Vísir - 20.12.1941, Blaðsíða 4

Vísir - 20.12.1941, Blaðsíða 4
I t 4 Bæjarstjórn: Hitaveitan og Sogsvirkjunin Yfirstjórn og ungmennadómur. BÆJARSTJÓRNARFUNDUR var haldinn í gær og voru allmörg mál á dagskrá. Fjár- hagsáætiun bæjarins Var vísað til annarrar umræðu, rætt var um hitaveituna, kosin yfirkjör- stjórn og ýmislegt fleira. Borgarstjóri skýrði frá því, að. sér iiefði borizt skeyti frá sendimönnum bæjai’ins vestan hafs, bæði Tómasi Jónssyni Ixn'garritara og Steingrími Jóns- syni rafmagnsstjóra. Borgarritari skýrði frá þvi í skeyti sínu, að í vor hefði farið fram ahnennt útlxið i hitaveitu- efnið og liefði þá komið hag- kvæmasta tillxiðið frá United Steel í sumt af efninu. Síðan hefði verið leitað tilboða i aðr- ar vörur á nýjan leik og eru komin viðunandi tilboð i sum- ar þeirra. í skeytinu frá rafmagnsstjóra segir svo, að tekizt hafi að lækka tilhoðið, sem fengið var í 6250 lia. vélasamstæðu úr 290 þús. dollurum í 281 þús. dollara. Jafnframt skýrði rafmagns- stjóri frá því, að hann hefði fengið tilboð í 8000 ha. véla- samstæðu. Er nú verið að at- huga hvort tilboðanna sé hag- kvæmara. Þá var kosið í yfirkjörstjóm fyni’ bæjarstjórnarkosningarn- ar, sem frain eiga að fara í jan- úar. Aðalmenn voru kosnir ]>eir Pétur Magnússon, Geir G. Zoéga og Ágúst Jósefsson. Varamenn voru kosnir: Ein- ar B. Guðmundsson, Ólafur Sveinbjörnsson og Hallbjörn Halldórsson. Þá voru kosnir tveir með- stjórnendur í ungmennadóm- inn. Voru þeir Ólafur Svein- björnsson og Ármann Halldórs- son kosnir í dóminn til 4ra ára. Borgarstjóri skýrði frá því, að búið væri að úthluta 64 fjöl- skyldum húsnæði i „Höfða- borg“, en búast má við því, að eittlivað af því fólki gangi úr skaptinu. Björn Björnsson bar fram þá tillögu, að bæjarstjórh fæli borgarstjóra að fara þess á leít við ríkisstjórnina, að hún lilut- ist til um það við setuliðsstjórn- irnar, að komið verði upp öfl- ugum loftvörnum við Ljósa- fossstöðina. Tillögunni var vis- að til bæjarráðs til afgreiðslu. Karl læknir Magnússon íimmtugur. Karl Magnússon læknir frá Hólmavík er fimmtugur í dag, en nú hefír hann gistivist á Landsspítalanum, í því augna- miði að verða enn færari lil að gegna hinu nýja héraði sínu — Keflavíkurhéraði, en veit- ingu fékk hann þar i nóvember. Karl læknir er sonur Magn- úsar Ólafssonar ljósmyndara, sem var Iandskunnur maður fyrir list sína og öðlingur hinn mesti í hvívetna. Ólst Karl upp hér í bænum og naut hér hinna mestu vinælda, sem þau syst- kinin öll, enda tók hann mikinn þátt í margskonar félagslífi. Var Karl hinn ágætasti knatt- spyrnumaður og söngmaður góður og starfaði t. d. í Karla- kórnum „17. júní“. Eg minnist þess, að fyrstu kynni mín af Karli lækni, ef kynni skyldi kalla, voru þau, að hann gegndi læknisstörfum fyrir Magnús Pétursson, þá lækni i Hólmavíkurhéraði, en nú héraðslækni Reykjavíkur. Að sjálfsögðu var aldursmun- ur okkar Karls svo mikill, að um engin persónuleg kynni var þá að ræða, en hins minnist ég að margir nyrðra óttuðust að hann myndi lítt reynast til ferðalaga, sem mjög voru erfið, vegna vegleysis og snjóþyngsla. í fyrstu læknisvitjun fram i Staðardal var Karl læknir sótt- ur af aikunnum göngugarpi, og skildiat mér, að nú skyldi reynt á þolrif hans. Förin varð skjót og Karf læknir hafði reynst svo léttur Cil göngunnar, að föru- nautur hans mátti hafa sig all- an við að fylgja honum, og kvartaði mjög um þreytu að