Vísir


Vísir - 22.05.1942, Qupperneq 2

Vísir - 22.05.1942, Qupperneq 2
DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmi'ðjan h.f. Sorphreinsun og gatnagerð. Ð EYKJAVÍK verður vafa- laust taliu af öllum, sem til þekjtja óþrifalegasti bær á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Að nokkru er þetta afleiðing þess, að allar götur eru meira og minna sundurtættar vegna hinnar væntanlegu liita- veitu, en öllu öðru frekar er hér um að kenna almennum óþrifn- aði og vanhirðu frá hendi bæjar og borgara i óskiptri og sameig- inlegri sök. Hér í blaðinu i gær ræddi heilbrigðisfulltrúi nokkuð um tillögur þær, sem liann hefir lagt fyrh- heilbrigðisnefnd og aðal- lega varða hreinsun gatna i bæn- um. Vakir fyrir honum að fjölga nokkuð starfsliði þvi, sem að götuhreinsun starfar og bæta við hestvagni, til þess að aka drasli burt af götum bæjarins. Slík ráðstöfun er allsendis Ót fullnægjandi, enda mun bæjar- stjórn liafa falið bæjarverk- fræðing nú í vetur að kaupa vestanhafs fyrirmyndar bifreið- ar, í þessu augnamiði, en ekki er kunnugt um hvað þeim mál- um líður. Að þvi er varðar sorphreins- unina má fullyrða að hún er framkvæmd í senn á rangan hátt og á röngum tíma. Þeir sein að þessu starfa, vinna aðal- lega að sorphreinsun á daginn, að þvi er virðist algerlega skipu- lagslaust, þannig að hending ein ræður hvar og hvenær unn- ið er á hverjum stað. Það kann vel að vera að einhverjar ráð- stafanir hafi verið gerðar til þess að skipuleggja þetta, en á þær virðist 'mjög bresta, enda eru þess mörg dæmi að borgararnir hafa beinlínis orðið að kvarta til hlutaðeigandi bæjarvalda, til þess að fá sorp á brott telcið frá húsum, sem safnast hafði upp um langt skeið. Ekki leikur heldur vafi á því, að sorphreins- unina á' að framkvæma á nótt- um, þegar litil eða engin um- ferð er, með því að hún er i raun og sannleika óframkvæmanleg, eftir að fram á daginn kemur og umferð er á öllum götum þótt í misjöfnum mæli sé. Þetta þarf ekki skýringu við. Það skýrir sig sjálft. Sorplireinsunin er einnig út af fyrir sig ófullnægjándi. Við það eitt er látið sitja, að hirða bréfarusl og annað drasl af göt- unum, og hreinsa rennur, en þótt moldarbingir séu á gang- stéttum ár. eftir ár, er ekkert um þá hirt, en jieir látnir vera farar- tálmi fyrir fótgangandi menn algérlega óátalið og óumhirt. Einkum kveður að þessu, þar, sem byggt hefir verið við hús, hreinsað íil í görðum o. s. frv. Við þessa vanhirðu bætist svo það, að flestar götur bæjarins eru í þvílíku ástandi að tæpast getur verjanlegt talist. Viðhald- ið er svo slælegt, og þannig framkvæmt að bæjarsjóður bíð- ur af því stórtjón, með því að umbætumar verða miklum mun kostnaðarsamari, þegar loks er tekið að vinna að þeim. Erlend- is tíðkast það, að strax og holur eru komnar i malbik er við þær gert. Nægir þar að skírskota til VISIR Er fækkun þjóðar- innar að byrja? ískyggilegap tölup um fækkun fæöiuga iijá fastlaunastáttum landsins. Nýmæli um launakjör opinberra starfsmanna. — Rannsókn á barnafjölda fastlaunastéttanna. — Tæp- lega eitt barn á framfæri hvers launþega. Kaupmannahafnar. Hér eru þær látnar eiga sig, þar til göturnar mega lieita ófærar, ög verður að endurnýja malbik á þeim öllum að meiru eða minna leyti. Þetta er óheppilegt, enda almenn regla að bezt er að gera við skemmdir á hverjum hhit slrax í upphafi, en bíða ekki eftir því að hlutur- inn megi heita ónýtur með öllu. Þótt Jætta megi telja íslenzkan sið er hann illur og ekki æski- legt að bærinn gangi á undan í slíku. Flestir Reykvíkingar, einkum þó jieir, sem í nýju hverfunum búa, hafa leitast við að prýða í kringum hús sin, ög eru þar víða fallegir garðar. En sá er galli á gjöf Njarðar, að þessir garðar koma að alls engum notum, með