Vísir - 19.12.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 19.12.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Ritstjóri Blaðamenn 1 Slmi: Auglýsingar . 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla S llnur Reykjavík, föstudaginn 19. desember 1941. 289. tbl. Japanir bafa komiO liOi á land á Hongkongeyju. Er nú barizt þar af miklu kappi. EINIÍASKEYTI frá United Press. London í morgun. Japanar hafa tilkynnt öðru livoru undangengin dæg- ur, að þeim hafi tekizt að koma liði á land á Hongkong- eyju, en ekki hafa |>ær fregnir verið staðfestar í Lon- don. Hefir þó verið játað, að erfitt sé að afla fregna frá Hongkong, koma sumar um Chungking, og eru 2—3 daga gamlar sumar, er þær berast til London. I morgun bárust fregnir, sem staðfesta, að Japanar hafa komið liði á íand á eyjunni og er barizt þar harðvítuglega. Tekið er fram í London, að ekki sé staðfestar þær fregn- ir Japana, að þeir hafi komið liði á land víða á eyjunni. Það er játað í London, að horfumar séu mjög alvar- legar. Aðrar fregnir herma, að Kínverjar haldi áfram sókn sinni við Canton. Milli Canton og Kowloon, á leigusvæði Breta, sem Japanir tóku áður þeir byr juðu árásimar á eyjuna, er járnbraut, sem Japanir hafa notað til herflutninganna til Kowloon. Kín- verjar segjast nú hafa eyðilagt brautina á löngum kafla og náð mörgum stöðvum Japana á sitt vald. Ef til vill er það nú undir því komið, að Kínverjar sigri Japana á þessu svæði, hvort Bretum tekst að halda Hongkong. Rommel á undanhaldi til Derna. Eftir 5 daga harðar orustur liéldu hersveitir Rommels und- an og er talið, að liann stefni liði sínu til Derna, en þar hefir hann mikla hirgða- og hækistöð. — Birgðastöðvar eru og hingað og jiangað úm sandauðnina. Gagnárásir þær, sem hinar þýzku og ítölsku hersveitir gerðu, er Rommel stjórnar, báru ekki árangur. Indverskar her- sveitir lirundu þeim, og tókst jafnvel að sækja fram, meðan áhlaupin voru gerð. — Meðal annars börðust þarna marg- reyndar hersveitir frá Punjab. Sennilegt er, að Rommel geti ekki lagt til orustu á ný, nema hann fái tima til að endurskipu- leggja varnir sínar og birgja lið sitt upp að vistum og skotfær- um á nýjan leik. Þess vegna leit- ar liann nú til Derna. Fylgja hersveitir banda- manna hratt eftir til J>ess að ó- nýta þessi áform Rommels. í brezkum blöðum er talið viss- ast, að gera ráð fyrir þvi, að Rommel geri nýja* tilraun til ófluga gagnárása, það sé að minnsta kosti vafalaust, að hann muni ekki gefast upp bardaga- laust, heldur berjast til þrautar. Hersveitir bandamanna sóttu fram 40—50 kílómetra i gær. Herskylda frá 19 ára aldri í U.S.A. Öldungadeild þjóðþings- ins í Washington hefir sam- þykkt, að lágmark her- skyldualdursins skuli vera 19 ára, en ekki 21 ár, eins og f ulltrúadeildin haf ði samþykkt. Þessi breyting var sam- þykkt með 79 atkvæðum gegn tveimur í öldunga- deildinni. Stórkostleg loft- árás á Brest. Aðaltíðindin frá Asiustyrjöld- inni eru frá Hongkong. Á Mal- akkaskaga hefir orðið lilé á bardögum, og gefst Bretum þá væntanlega tími til að búast til varnar, en þeir ætla að gera til- raun til þess að verjast við fljót nokkurt á suðurmörkum Ked- ahríkis. Á Filipseyjum hefir fátt markvert gerst eða á öðrum vígstöðvum í Asíu. Bandaríkjakafbátar liafa sökkt japönsku herflútninga- skipi og laskað tundijrspilli svo, að sennilegt er að hann liafi sokkið, en ekkert er tekið frarn um hvar þessar árásir hafa ver- Ið gerðar. Kínverjar