Vísir - 20.12.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri 1
Blaðamenn Sfmi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
31. ár.
Reykjavík, lau&ardaginn 20. desember 1941.
280. tbl.
Hongkong enn á valdi Breta
Kínverjar 16 km. frá landamærum Kowloon.
fl^rkvnnin:
Herskyldan
samþykkt Ljós sáust víða í
EENKASKEYTI frá Únited Press. London í morgun.
Það er játað hreinskilnislega i brezkum fregn-
um, að horfurnar á Hongkongeyju séu mjög
ískyggilegar. Það er enn bent á erfiðleikana
á bví að afla frétta þaðan og i London í' gær var bein-
linis varað við að trúa fregnum þeim, sem Þjóðverjar
og Japanir birta um Hongkong. Eftir slíkum fregnum
að dæma i gærkveldi og morgun var Hongkong ýmist á
valdi Japana eða þeir vorn i þann veginn að brjóta alla
mótspymu á bak aftur.
Eftir fregnum að dæma, sem birtar voru i London
árdegis í dag játar Domeifréttastofan japanska, að
höfuðvirkin á eyjunni séu enn á valdi Breta, svo sem
Victoria Peak Point, sem er miðdepill i nýju varnar-
kerfi, sem lokið var við 1939. Helztu klettavirki eru
enn á valdi Breta. Eins og áður er getið eru það her-
sveitir frá Bretlandi, Indlandi og Kanada, sem þarna
verjast. Setuliðið er fámennt.
Fregnir frá Chungking herma, að fremstu sveitir
Kínverja, sem ráðast að baki Japana til þess að létta
undir með þeim, sem verja Hongkong, séu aðeins 16
kílómetra frá landamærum Kowloon.
SEINUSTU FREGNIR:
Árdegis í dag var tillkynnt í London, að nýlendumála-
ráðuneytið hefði haft samband í nótt við landstjórann
í Hongkong, Sir Mark Young, og bað hann sérstaklega
pm, að bornar væri til baka hinar ósönnu japönsku
staðhæfingar, en ein þeirra var um, að hann væri farinn
frá Hongkong.
Það er enn barizt af miklu kappi á Hongkongeyju,
sem er því ekki á valdi Japana, að því er Bretar tilkynna,
þótt Japanar segi, að þeir hafi dregið þar „herfána að
hún“.
Láns- og leiguaö-
stoðin verðnr veitt
áfram.
Fregnir um að henni verðl
hoett, eru af þýskum og jap-
önskum rðtum runnar.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
Fregnir þær, sem birtar liafá
verið um að Bandaríkin neyðist
til að liætta láns og leiguaðstoð
við Breta og Rússa og aðrar
þjóðir, eru af nazistisknm og
japönskum rólum runnar og
liafa ekki við neitt að styðjast,
að því er sagt var í amerísku og
brezku útvarpi i gær.
Mark Sultivan ræddi þessi.
mál itarlega í New York Herald
Tribune í gær og fullyrti eftir á-
reiðanlegum heimildum, að
staðið yrði við öll orð forsetans
i þessum efnum.
Mikill fjöldi skipa með ber-
gögn er kominn til hafnar
bandamanna við Rauðahaf —
með láns- og leiguvöru.
í U. S. R.
Roosevelt undirritar
lögin í dag.
Öldungadeild þjóðþings-
ins og fulltrúadeildin hafa
nú náð samkomulagi um,
að allir karlar í Bandaríkj-
unum á aldrinum 19—65
ára skuli skrásettir til
skyldustarfa, en allir á
aldrinum 20—44 ára eru
skyldaðir til herþjónustu.
Frumvarp um þetta hefir
nú verið afgreitt sem lög og
mun forsetinn undirskrifa
þau í dag.
bænum.
Þeir, sem kveikja á lömpum, þurfa að hafa
svört tjöld fyrir gluggum,
M yrkvunin í gær gekk betur en búast hefði mátt við, þar sem
fólki hafði ekki verið settar neinar ákveðnar reglur að
þessu sinni um hegðun, meðan á henni stæði. Sást þó Ijós á
nokkurum stöðum.
Japanar hafa sett lið á land
á Mindanaoeyju, sem er stærst
hinna suðlægari Filipseyja og
er frá suðuroddanum ráð smá-
eyja allt til Norður-Borneo, þar
sem Japanir hafa einnig sett lið
á land, sem kunnugt er. Á Mind-
anaoeyju eru fjölda margir .Tap-
anar búsettir.
