Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 4

Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR Fimmtudag-inn 24. apríl 1941, GLEÐILEGT SUMAR! Kexverksmiðjan Esja h.f. GLEÐILEGT SUMAR! Ó. V. Jóliannsson & Co. GLEÐILEGT SUMAR! Verzlunin Vegur. GLEÐILEGT SUMAR! H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson. GLEÐILEGT SUMAR! Sjóklæðagerð íslands. GLEÐILEGT SUMAR! {tJ£ann6ergsCra>ður GLEÐILEGT SUMAR! | 1 H.f. Hamar. _______________________ Stefán Þorsteinsson; Reykvíkingar ogr garð^rkjan. Því var stungið að már hérha á dögunum, að allar líkur bentu til þess, að Iítið mundi verða unnið að garðyrkju í vor og sumar til sjávar og sveita. Var þetta rökstutt með því, hve geysimikil eftirspurn væri eftir vinnukrafti í landinu, og að kaupgjald væri svo hátt, að verkamenn í kaupstöðum hefðu ekki ráð á því að dútla við garðana sína, en bændum mundi reynast nógu erfitt, sök- um fólkseklu, að afla bústofni sínum vetrarforða. í þessu sambandi datt mér í liug gamla sagan um konung- inn, sem fékk þá ósk sína upp- fyllta, að allt sem hann snerti á yrði að gulli. Það endaði með því, að maturinn varð að gulli í munni hans. Það væri án efa hlolt fyrir Reykvíkinga -—- og alla íslendinga — að minnast sögunnar um Míkas konung á yfirstandandí tímum. Viðvíkj- andi afurðum garðyrkjunnar, þá hafa borgarbúar fengið á- þreifanlega að reyna það sama og konungurinn; þrátt fyrir allt „gullið“ hafa kartöflur og aðr- ir garðávextir vei-ði ófáanleg vara svo mánuðum skipti í vet- ur. Er nú ástæða til að ætla, að ástandið fari batnandi, verði betra í þessum sökum næsta ár? Frá mínum bæjardyrum séð er það fyrst og fremst und- ir landsmönnum sjálfum kom- ið, hvort svo verður eða ekki. Við megum ekki tengja vonir okkar við innflutning þessara afurða eða við neinn sérstakan mann í þessum sökum. Hver og einn verður hér að gera skyldu sína og hið opinbera verður að ljá sína styrku hönd því til stuðnings, að garðyrkj- an skipi þann sess í þjóðarhú- skapnum, sem hún á fyllsta rétt á. — Því verður ekki neitað, að örðugleikar þeir, sem mæta matjurtaræktinni á þessu vori eru miklir og mun alvarlegri en á undangengnuin árum, en því meiri ástæða er til að taka þessi mál föstum tökum. Fyrst og fremst er það kart- öflu-útsæðið, sem mun vera mjög af skornum kammti. Má ekki bæta úr þessu með því að taka matarkartöflurnar útlendu til útsæðis? Því verður ekki svarað hér en þetla er atriði, sem verður að taka til rækilegr- ar athugunar nú þegar. Þá er það áburðurinn. Miklir örðugleikar eru á því að fá út- lendan áburð um þessar mund- ir. Eittllvað mun þó vera til fyrirliggjandi af útlendum á- burði, einkum köfnunarefnis- áhurði í Reykjavík og von mun vera á skipi með áburð næstu daga. Hvort sem það nær landi eða ekki, þá er fyllsta á- stæða til þess að nýta þann á- burð, sem við ráðum yfir, á sem hagkvæmastan hátt og þannig, að garðyrkjan verði ekki útundan og sízt af öllu matjurtarækt kaupstaðabúa. Nokkur hörgull er á mat- jurtafræi i bænum, einkum gulrótafræi. Fræ gulrótanna getur geymst lengur en fræ flestra annara matjurta og eg tel ekki ósennilegt, að hinar stærri gróðrarstöðvar . í ná- grennji Rejykjavíkur ihafi eift- livað aflögu handa bæjarbúum. Vaári tíl of mikils mælst, að þetta væri athugað og fræinu komið á framfæri við bæjar- búa. Áður en eg læt útrætt um fræið, vil eg benda