Vísir - 20.12.1941, Blaðsíða 7
V í S I R
5
Gísli Jónsson: Frekjan.
Úíg. Ing’ólfur Ástmars-
son. Reykjavík 1941.
Maður skyldi ætla, að eflir yf-
irlýsingum að dæma, er birzt
hafa í blöðum 'bæjarins, þá væri
Frekjan á einhvern hátt frek i
garð samferðamanna Gísla og
gat maður búizl við hverju
hneykslinu á fætur öðru.
Þeir sem slíks hafa vænzt,
hljóta að verða fyrir vonbrigð-
um, því á þessu sviði er Frekjan
ekki aðeins sauðmeinlaus, held-
ur lýkur hún lofsyrðum á alla
jjátttakendur fararinnar. Þó að
getið sé um sjóveiki hjá einum
eða tveimur þeirra og lítilshátt-
ar kvenhylli, er einn nýtur, þar
sem staldrað er við á landi, er
])að gert með þvílíkri góðlátlegri
kýmni, að ]>að væri óþarfi að
láta það hneyksla sig.
„Frekjan“ er ferðasaga Gísla
Jónssonar forstjóra, ekki aðeins
með samnefndu skipi frá Dan-
mörlcu hingað til lands, lieldur
frá því er Gísli leggur héðan
frá landi áleiðis til Danmerkur.
Þar er ítarlega lýst innrásinni í
Danmörku eftir eigin sjón höf-
undarins og þeim upplýsingum
er hann gat aflað sér. Þá er því
lýst, hvernig Gísli fær þá hug-
rajTid að sigla sínu eigin skipi
— 30 tonna smákænu — yfir
Atlantshafið og heim lil fóstur-
jarðarinnar. Þessi liugmynd
festir rætur og nú er unnið
stanzlaust að því að hrinda
hverjum þröskuldinum á fætur
öðrum. Oftast þurfti til þess
hina ótrúlegustu frekju — og
loks þegar búið var að festa
kaup á skipinu, var ekkert nafn
sem hentaði því betur en —
Frekjan.
I>eir voru margir erfiðleikarn-
ir, sem steðjuðu að Gísla og fé-
lögum lians, unz fararleyfi
fékkst og skip, sem var svo lit-
ið, að þeir mættu sigla þvi heim.
Lýsir Gísli þessu mjög skemmti-
lega, enda er bókin öll skrifuð
af miklu fjöri og frásögnin
menguð * góðlátlegri kýmni og
gamanyrðum. Þá er frásögnin
um heimferðina, yfir öldur, sem
Frekjan hoppar á, og gegnum
tundurduflabelti, svo þétt, að
báturinn rétt aðeins smýgur á
milli duflanna, mjög skemmti-
leg. En Frekjunni fylgir blessun
Maríu IGiudsen og heillamáttur
gamals tréklossa, sem negldur
er yfir stýrishúsið — svo að
liættan er ekki svo ýkja mikil,
að bátnum hlekkist á.
Gisli lýsir baráttu frændþjóða
vorra gegn Þjóðverjum með
mikilli samúð og segir af því
margar sögur — margar fyndn-
ar og skemmtilegar, aðrar ör-
lagaþrungnar og dapurlegar.
Eins og áður er tekið fram, er
frásögnin skemmtileg — ein-
kennilega lipur og hnökralítil
af hendi manns, sem lítið hefir
fengizt við önnur ritstörf um
ævina, en það, sem að stjórn-
málum lýtur. Eg byrjaði á bók-
inni með kvíðablöndnum efa,
hélt að hér væri um hundleiðin-
lega skruddu að ræða, en eg
gleymdi mér yfir bókarskratt-
anum og gat ekki sofnað fyrr en
eg hafði lokið við hana. Og bók,
sem hefir þennan kost, lmn á til-
verurétt.
Þ. J.
Gölfteppi
Hnotoborð
Sem nýtt gólfteppi ásamt
filti, svo og linotuborð, til
sölu á Viðimel 32.
Til sýnis kl. 8—10 í kvöld.
5 tbl.
Jólablaðið 1941
3. árg.
Fegursta og bezta jólabladid í ár
Fróðlegar grcinar, sög:nr, kvæði og: fjöldl myntla
Efni:
Þag logar á vitanum.
Bjarni Jónsson vígslubiskup.
Landsynningurinn sigraður.
Sjóferðasaga eftir Ágúst Guð-
mundsson í Halakoti með
mynd.
Þrá manna eftir að þekkja
heiminn er þeir byggja.
Sögulegur fróðleikur með 2
myndum.
Þeir sökktu skipinu mínu.
Sönn frásögn úr styrjöldinni
á höfunum, eftir L. E. Jaec-
kel skipstjóra, með mynd. —
Hvernig heimsmyndin hefir
breytzt gegnum aldirnar.
Stórfróðleg grein með tveim
myndum.
Æfisaga gömlu smyglaraskút-
unnar.
Eftir Blasco Ibanes.
Bænarorð á bitafjölum.
Eftir Jón Pálsson, með mynd.
Rannsóknarferðir Byrds við
Suðurpól.
(Fundur Litlu Ameriku)
með 2 myndum.
Rafsuða og skipaviðgerðir.
Fróðleg grein um þennan
iðnað.
Ferðasagnir Grikkjans Ktesias
um Indland og íbúa þess.
Grein með 2 myndum.
Sjómannaljóð.
Áður óprentað kvæði eftir
Sigurð Einarsson dócent, með
stórri teikningu.
Og enn er skarð fyrir skildi. .