segja, að Japanar liafi flutt aftur suður á bóginn allt herlið sitt úr fimm fylkjum i Norður-Kína, en jiessi fylki liafa Japanar haft á sínu valdi í 3 ár. Duff Cooper stríðsstjórnar- ráðherra hefir nú fengið fast aðsetur í Singapore, en á áfram, sæti í stríðsstjórninni og vex-ður i forsæti, er striðsráð Breta í Auslur-Asíu kemur saman á fund. Þjóðverjar verjist nú kappsam- lega á Mozhaiskvígstöðvunum. Fregn frá Washington hermir, að Roosevelt forseti hafi skýrt frá því, að flota- málasamkomulag hafi náðst milli Bandaríkjastjómar og flotafulltrúans á Martinique. Martinique er eyland í Vestur-Indíum, eign Frakka. Ekki er enn kunnugt frekara um samkomulag það, sem gert hefir verið, hvort flota- fulltrúinn hefir gert það án eða með vitund Vichystjórn- arinnar til dæmis, og heldur ekki er kunnugt hversu víð- tækt samkomulagið er, en líklegt þykir, að Bandaríkin hafi tryggt sér flotabækistöð þarna, meðan styrjöldin stendur. Rn§§ar §ækja enii fram á öllum ríg:§töðvum - - Búist viö, ad Þjóðverjar hérfí frá Volokolamsk og Orel og ef til vill langt vestiiF á bóginn. Fiunar segjast nú eigra fið ofur- efli liðs að stríða. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Framhald er á sókn Rússa á öllum vígstöSvum. Þeir hafa tekið tvær borgir til á Tulasvæðinu. Líkur eru til, vegna þess hve hratt Rússar sækja fram á þessum slóðum, að þess verði ekki langt að bíða, að Orel falli. Fremstu sveitir Rússa eru aðeins 30 kílómetra frá borginni. Líkur eru einnig til að Rúss- um auðnist að ná Yolokólamsk áður en langt líður. Finnar segja, að Rússar tefli nú fram meira liði gegn sér en áður, og eigi þeir hvarvetna við ofurefli liðs að etja. Þótt Rússum hafi mest orðið ágengt norðvestur af Moskvu og alllangt fyrir sunnan og suðvestan höfuðborgina, er sókris- inni haldið áfram á öllum öðrum vígstöðvum, á Ukrainuvíg- stöðvunum, og jafnvel suður á Krimskaga. þar sem setuliðið í Sebastopol hefir hamast um hríð gegn umsáturshersveitum Þjóðverja, en Rússar flytja áfram skriðdreka og fallbyssur til Sebastopol, og sést af því, að Svartahafsflotinn er enn öllu ráð- andi á siglingaleiðunum. 3 þýzkar flugvélar voru skotnar nið- ur í gær, en 7 í fyrradag. Rússar misstu aðeins eina flugvél þann daginn. — Fyrir vestan Moskvu náðu Rússar 24 þorpum á sitt vald í fyrradag. — I fregn frá Kuibishev í nótt segir, að Rússar hafi nú öll skilyrði til þess að hefja sókn til Volokolamsk. — Á einum stað á Tulavígstöðvunum hafa Rússar sótt fram 80 kílómetra á einum sólarhringi. I STUTTU MflLI. Portúgalska þingið kemur saman í dag vegna hernámsins á Portúgalska Timor. Vichystjóniin befir tekið aft- ur mótmæli, sem hún sendi Bi’etastjói*n, í tilefni af árás á franska skipið St. Denis. Höfðn Bretai- algerlega neitað, að brezknr kafbátur befði sökkt skipinu, eins og Vichystjórnin taldi. Auglýsendur. Vísir 'kemur út á porláksm-essu síða-st fyrir jól. Eru það vinsamleg tilmœli ritstjórnarinnar, að auglýs- ingar, sem þennan dag eiga að birt- ast, verði sendar blaðinu á nwrgun og mánudag, eftir fnn seni við verð- ur kotnið. Scharnhorst og Gneisenau aftur á dagskrá. Stórkostleg sprengjuárás var gerð á Brest í Frakklandi í gær í björtu, en í fyrrinótt var einn- ig gerð loftárás á borgina. Á- rásin í gær var hin mesta, sem brezki flugherinn hefir gert að degi til. Farið var nákvæmlega eftir fyrirfram gerðri áætlun. Árásin átti að standa í hálfa klukkustund og byrja „upp á sekúndu“ og var í öllu farið eft- ir