ný- Iega viðhafði hann ummæli í út- varpsræðu, sem Franco mishk- aði, því að umheimurinn fékk af þeim vitneskju um, að alt væri ekki með kyrrum kjörum á Spáni, heldur vaxandi ókyrð og æsingar. Hvarf svo de Llano skyndilóga og voru miklar get- gátur um hvarf hans, en liann kom fram í Burgos. Bersögli de Llano kemur Franco óþægilega, en vegna stuðnings de Llano við þjóðernissinna, mun ekki liægt að gefa de Llano áminningu, nema óbeint, og er það gert með því, að fela honum embætti, fjarri Spáni. Embættið er mjög mikilvægt, vegna hinna nánir tengsla Spáns við Suður-Ame- ríku-ríkin, en þar mun de Llano ekki Ieggja fyrir sig að flytja ræður og tilkynningar í útvarp, eins og hann hefir gert í SeviIIa. Hver getur hjálpað? 1 gær kom maður frá Akureyri til lögreglunnar og bað hana að hjálpa sér að hafa uppi á stúlku hér í bænum. Ekki vissi maðurinn hvað stúlkan hét, en gaf þá lýsingu á henni, að hún væri hávaxin, ljós- hærð og gengi í blárri kápu. Getur nokkur lesandi Vísis verið mannin- um hjálplegur í þessari leit hans?I Hátídaliöld. í Bretlandi og Frakklandi til minningar um Bleriot. 30 ár í gœr frá því fyrst var flogið yflr Ermarsund. Hópflug breska flughersins til Frakklands í gær. í gær voru 30 ár liðin frá því er flogið var í fyrsta sinn yfir Ermarsund og var þessa merkisdags í sögu flugmálanna minst með hátíðahöldum í Frakklandi og Bretlandi. Fór sjálfur flug- málaráðherra Frakklands, Guy la Chambre, til Englands, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum þar, auk þess sem hann notaði tæikfærið um leið til viðræðna við breska flugmálaráð- herrann og breska flugmálasérfræðinga. Höfuðviðburður dags- ins var þriðja hópflugið sem breski flugherinn stofnaði til á skömmum tíma. Japanir segja að Bretar hafi lofað að styðja ekki Chang-Kai-Chek framvegis. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Talsmaður japanska utanríkismálaráðuneytisins sagði í morgun, að japanslta stjórnin byggist ekki við, að Bretar myndi veita Chiang Kai-shek frekari stuðning, vegna Tokiosamkomu- lagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.