Vísir - 08.04.1940, Page 1
Rrtstjóri:
Kristján Guðiaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Bladamenn Slmh
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 linur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 8. apríl 1940.
80. tbl.
Bretar leggja tundurdufl-
um við strendur Noregs
til þess að stöðva siglingar þýskra skipa.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun.
Bandamenn hafa tekið mikilvæga ákvörðun, sem
er líkleg til þess að hafa víðtækar afleiðingar.
Ákvörðunin er sú, að leggja tundurduflum við
strendur Noregs, til þess að koma í veg fyrir, að Þjóð-
▼érjar geti notað norska landhelgi sem siglingaleið fyr-
ir skip sín. Tundurduflasvæðin eru ekki í norskri land-
kelgi, en í námunda við hana, og hafa svæðin þegar ver-
ið valin, og eru bresk herskip þegar komin á vettvang,
ty þess að gæta tundurduflalagninga-skipa flotans, sem
Munu vera í þann veginn að byrja að leggja tundurdufl-
Ujnum. Hvað Norðmenn gera út af þessu er enn ekki
kunnugt, né hvaða gagnráðstafana Þjóðverjar grípi til,
eh víst er, að aðstaða Noregs hefir orðið enn erfiðari en
áður. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að
koma í veg fyrir, að skip fari inn á tundurduflasvæðin,
með síendurteknum aðvörunum í útvarpinu.
Það hefir verið búist við því að undanfömu, að Bandamenn
myndi grípa til einhverra víðtækra aðgerða, til þess að koma í
veg fyrir, að Þjóðverjar notuðu norska landhelgi sem siglinga-
leið. Chamberlain hafði áður boðað, að Bandamenn mjmdi ekki
þola þetta lengur, og á fundum þeim, sem haldnir vom síðustu
viku, var mál þetta rætt, af stjórnum Bretlands og Frakklands
og sérfræðingum þeirra.
Bandamenn hafa gefið út tilkynningu, þar sem gerð er grein
fyrir tildrögunum að, þessari ráðstöfun. Er þar m. a. minst á
hinar sífeldu árásir Þjóðverja á skip hlutlausra þjóða og skipa-
og manntjón þeirra af þeim sökum. Norðmenn hafi orðið harð-
ast úti allra hlutlausra þjóða, bœði að því er skipatjón og mann-
tjón snerti, en samt noti Þjóðverjar landhelgi Noregs sem sigl-
íngaleið. Þetta ætli Bandamenn sér nú að koma í veg fyrir. 1
iilk. er því haldið fram, að þar sem Þjóðverjar brjóti öll al-
þjóðalög og reglur í sjóhernaði sínum, sé réttmætt að Banda-
tnenn grípi til mótaðgerða slíkra sem þeirra, er nú hefir ákveðin
verið að Ieggja tundurduflum við Noregsstrendur.
f tilkynningum Bandamanna segir, að ráðstafanir hafi verið
gerðar til þess að koma í veg fyrir, að af tundurduflalagning-
unum leiði nokkur óþægindi fyrir norskar millilanda- eða
strandferðir.
UM ALLA ÁLFUNA ÓTTAST MENN AÐ NORÐURLÖND
DRAGIST INN í STYRJÖLDINA. — ÞÝSK INNRÁS í NOREG
MEB STUÐNINGI RÚSSA.
Óttinn við, að Norðurlönd dragist inn í styrjöldina, vex stöð-
Ugt, en þó vona Norðurlandaþjóðimar og margar þjóðir aðrar
enn, að Norðurlönd verði ekki orustuvöllur. Kemur víða fram
sú skoðun, að ef Norðurlönd neyðist til þátttöku í stríðinu breið-
ist styrjöldin út um alla álfuna. 1 Svíþjóð hafa þegar verið tekn-
ar ráðstafanir til eflingar landvamanna vegna þess hversu nú
horfir.
I fregnum frá vatikanríkinu segir, að páfinn hafi fengið
skýrslu Suhrs biskups, þar sem látinn er í ljós ótti við afleið-
ingar þess, ef Bandamenn skerði hlutleysi Noregs. Afleiðingar
þess gæti orðið þýsk innrás í Noreg, með stuðningi Rússa.
