Vísir - 22.12.1940, Side 2

Vísir - 22.12.1940, Side 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Simar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tvöfeldni Tímamanna. H IN síðustu nxisseri hefir við- leitni Tímamanna mjög beinst að þvi, að koma á sundr- ungu innan Sjálfstæðisflokks- ins. Um l>að leyti sem stjórnar- samvinnan liófst urðu allmikil átök í flo'kknunx. Það er alger- lega rangt, að í þingflokki sjálf- stæðismanna hafi verið stór hópur, sem alls ekld hafi vilj- að ganga til samvinnu. Hitt er rétt, að ágreiningur var um það, hvort til samvinnunnar skyldi gengið, án þpss gengið væri frá því fyrirfram með tryggilegum samningum, að sum helstu deilumáún yrðu leist á þann hátt, að sjálfstæðismenn gætu við unað. Um helmingur þing- flokksins vildi helst ekki eiga nein eftirkaup við Tímamenn. Það kemur betui' og lietur í ljós, að þessi tortryggni á heilindum Tímamanna var fyllilega rétt- mæt. Þeir, sem treystu þvi, að tilhliðrunarsemi og sanngirni væri að vænta úr þeirri átt, hafa orðið fyrir vonbrigðum. Bjarni Benediklsson borgarstjóri skrif- aði nýlega grein, sem bann nefndi „Samvinna eða svikráð“. Sýndi hann þar fram á að þetta tvent gæti illad’arið saman. Um það eru fleiri og fleirr sjálfstæð- ismenn að sannfærast, að Tíma- menn vilja nota hið óhjákvæmi- lega pólítíska samstarf til þess að vinna Sjálfstæðisflokknum sem mest mein. Tímamenn ráðast jöfnum höndum á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að halda fram stefnu sinni og fyrir að sætta sig við að stefnumálunum fáist ekki fram- gengt. Fyrst er alt gert til að hindra framgang málefna sjálf- stæðismanna og fjargviðrast yf- ir „óbilgjörnum kröfum“ þeirra. Þegar svo tekst að stöðva málin, er hælst um yfir þvi að sjálf- stæðismenn „hafi tekið upp úr- ræði FramsóknarfIokksins“! Þessi tvöfeldni Tímamanna er orðin öllum augljós. I versl- unarmálunum er ráðist á flokk- inn fyrir það, að halda frarn stefnu sinni, og samtímis gefið í skyn, að hann sætti sig við stefnu Timans. í fjármálunum er ráðist á flokkinn fyrir að leitast við að lækka útgjöldin og samtímis hælst yfir því, að honum takist ekki að lækka út- gjöldin. Það er einhver mesta fjar- stæða, sem sést befir, þegar Tíminn heldur því fram, að fjárlögin geti verið þau sömu eftir að styrjöldin hófst og þau voru áður. Allir vita að orðið befir tvöf öld gengislækkun, fyrst um 20% og síðan um 11%, eða samtals um þriðjung. Allir vita að alt sem kaupa þarf hefir stór- liækkað i verði. Allir vita að beinn kostnaður vegna stríðsins skiftir mörgum hundruðum þúsunda. Þrátt fyrir þetta alt varð liækkunin á fjárlögunum eftir að sjálfstæðismenn komu í stjórnina ekki meiri en hún hafði verið að meðaltali árlega á undangengnum friðartíma. Hver einstaklingur getur borið saman útgjöld sín nú og fyrir stríð. Af þoim samanburði verð- ur ljóst, hversu sanngjarnt er að bera sanian styrjaldarfjárlög og friðarfjárlög. Það gerir ekkert til þótt Tím- inn haldi áfram f jarstæðum sín- um um fjármálin. Allir sjá, að skotið er yfir