Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 24. apríl lí)41. 92. tbl. ÞjóOverjar hefja sókn á öllu svæðinu miili Artaflóa og Lamiaflóa. Bardagar byrjaðír í Laugaskarði- Feikna viðbúnaður bak við víglínu Þjóðverja. EINKASKEYTI frá United Press London, í gærkveldi. r- j Ifregnum, sem bárust til London í gærkveldi var frá því sagt að búizt væri við, að Þjóðverjar byrjuðu hörðustu árás sína í Balkanstyrjöld- inni til þessa, þá og þegar, á hina nýju varnarlínu Breta og Grikkja milli Artaflóa og Lamiaflóa.Þegar hefir kom- ið til átaka í Laugaskarði og eru þar Ástralíumenn og Nýsjálendingar til varnar. Þjóðverjar halda uppi ógurlegum loftárásum á víg- línu bandamanna. Undir eins og birta tekur koma steypiflugvélar og Messerschmidtflugvélar og flugvél- ar af gerðum, sem ekki var kunnugt, að Þjóðverjar ætti, og er varpað sprengjum yfir vígstöðvar Breta og Grikkja. Margar þýzkar flugvélar hafa verið skotnar niður og fjölda margar orðið fyrir skemmdum. Allt bendir til, að Þjóðverjar ætli að knýja fram úrslit sem skjótast og leggja sig alla fram til þess. prezkir hermenn, sem teknir voru til fanga af Þjóðverjum, en komust undan til brezku vígstöðvanna, segja að feikna undir- búningur sé bak við vígstöðvar Þjóðverja. Sáu þeir skriðdreka í hundraðatali og voru þeir ekki stríðsmálaðir, heldur svartir, með rauðum hakakrossum. Hvarvetna voru bifhjól, skriðdreka- herflutningabifreiðar og krökkt af þessu á öllum vegum, og hefðu Þjóðverjar orðið fyrir miklu tjóni af völdum loftárása brezku flugvélanna, sem hafa haldið uppi árásum bak við víg- stöðvamar. Af ríkusty r j öldin Sóknin harðnar við Dessie. — Vel heppn- uð áhlaup við Tobruk. London i gærlcveldi. Suður-Afríkuliersveitum veit- ir nú betur í bardögunum í bæð- unum við Dessie, en aðeins þar veita ítalir í Abessiníu nu snarpa mótspyrnu. Tafðist framsóknin þar um skeið vegna mikilla vegaspjalla, en nú þjarma Suður-Afríkumenn mjög að Itölum. I t Ástralíumenn gera áhlaup að næturlagi. Ástralíuhersveitir í Tobruk Iiafa gert tvö vel lieppnuð á- hlaup að næturlagi, frá Tobruk. Álilaupin komu ítölum og Þjóð- verjum algerlega á óvænt og tóku Ástralíumenn 17 yfirfor- ingja höndum og 430 heínrienn aðra. — Flestir fangarnir voru italskir. LiófiársisiriiíiB* á \ Itrcfst og- l*l$nioutJi. London í gær. Tvær árásir voru gerðar á Brest í fvrrinótt og er kunnugt, að herskipin Gneisenau og Scharnhorst liggja þar enn. — j Sennilega hafa þau orðið fyrir , skemmdum, og er það orsökin. í Margar sprengjur komu niður á árásarsvæðin. I loftárásinni á Plymouth í urðu 3 kvikmyndahús fyrir \ sprengjum, pósthús og tvær stórbyggingar aðrar (verzlunar- bús). Bretar fá tundurskeytabáta frá Bandaríkjunum. Knox flotamálaráðherra skýrði frá því í gær, að Bretar væri búnir að fá eða væri í þann veginn að fá 20 hraðskreiða tundurskeytabáta frá Banda- ríkjunum, samkvæmt láns- og leigulögunum. Þeir geta farið með 60 sjómílna hraða, hafa tundurskeytapípur, vélbyssur og djúpsprengjuútbúnað. —1 Verið er að smíða enn lirað- skreiðari háta. Wavell nýtur fyllsta tra«sts brezku stjórnarinnar. Eins og áður hefin verið get: ið, hefir Sir Thomas Blamey, yfirherforingi Ástralíumanna í Brezka flughernum hafa verið afhentar 1000 ílug- vélar frá U.S.A. og Kanada Úr ræðu Beaverbrooks láv. í efri málstofunni í gær. London, í gærkveldi. Beaverbrook lávarður skýrði efri málstofunni frá því í gær, að fyrir misseri hefði hann getað skýrt frá því, að feikimiklar pantanir af hernaðarflugvélum hefði verið gerðar í Bandaríkj- unum, en nú gæti hann skýrt frá því, að feikna miklar afhend- ingar á flugvélum að vestan hefðu átt sér stað. Búið væri að af- henda flughernum 1000 flugvélar, sem smíðaðar voru í Kanada og Bandaríkjunum, og