í niðurlagi skýrslunnar er mælst til þess, að páfinn snúi sér
þegar í stað til stjómarvaldanna í ófriðarlöndunum með til-
mælum um, að sneiða hjá öllu, sem af gæti leitt, að styrjöldin
hreiddist út til fleiri landa.
mál til íhugunar, eftir að fregnir
höfðu borist um, að bresk her-
skip liefði lekið 3 jugoslavnesk
skip og flutt til breskra eftir-
litshafna.
K.höfn í morgun.
EINKASKEYTI.
Fregnir frá Römaborg herma
að ríkisstjórnir íaliu og Jugo-
slavíu hugleiði, að loka Adria-
hafi, til þess að koma í veg fyr-
ir, að styrjöldin breiðist út til
þessa hluta álfunnar.
Rikisstjórnirnar tóku þessi
Finnar opna sendiherra
skrifstofn i Moskva
á ní.
Einkaskeyti frá United Press.
K.liöfn í morgun.
Fregnir frá Moskva lierma,
að finska stjórnin hafi opnað
aftur sendiherraskrifstofu sina
í Moskva, en hún liefir verið
lokuð síðan er finsk-rússneska
styrjöldin braust út. Paasikiivi,
samníngamaður Finnlands í
Moskva, opnaði skrifstofuna. —
Þjóðverjar fá
hráefni frá
Jugoslaviu.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Berlinarfregnir herma, að
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum liafi Þýskaland og Jugo-
slavia gert með sér sáttmála, til
þess að endurnýja samning, er
gerður var fyrir stríð milli
Austurrikis og Jugoslaviu. Sam-
kvæmt samningnum áttu Jugo-
slavar að greiða 16 milj. ríkis-
marka og fá nú Þjóðverjar hrá-
efni hjá þeim fyrir þá upphæð.
Skákmótið:
Úrslit kunn í 1. og 2.
fL, en tvísýn í meist-
araflokki.
í gær var tefld næstsíðasta ’
umferð í Meistaraflokki og fóru
leikar þannig:
Gilfer vann Áka, Sæmundur
vann Jóhann og Hafsteinn vann
Ásmund, en biðskák varð milli
Árna Snævars og Einars Þor-
valdssonar. Annars vakti sú
skák mesta athygli, sökum þess
hve hún gat og getur enn orðið (
afleiðingarík fyrir úrslit móts-
ins. Þegar skákin fór i bið hafði
Snævarr 3 peð og hrók móti 2
biskupum.
Möigum kom á óvart, að Ás-
mundur skyldi tapa fyrir Haf-
steini, þótt hann kæmist eftir
venju í mikið tímahrak, þvi
hann hafði haft betra tafl lengst
af. Virðast nú möguleikar hans
til sigurs vera famir að þverra,
jafnvel þótt hann vinni Gilfer í
síðustu umferðinni.
Nú standa þvi vinningarþann-
ig hjá þeim efstu: Eanar 6 vinn.
(af 7 tefldum), Gilfer 5V2 v.
(7), Ásmundur 5 v. (7), Snæ-
varr 4 v. (6). Gilfer hefir sem
sagt mesta möguleika, þá Ein-
ar, svo Ásmundur og Snævarr.
1 1. flokki urðu úrslit þessi:
1. Jón Þorsteinsson 6 vinn. 2.—
3. Ingimundur Guðmundsson og
Pétur Guðmundsson með 5 v.
hvor. 4. Óli Valdimarsson 4% v.
5. Vígluridur Möller 3 v. 6. Helgi
Kristjánsson 2% v. 7. Jón Ragn-
ar Guðjónsson 2 v. 8. Aðalsteinn
Halldórsson 0 v.
í 2. flokki varð efstur Ólafur
Einarsson með 7 vinninga, en
vegna tveggja biðskáka er enn
óvíst um næstu sætin.
I kvöld verða tefldar biðskák-
ir, en ;á miðvikudaginn liefst svo
síðasta umferð í Meistaraflokki.
Nkolakepui í
koðiimdi.
1 kvöld kl. 9 fer fram slwla-
kepni í boðsundi (skriðsundi)
i Sundhöllinni. 1 desember fór
fram boðsundskepni í brinffu-
sundi off vann Háskólinn þá.
Þessir skólar eru nú meðal
Brunaslysið
í Hveragerði
1 sambandi við brunaslys það,
sem varð í Hveragerði um dag-
inn og skýrt var frá hér í blað-
inu, gefur Herbert Jónsson í
Hveragerði eftirfarandi lýsingu
á baðklefanum, þar sem slysið
varð ásamt vottorðum frá
mönnum, sem notað hafa klef-
ann að staðaldri.
