Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 24. apríl 1941. VÍSIR 3 GLEÐILEGT SUMAR! Þökk fyrir veturinn. Veitingasalan Oddf'ellowhúsinii. 0!^ll^!l!!^][^!li!^]t^!ll!^]I^!IS GLEBILEGT SUMARI Konráð Gíslason. S3iSalí^aiiSg![^Í GLEÐILEGT SUMAR! Viðtækjaverzlun ríkisins. GLEÐILEGT SUMAR! Nordals-íshús. GLEÐILEGT SUMAR! Verzlunin Brynja. GLEÐILEGT SUMAR! Þökk fyrir viðskiptin á vetrinum. Blómaverzlunin Flóra. GLEÐILEGT SUMAR! GEFJUN — IÐUNN, Verksmiðjuútsalan, Aðalstræti. Skattalagafrumvarpið nýja (EcL nr, 178), varðandi sjávarútgerðina. Hér er ekki rúm til að ræða ' um þá þinglegu aðferð, að rjúfa gefin loforð (lög nr. 93, 1938 og nr. 39, 1940), eða liversu langt þingið má leyfa sér að ganga gegn ákvæði stjórnarskrárinn- ar um friðhelgi eignarréttarins, og um mismunandi rétt og skyldur þegnanná í sama (frjálsa!) þjóðfélaginu. Eða þá sanngirni, að útiloka lilla Vaxta- greiðslu af innieign manna fvrir liðnu lapárin, nema með gífur- legum og margföldum skött- um, fyrst Iijá félögum og svo hjá hverjum einum. — Hversu mundi mönnum i samvinnufé- lögum (,,Kron“), mjólkurbú- um o. s. frv. líka það, ef slík liöft ög kvaðir væru settar á út- borganir arðs til þeirra? Ekki verður heldur hér rætt um af- leiðingarnar af því — fyrir at- vinnu fólks og afkomu þjóðar- innar — að nú, þegar séð er livert löggjöfin stefnir, þá lækka í verði liluíabréf útgerð- arinnar. Menn vilja selja og losa sig, sem áður vildu kaupa. Losa sig líka við að veiða fiskinn og eiga á hættu að selja Iiann. — Það er ekki von á góðu, meðan Alþingi er svo gagnsýrt af á- hrifum kommúnista og skoð- anabræðrum þeirra, að það segi við útgerðarmenn: Þið megið tapa, en ekki græða. Vafaatriði. Hér verður aðeins eitt vafa- atriði í nefndu frumvarpi gert að umtalsefni. Af þvi að ekki eru allir útgerðarmenn samhuga eða jafn skilningsgóðir á því atriði, þá óskum við hinir skilnings- sljóu, að fá opinberlega úr þvi skorið, hvern skilning löggjafar og íramkvæmdarvald (skatt- stjóri og fjármálanáðh.) leggja í það. Atriði þetta er um það fá- ránlega fyrirbrigði, að teljá greiddar skuldir varasjóð. I 2. gr. nefnds frumv. segir svo: „Ef nokkuð af ársarði þess- ara félaga (þ. e. útg.fél.) er lagt í varasjóð, þá er helmingur þeirrar upphæðar undanþeginn tekjuskatti“ (ásamt venjulegum hortitti: útþynning sama efnis). Þar á móti er eitt af „skilyrð- um“ fyrir „ívilnun“ (um að mega draga tapið frá skatti) i 4. gr., e liðnum síðari, orðað1 svo: „Að tekjur þær, sem und- anþegnar eru skattgreiðslu vegna tapsfrádráttar, teljist til varasjóðs“, o. s. frv. Og í grein- argerðinni síðast er þelta út- skýrt svona: „Lolcs eru fyrir- mæli um það ,að allar þær upp- hæðir, sem heimilt er að draga frá skattskyldum tekjum ársins 1940 vegna rekstrarhalla á fyr- greindu tímabili, skuli teljast til varasjóðs hjá viðkomandi fyrir- tæki“ (ásamt langri þvælu i við- bót). Þessar tvær greinar sýnast nú nokjaið mótsagna kenndar. Og livað á öll þessi 4. gr. viðbót að þýða, ef ekkert á að fara eftir henni við ákvörðun nýbygging- arsjóðs og skafla? En að það skipti engum smá- munum, eftir hvorri greininni er farið, skal eg sýna með ein- földu dæmi. Og vitanlega með nærri lagi, en ekki nákvæm- um tölum, frá einhverju útgerð- arfélagi: Þénustan öll árið 1940: 800.000 kr. Skuldir og löglegur frádráttur 400.000 kr. Ef þessi tekjuafgangur allur er talinn varasjóður (sbr. 2. gr.), þá gef- ur hann í nýbyggingarsjóð 40% = 160.000 kr. og til skattgreiðslu 200.