Vísir - 19.12.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1941, Blaðsíða 3
V I S I H 3 Kvöldsöngur í Landakotskirkjunni ■x l>að er mikill skyldleiki með f. gainalli kirkjutónlist og göml- um kirkjubyggingarstil. Lín- urnar íbyggingunni og tónsmíð- unum lúta sama lögmáli. Þess vegna njóta slikar tónsmíðar sin hvergi betur en i slíku um- hverl'i. Það er því vel farið, að veglegasta . guðsliús landsins skuli hafa opnað dyr sínar góðri kirkjutónlist. Á síðastliðnu vori voru þar fluttir meðal annars nokkrir kórsöngvar frá Pale- strinatímanum, en nú voru þar flutt kirkjuverk eftir tvö höfuð- tónskáld liins lagræna stíls (polyfoniska stíls), þá Bach og Mándel. í liinum frumsnjöllu verkum þessara snillinga birtist •állur formheinmr og hljómr iieimur þessa tímabils í sinni ifáguðustu og idjúpúðgustu mynd. Þeir voru báðir fæddii' sama árið (1685) i Saxlandi og báðir urðu þeir blindir á efri árum sinum. Þótt margt sé líkt með þessum tónsnillingum, þá voru þeir að þvi leyti ólikir, að Bach er dulari og dýpri; það cr eins og andann gruni miklu meira en hann skynjar við á- heyrn verka lians. Hándel er hinsvegar opinskár og segir Ijóst og skilmerkilega það, sem Iionum liggur á hjarta, og liann segir það jafnan hátiðlega, svo manni finnst viða vera mikil lyfting í tónsmíðum hans. Báðir eru þeir öndvegistónskáld mót- mælendakirkjunnar. Á iniðöldum var textum, sem sungnir voru í kirkju, skipað í stórform, sem tónskáld liafa sett lög við af mikilli frumsnilld. Messan er eitt af þessum stór- formum .Bach var lúterskur, en tók þó hinn latneska texta að Hámessunni (h-moll) að láni hjá kaþólsku kirkjunni. Þetta er eitt af höfuðverkum hans og samanstendur af 15 kórum fyrir 4—8 raddir og nokkrum einsöngslögum og tví- söngslögum. Messan er enginn lúðraþytur rétttrúnaðarins held- ur vitrun manns, er náði til lands sálarinnar fyrir handan stjörnur. Að þessu sinni voru fluttir fjórir kaflar úr henni. Fyrst „Benedictus“, sem Kjart- an Sigurjónsson söng með að- stoð hljóðfæra. Ilann hefir blæ- fagran tenor, en rödd hans fyllti ekki nógu vel út í kirkj- una. „Agnus dei“ söng Björg Guðnadóttir. Hún liefir fallega altrödd, ekki mikla, en sér- kennilega og litfagra. Hún fór allvel með sitt hlutverk. Bland- aður kór söng „Incarnatus“ og „Crucifixus“ með aðstoð liljómsveitar og var söngurinn vandaður. Karlmannaraddirnar voru þó fremur léttar. — Enn- fremur var sunginn 113. sálm- ur Daviðs eftir Hándel, sem er mikið verk fyrir kór og ein- söng. Frú Davína Sigurðsson fór með sópranhlutverkið og var enginn viðvaningsbragur á söngmeðferð liennar. Hún hef- ir háa og bjarta sópranrödd, sem er vel þjálfuð. Hún kann að syngja og er mikill styrkur að henni i sönglífi bæjarins. 