á að nauð- syn ber til að hefja nú þegar ræktun matjurtafræs í landinu sjálfu, eftir því sem ástæður leyfa. Sú frærækt yrði að sjálf- sögðu að vera tengd jjlrauna- stofnunum landsins, eða öðrum nátengdum. stofnunum. I ár riður á þvi, meir en nokk- uru sinni áður, að hinar ís- lenzku matjurtir komi á mark- aðinn sem fyrst að sumrinu. Því ber að vanda til ræklunar- innar strax frá upphafi eftir beztu getu. Eigendur gróðrar- stöðvanna liafa mun betri að- stöðu að rækta matjurtir á skömum tíma í gróðurhúsum sínum, en almenningur úti i görðunum. Væri til of mikils mælst, að matjurtaræktin sæti fyrir blómaræktinni á þessum erfiðu tímum? Þetta er atriði, sem þyrfti að alhuga rækilega frá öllum hliðum. Reykvíkingar hafa sýnt mik- inn áhuga og sligið stór spor í garðyrkjumálunum á undan- gengnum árum. Það er trú mín og von, að þeir leggi nú ekki ár- ar í bát þótt á mótí, blási. Þvert á móti eiga þeir að vanda til garðyrkjunnar og gera henni enn betri skil en hingað til og færa sér þá möguleika í nyt, sem fyrir hendi eru, eftir því sem frekast verður á kosið. Áttræður í gær: Magnús Bjarnarson prófastur. Síra Magnús Bjarnarson, fyrrum prófastur á Prestsbakka á Síðu, nú til heimilis á Borg á Mýrum — varð áttræður í gær. Síra Magnús er Húnvetningur að ætt og uppruna; bróðir Odds B j örnss. pren tsmiðj ueiganda á Akureyri. Faðir lians, Björn Oddsson, bóndi að Ifofi í Vatns- dal, var annálað prúðmenni og svo er síra Magnús, en jafn- framt einn liinn kempulegasti maður. Móðir hans Rannveig Sigurðardóttir, lcona Björns, var hráðgáfuð og mun frá henni runnin frásagnagáfa síra Magn- úsar, sem er fágæt og sérkenni- leg. Ef nokkuð skyldi lá síra Magnúsi á þessum minningar- degi lians, þá væri það hæverska sú, sem mun hafa aftrað honum frá því, að skrifa endurminning- ar sínar, er þær hefðu vafalaust orðið hin fróðlegasta og skemmtilegasta heimild um ís- lenzkt þjóðlíf um lians yngri ár og miðkafla æfi hans. Síra Magnús vígðist að Hjalta- stað í Norður-Múlaprófasts- dæmi; byrjaði búskap efnalaus, en komst brátt í álnir og var alla tíð einhver hinn farsælasti bóndi. Á Hjáltastað kvæntist hann Ingibjörgu dóttur sira Brynjólfs (Jónssonar?) {írests i Vestmannaeyjum; ágætri konu, og voru þau alla tíð samhent um að gera heimili sitt að rétt- nefndu höfðingjasetri, þar sem öllum var alúðlega tekið, hvort heldur voru sóknarbörn eða langferðamenn. Er fyrsta barn þeirra var á 1. árinu fluttu þau að Prestsbakka á Síðu í Vestur- Skaftafellsprófastsdæmi og þar eignuðust þau þrjú börn. Eru að eins tvö þeirra nú á lífi: síra Björn prófastur á Borg á Mýr- um, og Ingibjörg Ragnheiður, gift kona hér i Reykjavík. - Á Síðunni gerðist síra Magn- ús umsvifamikill héraðsmála- maður, og gegndi þar marg- háttuðum trúnaðarstörfum. Um hríð héldu þeir Guðlaugur heitinn Guðmundsson, sýslu- maður á Kirkjubæjarklaustri, þar uppi þróttmikilli góð- templarastúku. Nokkru eftir aldamótin þjónaði síra Magnús GLEÐILEGT SUMAR! \ íshúsið Herðubreið, Fríkirkjuvegi 7. GLEÐILEGT SUMAR! Verzlun B. H. Bjarnason. GLEÐILEGT SUMAR! Þvottahúsið Grýta. GLEÐILEGS SUMARS óskum við öllum viðskiptavinum okkar. Verzl. 0. Ellingsen h.f. GLEÐILEGT SUMAR! Friðrik Þorsteinsson. \ GLEÐILEGT SUMAR! Olluverzlun íslands h.f. GLEÐILEGT SUMAR! Jón Loftsson, Austurstr. 14. GLEÐILEGT SUMAR! Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.