(K)0 kr. En ef á sama hátt væri farið eftir 4. gr„ þá væri „varasjóður“ 800.000 kr„ 40% þar af í nýb.sjóð = 320.000 kr. og 400.000 kr. til skattgjalds. Skattur ætti þá að greiðast af öllu, sem var umfram reksturs- kostnað og skuldir. Og hvað mikill verður nú skatturinn af 400.000 kr. ? 1) af 50.000 kr. = 14.980 kr. 2) af afgangi 350.000 kr. 40% = 140.000 kr. 3) Strið- gróðaskattur (Ed. frumv. 179) af 200.000 kr. = 26.000 kr. 4) af afgangi 200.000 kr. 35% = 70.000 kr. Þessir skattar gera 250.980 kr. Hvar ætti að taka þá fúlgu í dæminu, þegar húið væri að fesla meginhluta alls tekju- afgangs í nýb.sjóði? Eða til livers væri að kalla það 320.000 vi’. sjóð, sem samtímis þyrfti að taka úr 170.890 kr.? Og livar ætti svo að taka til viðbótar nokkra tugi þúsunda i útsvar handa bænum. Líklega þarf hann síns með, ekki síður en rikið. Enn ríkir á Alþingi sú stefna að ráðast á Reykjavikur- bæ, og það glapræði, að taka ekki sameiginlega aðal skatta, hæði til ríkis og bæja. Af þeirx-i skattasummu sem nefnd vai% tekur xíkið 112.580 kr„ en af „stríðsgróðanuin“ að- eins slettir það í bæjarfélagið einum 38.400 kr. Þetta eru verð- launin fyrir það, að mestallar tekjur ríkissjóðs koma frá Reykjavík, og bæði beinlínis og óbeinlínis frá sjávarútgerð landsmanna. Þó maður geti ekki sagt, hve mildu illu og óhyggilegu megi trúa nú á dögum, þá skal það tekið fram aftur, að dæmið hér að ofan er sýnt fremur til að sanna, að svona mikinn mis- skilning má ekki vekja með illa orðuðum lögum, heldur en að eg trúi á svona illa framkvæmd. Löggjafai’nir nú á dögum þyrftu að kynna sér betur fornu lýðfrelsislögin. Þar <ru ekki mótsagnir, hortittir og málrófs- vaðall. V. G. Háskólafyrirlestur um gríska menningu, Á föstudaginn kemur mun Mr. C. B. S. Harris verzlunar- ráðunautur flytja fyrii’lestur á vegum Háskóla íslands, er hann nefnir: Þakkarskuld Breta til grískrar fornmenningar. Fyrir- lesturinn liefst kl. 6,15 og vei’ð- ur fluttur i hátíðarsal Iláskól- ans. Skuggamyndir verða sýnd- ar til skýringar. Mr. Harris lauk magisterprófi i Iclassiskum, fræðum við liá- skólann í Oxford og var þá kos- inn „Fellow of All Souls Coll- ege“. Hann hélt áfram í Banda- rikjunum, lauk doktorsprófi og gerðist kennari í fornaldarfræð- um við Oxfordháskóla. f fyrirlesti’i sínum mun Mr. Harris ræða um hina sérstæðu menningu Forn-Grikkja og um áhrif griskrar menningar á brezk-t menningarlif. Úlvarpið í dag. Kl. io.oo Morguntónleikar: a) Þorleikur a8 „Jónsmessunætur- draumnum“, eftri Mendelsohn. b) Symfónía nrr 6, eftir Beethoven (þlötur). íi.oo Skátamessa í Dóm- kirkjunni. 12.00—13.15 Hádegisút- varp: aXÚtvarpshljómsveitin: Vor- lög. b) 12.20 Fréttir, c) 12.30 Á- varp frá Barnavinafélaginu „Sum- argjöf“. d) 12.45 Lúðrasveitin „Svanur" leikur. 15.30—16.30 Mið- degisútvarp: a) LúSrasveit Reykja- víkur leikur. b) 16.00 Hljómplöt- ur: Vor- og sumarlög. 19.00 Barna- tími (Systurnar Mjöll og Drífa). 20.00 Fréttir. 20.30 Ræða: „Vorið kemur" (Bjarni Bjarnason skóla- stjóri á Laugarvatni). 20.55 Kór- söngur: Vor- og sumarlög. 21.25 Danshljómsveit Bjarna Böðvarsson- ar. 2,i.55 Fréttir. Danslög til 23.00. GLEÐILEGT SUMAR! Slippfélagið í Reykjavík. GLEÐILEGT SUMAR! A Tóbakseinkasala ríkisins. f w % GLEÐILEGT SUMAR! ’ Raftækjaverzlun Júlíusar Bjönissonar. mmm GLEÐILEGT SUMAR! ,f. Hampiðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.