markið. Það dett- ur engum í bug að efast um það, að fjárlögin hefðu orðið að minsta kosti 2—3 miljónum króna hærri en raun varð á, ef fyrverandi stjórnarflokkar hefðu einir ráðið, og hafa marg- sinnis verið leidd full rök að því. Það, að fjárlögin hækkuðu ekki meira eftir stríðið og eftir gengisfallið en þau hefðu gert á undanförnum friðartímum, sýnir að öðruvísi er á málum lvaldið. Þetta er svo ljóst, að það liggur hverjum liugsandi manni í augum uppi. Tíminn getur því enga blekt, nema þá allrafáfróð- ustu, á áframlialdandi stagli sinu um það, að útgjöld ríkis- ins þurfi ekki. að hækka, þótt gengið lækki um þriðjung, allir ldutir hækki i verði og stórfé sé varið til styjaldarráðstafana. VJdtal vid Ólaf Stefánsson stýrimann: Prests- kosningarnar. Eins og lesendum blaðsins mun vera kunnugt, lilaut sira Sigurbjörn Einarsson liæstu atkvæðatöluna við kosningu i Hallgrímsprestakalh. Yæri ekki úr vegi að birta skýrslu kjör- stjórnarinnar um það, hve mörg atkvæði hverjir tveir prestar hlutu saman. Er liún þannig: Sigurbjörn-Sigurjón 774 atkv. Jón-Þorsteinn 673 — Jakob-Sigurbjörn 497 — Jakob-Jón 424 — Sigurbjörn-Þorsteinn 373 — Jón-Sigifrbjörn 318 — Jón-Sigurjón 237 — Jakob-Sigurjón 229 — Sigurjón-Þorsteinn 144 — Jakob-Þorsteinn 116 — Jakob-Stefán 102 — Sigurbjörn-Stefán 74 — Sigurjón-Stefán 57 — Jón-Stefán 51 — Stefán-Þorsleinn 23 — Þó nokkur atkvæði féllu á aðeins einn umsækjanda. Það fór svo: Jakob 166 atkv. Sigurjón 137 — Sigurbjörn 113 — Jón Auðuns 68 — Stefán 25 — Þorsteinn 23 — Drykkjuskapur. Talsvert er nú farið að liera á því, að drukkið fólk sé með ærsl og hávaða á götum borgarinnar, er líða tekur að miðnætti og eftir þaS fram undir morgun. Hvers vegna tekur lögreglan þetta dóf ekki úr umferð ? Fyrst í staö* eftir að farið var aö setja fyllirafta í steininn í sumar, kyröist mikið um á götunum á kveldin og að nætur- lagi, og hefir raunar staðið svo fram undir þessa tíma. En nú sæk- ir miög í sama horf og áður var. Drukkið fólk er að flækjast hing- að og þangað, sjálfu sér til skamm- ar og öllu sæmilegu fólki til sárra leiðinda. Þetta er að vísu ekki orð- ið eins slæmt og áður gerðist, t. d. í fyrravetur, en er nú a§ færast í svipað horf. Vona eg að nú verði tekið í taumana á nýjan leik og hreinsað til á hverju ^inasta kveldi. — Borgari. RAFTÆKJAVERZLUN OC VINNUSTOFA LAUCAVEC 46 SÍMI 5858 RAFLAGNIR VIÐGERÐIR • • • • • SÆKJUM SENDUM Sex sólarhringa á fleka úti á reginhafi Fyrsti íslendingurinn, sem særist í stríðinu. Ólafur Stefánsson, stýrimaður á Ernu m.s. frá Siglufirði, er nýlega kominn hingað til bæjarins, eftir nokkura dvöl í London- derry í frlandi. Yísir hitti Ólaf að máli í gærmorgun og spurði hann tíðinda af dvöl hans ytra og ævintýrum. Fyrir nokkuru vorum við á leiðinni hingað til lands frá Englandi, og bar þá svo við, að við fundum fleka í hafi, sem á voru þrír menn. Voru menn þessir mjög illa kQirmir, böfðii veikst á hafinu í 6 sólarliringa, matarlausir en höfðu lítilsliátt- ar vatn. Þetta var skipstjóri af sænsku skipi, Veronika, mat- sveinn