leiðarfokum. Óx við þetta virð- ing Reykvikingsins til muna í héraðtnu. Síðar fékk Kari læknir veitingu fyrir Hólma- víkurhéraði og hefir gegnt þar læknisstörfum um 20 ára skeið, en auk þess gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Hólmavikur- hérað og Strandasýslu. Á sumrinu 1934 bar fundum okkar saman að nýju og tókst þá með okkur persónuleg kynni. Reyndi eg hann þá að sér- stökum drengskap og vináttu, er eg kann honum miklar þakk- ir fyrir og mun æ ineta mikils, Jjótt fundum okkar liafi sjald- an borið saman síðar. Er mér og kunnugt um, að af öllum ]xir nyrðra, sem Karl lækni þekklu, var hann vel látinn og talinn tryggur maður og raun- góður í hvívetna. Karl læknir er kvæntur EI- ínu Jónsdóttur frá Kambi í Reykhólasveit, hinni ágætustu konu, enda var heimili þeirra á Hólmavík hið glæsilegasta og til fyrirmyndar. Eg óska Karli lækni til ham- ingju á þessum afmælisdegi, og eg veit að þeir verða margir hér og nyrðra, sem gera slíkt hið sama, og árna lionum og hans allra heilla í framtíðinni. K. G. Næturiæknir. Daníel Fjeldsted, Laugaveg 79, sími 3272. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Hjónaefni. Síðastl. laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Fjóla Aradótt- ir, Njálsgötu 100 og Krístinn Ein- arsson, Hverfisgötu 91. Látið Vetrarhjálpina koma gjöfum yðar þangað, sem þeirra er mest þörf. Auglýsendur. Vísir kemur út á Þorláksmcssu síSast fyrir jól. Eru það vinsamleg tilmœli ritstjórnarinnar, að auglýs- ingar, sem þennan dag eiga að birt- ast, verði sendar blaðinu á morgun og mánudag, eftir því sem inð verð- ur komið. Frá hæstarétti: Fj árhætt uspilar arnir dæmdir. í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu réttvísin gegn Víglundi Kristjánssyni, Mikael Sigfinnssyni og Ólafi Ól- afssyni. Eins og áður hefir verið skýrt frá, var höfðað mál gegn mönn- um þessum fyrir að hafa stund- að f járhættuspil í atvinnuskyni. Féll dómur í héraði á þá leið, að þeir voru taldir sannir að sök um það og hlutu þeir þessa refs- ingu: Víglundur 4 mánaða fang- elsi, Ólafur 3 mánaða fangelsi og Mikael 2 mánaða fangelsi og var refsing hans skilorðsbundin. Hæstiréttur staðfesti Jxíssa dómsniðurstöðu. Skipaður sækjandi málsins var hdm. Magnús Thorlaeius og var þetta þriðja prófmál hans fyrir Iiæstarétti, en skipaður verjandi var hdm. Einar Ás- mundsson, sem lauk með máli þessu prófraun sinni fyrir hæstarétti og á nú rétt á leyfi til þess að verða liæstaréttar- málflutningsmaður Laun fyrir lánsútveg- un sem ekki varð af. Á mánudag var uppkveðinn dómur í hæstarétti í málinu Adolph Bergsson gegn Bygging- arsamvinnufélagi Reykjavíkur og gagnsök. Tildrög máls þessa eru þau, að áfiýjandi gerði kröfu til þóknunar frá stefnda fyrir að hafa útvegað því félagi lán snennna á þessu ári. Fyrirsvars- menn Byggingarsamvinnufé- Iagsins töldu liinsvegar, að Jieir hefðu aldrei undirgengizt að greiða neina slika þóknun til Adolphs. Heldur hefðu þeir Adolph og Guðlaugur Rosen- kranz, sem eru formenn sinn í hvoru byggingarfélagi, komið sér saman um að atliuga mögu- leika til lánsútvegunar handa fé- lögum sínum. Hæstiréttur gerði Byggingar- samvinnufélaginu að greiða Adolphi kr. 2000.00 og kr. 500.00 í málskostnað og segir svo í for- sendum liæstaréttardómsins. „Aðaláfrýjandi og formaður gagnáfrýjanda virðast snemma á þessu ári liafa orðið á það sátt- ir, að aðaláfrýjandi aflaði til- boða um lán handa