1 upphafi hljómleikanna léku þeir Þórir Jónsson og Þorvaldur Steingrimsson „Largo“ úr kon- sert í d-moll eftir Bach fyrir tvær einleiksfiðlur, með undirleik strokhljómsveitar, og fóru lát- Taust og vel með hlutverk sín. Dr. Urbantschitsch stjórnaði hljómleikunum. Er nafn hans góð trygging fyrir því, að músikin sé bæði vönduð að efni og fhitningi, og hefir hann verið hinn þarfasti maður sönglífi bæjarins, síðan bann kom hing- að. Til aðstoðar við sönginn voru hljóðfæraleikararnir Dr. Heinz Edelstein (hnéfiðla), Karl Bun- ólfsson tónskáld (trompet) og Robert Abraliam (orgel), auk bljómsveitar, og gerðu þessir aðilar hlutverkum sínum. góð skil, svo sem vænta mátti. Yfir kvöldsöngnum ríkti há- tíðlegur blær og hygg ég mörg- um liafi fundizt hann hafa orðið fyrir góðum og uppbyggilegum áhrifum og farið úl úr kirkj- unni glaðari í hjarta en hann kom inn i hana. B. A. Minningarorð Salómon Jónsson, verkstjóri, f. 27. ágúst 1879, d. 9. des. 1941. „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg setja þig. Gakk inn til fagnaðar hei'ra þíns.“ Þessi orð komu mér í hug, er eg heyrði að vinur og félags- bróðir minn Salómon Jónsson, verkstjóri,, Hverfisgötu 112 væri látinn. Eg ætla mér ekki að fara að skrifa neina tæmandi æfisögu þessa merka manns, og býst við að það geri aðrir mér færari og kunnugri. En eg vil með línum jiessum minnast hans, sem eins bezta og sjaldgæfasta vihar og félaga, í öll þau ár, er eg starfaði með honum að okkar hugðarefnum. Eg kynntist Salómoni sálaða fyrir rúmum 10 árum. þá er við gjörðumst meðlimir og stofn- endur ásamt öðrum að bræðra- félagi fríkirkjusafnaðarms hér í þessum bæ, og óx álit mitt stöðugt á honum sem ágætum félaga og trúum og staðföstum manni. Hann var næstum alla tíð í stjórn og gjaldkeri félags- ins, þar til nú fyrir skörnmu, að hann baðst undan þeim starfa, vegna annríkis. Eg, sem þetta rita, vann með honum í sjö ár i stjórn félagsins, og eg segi hik- laust, að ráðhollari, athugulli og staðfastari mann er vart hægt að hugsa sér. Trúmennskan og skylduræknin kom allstaðar fram, i stóru og smáu, er að þessum félagsskap laut, sem. og annarsstaðar, er hann starfaði. Þannig var æfistai'fið: trú- mennska, hógværð, bindindi, þessir höfuðkostir hvers manns. Nú er æfistarfinu lokið hé.r í heimi. Eg þakka þér allt sam- starfið, öll hollu og góðu ráðin þin, alla trúmennsku þina og vináttu, og mér er sem eg lieyri hljóma til þin í aftureldingu hins nýja lífs hin dásamlegu orð af munni meistarans: „Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Svo kveð eg þig, vinur, ásamt öllum félagsbræðrum þínum hinztu lcveðjunni með þökk fyr- ir allar samverustundirnar. — Drottinn blessi þér brautina, sem framundan er. Vertu sæll, Salómon. Jón Arason. Kertispil mikiö úrval. ViSlfl Laugavegi 1. Útbú, Fjölnisvegi 2. Þetta mun vera fvrsta myndin, sem berst hingað til lands frá kyrrstöðustyrjöldinni á iiyrztu vig- stöðvum Rússlands á Kolaslcaga hjá Murmansk. l>aðan bárust fréttir aðeins fyrstu dagana eftir að Þjóðverjar og Finnar tóku að sækja á þar, en síðan hefir verið mjög liljótt um allár hernaðarað- gerðir. Er það heldur elcki að furða, þar sem vetrarhörkur hefjast þar miklu fyrr en sunnar i land- inu og drógu þær úr hernaðáraðgerðum og stöðvuðu þær að lokum. Myndin sýnir skotgrafir, sem Rússar hafa grafið sér í skógi einum. kristindómsmál, og eru þær krónur sjálfsagt ótaldar, sem frá þvi heimili hafa runnið til slíkrar starfsemi. En hagur jæirra hjóna hefir