því að í þeim er ekki vært fyrir göturyki, sem stafar af um- ferðinni, eða vorvindunum í þurrviðri. Ef menn vilja sann- færast um þetta þurfa þeir ekki annað, en að ganga um skemmtilegustu gölu bæjarins, —- Sóleyjargötuna og Hring- braut að Gróðrarstöð. Þessu er þó samfara viss áhætta, með því að heita má að menn gangi í einum moldarmekki alla leið- ina frá því er malbiki Fríkirkju- vegar sleppir. Sé votviðrasamt eru hnédjúpir pollar á jæssum götum, en engin gangstétt sýnir hvar fótgangandi menn eiga rétt á sér, enda virðast bifreið- arnar allan rétt eiga og aka ekki sem hægast á þessum slóðum. Þótt hér sé þetta dæmi tekið, með því að fjöldi fólks leggur leið sina þama um í skemmti- göngum í Tjarnargarðinum og grend, og geta því um dæmt af eigin raun, er þetta vafalaust allsstaðar svo, þar sem ómal- bikaðar götur eru en mikil um- ferð. Ljóst er það, að ekki er unnt að malbika allar götur í einu, og vafalaust skortir vinnu- afl, en aðalumferðargötur á að malbika og það svo fljótt sem verða má. Það ætti í rauninni að vera ó- þarfi, að blöðin raéddu þessi málefni sérstaklega, með þvi að borgarstjórnin ætti að hafa á þeim fullan skilning, en svo má misbjóða þolinmæði Reykvík- inga, að ekki sé unnt að þegja við. Eftir langan vetur vonum við að notið verði sumars og sól- ar. Reynslan er hinsvegar sú að livorugs verður notið, nema þvi aðeins að hinum ömurlega „uppblæstri“ gatnanna verði á brott rýmt, og til þess er hand- liæg leið. Bærinn mun eiga svo- kallaða vatnsbíla einn eða fleiri, en séu þeir ónýtir ætti að vera auðvelt að útbúa fullnægjandi taslci í sama augnamiði, er hent- uðu venjulegum vörubifreið- um. Þessar bifreiðar á að láta fara um göturnar í þurrviðrum og vökva þær, þar til úr yrði bætt á annan hátt Reykvíkinga langar til að fá að draga andann, án þess að inntaka í stórum stíl göturykið og óþverr- ann, sem þyríast upp og allt færir i kaf. Mitonche sýmxtgar hefjast að nýju Sýningar á Nitouche, óper- ettunni vinsælu, hefjastaftur að nýju, og verður sýnt í næsta skipti á annan í hvítasunnu. — Enda þótt yfir 20 þús. manns hafi séð „Nilouche“ og þótt hún hafi verið sýnd 70—80 sinnum (65 sinnum í Rvík og 8 sinnum úti á landi) var aðsóknin að óp- erettunni aldrei meiri en 10 sið- ustu skiptin sem hún var sýnd. Síðan í desembermánuði hafa sýningar fallið niður vegna veikinda eins leikarans, en nú er hann kominn til heilsu aftur og sýningar geta því hafizt að nýju. , Vísir spurðist fyrir um það Bandalag starfsmanna ríkis og hæja fór þess á.leit við Al- þingi fyrir skemmstu, að út- horguð laun opinberra starfs- manna yrðu greidd með 20% álagi sökum sívaxandi örðug- leika fastlaunaðra manna að standast dýrtíðina til jafns við aðra lauhþega, sem aðgang liafa að því að bæta liag sinn með aukavinnu og ýmiskonar fríð- indum, sem skapast af hinni ó- skaplegu eftirspurn eftir vinnu- afli. Frumvarp þessa efnis var flutt í efri deild Alþmgis, en féll þar með jöfnum atkvæðum. Var frumvarpið flutt sem breyting- , artillaga við lögin um verðlags- uppbót, sem liggja fyrir til framlengingar. Við aðra um- ræðu um verðlagsuppbótina í neðri deild í gær tóku þeir aftur breytingartillögur sínar Har- aldur Guðmundsson og Einar Olgeirsson til þriðju umræðu, en hreytingartillögurnai’ hnigu að því, að greidd yrði 10—20% álag á laun opinberra starfs- manna. Ilinsvegar skýrði Jón Pálmason, er sæti á í fjárhags- nefnd efri deildar, frá því, að stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefði átt fund með nefndinni og á fundinum hefði komið fram tillaga til úrlausnar á þeim vanda, sem steðjar að opmberum starfsmönnum,. — Hefði verið hent á þá leið, að greiða starfsmönnum ríkis og hæja uppbætur á laun miðað við Fjöldi manns í írska frírík- inu, eða Eire eins og það nefn- Ist nú, vill að Þjóðverjar verði hlutskarpari í þessari styrjöld, en samt sem áður er þetta sama fólk því mótfallið, að vera undir yfirráðum Þjóðverja. Það eru þrjár höfuðástæður fyrir þessari samúð manna með Þjóðverjum: 1) Aldagömul andúð gegn Bretum. 