Hollenzkt lierlið befir farið á
land á Norður-Bomeo, þar sem
Japanar fóru á land á dögunum.
Gerðu þeir skyndiárásir á þá og
tóku marga þeirra til fanga.
Japanir gerðu margar loftá-
rásir á Lupneyju í gær (Filips-
eyju).
Roosevelt forseti hefir sæmt
McArthur, yfirmann hersins á
Filipseyjum, hershöfðingjatitli.
Það er við Davaoflóa, sem
skerst inn úr suðaustur-
ströndinni, sem Japanar
hafa sett lið á land.
BRETR HYERFA FRÁ
PENAGEYJU.
Bretar liafa yfirgefið Penang,
sem er viggirt eyja við vestur-
strönd Malakkaskagans, sem
fyrr var getið. Duff Cooper hef-
ir skýrt frá því í ræðu, að nauð-
synlegt hafi verið að yfirgefa
eyjuna, vegna undanhaldsins á
skaganum vestanverðum. Allir
hinir livítu íbúar eyjarinnar
voru fluttir á brott með herlið-
inu.
Jólakveðjur frá
Islendingum
í London.
KI, 2.30 á morgun — á
sunnudag — verður útvarpað
jólakveðjum frá Islendii.gum
í London. Kom skeyti um
þetta efni frá Bjarna Guð-
mundssyni.
Útvarpið hefst kl. 14.30 á
morgun og er á 25 m., en
reynt verður að endurvarpa
því frá stöðinni á Vatnsenda.
Rúmlega stundarfjórðungi
eftir 11 var gefið loftvarna-
merki, en fimm, mínútum siðar
var rafmagnsstraumurinn tek-
inn af og dóu þá öll rafljós
sam timis.
Eins og síðast, j>egar loft-
varnaæfing var haldin, fór verk-
lræðingur Loftvarnanefndar
um hæinn og kenndi hverfa-
slökkviliðum að ráða niðurlög-
um íkveikjusprengja. Fór liann
að þessu sinni um Austurbæinn.
\roru hrunaverðirnir óragir við
að fást við sprengjurnar.
Eins og ofar getur sáust ljós
á nokkrum stöðum. Allmörg
skip lágu í höfninni, og var
slökkt á flestum þeirra, en á
sumum var ekki hirt um að
slökkva fyrri en alllöngu eftir
að myrkvunin hófst, ef slökkt
var á annað horð. Nokluir ljós
voru þó við höfnina — önnur en
skipaljós — sem ekki var hirt
um að hyrgja.
Annars var það helzt i Mið-
hænum, sem vanræksla með
Ijós var áberandi. Þar vantaði
að menn breiddu svört glugga-
tjiild fyrir glugga. Þó var þetta
ekki eins áherandi á ölluin stöð-
imi, en það var lítill vafi á því,
að ljósin á lögreglustöðinni voru
einna hjörtust af þeim, sem sá-
ust.
Það þyrfti að gera ráðstafanir
til að útvega svart efni eða papp-
ir, sem fólk gæti aflað sér með
litlum tilkostnaði, og notað, ef
nauðsyn krefur.
Rússar hafa rekið fleyga
inn í víglínu Finna.
Stödugt fleiri bæir og þorp á valdi Rússa
á mið vígstöðvunum. - - I»ýzk:t berfylki
einangrað og strádrepiö.
í rússneskum fregnum í gærkveldi er frá því sagt, að her-
sveitir þeirra á Svirvígstöðvunum, milli Ladoga- og Onegavatns,
hafi rekið fleyga inn í víglínu Finna á 3—4 stöðum, og eru
Rússar nú að reyna að aðskilja hersveitir Finna, sem gengur æ
erfiðlegar. Finnar segja sjálfir, að þeir eigi við ofurefli Iiðs að
etja og játa að hersveitir þeirra hafi hörfað norður fjrir Svir-
fljót. Óhugur er nú í Finnum, segir í brezkum fregnum, og reiða
þeir sig ekki á frekari aðstoð frá Þjóðverjum.
Rússneska herstjórnin tilkynnti á miðnætti síðastliðnu, að
Rauði herinn hafi sótt á óvinina á öllum vígstöðvum. Á Kalinin-
svæðinu og suðvesturvígstöðvunum héldu Rússar áfram sókn-
inni og náðu á sitt vald bæjunum Rusa og Tarusa suðvestur af
Moskvu og Serpukov og Kalino suðaustur af Kaluga.
