Vísir - 26.07.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 26.07.1939, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 26. júlí 1939. VISIR Páll Steingrímsson: Kvennaskóli Húnvetninga sextugur. MinningaiTÍt og’ hátlðoliöld. I. Kvennaskólar Eyfirðinga og Skagfirðinga. Á hausti komanda, hinn 26. tiag októbermánaðar, eru liðin 60 ár síðan er kvennaskóli Hún- yetninga tók til starfa. Eyfirð- ingar og Skagfirðingar urðu heldur fyrri til um stofnun kvennaskóla hjá sér. Þeirra skólar tóku til starfa haustið 1877, tveim árum |áður en skóli Húnvetninga, en hvorugur átti langt líf fyrir höndurn. Skóli Eyfirðinga var Laugalands- skóli liinn eldri. Hafði Eggert Gunnarsson herjað út gjafafé í Danmörku, 4000 krónur, til stofnunar kvennasköla i Eyja- firði. Skagfirðingar og Hún- vetningar höfðu þann metnað, að leita ekki á náðir framandi þjóðar um styrk til sinna skóla, og treystu sjálfum sér. Eyfirð- ingar vildu gera skólann á LaUgalandi að fjórðungsskóla fyrir Norðurland, en fengu daufar undirtektir. Kvennaskóli Skagfirðinga starfaði um 5 ára skeið (1877— 1882). Mun húsfreyjan að Ási í Hegranesi, Sigurlaug Gunnars- dóttir, hreppstjóra á Skíðastöð- um í Laxárdal Gunnarssonar, hafa liaft aðal-forgönguna um stofnun skólans. — Var hún talin mikil gáfukona og skör- ungur, en maður hennar, Ólaf- ur umboðsmaður og alþm. Sig- urðsson, fyrirmynd annara bænda um margt og ágætur bú- höldur. Munu þau hjónin hafa verið mjög samhent um flesta hluti. Og víst er um það, að fyrir og um 1870 voru þau tekin að ræða sín á milli og við.kunn- ingja sína nauðsyn þess, að konur ætti kost betri mentunar, en þá tíðkaðist. Sumarið 1869 stefndi Sigurlaug húsfreyja konum í Hegranesi á fund með sér lieima þar í Ási, til þess að ræða ýms miál, er snertu ment- un og störf húsmæðra. Tveim árum siðar (1871) átti hún frumkvæði að því, að stofnað væri kvenfélag í Hegranesi, og henda líkur til, að hún liafi þá verið farin að hugsa um stofnun kvennaskóla i héraðinu. Segir Magnús Bjömsson á Syðra- Hóli, sem ritað hefir sögu Ytri- Eyjarskóla, að „lireyfingu þá, er leiddi til stofnunar kvenna- skóla Skagfirðinga, sé að rekja til þriggja stórheimila í Skaga- firði. Þessi heimili eru: Ás í Hegranesi, Reynistaður og Flugumýri“. — Á Reynistað bjó þá Eggert sýslumaður Briem, ágætur héraðshöfðingi, gáfaður og góðviljaður, en á Flugumýri Ari stúdent og kan- celliráð Arason. Og margir aðr- ir Skagfirðingar studdu skólann þegar í uppliafi. Kvennaskóli Skagfirðinga lifði það ekki, að hljóta fastan samastað. Fyrsta veturinn var hann haldinn að Ási i Hegra- nesi, en liaustið 1878 var hon- um fengið húsnæði að Hjalta- stöðum. Þar var liann tvo vetur (1878—1880) og var Elín Briem aðal-kennarinn báða þá vetur. Kemur liún þar fyrst við skólasögu þjóðarinnar, en varð siðar landskunn fyrir skóla- stjórn og kenslu. Haustið 1880 var skólinn fluttur að Flugumýri og stai'faði þar tvo vetur. Yoru þeir hinir síðustu, er kvennaskóli var haldinn i Skagafirði. Haustið 1883 er tal- ið, að skóli þeirra Skagfirðing- anna liafi sameinast kvenna- skóla Húnvetninga, er þá var loks „sestur um kvrt“ að Ytri- Ey á Skagaströnd. II. Kvennaskóli Húnvetninga. Björn Sigfússon, Jónssonar prests að Undirfelli og konu hans, Sigríðar Björnsdóttur sýslumanns i Hvammi Auð- unssonar Blöndals, hafði dvalist í Kaupmannahöfn 1873—1874 og numið trésmíði. Hann var greindur maður og mundi hafa verið hið hesta fallinn til bók- legs máms. Úr þvi varð þó ekki, að liann gengi skólaveginn, sem kallað var, livað sem valdið lief- ir.. Hann varð síðar einn af gild- ustu