2) Sú vissa manna, að ef Bretar sigri, þá muni þeir herða tökin á Eire og verða verri við- skiptis. 3) Sú trú manna, að ef Þjóð- verjar verði hlutskarpari, þá muni Eire fá Norður-írland, sem nú er undir algerri brezkri stjóm. Með þessu er þó ekki sagt, að allir þessir menn sé beinlínis nazistar eða mundu vera stuðn- ingsmenn nazistahreyfingar, ef hún væri til í landinu. Það er skoðun kunnugra, að i landinu sé nokkurar þúsundir raunveru- legra nazistavina. Flestir þess- an-a manna hafa verið atvinnu- hjá stjórn Tónlistarfélagsins hversu oft Nitouche verður sýnd ennþá. Var því svarað, að vafa- laust myndi fást aðsókn í 20— 30 skipti ennþá, en sá hörgull er á, að einn aðalleikarinn fer í sumar brott úr bænum til lang- dvalar og verður sýningum þá hætt að fullu og öllu. 1 haust verður svo ný óper- etta tekin til meðferðar, en enn- þá er ekki fullráðið hvaða óper- etta það verður. ómagafjölda þeirra, eins og víða er gert í nágrannalöndum vor- um. Komi þá til greiðslu kr. 200—250 auk verðlagsuppbótar á það fyrir hvert barn innan 14 ára aldurs. Myndu slíkar upp- bætur jafnast á við 10—15% launahækkun hjá starfsmönn- um með meðallaunum og 3—5 börn. Uppbótin kæmi þar að auki réttlátar niður og að hetra gagni sem dýrtíðarráðstöfun, heldur en hundraðshluta heild- aruppbót. I samhandi við þetta lét stjórn Bandalagsins fara fram rann- sókn á barnafjölda á framfæri opinberra starfsmanna og kom þá í ljós ískyggileg fækkun barnsfæðinga í þessum stéttum. Sapitals náði rannsóknin til 1800 starfsmanna og leiddi hún í ljós, að þeir hafa að meðaltali tæplega 1 barn á framfæri sinu. Einna hæstir voru starfsmenn Reykjavíkurbæjar; þar voru 268 starfmenn með 382 böm. Næst-. ir komu 440 kennarar með um 400 börn. Langt þar fyrir neðan eru svo ýmsir aðrir starfsmenn, svo sem símamenn 250 að tölu með 150 börn, 46 útvarpsstarfs- menn með 31 harn o. s. frv. Tölur þessar benda til, að hér þurfi að grípa, til ríkisráðstaf- ana, því það er viðurkennd stað- reynd hvarvetna, að barnafjöldi launastéttanna stendur í beinu lilutfalli við efnalega afkoinu þeirra. lausir og halda, að úr því muni rætast, ef nazistar fái tækifæri til þess að heita stjórnaraðferð- um sínum. En þeir Irar, eru í miklum meirihluta, sem óska þess, að Þjóðverjar sigri ekki, enda þótt þeim sé ekki fullkomlega vel við Breta. Ef þýzkir njósnarar mundu fara að starfa i Eire mundu þeir verða fáir, sem fengjust til að rétta þeim hjálparhönd eða veita upplýsingar, sem gæti skaðað málstað Breta og Bandaríkj- anna. E-n á hinn bóginn má al- veg eins gera ráð fyrir þvi, að þeim sömu, sem vildu ekki veita upplýsingar, er gæti orðið Þjóð- verjum að gagni, mundi ekki koma til hugar að koma upp um njósnarana. Það mun vera óhætt að segja, að þetta sé afstaða írska almúga- mannsins — hann vill vera al- gjörlega hlutlaus í styrjöldinni. Á.því mun litill vafi, að ein- hver fimmtu herdeildarstarf- semi eigi sér stað í landinu, að likindum í samvinnu við með- limi hins óleyfilega írska lýð- veldishers. írsku stjóminni er að eins kunnugt um einn þýzkan erind- reka, sem látinn var svífa til jarðar í fállhlif, en það er talið nokkurnveginn víst, að fleiri flugumenn Þjóðverja hafi kom- izt til landsins á þenna sama hátt. Þjóðverji sá, sem getur um hér að ofan, var látinn svifa þar til jarðar i fallhlíf fyrir meira en ári síðan og hann lék lausum hala í niu mánuði. Maður þessi heitir Herman von Götz og hann hafði i fórum sínum nákvæmár skipanir