Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Páisson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð) 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 8. desember 1943. Ritstjórar Blaðamenn Simti Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsia 279. tbl. Þessar tvær myndir eru frá ráSstefnum herforingja banda- manna, sem haldnar voru í liaust. Efri myndin er af flotafor- ingjunum Nimitz, King og Halsey, sem hittust i Pearl Harbor og undirbjuggu innrásina á Gilberts- og Marshalleyjar. