Vísir - 22.12.1940, Blaðsíða 6

Vísir - 22.12.1940, Blaðsíða 6
Ví SIR Jólaminnisblað nr, 8 2 stórir dagar Annriki úti og inni — enn þá eiga mörg heimili eftir að baka. — Kaupa og matbúa Hangikjötið, best að Ijúka þvi af strax á morgun. f jólagrautana: I>. Epli, Sveskjur, Hrís- grjón, Rúsínur, Sago, Kartöflunijöl, Maizena, Mondamín, Semolina, Hrismjöl. — Búðings- duft. Búrvörur: Nýtt Blónikál, Gulrætur, Gulróf- ur, Hvítkál, Sítrónur, Gr. Baunir, Snittebaun- ir, Aspos, Spinat, Corattur, Bl. Grænmeti, Humar, Rækjur, Rækjumauk, Sandv. Spread, Mayonnaise, Caviar, Sardínur, Síld, Piparrót, Pickles, Hunang, Marmelaði. Jólavarningur ýmisk.: Kerti, Spil, Kon- fektkassar, Sælgæti i Jólapokana, Hnetur, Rúsínur, Súkkulaði, Orangeade, Cocklail- -Kirseber, Likörar, Kex, Jólavindlar. Hjá okkur eruð það þið, sem segið fyrir verkum! Hvað vantar enn þá í Hátíðamat- inn? Gófl eiginkona gefnr manni sinnm Magrellan í jóiagjöt Frk. Laufey Valdimarsdóttir: Ávarp til Reykvíkinga á vegiam Mæðra- styrksnefndar. Ávarp frá mæðrastyrksnefnd. Flutt í útvárpinu 17. desember af Laufeyju Valdimarsdóttur. Mæðrasfyrks'nefndjn er vön að leita til ykkar, Reykvíkingar, á hverju ári fyrir jólin. Fyrstu orð hennar til ylckar hljóta að vera þakkir fyrir alla hjálp ykkar, fyr og síðar. Mest af því fé, sem nefndin liefir undir höndum er fengíð ineð frjáls- um framlögum Reykvíkinga. Sumarheimilið fyrir mæður og hörn nýtur að sönnu styrks úr bæjar- og ríkissjóði, en um % kostnaðarins heftr venjulega fengist með gjöfum frá al- menningi, kostnaðurinn við Laugavatnsdvöl þeirra 50—60 kvenna, sem árlega njóta þar einnar glaðrar viku, er alger- lega greiddur með framlögum, þeirra þúsunda Reykvíkinga, sem kaupa Mæðrablómið og sú jólagleði, sem okkur hefir auðnast að færa mörgum fá- tækum heimilum er ykkur að þakka, Reykvíkingar. í fyrra fyrir jólin voru okk- ur gefnar 3007 krónur í pening- um og 320 krónur í úttekt úr búðum, og auk j>ess töluvert af fatnaði og matvæíum og dálít- ið af leikfóngum. Var þessum gjöfum skift á 170 heimili. Pen- ínga eða úttekt fengu 139, fatn- að 55 og matvæli 11, peninga eingöngu fengu 99, úttekt ein- göngu 8, úttekt og peninga 2, fatnað eingönu 28, matvæli ein- öngu 3, en 30 fengu peninga og vörur eða matvæli og fatn- að. Við færum ykkur innilegar þakkir þessa fólks og vitum, að margur hefði átt daprari jól ef þessi hjálp liefði ekki komið, þó ónóg væri. Því er svo liáttað nxeð starf- semi mæðrastyrksnefndar, að aðalhlutverk hennar er ekki venjuleg góðgerðasemi. Nefnd- in er mvnduð með samtökum allflestra kvenfélaga hér í hæ i því skyni að fá víðurkenningu þjóðfélagsins á starfi mæðr- anna, og hjálpa þeim til þess að léita réttar síns. Fyrst var at- Iwglinni beint að ekkjunum, sem verða að berjast við að koma upp börnum sínum og það var og er krafa okkar, að þjóðfélagið taki á sig fram- færsluskyldu hins látna eigin- manns, enda j>að skylda þess samkvæmt stjórnarskránni að sjá fyrir munaðarleysingjum, þó svo hafi orðið i reyndinni, að ekkjum hafi verið ætlað að Nera tveggja manna mákar að þvi leyti, að þær gætu bæði unn- ið fyrir börnunura og búið þeim heiniili, þvi hjálp þess opinbera þeim til handa hefir elcki verið talinn sjálfsagður réttur þeirra. Líkt má segja urn aðrar ein- stæðings mæður. Árangurinn af haráttu mæðrastyrksnefndar fyrir þessu máli hefir orðið sá, að fyrir nokkrum árum fengu ekkjur rétt til meðlags með börnum sínum á sama hátt og ógiftar mæður og fráskildar konur og þó þessi íög væru ekki eins fullkomin og við hefðum óskað, hafa þau þó orðið til mikils gagns og eru fyrsta spor ] í rétta átt, þrátt fyrir það, að ! meðlög þessi nægja ekki til | framfærslu barnanna, svo leita i verður aðstoðar bæjar- og sveit- \ arsjóðs til viðbótarstyrks, ef um atvinnu- og eignalausa móður er að ræða. Á skrifstofu mæðrastyrks- nefndar eru veittar upplýsing- ar um þau ýmsu lög, sifjalög, framfærslulög og tryggingarlög og fleiri lög, sem snerta rétt- indi mæðra og barna og þeim er hjálpað til þess að neyla rétt- ar sins gagnvart þjóðfélaginu og feðrum, barna þeirra. Þessi starfsemi Iiefir orðið samtvinn- uð góðgerðarstarfi nefndarinn- ar af þeim eðlilegu ástæðum, að kynning okkar á högum þess- ara kvenna hefir sýnt okkur hve hjálparþurfi þær voru, og vak- ið lijá okkur