Rússar tefla stöðugt fram nýju varaliði og er ekki annað að
sjá en að þeir hafi meira en nóg varalið til þess að herða
sóknina á öllum vígstöðvum samtímis. Rússneski flugherinn er
stöðugt á sveimi yfir hersveitunum, sem fram sækja, og hefir
alger yfirráð i lofti. Þess er þó að geta, að Þjóðverjar liafa flutt
á brott mikið af flugher sínum, til Vestur-Evrópu, Rritar, Ítalíu,
Libyu og ef til vill víðar.
manna, sem hneptir hafa verið
í fangabúðir. M. a. hefir Dagens
nyheter gert þessa meðferð að
umtalsefni.
Rússar tilkynna, að þeir hafi
sökkt 3 herflutningaskipum við
Norður-Rússland, samtals um
35.000 smál.
Dr. Salazar tekur til
máls um heznám
Portúgalska Timor
Portúgalska þingið kom, sam-
an á fund í gær, til þess að ræða
liernámið á Timor. Dr. Salazar
hefir flutt útvarpsræðu um mál-
ið. Skýrði Fiann frá því, að tals-
verðar umræður hefði farið
fram, áður\ en hernámið var
framkvæmt. Kvað hann stjórn-
ina i Portugal hafa getað fallist
á þá skoðun handamanna i
grundvllaratriðum, að Timor
væri í liættu, en liann kvað hana
hafa neitað að fallast á hernám,
en liinsvegar á hernaðarlega að-
stoð, er til innrásr kæmi. —- Mál-
inu er ekki lokið enn, sagði dr.
Salazar, og liefir komið til orða,
að Portugal sendi aukinn liðs-
afla lil Portugalska Timor.
t var
Opni vélbáturinn, seni aug-
lýst var eftir í útvarpinu í gær-
kveldi, er nú kominn fram. Kom
harín að landi hjá Háagerði á
Skagaströnd í nótt.
Tveir menn voru á bátnmn,
sem fór frá Hvammstánga í
gærmorgun á leið til Illuga-
staða á Vatnsnesi. Þegar dimmt
var orðið var háturinn ekki
kominn fram, en sést hafði til
hans frá hæ einum og virtist
vél lians þá biluð.
Slysavarnafélagið fékk vélhát
frá Hólmavik til að leita, en
trillubáturinn var ljóslaus og
fannst þvi eigi.
FRIÐ ARHRE YFIN G
I FINNLANDI.
í amerísku útvarpi í gær-
kveldi var frá því sagt, að þeirri
skoðun væri nú hratt að aukast
fylgi í Finnlandi, að semja hæri
sérfrið við Rússa. Ileyrast nú
raddir um, að Þjóðverjar hafi
farið á halc við Finna og menn
efast æ nieira um, að Þjóðverjar
geti veitt Finnum nokkra aðstoð
í styrjöldinni.
Rússar hafa tekið óhemju her-
fang, en ekki er búið að kasta
tölu á ne'ma lítið af því.
I fyrradag skutu Rússar niður
28 þýzkar flugvélar og tóku 300
herflutningabifreiðir og 100
flutningavagna.
Á Donvígstöðvunum eru
Þjóðverjar á undanhaldi. Rúss-
ar tilkynna, að 134. þýzka her-
fylkið hafi Verið innikróað og
upprætt. Það er beinlínis tekið
fram í hinni rússnesku fregn
um þetta, að „ekki einn einasti
Þjóðverji hafi sloppið lífs af“.
Yfirmaður herfylkisins beið
bana snemma í bardaganum. —
Ekki er tekið fram hvar á víg-
stöðvunum þetta gerðist, en
mun hafa verið á Donvígstöðv-
unum.
Sænska blaðið Veckjojourn-
alen, sem skrifar um ástand og
horfur í Þýzkalandi, segir að
menn séu mjög daufir í dálkinn
í Þýzkalandi, og undanhaldið
hafi aukið áhyggjur manna.
Enginn brosir í Þýzkalandi, seg-
ir blaðið, menn eru orðnir
þreyttir á að bíða í röðum fyrir
utan sölubúðirnar, en leikhúsin
eru full, og sýnir það, hversu
menn eru afþreyingar þurfi.
. . Sænsk blöð gagnrýna æ harð-
legar framkomu Þjóðverja í
Noregi, einkanlega norskra
Myndin til vinstri er tekin í loftárás á Rotterdam. Örin stefnir á flugvél, sem kastar sprengj-
um á skipið, sem sést, eu á myndinni til hægri er skipið farið á hliðina eftir árásina.