gagnáfrýj- anda jafnframt tilraunum til út- vegunar láns lianda félagi því, sem, aðaláfrýjandi svarar fyrir. Þetta tókst aðaláfrýjanda, og samþykkti gagnáfrýjandi að taka tilboði í. þessa átt, er fram kom fyrir atbeina aðaláfrýj- anda. Formaður gagnáfrýjanda verður ekki talimi hafa haft næga ástæðu til þess að ætla, að aðaláfrýjandi ynni endur- gjaldslaust að öflun lánstilboða til handa gagnáfrýjanda, og ineð því að gagnáfrýjandi gekk að tilboðinu og hagnýtti sér þannig verk aðaláfrýjanda, enda þótt tilboðsgjafi leysti gagnáfrýjanda síðar undan sam- þykki hans, þá verður að telja aðaláfrýjanda, sem ekki hefir atvinnu af málflutningsstörf- um, eiga kröfu á hendur gagn- áfrýjanda um sanngjarna þókn- un fyrir starf sitt, sem þykir hæfilega ákveðin kr. 2000,00 með 5% ársvöxtum frá 11. á- gúst 1941 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýj- anda samtals kr. 500,00 i máls- kostnað fyrir báðum dómuin.“ Adolph flutti mál sitt sjálfur, en hrm. Guðmundur í. Guð- mundsson flutti málið af hálfu stefnda. , 30 daga fangelsi fyrir bókaþjófnað. 45 daga fangelsi fyrir fölsun. í fyrradag var maður nokkur hér í bæ dæmdur í 30 daga fang- elsi, skilorðsbundið, fyrir að stela bókum úr bæjarbókasafn- inu. Hafði hann alls stolið 23 bók- um, er hann var að velja sér bækur á safninu til lesturs, og stal þeim smátt og smátt, en seldi síðan til fornbóksala og þar fundust ]>ær. Þá var dómur upp kveðinn yf- ir manni einum fyrir fölsun. Svo var mál með vexti, að fyr- ir nokkuru kom maður einn inn á skrifstofu heildsala nokkurs hér í bæ, og framvísaði þar miða með undirskrift nafnkennds bónda úr nágrenninu, er var góður viðskiptavinur lieildsal- ans. Á miðanum fer bóndinn fram á það við lieildsalann, að hann greiði liandliafa miðans 25 krónur gegn greiðslu í gærum seinna. Maðurinn fékk pening- ana greidda, en síðar kom upp úr kafinu, að nafn bóndans hafði verið falsað. Hafðist uppi á manninum og hlaut hann 45 daga fangelsi óskilorðsbundið. Hefir liann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og fyrir ölv- un á almannafæri. Lólcs var þriðji maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi ó- skilorðsbundið og sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi fyrir ó- lögleg kaup af setuliðinu, hylmr ingu og bruggun. Mikið tjón í Hólma- vík og nágrenni. Vísi hefir nú horizt skeyti frá fréttaritara sínum á Hólmavík, þar sem sagt er nánara frá tjóni því, sem varð í fyrri nótt. Skeytið, sem er dagsett í gær, hljóðar svo: „I nótt kl. 4 skall á suðvest- an aftakarok,- er stóð til kl. 10 í morgun. Slitnuðu tveir mót- orbátar, er lágu á legunni, upp frá legufærum og rak þá á land. Brotnuðu þeir mikið og liðuð- ust, og má telja annan þeirra gjöreyðilagðan. Þá fyllti tvo trillubáta og sukku þeir. Brotnaði annar mikið áður. Þriðju trilluna rak á land og brotnaði Iiún í spón. Tjón af völdum ofviðrisins varð einnig mikið hér í ná- grenninu. Opinn trillubátur brotnaði í Ilamarsbæli. Hey fauk á nokkrum stöðum á Sel- strönd, og að Hafnarhóhni brotnaði bryggja allmikið. Kristján." Vísir er átta siður í dag. Vetrarhjálpin aðstoðar yður við að gleðja gamla og sjúka um jólin. Gjafir til Mœðrastyrksnefndar. O.G.N. 15 kr. og fataböggull. N.N. 50 kr. Svana 10 kr. Jón Hilm- ar 10 kr. Lalla 5 kr. Ekkja 10 kr. Móðir io kr. N.N. 500 kr. Safnað hjá starfsfólki Landssimans 105 kr. Einar Jónsson 40 kr. Kærar þakkir. Látið Vetrarhjálpina koma gjöfum yðar þangað, sem þeirra er mest þörf. Gjafir til Mæðrastyrksnefndar. Guðlaug (áheit) 10 kr. J.S. 30 kr. Jónína Pétursd. 