einlæga ósk um að geta veitt þeim einhverja hjálp og sýna þeim, að fylgst væri með lífsbaráttu þeirra. Þess vegna er það, að svo mik- ili hluti þeii-ra kvenna, sem not- ið liafa sumardvalar á vegum nefndarinnar eða hlotið hafa jólagjöf, eru konur, sem við lengi höfum, þekt og sem ekki bera sig fram sjálfar, heldur treysta því, að við gleymum þeim ekki, en altaf stækkar sá liópur, sem við kynnumst og altaf bætast við hjálparheiðnir. Nú er það svo, að mikill hluti einstæðra mæðra, ekkna, ógiftra og fráskilinna kvenna, verður að þiggja einhvern sveitarstyrk og koma því ekki til greina við úthlutun stærsta góðgerðarfyrirtækisins, sem starfar hér í bæ um jólin. Þó konur þessar vinni utan heim- ilis að hreingerningum eða þvottum hrekkur það venju- iega skamt, það verður að vera aukavinna með heimilisstörf- um þeirra, sem þrótt hafa til þess að vinna þannig, en mjög margar þessara kvenna eru heilsulitlar, margar eiga ekki Iieimangengt frá ungum börn- um og yfirleitt þurfa börnin á öllum aldri umönnunar móður- innar og er hættulegt að þau séu í reiðuleysi á meðan að móðirin er úti að vinna. Það er þá ekki um annað að gera fyrir þann, sem er eignalaus og á engan að, en að leita sveitar- innar. Þessi hópur mæðra og barna er svo miklu stæ^ri en menn. grunar. Einstæðingsmæð- ur, ekkjur, fráskildar og ógift- ar skifta niörgum liundruðum i Reykjavík og konur þessar og hópur sá, sem fylgir þeirn, börn á framfærslualdri, unglingar, sem í venjulegu árferði búa við atvinnuleysi, og gamal- menni og sjúklingar á framfæri þeirra, skiftir sennilega 2—3 þúsundum í Reykjavík. Þelta fólk býr yfirleitt við mjög bág kjör og þó rneira sé nú um vinnu en venjulega, þá getur fjöldi þess engin not haft af henni og verður því að leita hins opinliera. Nú lifum við svo mikla dýr- tið, að laun venjulegra launþega hrökkva illa fyrir daglegum þörfum, hvernig hlýtur þá líf þeirra mæðra að vera, sem eiga að framfleyta lifi sínu og barna sinna á opinberum styrk. Tök- um til dæmis ekkju, sem á 3 börn innan 15 ára aldurs. Hún mundi fá með þeim meðlög sem svaraði 125—150 kr. sam- tals á niánuði, eftir aldri barn- anna. Hefði hún engar aðrar tekjur, fengi hún húsaleigu til viðbótar, en engan styrk fyrir sjálfa sig nema sjúkrasamlags- gjaldið, nema sérstaklega stæði á. Húsaleigö handa slíku heim- ili hefir bærinn áætlað 50 krón- ur á mánuði, og ef húsnæði fengist ekki fyrir það, yrði við- bótin oftast að dragast af þess- um framfærslueyri. Nærri má geta hve langt 125—150 krónur á mánuði hrökkva fyrir fæði, hita,ljósi,fatnaði og ölluni, þörf- um fjögurra manna heimilis og verða þó ef til vill að skerða þessa upphæð vegna húsaleig- unnar. Þá eru oft á slíkum heimilum, skemri eða lengiíi tíma, sjúklingar, gamalmenni eða börn, sem ónógt, slitrótt eða ekkert meðlag fæst með. Nú eru jólin að nálgast, sá tími, sem við elskum öll af því, að liann veitir okkur drauma um hetra heim, og við jólin eru hundnar margar okkar bestu minningar um það, sem veitt hefir lífi okkar gildi. Við vitum öll, að góðvildin ein varir, hvernig sem alt veltist í veröld- inni. Á þessum, hræðilegu um- brotatímum, þegar aðrar þjóðir verða að þola raunir, sem eru meiri en svo, að við fáum skilið þær nema að litlu leyti, þá liljótum við þó að finna djúpt í hjarta okkar skyldleikann á milli mannanna ekki síst innan þessarar litlu þjóðar, og þörf- ina á því að mennimir finni til hverir með öðrum, og að hver hjálpi öðrum eftir mætti. Hjálpið Mæðrastyrksnefnd- inni til þess að flytja góðvildar- hug ykkar, Reykvikingar, til sem flestra, sem þurfa þess með að fá hjálp í orði og verki. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaðm. Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 érd. Allir ern önnnm kafnir ini fyrir Jolia. Engriun liefur tírna til að ramlia liiið lir kiið til að athngra livar gfera á |dla- innkaupin. Kanpmenii! Sparið fdlkinu dinak ogr aukið verslun ,vðar. nieð því að augrlýsa 1 i’ÍSl Engin jól án hijómlistar. Komnar eru nú Ctrammófónplöturnar, NÖTUENAR, STRENGIRNIR, BOGARNIR, FIÐLUKASSARNIR og Blokkflanturnar ». a.,«. n. Hlj óðfærakúsid. Fylgist með fjöldanum á Jólasölu Edinborgar Daglega nýjaF vörur. HRISMJOL LJÖST OG FÍNMALAÐ VISIS-KAFFIÐ gerir alla glaða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.