Alþýðublaðið - 14.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.05.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið 1920 Föstudaginn 14. maí 107. tölubl. 1}afnarverkfalli8. Khöfn, 13. maí. Sjálfboðaliðar afferma skip í Fríhöfninni, með lögregluvernd. [Sennilega er hér átt; við kolafarma sem þar hafa legið, samt. 40,000 smálestir. j Mhenar hervæíast gegn pélverjum. Khöfn, 13. maí. Fréttastofa Hvítu-Ruthena til- kynnir, að bændur þar hervæðist í miklum móð gegn Pólverjum. {Hvftu Ruthenar eru rússneskur þjóðflokkur. Þeim hefir sennilega runnið blóðið til skyldunnar, er þeir hafa séð djöfulmóð Pólverja.j Mexikoborg tekin MúML Khöfn, 13. maf. < Frá Washington er símað, að uppreisnarmenn hafi tekið Mexiko, höfuðborg Mexikoríkis, herskildi. Khöfn, 13. maí. Frá París er símað, að Tyrkjum hafi verið afhentir friðarskilmálar þeirra, sem ákveða þeim eins mánaðar frest. Tjataldjalínan á- kveður landamæri þeirra að norð- au. Þeir verða að láta af hendi Smyrna og Armeníu. Batum verð- ur alþjóðahöfn. Virkin við Dar- danellasundið og Bosporus verða lögð niður. Flota mega þeir eng- an hafa. Herinn færður í 60,000 manns. Þjóðabandalagið fær vernd- arrétt yfir kristnum þegnum þeirra. VerkfSllin í ?arís. Khöfn, 13. maí. Frönsku verkföllunum heldur áfram og eru menn handteknir og gerðar húsrannsóknir hjá þeim. Slésvlk. Khöfn, 13. maí. Það er tilkynt hér opinberlega, að þýzki sendiherrann hafi stungið uppá samningi um verndun þeirra þýzkra manna, sem búa í hinum danska hluta Slésvíkur og gagn- kvæmt. Ráðuneytið danska mót- mælir. gankaþjónaverkfall. Khöfn, 13. maí. Bankaþjónar í Berlín hafa hafið verkfall. Spá-íuniinum frestaí. Khöfn, 13. raaí. Spa-fundinum er frestað þangað til í júnílok. framsal þjoíverja. Khöfn 13. maí. Bandamenn hafa afhent Þjóð- verjum fyrsta tramsalslista sinn. Á honum eru 40 menn (sakaðir um hernaðarglæpl); Hindenburg, Ludendorf og krónprinsinn eru þar ekki. llngverjar. Khöfn, 13. maí Frá London er símað, að Horthy ríkisstjóri í Ungverjalandi hafi boð- ist til að etja fram herliði (vara- sveitum) í sókninni gegn Rússum. 3rskn morðin. Khöfn 13. maí. Tilkynt er, að 40 írskir lögreglu- þjónar og embættismenn hafi verið myrtir siðan í janúar. Verzlun ðana. Áður hefir verið skýrt frá því hér í blaðinu, að danskir pening- ar hefðu fallið í verði sökum þess; að innflutningur heíði verið meiri en útflutningur. Af eftirfarandi tölum ráá sjá, að mismunurinn hefir verið geysimikill síðastliðið ár (1919) Þá voru innfluttar vörur fyrir 2518 milj. króna, en útfluttar vörur 738 milj. kr. Mismunurinn á inn- og útflutn- ingi er því rúml. ilJ2 miljarður, og er það ekki lítið, hjá ekki stærri þjóð en Ðönum. AlþýöixMadid er óðýrasta, fjölbreyttasta og bezta ðagblað lanðsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið alðrei án þess verið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.