bændum Húnvetninga og mjög við opinber mál riðinn, m. a. umboðsmaður þjóðjarða og alþingismaður. Meðan liann dvaldist í Kaupmannahöfn, var Jón forseti Sigurðsson enn i fullu fjöri, þó að tekinn væri noklcuð að reskjast. Enn hrann glatt liið innra með lionum sá heilagi eldur föðurlandsástar og drengskapar, sem þar hafði logað alla tið. Hann var liinn ókrýndi konungur íslendinga, elskaður, virtur og dáður af öllu því besta, sem búið hefir í sál þjóðarinnar. En við honum ýfðist hin aldraða sveit, kon- ungkjörin nátttröll og andlegar meinakindur af ýmsri gerð. Flestir ungir Islendingar, þeir er i Höfn dvöldust um lians daga og eitthvert mannsmót var að, drógust að honum, lásu ritgerðir lians, lieilluðust af orð- snild lians og. rökfimi. dáðust að skörungsskap lians og fórn- fúsri, hvildarlausri baráttu fyrir liag lands og þjóðar. Hann kveikti eld áhuga og föður- landsástar í brjqstum ungra manna og entust sumum áhrif- in og ylurinn þaðan til æviloka. — Björn Sigfússoa var svo lán- samur, að kvnnast þessum frá- bæra manni. — Og er liann var lieim kominn, tók liann hiiátt að lireyfa „þeirri hugmynd við sveitunga sina, að hafist yrði lianda um fjársöfnun til þess, að greiða fyrir mentun kvenna í sveitinni og héraðinu“. Var slík framtakssemi mjög í anda Jóns Sigurðssonar, því að hann taldi harla mikilsvert, að öll al- þýða manna, konur jafnt sem karlar, ætti kost betri mentun- ar, en þá tíðkaðist. — Kvenmentunarsjóður. Vatnsdælingar tóku hugmynd Bjarnar Sigfússonar hið besta. Og næstu árin voru hlutaveltur haldnar í fjáröflunarskyni, hin fyrsta á sumarmálum 1875. — ' Vorið 1879 liöfðu safnast 835 kr. 55 aurar. Var þá stofnaður j sjóður af því fé — „Kvenment- ’ unarsjóður Undirfells og Grimstungusókna“. Tilgangur sjóðins var sá, samlcvæmt skipulagsskrá, sem honum var sett, „að styrkja til náms fá- tækar, efnilegar stúlkur, er heima ættu í sóknum þessum“. Sjóðstofnun þessi var fyrst og að stofna kvennaskóla í liérað- inu. Rætldi hann málið við ýmsa merka menn i mágrenni sínu og viðar og fékk góðar undirtektir. Um þessar mundir, laust fyrir 1880, voru ýmsir merkisklerkar i Húnavatns- sýslu austan verðri, svo sem síra Páll Sigurðsson á Hjalta- hakka, sira Eiríkur Briem i Steinnesi, er báðir urðu þjóð- kunnir menn, sira Eggert 0. Briem á Höskuldsstöðum, sira Hjörleifur Einarsson á Undir- felli o. fl. — Hafði síra Hjör- leifur stutt kvennaskólamál Skagfirðinga, er hann var prest- ur í Goðdölum, en þaðan flutt- ist hann að Undirfelli 1876. Sira Eggert á Höskuldsstöðum varð skólanum liinn þarfasti maður, er hann var kominn i nágrenni hans að Ytri-Ey. Síra Páll og síra Eiríkur voru þvi mjög fylgjandi, að skólinn yrði stofn- aður, en báðir voru þá á för- um úr héraðinu. — „Af öðr- um stuðningsmönnum má eink- um telja þau Lækjamótslijón, Sigurð Jónsson og Margréti Ei- ríksdóttur, ungfrú Margréti Magnúsdóttur Olsen á Stóru- Borg og þær dætur síra Jóns Sigurðssonar á Breiðabólstað í Vesturliópi, Ingibjörgu og Krist- ínu.“ Björn Sigfússon var ekki iðjulaus um þessar mundir. Meðal annars skrifaði hann sýslunefndinni og hað um að- stoð hennar. Hafði sýslumanni þá horist bréf um „amtsskóla" þeirra Eyfirðinganna, en Björn vildi ekki hhta boði þeirra. Sýslumaður skrifaði nú öllum DAGSTOFA SKÓLANS SKÓLAHÚSIÐ Á YTRI-EY. fremst verk Björns Sigfússon- ar. Hann átti frumkvæðið. Og óvíst má telja, eins og á stóð um þessar mundir, að nokkur maður annar hefði beitt sér fyr- ir sliku. - „Er kvennaskóli Hún- vetninga var að komast upp,“ segir i „Minningarriti“ skólans, „voru lagðar til lians kr. 200.00, árið 