Þeir, sem fórust með „Sviða“.
„Að hika, er sama og tapa“.
Ástarsaga eftir sjómann.
Jólakvöld hinna bersyndugu.
Frásögn úr hafnarhverfum
Hambórgar.
Hvert var „Bismarck“ að fara?
Atliyglisverð grein með
mynd.
Tundurduflin við strendur
landsins.
4 myndir.
Japanski flotinn og styrkleiki
hans.
Með 2 myndum.
Sardínur frá Portúgal.
Skemmtileg frásögn m. mynd.
„Fast þeir sóttu sjóinn . . . . “
Frásögn af Suðurnesjum
eftir Gils Guðmundsson.
Margskonar fróðleikur, smá-
greinar og myndir.
Forsíðan er skrautprentuð á óvenjulegan hátt. Þetta er tvímælalaust fegursta jóla-
blaðið í ér. Blaðið kom út í gær og fæst í öllum bókaverzlunum og í Blaðabúðinni.
Sölubörn komi á Laugaveg 18, kl. 1 eftir hádegi.
LÁTIÐ JÓLABLAÐ SJÓMANNSINS FYLGJA JÓLAGJÖFINNI TIL PABBA!
pilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Þeir sem neyta sódavatns bér =
á landi nota nœr eingöngu
sódavatn
lllllllllllllllllllllllllllllllimilllHIIHIIIIIIIIIIHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIlllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIÍÍÍi
Bezt að auglýsa í VÍSI
Tilvalið
til jölagrjafa:
Vandaðir munir.
Veggmynd, falleg og fræg.
6 desertgafflar eða paalægs-
gafflar, skínandi fagrir.
4 krystalglös, ásamt fjórum
toddy-kólfum, krystaliser-
uðum.
Útskornir myndarammar, ís-
lenzkir.
Lampi, ljómandi fallegur.
Amtmannsstíg 4, aðaldyr,
upþi, kl. 6—12 í kvöld og
6—7 mánudag og þriðjudag.
Opið verdnr nni jolln
Mánud. 22. des.
Þriðjud. 23. des.
Miðvikud. 24. des
•[
eins og hér segir:
kl. 7,30 f. h. — 3 e. h. Fyrir bæjarbúa*
— 3 e. h. — 5 e. h. Fyrir hermenn.
— 5,15 e. h. — 10 e. li. Fyrir bæjarbúa.
— 7,30 f. h. — 7,30 e. h. Fyrir bæjarbúa*
— 7,30 e. h. — 10 e. h. Fyrir hermenn.
7,30 f. li. — 12 á h. Fyrir bæjarbúa.
1 e. h. — 3 e. h. Fyrir alla karlm.
............... Lokað allan daginn.
9 f. h. -— 12 á h. Fyrir bæjarbúa.
7,30 f. h. — 3 e. h. Fyrir bæjarbúa¥
3 e. h. — 5 e. h. Fyrir alla karlm.
............... Lokað allan daginn.
ATH. Aðra daga opið sem venjulega. — Látið börnin koma
fyrrihluta dags. — Miðasalan hættir 45 minútum fyrir
hermanna- og lokunartíma. — *K1. 7,30—10 f. h. einnig
fyrir yfirmenn úr hernum.
Geymið auglýsinguna! SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR.
Fimmtud. 25. des.
Föstud. 26. des.
Miðvikud. 31. des.
Fimmtud. 1. jan.
SIGLINGAR
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar uro vöru-
sendingar sendist
Culliford ék €lark i.oi.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Sendisveinn
óskast til léttra sendiferða. — ÞaiT að liafa hjól. -
Hátt kaup. — A. v. á.
BEZT AÐ AUGLYSA 1 VISI.
Flygel íyrirliggjandi.
Nú er tækifæri til að kaupa gott hljóðfæri með
góðu verði. — Aðeins örfá siykki óseld. —
SKAFTI SIGÞÓRSSON.
Verzlunin Katla, Laugaveg 68. — Sími 5113.
lolt
nrlnr
/T N/
LjpunmKrM-fyí&gn úss
í , O Flestar islenzkar nútíma
’skáldsögur gerast i sveit, en
; ' SALT JAR®AR er saga með
! sjávarþorp sem umhverfi.
| Lýsir sagan strkennum þorp-
anna, fjörugu samlifi norskra
j " hvalveiðimarma og ]>orpsbúa,
! I en aðalpersóna sögunnar er
, móðirin Ragnheiður Lofts-
| '• dóttir, hin stórlynda, glæsi-
- lega kona af Suðurlandi. —
Gunnar M. Magnúss er fyrir
j löngu viðurkenndur sem á-
gætur rithöfunidur. Þessi nýj-
asta skáldsaga er talin bezta
bók lians. —---------------—
Eignist Salt Jarðar áður en það verðtr qí seint, hún
kostar heft kr. 9.60, í mjög smekklegu barndi kr. 12.50
Krakka
vantar okkur til að bera út blöð til kaupenda á
Túngötu.
DAGBL4Ð1B VÍSIII.
JflUSAI&B
Hjartanlegt þakklæti senduin við öllum þeim, sem auð-
sýndu okkur vináttu við andlát og jarðarför móður.
tengdamóður og ömmu okkar,
Kristínar I. Hallgrímsdóttur.
Ágúst Jónsson, Jóhanna EyjólfsdóttÍF og dætur.
Hjartanlega þökkum við auðsýnda hluttekningu við
andlát og jarðarför
Þórlaugar Þorvarðardóttur.
Aðstandendur.