um það, hverja hann ætti að hitta í Eire. En allar ráðagerðir hans fóru út um þúf- ur af því að írar tóku lionum ekki eins og Þjóðverjar höfðu búizt við. Hinn óleyfilegi írski lýðveld- isher eða Ira, eins og hann er jafnan nefndur, hefir að mestu verið brotinn á bak aftur eða lamaður með handtöku fimm hundruð forsprakka, sem voru kjarninn í félagsskapnum. Engar áreiðanlegar tölur eru til um meðlimafjölda í Ira og er því allt ágizkanir, sem nefnt er í því sambandi. Flestir áætla, að meðlimir sé um 10.000, en aðrir fara enn hærra. Engin leið er að ákveða, hvað réttast er í þessu efni. Flestir meðlimir lýðveldis- hersins eru ungir menn. Félagið á miklar vopna- og skotfæra- birgðir fólgnar hingað og þang- að. Liðið er að visu höfuðlaust, síðan forsprakkarnir voru handteknir, en þar með er þó ekki sagt, að þær aðstæður geti ekki skapazt, að þeir grípi til vopna. Ef Bretar héldu með her inn í landið, til þess að bæta að- stöðu sína í Atlantshafsorust- unni og stjóm landsins léti sér nægja að mótmæla „kröftug- lega“, mundi lýðveldisherinn í-ísa upp og verjast innrásinni. Ríkisstjórnin hefir líka á- hyggjur af þvi, að horfur eru erfiðar í matvælamálum. Hún óttast að lýðveldisherinn kunni að reyna að stofna til óeirða, ef aðdrættir verða örðugri og mat- vælaskammtar almennings minnkaðir. I byrjun styrjaldarinnar voru til nægar matvælabirgðir í land- inu, en síðan hefir mjög gengið á þær. Bændur, sem leggja stund á hveitirækt, hafa ekki viljað selja uppskeru sina, hafa ætlað að biða eftir að verðlag hækkaði, en það hefir leitt til þess, að miklar hveitibirgðir hafa eyðilagzt. Nóg er til af nautakjöti, eggjum og mjólk, en verðið fer ört hækkandi. Atvinnuleysi er allmikið i Eire. Um 25.000 menn fá styrk, ,en tala atvinnulausra er áætluð 50.000. Margir atvinnuleysingj- ar hafa samúð með lýðveldis- hemum. SUNHKNATTLEIKSMÓT ÍSLANDS. Ármann vann Ægi í úrslita- leiknum með 5:2. 1 fyrri leiknum vann KJL B- lið Ármanns með 5:3, var leik- urinn nokkuð jafn en K.R.-pilt- amir duglegri. Stóð leikurinn 2:2 i hálfleik, en K.R. setti 2 seinustu mörkin. 1 úrslitaleiknum komu ó- venju mörg mörk, því venju- lega hefir unnist með 1:0 eða í mesla lagi 2:1, svo jöfn eru lið- in, en nú setti Ármann 5 mörk í fyrri hálfleik og Ægir 2 i seinni og komu því öll mörkin í sama markið (austurmarkið). Leikurinn var harður, en ekki illvigur. Dómari var Jón Ingi Gjuðmundsson og fórst það vel úr hendi. í 50 metra skriðsundi vann Hörður Sigurjónsson (Æ) á 28.2 sek. og 2. Edvard Færseth (Æ) á sama tfma, en 3. Rafn Sigurvinsson (K.R.) á 29.1 sek. (Stefán Jónsson gat ekki keppt UNITED PRESS. írar og afstaða þeirra til styrjaldarinnar. Vörur með Brúarfoss afhendist í dag, eða f)rrir há- degi á morgun, þó ekki til ísafjarðar. E.s. „Lagarfoss“ tekur vörur til ísafjarðar og fer um miðja næstu viku. — A mánudaginn frá kl. 11 til kl. 8 verður i Landakotsskóla sýning á hannyrðum og teikningUBft. ALLTAF DETTUR MÉR í HUG þegar eg sé fólk á vel burst- uðum skóm, enda ber Chcrry Blosisoiii §kóáborðnr af, sem gull af eiri. 1 1311! i nýstandsettur, til sölu og sýnis á Grettisgötu 27 í kvöld kl. 7—9. — Kissar-tiilir Vil kaupa stóra, góða kassa, nýtt eða notað timbur tíl að klæða með sumarbústað. — Tilboð, merkt: „Tímbur“ leggist inn á afgr. blaðsins strax. — Matsvein vantar á m.b. Már. Uþpl. i síma 3861. — Valdimar Bjarnason i eins og til stóð). 50 metra bringusund drengja vann Hannes Sigurðsson (Æ) á 42.5 sek. 2. Harald Halldórsson (Æ) 43.7 sek. 3. Stefán Hall- grímsson (Æ) 47.9 sek. 100 metra skriðsund drengja vann Ari Guðmundsson (Æ) 1 min. 16 sek. 2. Einar Sigurvins- son (K.R.) 1 min. 18 sek. 3. Halldór Bachmann 1 mín. 19.9 sek.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.