blómgast og blessast. Er þau voru homin í góð efni, þá keyptu þau þessa jörð og lifa þar nú kyrrlátu, hollu og skemmtilegu lífL Þetta ættu fleiri peningamenn að gera nú um stundir og búa sig þannig undir hin vondu áhrif cftir striðið. Eg varð nú að koma með þessum góðu hjón- mn heim til þeirra. Þau sögðust hafa bíl og geta tekið ómakið af prestinum, að skila mér aftur til Akureyrar. Þetta iná eg svo ekki orðlengja, en þarna fyrir- hitti eg eitt liið indælasta heim- ili, sem orðið hefir á vegi mín- um, fyrr og síðar. Allur frágang- ur og umgengni var ljómandi fyrirmynd. Eg reyni ekki að lýsa íbúðarhúsinu — bænum, þar verður sjónin að koma til. En þar er ekki um neinn kassa- stíl að ræða. Eg skoðaði einnig fjósið. Allt var það þiljað o« málað, og umgengnin fyrsta flokks. Pétur Sigurðsson: Ferðasaga. Fjögurra vikna ferðalag, sánir i tal við 30—40 menn, sem eru í ! þjónustu þjóðarinnar, heilbrigðu | þjóðlifi til eflingar, heimsóknir í 6 skóla, þar sem um 700 æsku menn og meyjar stunda nám, og 16—18 ræður og erindi á þessum tíma, er í raun og veru ekki ómerkilegt ferðalag, þótt það sé fremur liversdagslegt. Síra Friðrik A. Friðriksson á llúsavík var svo vænn, að bíða eftir mér einn dag í Reykjavík og lofa mér að verða sér sam- ferða norður, er við höfðum setið hinn almenna kirkjufund í Reykjavík og endað hann með ánægjulegu samsæti. Manni vex síður í augum að taka sig upp frá veizluhöldum og „ástands“ annríki í Reykjavik, þegar um, góða samfylgd er að ræða og góðar viðtökur bíða manns á hinum enda brautarinnar. Það er ekki létt verk að rífa sig upp kl. 5 árdegis, þegar háttað er klukkan 2 eftir miðnætti, en þetta gerðum við séra Friðrik og lögðum leið okkar norður. Mann var að fara heim, en eg að heiman. Á því er alltaf nokk- ur munur. Sira Friðrik er skemmtilegur samferðamaður, ágætur og skemmtilegur samverkamaður, lipur og snjall í framkomu og störfum. Hann er viða liðtækur maður; yrkir, semur lög, kennir söng, prédikar og tekur mikils- verðan þátt í félagsmálum og félagsstörfum. Eg gæti svo sem kennt ykkur kjarnmikla vísu eftir prestinn, en eg hef ekki leyfi til þess. Eitthvað mun þó vera orðið landfrægt af því, sem sira Friðrik A. Friðriksson hef- ir ort. Hann getur verið skemmtilega fyndinn, og sæta þó alvörumálin góðri og virðu- legri meðferð lijá lionum. Við sluppum á síðustu stundu austur yfir Vaðlaheiði. Var þá tekið að snjóa. Næsta dag var heiðin ófær, eða því sem næst. Varð það til þess að lieil sveit manna á Akureyri, sem ætlaði til Húsavikur og sitja þar haust- þing umdæmisstúkunnar, varð að hætta við þá för. Varð þetta mörgum hin mestu vonbrigði. Við snépum þvi öllum viðbúnað- inum upp í skemmtifund stúk- unnar á Húsavik, reyndum að bera okkur vel og skemmta hver öðrum hið bezta. Fundurinn var fjölmennur og kvöldið ánægju- legt. Slíkum félagsskap er vel borgið á Húsavík á meðan í far- arbroddi ganga kennararnir, og þar fremstur í flolcki hinn ungi og ágæti slcólastjóri, Sigurður Gunnarsson, presturinn og ýms- ir aðrir mætir menn á staðnum. Á Húsavík flutti eg eitt er- indi fyrir ahnenning, en liafði