meðal þeirra væri hin kanadiska Hurri- cane-orustuflugvél. Frá Bandaríkjunum hefði komið þessar gerðir: Liberator, Glenn Martin, Brewster Buffalo o. fl. Allt eru þetta góðar flugvélar, tilbúnar til orustu og þeir flugvélahreyfl- ar, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum standast samanburð við það bezta, sem annarsstaðar er framleitt af þessu tagi. Margar ámerískar flugvélar eru þegar i notkun, sagði liann, og eg hefi ekki orðið lirifnari, en þegar fyrsta risa-sprengjuflug- vélin kom, að afstöðnu met-fliígi, til þessa»lands. Þessar stóru flugvélar eru afhneiri en Stirling-sprengjuflugvélarnar brezku og geta borið meiri sprengjuþunga. Brezka flugmálaráðuneytið Iiefir seinustu daga fengið 95 flugvélar sjóleiðis, 359 smálestir af varahlutum og 336 flugvélahreyfla. Vitanlega liefir verið um tap að ræða, vegna þess að skip hafa verið skotin í kaf, en það er oss bót, að vér vitum, að straumur flugvélanna að vestan vex stöðugt um leið og framleiðslan vex heima fyrir, en hún var 2% sinnum meiri í marz en hún var fyrir einu ári. Aðalhæúa Aþennborgrar. Einkaskeyti frá U. P. London, í gærkveldi. Aþenuborg stafar mest hætta frá framsókn þriggja brynvarðra her- deilda (Panzer-division), sem brutust yfir Olymp- us-fjall. Ef þessar her- deildir komast yfir fjöll- in milli Arta og Lamia- flóa, er flatt og greiðfært land framundan. Herdeildir þessar sækja meðfram járnbrautinni til Aþenu. (Sjá kortið í Vísi í gær). Júgóslavar ætla að halda áfram baráttunní. Anthony Eden utanríkismála- ráðherra skýrði frá þvi í neðri málstofunni í gær, að Pétur konungur Jugoslaviu og ríkis- stjórn hans hefði tekið sér að- selur í landi við austanvert Mið- jarðarhaf (í skeyti til Vísis seg- ir í gær, að hann væri kominn til Jerúsalem og stjórn hans) og liefði liann og ríkisstjórnin tjáð brezku stjórninni þá ákvörðun, að halda áfram, baráttunni með Bretum. Lýsti Eden ánægju brezku stjórnarinnar yfir þess- ari ákvörðun og kvað Breta mundu hjálpa Jugoslövum eft- ir megni og setja sér það mark- mið, að Jugosalvia yrði endur- reist að styrjöldinni lokinni. Beaverbrook lávarður skýrði frá því, að sprengjuflugvélarn- ar hefði farið á 714 klst. vfir hafið (stranda milli), og hefði aðeins ein flugvél farist í slikum ferðum, en Þjóðverjar hefði spáð þvi, að þetta mundi ekki ganga Bretum að óskum. Þá sagði Beaverbroole lá- varður, að bráðum yrði ef til vill farið að fljúga orustuflugvélum frá Bandaríkjunum og Kan- ada til Bretlands ,,aðra leið en sprengjuflugvél- amar fara (norðurleið- ina?). Styrkið Sumargjöf! Kaupið merki dagsins og sækið skemmtanirnar! Læknablaðið, i. tbl. 27. árg. er nýkomið ut. Efni: Verkir í fptum (Kristján Hannesson), Úr erlendum lækna- ritum og Ýms fróðleikur. Grikklandi, verið skipaður vara- yfirlierforingi Bretahers i hin- um nálægu Austurlöndum, og er hann því næstur Sir Archi- bald Wavell yfirherforingja að völdum. — Það vakti nokkura atliygli, að Moyne lávarður lýsti yfir því í efri málstofunni i gær, að Wavell yfirherforingi nyti fyllsta trausts brezku stjómar-. innar og liefði vald hans ekki verið skert. \ Þjóðverjum hefir ekki tekizt að hindra flugvélaframleiðsl- una í Bretlandi. Þjóðverjum hefir ekki tekizt að hindra flugvélaframleiðsluna í Bretlandi, þvi að þær eru ekki lengur framleiddar á árásar- svæðunum, lieldur á víð og dreif um allt land. Þannig væri ein stór flugvélaverksmiðja nú starfrækt á mörgum stöðum í 5 greifadæmum, þ. c. framleiðsla einstakra flugvélalduta, en sam- setningin fer fram annarsstað- ar. Víðavangshlaupið: Nöfn keppenda og hlaupleið. Kl. 2 í dag hefst Víðavangs- hlaup í. R. hjá Alþingishúsinu, eins og skýrt var frá í Vísi í fyrradag. Keppendur eru 15. Að þessu sinni verður þessi leið