Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 2
2 VlSIR Fimmtudagrinn 24. apríl 1941- DAG BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Gleðilegt sumar! F öiluin hátíöisdögum ís- lendinga er einn þjóðleg- astur. Það er sumardagurinn fyrsti. Eins og nú hagar til, er sérstök ástæða til að minnast þessa. Á landi voru hafa tugir þúsunda erlendra hermanna tekið sér aðsetur. íslenzkt þjóð- erni og þjóðhættir hafa aldrei komizt i slíka raun. Það á ekk- ert skylt við þjóðrembing, þótt menn séu minntir á, að okkur er eklíi einungis skylt heldur nauðsynlegt, að halda trúnaði við það sem holt er og þjóðlegt. i fari okkar. Þessvegna á okkur að vera það hugleikið einmitt nú, að minnast þess dags, sem frá fornu fari hefir verið hátið- legur iialdinn, jafnt í sveitum landsins sem kaupstöðum. Hér í Reykjavík er dagurinn helgaður börnunum. Hvern hefði órað fyrir því í hilteð- fyrra, að svo færi, að senda yrði börnin burt úr Reykjavík, vegna yfirvofandi lof tárásarliættu ? Við sáum vigblikuna þykkna á suðurloftinu. Okkur uggði, að eitthvað kynni að ýrast á okkur, þegar óveðrið dyndi yfir. En enginn var svo bölsýnn að spá því, að óveðrið sjálft ætli nokk- urntíma eftir að skella á okkur. Nú hefir rás viðburðanna orðið sú, að við getum ekki talið okk- _ ur örugga, fremur en aðrir þeir, seip hafast við á ófriðarsvæð- inu. Þessvegna sendum við börnin upp í sveit, ekki einung- is til þess að fá þeirn héilnæma sumardvöl, heldur einnig til að forða þeim frá hættu. Nú þarf mikils við. Þúsundir bania verða að komast héðan. Þetta kostar mikið fé. Hver er sá, er ekki vill leggja eitthvað af mörkum til þess að forða litlu barni frá hættu? Um þessar mundirhafamenn óvenju mikið fé lianda á milli. Menn hafa áð- ur sýnt örlæti sitt, þegar úr litlu héfir verið að spila. Að þessu sinni munu menn verða stór- tækari, bæði af því að af meiru er að taka og að þörfin er marg- falt meiri nú en nokkru sinni fyr. Sennilega hefir aldrei jafn mikið öryggisleysi verið í heim- inum frá því sögur hófust og nú um þessar mundir. Þegar svo stendur á, er okkur hollt að minnast þess, að sætt er sam- eiginlegt skipbrot. Hætturnar, sem að steðja, fara ekki í mann- greinarálit. Þær grúfa jafnt yfir ungum og.gömlunx, ríkum og fálækum. Eðli þjóðarinnar er þá eitthvað breytt frá því, sem verið hefir, ef slíkir tímar geta ekki vakið samúð og bróðurhug í brjóstum manna. Við vitum ekki hvað þetta sumar, sem nú fer í hönd, ber í skauti sínu. Ný og ný vanda- mál ber að höndum með degi hverjum. Allt er í óvissu um siglingar til annara landa. ís- lenzkum skipum fjölgar í höfn- um inni, en fækkar á hafinu. Við höfum ekki forða nema til nokkurra inánaða. Áður kynnt- umst við því, að hafís hindraði samgöngur. Nú hefir sá „lands- ins fomi fjandi“ ekki gert vart við sig. Við höfum vanizt bar- áttunni við náttúruöflin, og orð- ið því sigursælli, sem okkur 17 nýir lögregluþjónar eru teknir við störfum Viðtal við Erling Pálsson, yfírlögregluþjón. Fyrir nokkiuru liafa 17 nýir lögregluþjónar bæzt í Jögreglulið bæjarins. Voru þeir á námslceiði um ára- mótin, en er því var loltið tóku þeir við störfum. Á nám- skeiðinu voru alls 19 menn og var einn þeirra frá Akra- nesi, en annar hefir verið sendur til löggæzlu á Aust- f jörðum. Vísir hefir átt tal við Erling Pálsson, yfirlögreglu- þ jón, um aukningu lögreglunnar og skýrði hann blað- inu svo frá: hefir vaxið þrek og manndóm- ur. Nú herja okkur önnur öfl, sem við höfum ekki vopnazt gegn. Eins og nú standa sakir, er ekki annað sýnna en að fram- leiðsla okkar lendi í hraki með vinnuafl, sökum liinnar erlendu samkeppni. Svona mætti lengi telja. Það eru hættur og erfið- leikar á vegi okkar, hvert sem litið er. Við eigum að sanna þroska okkar og menningu með því að sýna góðvilja og hjálpfýsi á hættutímum. 