auk þess samtalsfund með nokkrum forystumönnum þar. Lagði því næst leið mína inn að Laugaskóla, en þar eru nú reyndar tveir skólar, og þótt annar sé lítill, þá er liann ágæt- ur. Eg var eina nótt á Laugum og flutti þar eitt erindi. Voru þar báðir skólarnir, nemendur og kennarar. Þetta var hinn á- gætasti áheyrenda-hópur, svo að á betra varð ekki kosið. Það er alltaf gott að koma að Laug- um. * Frá Húsavik fór eg svo með „Esju“ til Siglufjarðar og það- an til Akureyrar. Stanzaði að- eins nokkrar klukkustundir á Siglufirði og átti tal við nokkra menn. Á Akureyri flutti eg sex erindi, en tal- aði auk þess á tveimur stúku- fundum. Þrjú erindin voru flutt í gagnfræðaskólanum, iðnskól- anuni og menntaskólanum. Þetta voru hin beztu tækifæri, og eg get lokið heilhuga lofs- orði á hina ungu tilheyrendur. í menntaskóla Akureyrar eru nú um 300 nemendur, svo þetta er fríður hópur á að líta, og vafalaust góður i reynd. Mað- ur kemst i allmikinn móð frammi fyrir slikum tilheyr- endum. Skólameistari, Sigurður Guðmundsson, sýndi mér þá frábæru gestrisni og alúð, að bjóða mér með þeim hjónun- um upp i skólasel menntaskól- ans, „Útgarð“. Á leið okkar varð 40 manna sveit ungra og vaskra skólapilta, sem voru að vegagerð, þar sem þörf var mest á leiðinni upp í skólaselið. Þeg- ar bifreið okkar neitaði að fara lengra, lögðu ungu mennirnir vinnuheitar og sterkar hendur sínar á bílinn og ýttu honum upp brekkuna, ef þeir þá ekki báru hann yfir moldarbinginn. Mér fannst skólameistari vera ánægður með sveina sina. Þótti okkur slæmt að geta ekki tekið mynd af þeim við vinnuna. í selið var bæði gott og skemmtilegt að koma. Þar var allt hreint, og vistlegt og hlýtt var þar einnig. Mér varð það á að nefna ungu stúlkuna, sem ríkjuin réði i selinu þennan dag, frú. Sögðu samferðamenn min- ir, sem þekktu ungfrúna, að þetta væri góður fyrirböði. Hún hét Eva, en ekki áttaði eg mig á því, fyrr en eg var búinn að kveðja í selinu, að hún var dótt- ir Ragnars Ásgeirssonar. Tveir ungir sveinar voru henni til að- stoðar, og höfðu þessi þrjú til reiðu vel uppbúið borð. Var alls ekkert fátæklega á borð borið þótt upp til fjalla væri. Skóla- selið er bæði haganlega og skemmtilega byggt, og það er af þjóðlegri gerð. Vísu varð eg að búa til meðan setið var að borðum og samræðum lialdið uppi, því að eg var skyldugur til að skrifa í hina miklu gesta- l>ók Útgarðs. En það þarf mér snjallari mami til þess að vrkja góða vísu, án þess að slíta sam- ræðum, en hér var ekkert und- anfæri og varð eg þvi að láta það lieita eitthvað. Þar stendur þvi skrifað: Hér stendur hátt og horíir vítt, hugsar djúpt og skynjar margt mannval íslands ungt og frítt, æskuhraust og morgunbjart. Yfirleitt var förin í selið hin bezta skemmtiferð, og er eg skólameistara þakklátur fyrir viðtökurnar bæði þar, í skólan- um og á heimili hans. Öll var dvöl min á Akureyri ánægjuleg. En nú á eg eftir að segja frá því, sem ekki var lakast við ferðalag mitt i Eyjafirði. Það var heimr sóknin að Laugalandi. Allir vita hvers konar staður þar er. Það er nú gott að geta gert sér það til erindis að heimsækja