hlaupin: Frá Alþingishús- inu vestur Kirkjustræti, Suður- götu og Melana suður fyrir Há- skólla, þar niður Vatnsmýrar- túnin og yfir þau, — eftir leið- armerkjum austur á Laufásveg, Laufásveg norður um Kenn- araskólann, Barónsstíg, Berg- staðastræti, Skólavörðustig, Maívælasköm mtunin. Framve^is fá bakar- ar ité&mm mjoiToru iil fratMlefðslu §kömt- iisuinaro. Vísi hefir borizt eftirfarandi j veitingastarfsemi í landinu. frá Skömmtunarskrifstofu rík- isins: Eins og kunnugt er, var það á- kveðið strax og liafnbannið var sett á landið, að minnka mat- vöruskammtinn til ahnennings. Var það gert á þann liátt, að lengja útlilutunartímabilið um einn mánuð, eða til 1. ágúst n.k. Samthnis þessari ákvörðun var úthlutun skömmtunarvar- anna í yfirstandandi mánuði minnkuð um helming frá því sem A’erið hafði lil iðnreksturs og framleiðslu á þvi brauði i brauðgerðarhúsum, sem ekki er skömmtunarskylt. Einnig var minnkað að verulegum mun það magn skömmtunarvaranna, sem áður hafði verið notað til Þegar þessir skammtar voru minnkaðir, var iðnrekendum og bökurum, jafnframt tilkynnt, að ekki væri hægt að taka frekari ákvörðun um úthlutun til þeirra, fyrr en vitað væri livern- ig til tækist um aðflutninga til landsins. Með því að enn er allt í óvissu um aðflutningana, verð- ur ekki hægt að úthluta fyrst um sinn neinum skömmtunar- vörum til framleiðslu á öðrum, vörum en skömmtunarskyldum brauðum, }>ar sem ti*yggja verð- ur eftir föngum, að þær skönnntunarvörur, sem til eru í landinu, gangi fyrst og fremst í hinn almenna matvæla- skannnt. Bankastræti, Austurstræti vest- ur að Búnaðarbankanum. Þátttakendur eru: 1. Kristinn Guðjónsson (K.R.þ 2. lÓskar A. Sigurðsson (K.R.) 3. Sveinn Kristjánsson (Í.R.) 4. Haraldur Þórðars. (Stjarn- an) 5. Indriði Jónsson (K.R.) 6. Sigurg. Ársælsson (Á.) 7. Ragnar K. Sigurjónsson (Iv. R.) 8. Guðm. Þ. Jónsson (U.M.S. Kjós.) 9. Oddgeir Sveinsson (K.R.) 10. Signrjón Jónss. (U.M.S.K.) 11. Magnús Guðbjörnsson (Iv. R.) 13. Guðjón Hansson (Á.) 14. Þór. Þórarinss. (U.M.S.K.) 15. Jónatan Jónsson (Á.) Lokað fyrir vatnið í 16 húsum. Eftirlitsmenn Vatnsveitu Reykjavíkur fóru um bæinn í aðfaranótt þriðjudagsins og í fyrrinótt, til þess að aðgæta, hvcrt fólk léti vatn renna í sí- fellu. Aðfaranótt þriðjudagsins varð þess vart allvíða, að að vatn var látið renna og í níu húsum sáu eftirlitsmenn vatnið streyma niður. — Var lokað fyrir vatnið i þessum liús- um í gær og verður opnað aftur að þrem dögum liðnum. Visir hafði tal af Helga Sig- urðssyni verkfræðingi í gær- kvöldi, en hann var ásamt fleir- nm á eftirlitsferð um bæinn i fyrrinótt. Skýrði hann blaðinu svo frá, að í fyrrinótt liefði vatnsrennsli fundist í 69 húsum samtals, ■ en liinsvegar hefði vatnseyðslan verið nokkuð mivni þá en áður. Helgi sagði að víða hefði suð- að í pípum, þótt ekki hefði ver- ið vakið upp í þeim húsum, en suðið benti til þess, að vatn væri látið renna. Sumstaðar gelur þetta að vísu stafað ái' því, að vatnsbanar og klosett sé óþétt, og ætti fólk að láta kippa þvi í lag bið fvrsta. Lögreglan aðstoðaði við eftir- litið og mun gera það næstu nætur. Hefir nú verið lokað í 16 hús- um samtals. í 9 húsum eftir að- faranótt þriðjudagsins og í 7 húsum eftir aðfaranótt mið- vikudagsins. Lokað liefir verið í eftirtöld- um húsum: Bifreiðastöðin Bifröst, Hvg. Hverfisg. 16. Lindarg. 26. Brekkust. 6. Benzinstöðin Lækjarg. 6. Bifreiðast. Steindórs, Aðalstr. Benzínstöðin Vesturg. 2. Nýlendugata 11. Bergstaðastr. 38. Hallveigarstíg 10. Lækjargata 8. Lindargata 42 A. Laugav. 50 B. Grettisg. 8. Vesturg. 4. Vesturg. 14 B. Athugunum verður lialdið á- fram og lokað fyrirvaralaust, ef óþarfa vatnsrennsli verður ítrekáð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.