1 dag skulum við einbeita huganum að því, hvern- ig við getum bezt hjálpað til J>ess, að börnin komist burt á heilnæmari og öruggari staði. Við munum áreiðanlega ekki sjá eftir því fé, sem við látum af liendi rakna í því skyni. Sumardagurinn fyrsti er þjóð- legasti hátíðisdagurinn okkar. Það hefir alltaf verið talinn þjóðlegur háttur í fari okkar Is- lendinga, að hlaupa undir bagga með þeim, sem eru bjálpar þurfi. a Gerð Mnan§. Ef setja skal nú lög um ís- lenzka fánann, verður að end- urskoða gerð hans. Kemur þar tvennt til greina: I fjn'sta lagi má ekki ein- skorða lilutföllin þannig, að liægt sé að taka upp eða misnota fána af samskonar gerð en breyttum hlutföllum og segja að það sé ekki íslenzkur fáni. — Nærtækt dæmi um þetta eru hérlendar tilraunir fyr og síðar til að fá lögleiddan gríska blá- hvíta krossfánann með lítið eitt breyttum hlutföllum. — Vér verðum að slá því föstu, að krossfáni með þeirri niðurskip- un litanna, sem vér liöfum not- 1 að fyrirfarandi, sé íslenzkur fáni, hvaða hLutföll sem notuð eru. í öðru lagi ber að kannast við, að þótt menn kunni að liafa vanið sig við þau fljótliugsuðu hlutföll í fánanum, sem noluð hafa verið og liklega eru lekin upp eftir norska fánanum, þá fullnægja þau ekki viðurkend- um kröfum fegurðarlögmálsins. Til þess að litir fánans njóti jafnvægis, verða livitu rendurn- ar að vera breiðari. I núverandi lilutföllum er krossinn of harð- ur í nærsýn en rennur saman í fjærsýn. Litskyggnum mönnum þykir rautt og blátt fara illa saman, líkt og ómstróðir tónar láta í eyrum þeirra er hafa næma tónheym. Hvitur litur á milli mildar ósamræmið ef gætt er réttra hlutfalla miðað við þá litarlóna sem notaðir eru. Þar sem nú að svo stöddu ekki- mun hægt að lögleiða neina á- kveðna litartóna, er þá heldur ekki rétt að fastákveða nein of nákvæm stærðarhlutföll innan fánans, Iieldur gefa þar smekk- vísi manna og reynslu eitthvert svigrúm. H. J. Ritstjóraskipti hafa or'Öið að Útvarpstíðindum. Lét Kristján Friðriksson af rit- stjórn, en við henni taka þeir Gunnar M. Magnúss kennari og Jón úr Vör. í fyrsta hefti hinna nýju ritstjóra geta þeir nokkurra nýmæla, sem þeir hafa hugsað sér framvegis í Útvarpstíðindum. M. a. ætla þeir að láta blaðið koma hálfs- mánaðarlega út í sumar, og verð- ur árg. þá á 6. hundrað blaðsíður að stærð. Ákveðið hefir verið að bæta við’ nýjum þáttum í blaðið, þ. á m. svokallaðan „Orðabelg", þar sem skýringar orða og talshátta verða upp tekin og gagnrýnt það, sem miður fer í málfari voru. f bókmenntaþætti verða nýjar bækur gagnrýndar, í vísnadálki birtar smellnar vísur, og lóks hefir verið ákveðið að birta útdrátt úr dag- skránni aðra viku fram í tímann, svo að fólk, er fjarri býr, fari ekki á mis við dagskrána að öllu leyti. „Eins og kunnugt er jukust verkefni lögreglunnar gífur- lega, eftir liernámið og þurfa menn ekki annað en að virða fyrir sér umferðina hér í bæn- um, til |>ess að sjá eina lilið þeirrar aukningar. I Umsækjendur á 3ja hundrað. Með tilliti til þess þótti óhjá- kvæmilegt að auka lögregluna að verulegu leyti, en Reykja- víkurbær var ófús á að leggja meira fé i lögreglukostnað eða fjölga lögreglunni, svo að ríkis- stjórnin ákvað, samkvæmt til- lögu lögreglusljóra, að fjölga lögreglunni um 14 menn. Það virðist heldur elcki ósanngjarnt, að ríkið taki á sig nokkurn liluta þess kostnaðar, sem staf- ar af hinu breytla ástandi í bæn- um. Lögreglustjóri auglýsti síðan stöðurnar og urðu umsóknir á 3ja hundrað og margir þeirra ungir og efnilegir menn. En með því að það var afráðið, að þeir gengi undir strangt nám- skeið, er tæki 9 vikur, þótti hyggilegra að náða nokkura fleiri og leyfði ríkisstjórnin að valdir væri 4 menn í viðbót, í þvi augnamiði, að þeir yrði að ganga úr eftir námskeiðið, sem virtust hafa minnst skilyrði til að gegna starfinu. i Skilyrði. Algert skilyrði til að vera hæfur til starfans, var að hver einstaklingur væri heilbrigður til likama og sálar samkvæmt vottorði læknis og liefði engin líkamslýti. Þá var það og skilyrði, að menn væri vel að sér og kynni til hlítar að minnsta kosti eitt tungumál, t. d. dönsku