1880—1881. Er sú gjöf var af hendi leyst, var sjóðurinn í fardögum 1881 kr. 1106.34. Björn Sigfússon var féhirðir sjóðsins til æviloka og lét sér mjög ant um hann ávalt. Segir Þorsteinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum, sem ritað hefir skilmerkilega um sjóðinn í „Hlín“ 1936, að í árslok 1934 liafi stofnfé hans verið orðið kr. 3238.58, að þá liafi hann verið búinn að veita alls 34 stærri og smærri lán og velta þeirra numið samtals kr. 10.146.76, og aldrei tapað eyri. Á sama tíma liafði sjóðurinn styrkt til náms 52 stúlkur og er sá styrkur samtals kr. 2667.80. Hæstan námsstyrk liefir sjóð- urinn veilt kr. 100.00.“ \ í reifum. Björn Sigfússon hafði liugsað sér, að fjársöfnun færi fram i öllum lireppUm sýslunnar, með svipuðUm hætti og hann liafði gengist fyrir i Áshreppi. Ætlað- ist liann til, að fé þvi, er þann- ig safnaðist, yrði varið til þess, sýslunefndarmönnum héraðs- ins og lagði til, að borið væri undir álit manna á hreppsfund- um, hvað þeir vildu gera í skóla- málinu og hverra fjárframlaga mundi að vænta úr hreppunum, ef til skólastofnunar kæmi. Undirtektir urðu fremur álitleg- ar. Memi voru ekki ófúsir til að styrkja skólastofnun heima fyrir, en vildu ekki leggja fé í amtsskóla norður í Eyjafirði. Sumir hrepparnir bundu þó loforð sín um fjárframlög ýms um skilyrðum. Flestir töldú sjálfsagt, að sýslunefnd færi með yfirstjórn hins væntanlega skóla og ennfremur, að honum yrði fengin jörð til afnota eða einhver liluti úr bújörð, helst góðri. — Loforð um fjárfram- lög námu alls 900 krónum. - „Galst sumt fljótt og greiðlega, er eftir var kallað, sumt seint og smám saman, en sumt fékst i aldrei.“ Vorið 1879 var undirbúningi svo langt komið, að ákveðið var, að skólinn skyldi taka til starfa þá um haustið. Húsnæði liafði fengist að Undirfelli. Kom það i lilut þeirra Vatnsdælinganna, Björns Sigfússonar og sira Páls Sigurðssonar, að auglýsa fyrir almenningi, að Kvennaskóli Húnvetninga væri stofnaður og að kensla hæfist, er líða tæki á liaustið. Auglýsingin var „fest upp á Blönduósi, en afrit af NÚVERANDI SKÓLAHÚS. lienni sent í alla hreppa sýsl- unnar.“ Auglýsingin er að ýmsu fróð- legt plagg og þykir þvi rétt að birta hana í lieilu lagi: „Hér með er almenningi auglýst, að í ráði er að lialda kvennaskóla i vetur á Und- irfelh í Vatnsdal, og eiga 5 stúlkur að njóta tilsagnar i senn. Kensla á að byrja 26. þ. m. og kenslutíminn að vera 24 vikur, 8 vikur fyrir jól og 16 vikur eftir nýár. Þe'ssum tíma verður skift i 3 jöfn thnabil, og er til ætlast, að skólinn haldi stúlkur eigi skemur en 1 tímabil eða 8' vikur. Þannig eiga 15 stúlkur alls að geta notið tilsagnar i vetur um 8 vikur hver. Fari svo, að eigi biðji svo margar stúlkur um skólann, má gefa kost á lengri kenslu- tíma einhverjum er þess kynni að æskja, en fleirum verður eigi veitt móttaka í þetta sinn. Eigi verða teknar nema fermdar stúlkur i skól- ann. I meðgjöf verður liver stúlka að leggja með sér 66 aura um daginn, sem borgist fyrirfram í inn- skrift eða peningum til skóla- lialdara, séra Hjörleifs Ein- arssonar á Undirfelli, nema öðruvísi semjist við hann. Hver stúlka verður að leggja sér til ritföng o. fl. er með þarf til kenslunnar. Þeir, sem vilja sæta þess- ari kenslu, verða að senda hónarhréf um það til annars- hvors okkar undirskrifaðra fyrir 12. þ. m. og tilgreina nafn, heimili og aldur stúlk- unnar, og geta þau bónarbréf þá komið til greina við 1. tímabil kenslunnar. En sæki menn siðar, alt að 20. nóv., þá geta bónarbréf að eins komið til gi'cina við hin síð- ari tíinabil kenslunnar, en