Gufubaðsklefinn, sem er h. u.
b. 1.5x2 m. að ummáli, er
bygður yfir steinsteypta þró. í
þró þessa er leitt vatn úr liver í
60—70 m. fjarlægð. Niðri í
þrónni eru ofnar er liita upp
vatn í miðstöð í íbúðarh. H. Á.
Gólfið í klefanum er úr 1” borð-
við, bornUin uppi af 4 sterkum
bitum. Nokkur göt eru boruð í
gólfið (m. 1” bor) svo gufan
komist upp. 1 miðju gólfinu er
op h. u. b. 30x50 cm. að stærð.
Opið er haft til þess að hægt sé
að tæma þróna og hreinsa ofn-
ana. Yfir opinu er hafður hleri
af sömu þykt og gólfið. Þegar
baðið er notað er hlerinn tekinn
en í hans stað sett grind, svo
gufa verði meiri. Bæði hlerinn
og grindin eru felt í fals svo ör-
ugt sé að ekki liaggist.
Drengurinn mun eittlivað
liafa verið búinn að losa um
grindina með höndum, en svo
ætlað að fella hana í falsið aftur
með fæti, en grindin þá látið
undan eða drengnum skrikað
fótur, og þvi farið sem fór. Það
verður með engu móti kent
„slæmrim útbúnaði“ að svona
fór.
Eina staðreynd vildi eg mega
benda á við þetta tækifæri: Við
þau brunaslys, sem komið hafa
fyrir hér á Hveragerði síðustu
10 árin, hafa það verið aðkomu-
menn eða konur, er fyrir þeim
liafa orðið.
Þetta stafar af þvi, venjulega,
að fólkið hefir ekki farið eftir
þeim leiðbeiningum eða gætt
þeirrar varúðar er Hvergerðing-
ar liafa gefið þvi. Vonandi verð-
ur einhverju af slysum forðað i
framtiðinni með Jieim ráðstöf-
unum sem Slysavarnafélagið
og deild þess liér eru nú að
koma i framkvæmd. Verða sett
upp liættumerki við hættuleg-
ustu staðina og girðingum lcom-
ið fyrir um þá. ,
Að því er Vísir hefir frétt líð-
ur drengnum nú eftir atvikum
vel. Skórinn hlifði honUm við
bruna á tám, þannig að þægi-
legra er að fást við brunasárin,
en ella hefði orðið.
þátttakenda: Háskólinn, Iðn-
skólinn, Mentaskólinn og Versl-
unarskólinn. Er kept í 10-
manna sveitum.
Rektor Háskólans, dr. Alex-
ander Jóhannesson, hefir gefið
fallegan bikar til kepninnar.
Sundhöllinni er lokað í kvöld
frá kl. 7V2 fyrir baðgesti, og
fást aðgöngumiðar að boðsund-
inu við innganginn.
í 3ja þætti: Smart (Alfreð. Andrésson) og Adolf Benito Dux
Puttalin (Brynjólfur Jóhannesson).
»Stundum og
stundum ekkiu
Fpumsýniflgiii í gæpkveldi.
Leikhúsgestir, sem farið liefðu
á frumsýninguna á leiknum
„Stundum og stundum ekki“,
sem halda átti síðastliðið fimtu-
dagskvöld, hefðu án efa lilegið
töluvert það kvöldið, meðan á
leiksýningu stóð, en að henni
lokinni hefði öllum komið sam-
an um, að leikurinn væri þunn-
meti, — eins og liann á að vera
frá höfundanna hálfu, — og
teflt væri víða á tæpasta vað, en
svo hefði hann sennilega grafist
í gleymsku og þögn á sama hátt
og revyurnar, sem sýndar liafa
verið hér á undanförnum árum.
En rás viðburðanna hefir valdið
því, að þessi verða ekki örlög
leilcsins, með því að það getur
ekki verið neitt litilræði, sem
kemur öllu dómsmálakevfinu á
hreyfingu, sem kemur upp
I „censur“ á 20. öldinni með öllu
þvi, er fylgir og fylgja ber, og
lætur að lokum alla landsbúa
standa á öndinni, lineykslaða á
leiknum eða eftirleiknum frá
hendi hins opinbera, — svona
alt eftir atvikum.