og léttadrengur 17 ára að aldri. Skip þeirra liafði verið skotið í kaf af flugvél norðvest- ur af írlandi, og af 20 mönnum, ' sem á skipinu voru, lcomust að eins þessir þrir' menn af, en voru þó mjög illa leiknir. Skipstjórinn liafði slasast al- varlega þegar skip hans var skotið í kaf. Var hann þá i brúnni, en við sprenginguna kastaðist liann niður á þilfar, fór úr liði á öxl og hnéskelin brotnaði, en allur var hann blár af mari frá mjöðm. Skipstjóiv inn var þunnklæddur, en bæði matsveinninn og léltadrengur- inn voru að eins í þunnum nær- skyrtum og engu öðru. Höfðu ])eir sofið er skipið var skotið í kaf, og komist upp nauðuglega án þess að geta íklæðst nokkurri spjör, og komist á fleka, en slík- ir flekar eru nú liafðir á öllum 3 skipum, sem á hættusvæði sigla. Matsveinninn og létta- j drengurinn voru báðir spánsk- _ ir, og gátum við þvi ekki feng- ; ið fullar upplýsingar hjá þeim f um hrakninginn, en skipstjór- | inn var svo þjakaður að hann ' átti örðugt um mál. Það, sem ' bjargaði mönntim þessum var, að veður hafði verið sæmilegt allan tímann, sem þeir höfðu verið að hrekjast á flekanum, að undanteknum einum sólar- hring, en þá var mjög vont veð- ur. Var það á þriðja degi. Þegar við fundum menn þessa var veður vestan, 5—6 vindstig og sjór töluverður. Var þetta kl. 4 um nótt í svarta— myrkri, og var hrein hending að við fundum flekann. Björg- unin gekk mjög greiðlega, með því að mennimir gátu tekið á móti linu, þótt þjakaðir væru og náðum við.þeim þannig um borð. Við létum þeim í té alla þá hjúkrun, sem unt var, og sigldum með þá til London- derry á Norður-írlandi. Þar voru þeir strax lagðir inn á sjúkrahús. Skipstjóranum leið illa á leiðinni til Londonderry, en meðan ]ieir voru að hrekjast á flekanum höfðu þeir verið dofnir af kulda og vosbúð, og gætti þá ekki kvalanna vegna meiðslanna, fyr en honum fór að hitna og líf að færast í lik- amann að nýju. Meðan við lágum í höfn í Londonderry vildi það til að eg varð fyrir sprengjubroti og særðist á Iæri. Atvikaðist það þannig, að við sömu bryggjuna og við vorum, lá enskur tundur- spillir, og voru sjóliðar að fægja eða rjála við byssur. Tókst þá svo illa til, að skot reið af einni byssunni, og lenti í bryggjunni, sem var steinsteypt, og kastaðist eitt brotið úr kúlunni þaðan yf- ir á skip okkar, og særði mig í lærinu, en eg var uppi við að vinna á skipinu. Var komið með sjúkrabifreið að skipinu og eg fluttur á sjúkrahús, en með þvi að eg hafði reynt töluvert á fót- inn, — gengið til bifreiðarinnar og um sjúkrahúsið, liafðist sár- ið í fyrstu illa við og fékk eg mikinn sótthita um kvöldið. Iiélst sóttliitinn í þrjá daga og misti eg því af skipi mínu heim, og lá á sjúkrahúsinu í hálfan mánuð. Á sama sjúkrahúsi og eg lá skipstjórinn og hásetarnir báð- ir, sem við höfðum bjargað. Iiitti eg skipstjórann að máli að viku liðinni, og leið honum þá eftir atvikum vel. Fóturinn hafði verið settur í gibs, og gerði skipstjórinn ráð fyrir að hann ]nrrfti að liggja í því í 8—10 vik- ur. Mestar