Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 6

Vísir - 24.04.1941, Blaðsíða 6
6 V ISIR Fimmtudaginn 24. apríl 1941. GLEÐILEGT SUMAR! W-Oli iMÁLNiNGflR- W'ERKSMáOJRN GLEÐILEGT SUMAR! Heildverzhin Árna Jónssonar. GLEÐILEGT SUMAR! Litía Blómabúðin. GLEÐILEGT SUMAR! H. Benediktsson & Co. GLEÐILEGT SUMAR! Veiðarfæragerð Islands. GLEÐILEGT SUMAR! Skúli Jóhannsson & Co. Gleðilegt sumar 0 Tryggingarstöfiiim ríkisins. Leo Tolstoy: KORNEY VASILIEV I. Korney Vasiliev var fimmtíu og fjögurra ára, þegar hann kom seinast í hcimbyggð sina. Hár Iians var mikið og Iirokkið og hvergi farið að gnána. Síð- skeggið hans svarla var að eins litið eitt Ijósara efst. Hann var hraustlegur, hörundið mjúkt, liálsinn gildur og sterklegur, og hann var í góðum lioldum, eins og títt er um borgarhúa, sem ekki þurfa mikið á sig að leggja. Tuttugu árum áður var hann laus úr herþjónustunni og kom þá heim með fé nokkurt. Setti hann þá á stofn verzlun, en hætti bnátt að verzla og tók til að kaupa stórgripi á fæti, og rak þá til Moskva og seldi þá þar. I þorpinu Gayi átti liann steinhús með járnþynnuþaki og þar bjó gamla konan móðir hans, kona hans og tvö börn þeirra, drengur og telpa. Það var fátt annað heimilismanna, bróðursonur hans mállaus og heyrnarlaus, fimmtán ára að aldri, og vinnumaður. Korney var tvikvæntur. Fyrri kona hans liafði verið heilsuveil og dó, án þess að ala honum börn. Þegar hann var farinn að reskjast kvæntist hann aftur, hraustri stúlku og friðri, og var hún dóttir ekkju í næsta þorpi. Korney hafði liagnast svo vel í seinustu ferðinni til Moskva, að hann átti nú 3000 rúblur í reiðu fé, og þegar hann frétti frá einum samsveitunga sínum, að herragarðseigandi, sem var illa stæður, vildi selja skógar- spildu með góðum lcjörum, á- kvað Korney að gerast timbur- sali, en hann var slíkum við- skiptum vanur, því að hann liafði verið aðstoðarmaður timbursala, áður en hann gerð- ist hermaður. Á járnbrautarstöðinni — en Gayi er í nokkurri fjarlægð frá járnbrautinni, hitti hann einn sveitunga sinn, Kusma hinn halta. Kysnia ók daglega til járnbrautarstöðvarinnar, í von um að geta aurað sér eitthvað inn, með þvi að flytja ferða- menn og flutning þeirra. Kusma var maður snauður af fé og var meinilla við alla, sem komust vel af, en einkan- lega hafði hann imugust á Korney, sem hann kallaði Korn- ushka. Þegar Korney, ístrubelgurinn, kom út úr stöðvarhúsinu var hann svo búinn, að hann var í stuttum jakka, og síðum gæru- skinnsfóðruðum yfirfrakka, og bar tösku sína. Hann nam stað- ar eins og til þess að kasta mæð- inni og borfði í kringum sig. Loft var skýjað og vægt frost. „Lílið um flutning í dag, Kusma frændi,“ sagði hann. „Kannske þú flytjir mig, ha?“ „Ef þú vilt — eg set upp eina rúblu fvrir.“ „Eg befði nú haldið, að sjö- líu kópek væri nóg,“ sagði Korney. „Vel saddur maður ætli ekki að láta sig muna um þrjátíu kopek, þegar svangur vesaling- ur á i hlut.“ „Jæja, jæja,“ sagði Korney, „komdu þá,“ og um leið setti liann töskuna á sleðann og sett- ist i baksætið, makindalega. Kusma sat kyrr í sæti sinu. „Jæja, þú getur lagt af stað.“ í nánd við stöðina voru djúp hjúlför og ójöfnur, en er út á veginn kom var greiðfært. „Nú, hvernig líður ykkur, hérna í sveitinni?