áætluninni. Byrjaði árásin kl. 12.30 nákvæmlega. Það voru Slirling, Halifax og Man- ehester sprengjuflugvélar, sem árásina gerðu, og nutu þær verndar mikils fjölda orustú- flugvéla. Flugmennirnir segjast aldrei hafa lent í annarri eins skothríð úr loftvarnabyssum og þarria, en haldið var áfram eins og ekkert hefði í skorizt, hver flugvélaflokkur fór inn yfir borgina í þeirri stundu, sem til- tekin var, en orustuflugvélarnar brezku „tóku að sér“ að kljást við þýzku Messerschmittflug- vélarnar, sem i-eyndu að hindra árásirnar eri árangurslaust. Harðir loftbardagar voru háðir og áttust stundum við um 50 flugvélar. FuIIvíst er talið, að herskipin Scharnhorst og Gneisenau hafi orðið fyrir sprengjum. Bretar misstu 5 sprengju- flugvélar í árásinni og eina or- ustuflugvél, eri óvinirnir misstu 8 orustuflugvélar og skutu or- ustuflugvélar niður 4 og sprengjuflugvélar 4. Loftárás var enn gerð á Brest í nótt, en nánari fregnir eru ó- komnar. — Það er riú talið víst, að þýzka herskipið Prinz Eugen hafi laskazt í árásinni í gær. — Pólskar flugvélar skutu niður 4 Messerschmittflugvélar, er þær voru á heimleið úr árásinni í gær. Vetrarh j álpin: 7000 kr. söfnuðust í gær. 1 Austurbæmim söfnuðu skátarnir í gærkueldi fgrir Vetrarhjálpina um 7000 krón- um, en i fgrra söfnuðust á800 kr. í þeim bæjarhluta. Stærsta gjöfin í gærkveldi var frá Óskari Halldórssyni, út- gerðarmanni. Nam hún 300 kr., en annars gáfu mjög marg- ir 50—100 kr. Þátttaka var mjög almenn, og segja skátarair að þeir hafi allsstaðar fengið frá- bærar viðtökur. Enn eru nokkur hús eftir 1 Austurbæuum, svo og ýmsir hlutar Vestux-bæjarins. Á mánudagskvöld munu skátarn- ir berja að dyrum i þeim liús- um, þar sem þeir eru ekki bún- ir að koma. Stijðjið og stgrkið Vetrar- hjálpina! Þeir §em settn svip a bætnn. Iieitir nýútkomið rit éftir di’. Jón Helgason biskup, og er það þriðja stórritið eftir þenna af- kastamikla höfund. I þessari síðustu bók getur dr. Jón fjölda Reykvikinga, er settú svip á bæ- inn á þeim árum, er höfundui’- inn ólst upp. Fylgja og hátt á annað bundrað myndir bókinni af þessum mönnuni, senx hún fjallar um. Munu flestir þeix-i-a eiga fjölda frændfólks viðsveg- ar um land, afkomendur og jafnvel lcunningja, og mun bók- in því verða þeim kærkomiú gjöf. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Harmón- ikulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um ,,virus“, örsmæstu fjendur lifs- ins, I (Níels Dungal prófessor). 21.05 Strokkvartett útvarpsins: Klassisk lög. 21.20 Útvarpssagan: „Glás læknir", eftir Hjalmar Söder- berg, 13 (Þórarinn GuÖnason lækn- ir). Sögulok. Skemmdar verk ? Það hefir gerzt oft upp á siðkastið í BajxdarikjunUm að brunar hafa eyðilagt verk- smiðjur, sem framleiða fýr- ir Breta. Hér sést Standard Oil — hreinsunarstöð í Ind- iana að brenna. —: 20 olíu- geýmar sprungu. í seinustu fi’egnúm frá Rúss- landi segir, að Rússar lxaldi á- fraip að i’eka flótta Þjóðvex-ja á Kalininsvæðinu. Hakla Þjóð- verjar suðvestur á bóginn og eyðileggja eða skilja eftir mikl- ar hei’gagnabix’gðir. Á Tulasvæðinu hafa Rússar lekið 12 Jíorp seinustu dægur. Óstaðfestar fregnir herma, að Þjóðvei’jar séu byrjaðir að senda heim lið sitt frá Finn- landi. I rússneskum fregnum segir, að í stói’skotaliðsái’ásum og skriðdrekaárásum, hafi náðst nxikill árangur á vigstöðvunum milli Onegavatns og Ladoga- vatns. I seinustu fregnum segii’, áð 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.