eftir 20. nóv. er eigi ráðgjört að gegna bónarbréfum." Blönduósi, 3. okt. 1879 Bjöm Sigfússon. Páll Sigurðsson. Skólinn var settur á tilskild- um tíma. Voru þá komnar fimm námsmefyjar. Engin stúlka var lengur en eitt kenslu- bil og var skólinn fullskipaður allan veturinn. — Námsgreinir voru þessar: Skrift, réttritun, reikningur, danska, landafræði, fatasaumur, útsaumur, þvottur, matreiðsla og „lítilsháttar til- sögn veitt í söng“. — Sira Hjör- leifur kendi bóklegar námgrein- ir, flestar eða allar, en kenslu- kona, Björg Schou að nafni, dóttir J. C. Schou, verslunar- fulltrúa í Húsavik, annaðist kensluna að öðru leyti. Þótti skólinn fara vel af stað. Hann var þó enn í reifum og óvissa nokkur um framtið hans. Hraknings ár. Sýslufundur Húnvetninga 1880 var haldinn að Hnausum í Þingi og hófst 24. febrúar. Þangað fór Björn Sigfússon, fékk málfrelsi á fundinum og flutti ítarlega ræðu um skóla- málið frá upphafi og horfur þær, er framundan væri, um fjárhag og annað. Benti ræðu- maður á, að með stofnun kvc’nnaskólans, væri Húnvetn- ingar að leggja myndarlegan skerf til aukinnar mentunar í landinu, og studdi að lokum all- fast á strengi metnaðarins. Því næst „lagði hann fram frum- vörp til reglugjörðar og skipu- lagsskrár fyrir skólann, er hann hafði samið með ráði og yfir- sýn prestanna.“ „Að lokum fór liann fram á það við sýslunefnd, að hún tæki að sér umsjón og stjórn skólans og kæmi lionum á fastan fót.“ — Undirtektir urðu nokkuð misjafnar og held- ur daufar i fyi'stu. Sýslumað- urinn, Lárus Þ. Blöndal, var gætinn maður og kveinlcaði sér við þvi, að íþyngja sýslubúum með nýjum álögum, en góðvilj- aður og sanngjarn mun liann liafa verið i þessu máli sem öðrum. Sýslunefndarmennimir voru og yfirleitt tregir til fjár- framlaga, en þessir tóku mála- leitan Bjarnar einna best: Er- lendur Pálmason í Tungunesi, síra Eggert Ó. Briem á Hösk- uldsstöðum, Guðmundur Gísla- son á Bollastöðum og Páll Páls- son í Dæli. — En svo fóru leik- ar að lokum, að sýslunefndin tók að sér umsjón skólans, „veitti honum 100 krónur úr sýslusjóði og fól sýslumanni að sækja um 200 kr.“ styrk úr landssjóði. Þá samþykti og nefndin frumvörp Bjarnar Sig- fússonar að skipulagsskrá og reglugerð, með lítilsháttar Ijreytingum, og kaus skóla- nefnd. Var svo fyrir mælt i skipulagsskrá, að nefndina skip- uðu þrir karlar og þrjár konur. Kosningu hlutu: Björn Sigfús- son, sira Eirikur Briem, sira Hjörleifur Einarsson, frú Guð- laug Eyjólfsdóttir á Undirfelli, frú Guðrún Gísladóttir í Stein- ne'si og frú Margrét Eiriksdóttir á Lækjamóti. — Hafði nú Björn Sigfússon unnið frægan sigur í skólamálinu, með aðstoð góðra manna og kvenna, en margt átti hann þó óunnið fyrir þetta óskabam sitt, uns framtíð þess væri örugg. Hann var alt af á verði um hag skólans, sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn, ef ein- hverju þurfti áleiðis að snúa, og reyndist jafnan sigursæll. Má óhikað fullyrða, að kvenna- skóh Húnvetninga eigi engum manni eins mikið að þakka og lionum. Hann var lifið og sálin i stofnun skólans og tók hann vetrarlangt á heimili sitt, er fok- ið var i skjólin og öll sund að lokast. Húsnæði það, sem skólinn liafði að Undirfelli, reyndist svo óhentugt, að ekki þótti við hlit- anda lengur en hinn fyrsta vet- ur. Sira Hjörleifur vildi og ýta skólanum af sér. Var þá leitast fyrir um húsnæði og fékst loks að Lækjamóti. Voru liúsakynni þar mikil og góð, eftir því sem þá gerðist í sveitum. Þar var skólinn tvo vetur (1880—1882). Kenslu tókst þá á hendur Elín

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.