síra Benjamín Kristjánsson, þótt haft sé í liuga að renna auga til kvennaskarans á Laugalandi um leið. Ekkert skortir á gest- risni lijá prestinum og lét hann sig ekki draga það að sækja mig til Akureyrar. Um kvöldið flutti eg erindi í húsmæðraskól- an.um, og þykist eg viss um, að hin ungu kvennahjörtu munu geyma vel og hlúa að þeim verðmætuni, sem eg trúði þeim fyrir. Kvenþjóðin tekur aldrei á móti manni með hálfum hug, og þarna var okkur búin veizla á eftir. Samt kom nú að þvi, að við urðum að kveðja hina friðu sveit og ganga til náða, því að næsti dagur var sunnudagur og þá ætlaði eg í messuleiðangur með prestinum. Óvíða hef eg komið i jafn hlýja og notalega sveitakirkju og i Kaupangi, en þar var það, sem við síra Benjamín Ivrist- jánsson lögðum saman í messu. í Kaupangi býr Árni Guðjóns- son, og lízt gesti svo á, sem þar muni ríkmannlega búið. Kaffi var þar veitt að afstaðinni messu. Við kirkju voru hjón, sem eg kynntist á Alcureyri fyr- ir 10 árum. Varð eg liissa að sjá þau sem kirkjugesti á þess- um stað. Þau sögðust nú vera bændur, og búa á næsta bæ. Þar lieitir á Knarrarbergi. Stefán Jónasson, svo heitir bóndinn, var útgerðarmaður á Akureyri fyrir nokkrum árum. Þeim hjónum hefir farnast mjög vel. Frúin er mjög áhugasöm um Þessi saga min er að verða of löng, og þó á eg eftir Skaga- fjörðinn. En af því að eg er Skagfirðingur, er bezt eg hafi orð min sein fæst um dvöl m ina þar. Eg var nokkra daga á Sauðárkróki og flutti þar 3 erindi og sat einn stúkufund. Eitt hið frásöguverðasta á Sauð- árkróki er presturinn þar, sira Helgi Konráðsson, bókasafn hans og sýslubókasafnið, sem hann hefir skipulagt og gert að fyrirmynd. Sjálfur safnar prest- urinn bókum I ákafa. Hann hef- ir náð í allar íslenzku bibtíuút- gáfui nar, fyrr og siðar, og er sr. Helgi brosleitur, þegar hann er að sýna manni þessa fjársjóðu sína. Síra Helgi er hvers manns hugljúfi og gengur með hrein- um hvötum og drengilegri lund að öllum sinum störfum. Þá greiddi skólastjórinn á Hólum — Kristján Karlsson — för mina þangað. Þar dvaldi eg tvær nætur- og flutti erindi bæði kvöldin, og get eg nú endað þessa sögu mina eins og eg byrj- aði hana, þvi að einnig þarna voru viðtökur hinar beztu og Hólasveinar ágætir tilheyrend- ur. Margir þeirra komu og áttu tal við mig daginn, sem eg var um kyrrt. Þannig stóð á ferðum, að eg gat gist eina nótt á Vatns- leysu, á leið minni frá Hólum til Sauðárkróks. Eg gisti hjá hinum unga klerki, síra Birni Björnssyni, en aðal aðdráttar- aflið var þó frúin — Emma Hansen — sem eg hafði kynnzt við félagsstörf á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum. Eg sagði presti þetta, svo eg er ekki að fara neitt á bak við hann, og þakka um leið fyrir góða gist- ingu. ■— Eftir var svo aðeins ferðin heim í köldum bil og sígarettureykjarsvælu. — En á heimJeið verður þó allt bæri- legt. Pétur Sigurðsson. r i I Jóla- iiiatinii ALIKÁLFAKJÖT VÍNARSNITTUR NAUTAKJÖT af ungu i steik, buff, gullach og hakk. — NÝREYKT HANGIKJÖT DILKAKJÖT Pantið tímanlega. BÚRFELL Sími 1506.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.