“ ^ „Héðan er fátt góðra tíðinda, það geturðu reitt þig á.“ „Er gamla konan, móðir min, á Iífi?“ „Ó, já, hún lijarir enn þá. Eg sá hana við kirkju liérna um daginn. Hún er enn á lífi, hún mamma þín, og eins unga kon- an þín. Hún þarf engar áhyggj- ur að hafa. Hún er búin að fá nýjan vinnumann.“ Og Kusma hló, einkennilega, fanst Korney. „Vinnumann? Hvað varð um Pétúr ?“ „Pétur er veikur. Hún réði Evstigny Bely frá Kamenka í hans stað. Evstigny er úr fæð- ingarþorpi hennar, eins og þú veist.“ „Það er svo,“ sagði Korney. Þegar Korney gekk að eiga Mörfu höfðu konur í sveitinni gasprað um hana og Evstigny. „Konur hafa of mikið frjáls- ræði nú á dögum, Korney Vas- ilievitch,“ sagði Kusma, „það er nú svo komið.“ „Svo segja menn,“ sagði Koniey. „Gráni þinn er farinn að eldast,“ bætti hann við og sló þannig út i aðra sólma. „Eg er lika farinn að eldast. Það er eins um klárinn og eig- andann,“ svaraði Kusma og sló með svipunni í klárinn, sem var horaður og óþriflegur. Um það bil miðja vega til Gajd var póststöð og veitinga- stofa og þar námu þeir staðar, að skipan Korney. Korney leiddi klárinn að drykkjaþró og fór að dunda við aktýgin og leit ekki á Korney, en óskaði sér þess, að Korney byði honum inn, „upp á glas“. „Viltu ekki koma inn og fá eitt staup, Kusma frændi?“ sagði Korney. „Þakka þér fyrir,“ sagði Kusma og lét sem liann hirti ekki um að hafa hraðann á. Korney keypti eina flösku af vodka og bauð Kusma í staup- inu. Kusma liafði ’ekki bragðað vott eða þurrt frá því snemma um morguninn, og þegar eftir fyrsta staupið fór að svífa á hann, og hann færði sig nær Korney og fór að segja lionum allt, sem skrafað var í þorpinu. En þar var um það hjalað manna milli, að Marfa hefði ráðið til sín gamla unnustann sinn og ekki væri enn dautt í kolunum hjá þeim. „Eg kenni í brjósti um þig,“ sagði Kusma, þegar bann var orðinn allþéttur. „Þetta er ekki eins og það á að vera. Menn hlæja að því, að það er farið á bak við þig og þig grunar ekk- ert. Bíðið, segi eg þá, bíðið þar til hann kemur heim. Svona gengur þáð til, Korney Vasilie- vitch.“ Korney hlustaði þögull á það, sem Kusma sagði, en liann hnyklaði brúnirnar og það var sem eldur brynni í dökku aug- unum hans. „Ætlarðu ekki að brynna hestinum? Þróin er tóm,“ sagði hann, þegar ölið var af könn- unni. „Við verðum að halda á- fram ferðinni.“ Hann greiddi fyrir flöskuna og gekk út. Það var farið .að skyggja er hann kom heim. Fyrsti maður- inn, sem hann kom auga á, var Evstigny Bely, en hann hafði ekki getað varist þvi, að hugsa um hann án afláts á heimleið- inni. Er hann leit á Evstigny, fölan og þreytulegan, hristi Korney höfuðið, eins og hann botnaði ekki neitt i neinu. „Karlskrattinn laug þessu upp,“ sagði liann við sjálfan GLEÐILEGT SUMAR! H.f. Hreinn. — H.f. Nói. H.f. Sirius. GLEÐILEGT SUMAR! K. Einarssoh & Björnsson. GLEÐILEGT SUMAR! Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. GLEÐILEGT SUMAR! Elis Jónsson, Reykj avíkurveg 5. GLEÐILEGT SUMAR! GLEÐILEGT SUMAR! Soffíubúð. GLEÐILEGT SUMAR! Silkibúðin. GLEÐILEGT SUMAR! H.f. Eimskipafélag íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.