þjáningar kvaðst liann hafa liðið fyrsta sólar- liringinn á flekanum, meðan hann var að dofna, og svo aftur á innleiðinni eins og' áður getur. Matsveinninn og léttadrengur- inn vqru rúmliggjandi einnig, og gerði skipstjórinn ráð fyrir, að þeir yrðu að dvel ja á sjúkra- húsinu fram yfir bátíðar, þótt þeir hefðu ekki meiðst og eng- an alvarlegan sjúkdóm tekið vegna volksins. Veronika, skip það, sem skot- ið var í kaf var 2000 tn., og hafði meðferðis járnfarm frá Spáni, enr var langt komið áleiðis er flugvélin réðist að því. Það var kaþólskt sjúkrahús, sem við lágum á, og leið okkur öllum þar ágætlega og höfðum Iiina bestu umönnun. Mér virtist stríðsáhrifa gæta lítið í Londonderry að öðru leyti en þvi að þar var alger myrkvun. Skortur virtist þar enginn á varningi, og fólk virt- ist búa við sæmileg kjör. Eg fór frá Londonderry til Belfast og þaðan til Englands. Var eg yfirheyrður vandlega bæði í Belfast og í höfn þeirri er eg tók í Englandi, en að öðrU leyti gekk ferð mín mjög greið- lega. Fór ágætlega um mig á leiðinni lieim, þótt eg liafi enn ekki náð mér að fullu eftir á- verkann, er eg hlaut i London- derry. Næturvörður í Reykjavíkui’ Apóteki og Lyfja- búðinni Iöunni. Díigibnin: 595 hafa kosið. Þegar kosningu var lokið í gær höfðu 595 atkvæðisbær- Ir félagar neytt atkvæðisrétt- ar síns. Er það rúmur fjórð- ungur þeirra, sem á kjörskrá eru, en þeir eru samfals 2100. Dagsbrúnarmenn, f jöl- mennið til kosningarinnar í dag og setjið X við JÁ. Kosn- jngin stendur yfir til kl. 11 í kveld, en verður þá lokið. — Komið heldur snemma en seint. Júiablað Vísis kom út í dag. Það er stærra, fjölbreyttara og vandaðra en nokk- uru sinni áður. EFNI: F. Matania: Sagan af Lais, fegurðardís í Korinthuborg. Grétar Fells: Jóladraumar (kvæði). Æskuár Ríkarðs Jónssonar. Þórunn Magnúsdóttir: Jólarósir (saga). Suðurslavneskir jólasiðir. Selma Lagerlöf: Saga frá Hálsnesi. Þorsteinn Jósefsson: Þegar Arne Borg fór til Ástralíu. Hjörtur Halldórsson: Sjálfs sín herra (saga). Bergur Vigfússon: Fótgangandi að leita læknis um 100 km. veg um jólaleytið. (Frá ferðum Stefáns Filipussonar). Þorsteinn Konráðsson: Ferð í Ásgarðsdal sumarið 1940. Þrautir og spil fyrir unga og gamla. Ásta: Inn til dala (kvæði). Björn Ólafsson: Vísir þrjátíu ára. Kristján Guðlaugsson: Vísir til dagblaðs í Reykjavík. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk: Þegar eg var rit- stjóri Vísis. Þegar Vísir var í hænsnakofanum og „svínastíunni“. (Viðtal við Pétur Þ. J. Gunnarsson, stórkaupm.). Axel Tliorsteinson: Minst samstarfsmanna. Axel Thorsteinson: Smáauglýsingarnar í Vísi. Kristján Guðlaugssop: Vísir — starfshættir í dag. Smælki. — Hitt og þetta. — Skrítlur. Um 80 myndir, þar af margar eftir ísl. listamenn, eru í blaðinli. Þetta er stærsta jólablað ársins — ódýrasta jólablað ársins. — f jölbreyttasta jólablað ársins 76 síður.-------Verð: 1 króna. ItfU eru adeins eftir 2 dagar til j óla, þó er ennþá mögnleiki að kaupa JOLA- GJAFIRNAR J

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.