25 kr. N.N. 50 kr. Svava Þórhallsdóttir 15 kr. N.N. 10 kr. Th.Th. 10 kr. Á.Í.K. 150 kr. Kærar þakkir. Auglýsendur. Vísir kemur út á Þorláksmessu síðast fyrir jól. Eru það vinsamleg tilmæli ritstjórnarinnar, að auglýs- ingar, sem þennan dag eiga að birt- ast, verði scndar blaðinu á morgun og mánudag, eftir þvi sem við verð- ur komið. Bókarfregn. Jón frá Ljárskógum: SYNGIÐ, STRENGIR - - Útg. Fjallkonuútgáfan. Ljóðelskir menn hafa vafa- laust fylgst með Jóni frá Ljár- skógum frá því er fyrst tóku að birtast Ijóð eftir hann í stúdenta- blöðum eða söngskrám stúdenta. Það var strax auðséð, að Jón var gott efni, hvort sem rækt myndi við lögð eða ei. En með bók þeirri, er hér birtist, fer Jón fram úr þeim góðu vonum, sem ýmsir gerðu sér um hann sem skáld, enda mun þetta ljóða- safn eitthvert hið þezta, er byrj- endur liafa látið frá sér fara á síðari árum. Jón er „lyriskur“ prýðilega, liðugt um rím og framsetningu, hefir kynnt sér hvernig á að yrkja og fer prýðilega með marga hluti. Tökum dæmi: „Það streymir inn í hug minn i hundrað leifturmyndum hið hljóða næturljóð, það glitrar úti á sundum, það tindrar yfir tindum i tunglskins silfurglóð, það hljómar frá þeim strengj- um, sem liann bærir, næturblærinn, með blíðri, léttri hönd, það ómar í þeim ljóðmn, er hann sjmgur, dulur særinn, við sendna fjarðarströnd.“ Eða þetta erindi úr ljóði um „Vora mestu menn“: „Þeir ortu í Ijóðum ævintýri iss og báls og lýstu hljóma- og litatöfrum landsins sjálfs, þeir ófu saman silfurþræði sögu og máls og sungu kjark í sína þjóð unz svarf til stáls.“ Þau erindi, sem hér hafa ver- ið greind, sýna rímleikni höf- undarins, en hann er einnig þroskaður i hugsun og heil- steyptur í skoðunum, eins og ungir íslendingar eiga að vera. Ljóðið „17. júní“ endar á þessu erindi: „Mitt land! Nú vil eg vinna þér mitt heit og vígja þér minn innsta hjarta- reit, nú vil eg krjúpa á kné á þinni grimd og kyssa þina mold á helgistund, nú finn eg að hver liáleit hug- sjón mín er helguð sonarástinni til þin, nú veit eg, að þú átt mitt hjarta- blóð, minn æskuþrótt, minn frama- dramn, mín ljóð.“' Þau eru fleiri ljóðin í sama anda, — ekki aðeins til ættar- landsins, heldur og til liinna fögru byggða Breiðafjarðar, sem úr eru ættuð ýms af okkar höfuðskáldum, mestu höfðingj- um og afreksmönnum þjóðar- innar. Það er von mín, að Jón frá Ljárskógum feti dyggilega í fót- spor beztu skálda Breiðafjarð- ar, — til þess hefir hann öll skilyrði, ef hann ávaxtar jafn vel það pund, senj honum lief- ir veitt verið, og honum hefir verið gefið það. Hitt er mér ljóst að ýmsa galla gæti hver sá til tint, sem löngun hefði til þess að gagnrýna þessa fyrstu bók höfundarins, en hún á allt ann- að skilið en slíka meðferð. K. G. Keisarinn í Iran. Þegar Bretar og Rússar höfðu lagt Iran (Persíu) undir sig, sagði keisarinn af sér og við tók sonur hans Mohammed Reza Palilevi. Birtist hér mynd af lionum. Hann er kvæntur systur Farouks, Egiptakonimgs. | Munið eftir jólasöfnun Mæðrastyksnefndar. Vetrarhjálpin aðstoðar yður við að gleðja gamla ofx sjúka um jólin. Snjríliörur frá H0LLYW000 LONDON nýkoinnar Sími 4637 — Austurstræti 5, nýkomnar í öllum stærðum og mörgum litum. GEYSIR FATADEILDIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.