eða ensku. Þá var enginn maður tækur í starfið, ef hann var eldri en 28 ára, enda eru flestir hinna nýju lögregluþjóna 23—27 ára. Námskeið og kennarar. Námskeiðið stóð í 10 vikur, eða viku lengur en til var ætl- azt í upphafi og stóðu allir þátt- takendur sig mjög vel. Námsgreinar voru m. a. þess- ar: Skýrsluskriftir, þjóðfélags- fræði, lögreglusamþykkt bæjar- ins og nauðsynleg atriði í lög- fræði, sem grípa óhjákvæmi- lega inn í lögreglustarfið, um- ferðarfræði, — svo sem um- ferðarbendingar, teikning gatna og mælingar á slysstöðum og framkomuaðferðir lögreglunn- ar viðvíkjandi öllu, er við kem- ur umferðinni, er daglega kem- ur fyrir —• sund og hjálp í við- lögum. Auk þess voru haldnir fyrirlestrar um ýms efni við- komandi lögreglustarfinu og mikil áherzla var lögð á leik- fimi og meðferð áhalda lögregl- unnar. Auk lögreglustjórans, fulltrúa hans og mín kenndu þessir menn á námskeiðinu: Próf. Ágúst H. Bjarnason þjóðfélags- fræði, Jónas Kristjánsson, lækn- ir, heilsufræði, Jón Þorsteinsson leikfimi, Jón O. Jónsson hjálp i viðlögum og lífgun o. s. frv. Að námskeiðinu loknu var haldið próf í öllum niámsgrein- unum, og þótti frammistaða allra svo góð, að enginn þurfti úr að ganga sökum vankunn- áttu eða hæfileikaskorts, að svo miklu leyti, sem prófin gátu sýnt það. Er mjög nauðsynlegt, að slík námskeið sé haldin, þvi að þau sýna fljótlega, hvað er í þátt- takendurna spunnið, auk þess sem þau eru viðvaningum mjög nauðsynleg. * Teknir við störfum. Ríkisstjórnin liefir nú leyft að allir þeir menn, sem gengu á námskeiðið, verði lögreglu- þjónar, en elcki að eins 14 þeirra, eins og ákveðið var í fyrstu. Er þetta vegna aukinnar þarfar á stærra lögregluliði. Sautján þessara manna eru lögreglu- þjónar hér í bænum, en sá átj- ándi er lögregluþjónn á Fá- skrúðsfirði. Er búið að skipta þessum mönnum milli varðsveitanna og eru þeir byrjaðir á störfum fyr- ir nokkuru. Jafnframt hefir varðsvæðum í bænum verið fjölgað, þ. e. a. s. bænum sldpt í fleiri og minni svæði og þýðir það aukna löggæzlu. Loks hefir verið settur fastur lögreglu- vörður við ]>á staði, þar sem umferð er sérstaklega mikil, en það var ekki Iiægt áður vegna mannfæðar lögreglunnar. Við væntum liins bezta af þessum mönnum. Þeir eru ung- ir og óreyndir enn þá, en við höfum ástæðu til að ætla að þeir reynist hinu ábyrgðarmikla starfi sínu vaxnir.“ I Umferðarvika á næstunni. Að lokum spyr tíðindamað- urinn frekari frétta hjá Erlingi og svarar hann því svo: „Lögreglan hefir í hyggju að hef ja bráðlega umferðarviku og er verið að lákveða, hvernig henni verður hagað. Sérstök á- lierzla mun verða lögð á að fá gangandi vegfarendur til þess að laga sig betur eftir umferðinni, en þeir liafa gert hingað til.“ Brezku hjálparbeiti- skipi sökkt. London i gærkveldi. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti í gærkveldi, að hjálp- arbeitiskipinu Rasputana hefði verið sökkt. Varð það fyrir tundurskeyti. — Skip þetta var systurskip Rawalpindi, sem sökk í Norður-Atlantshafi, eftir orustu við vasaorustuskipið Deutschland. Flotaárásin á Tripoli London, í gær. - Þrjú orustuskip tóku þátt í á- rásinni á Tripoli, og segir frétta- ritari, sem var á einu herskip- inu, að hvert orustuskipanna hafi skotið 300 smálestum skota á borgina, jen beitiskipin 100 smálestum hvert. Áður en herskipin liófu árás- ina, var gerð hörð loflárás á borgina. GLEÐILEGT SUMAR! HÓTEL BORG. GLEÐILEGTSUMAR! CUEÐBHEGY iUNAR I' ftáÆÁ fzjtíz veíurí/in. Verzlunín Björn Krístjánsson Jón Björnsson & Co. GLEÐILEGT SUMAR! Verksmiðjan Venus. »■ ■■■«■■■■■■■■■■■■■) GLEÐILEGT SUMAR! óskar {öllum viðskipla- vinum sínum Burstagerðin, ■ Laugaveg 96. • GLEÐILEGT SUMAR! Belgjagerðin. GLEÐILEGT SUMAR! £ Verzlunin Ásbgrgi, Laugaveg 139. %■■■■■■»■■■■■■■■» GLEÐILEGT SUMARI w&wróðMJvn GLEÐILEGT SUMAR! Þvottahús Regkjavíkur. GLEÐILEGT SUMAR! Efnalaugin Glæsir. ISMHaBBSBliSSiSSSH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.