Það er senriilegt að eftirleik-
uririn verði þess valdandi, áð
Leíkfélagið hdfi áldrei férigið
betri áðsókn né fleiri sýningar,
og getur þvi ságt með fullum
rétti, að hið íílá liáfi snúist til
góðs.
Um það má með riókkrrim
rétti deila, hvort Leikfálag
Reykjavíkur eigi að halda uppi
slíkum sýningum sem þessum,
með því að það njóti opinbers
styrks, en leikurinn sé full nær-
göngull, miðað við íslenska stað-
liætti og þjóðmálaviðliorf, en
það liefir sennilega þótt við eiga,
að taka það ekki fram, að allav
persónur leiksins séu hreinn
heilaspuni, en hafi ekki við
veruleikann að styðjast, eins og
stendur á flestum enskum
„reyfurum“, með þvi að svo
fjarri sé það, að hér sé sneitt að
ákveðnum mönnum eða mál-
efnum, enda er leikurinn soðinn
upp úr erlendri fyrirmynd. —
Leikfélagið á við hin erfiðustu
vinnuskilyrði að búa, og fjár-
skortur hamlar gegn fram-
kvæmdum þess, og því er eklci
óeðlilegt að það freistist til að
sýna slíka leiki sem þessa, með
því að fyrirfram er aðsóknin ör-
ugg og ágóðinn tryggur.
Það þýðir ekki að dæma
þennan leik eftir almennum
mælikvarða leikrita. Ætlunin er
ekki að bera hér á borð lcræs-
ingar, lieldur hversdagslega
„lafskássu“ úr leifum þeim,
sem haldið liefir verið til liaga
til kvöldverðarins, og það á öll-
um að vera ljóst, sem leikinn
sjá, að hann gerir engar kröfur
til annars og meira, en að á-
horfendur hafi góðan og „hum-
oristiskan sans“ til að bera, en
brjóti ekki úr sér tennur vegna
skorts á sliku, þótt lítilsháttar
beinamulningur hafi slæðst i
„lafskássuna“. Hitt er svo ann-
að mál, að beinamulningurinn
hefði að skaðlausu ekki þurft í
henni að lenda.
Brynjólfur Jóhannesson ber
uppi leikinn, og ferst það prýði-
lega, sem honum er ætlað. Hann
hefir enn einu sinni skapað nýja
manntegund, sem meriri liafa
ekki fyr kynst á leiksviðinu, —
en ef til vill á sumum opinber-
um skrifstofum, — um það
verða menn sjálfir að dæma.
Jón Aðils fer einnig prýðilega
með hlutverk Brúsa hót.ey*cjþraj
— er sannur og eðlilegursvo sem
best má verða, og svipað má
segja um Indriða Waage, er fer
með hlutverk Vatnalauga, bróð-
ur BrúSá. Valur Gíslason, Alfred
Andréssön og Vilhelm Norð-
fjörð fara Iáglega með hlutverk
Síri, og áðrir karlleikendur
sæmilega, en þó virðist leikur
Lárusar Ingólfssonar óþarflega
ýktur.
Aurora Halldórsdóttir leikur
aðal kvenhlutverkið, — Hor-
mónu Sexibil alþingiskonu, —
mjög laglega. Það er gaman að
kynnast því fyrirbæri, sem að
vísu mun eiga fáa sína lika, en
til eru þeir þó. Þóra Borg, Alda
Möller og Ólafía G. Jónsdóttir
fara allar þægilega með hlut-
verk sín, en á aðra leikendur
reynir minna.
Að leil<sýningu lokinni voru
leikendur og liöfundur klapp-
aðir fram á leiksviðið, og á-
varpaði þá Indriði Waage áhorf-
endur. Fór hann nokkrum orð-
um um gagnrýni þá, er leikur-
inn hefði sætt, og lagði áherslu
á, að leikurinn væri að eins
slundargleði, en væri ekki ætl-
að að móta inenn til frambúðar.
Menn, sem leilcinn sæju, þyrftu
að kunna að lilæja og í rauninni
annað ekki.Það gætu þeir lært
með þvi að kynnast leiknum
og liöfundum hans, — en um-
fram alt mættu menn ekki taka
sýningu leiksins of alvarlega.
K. G.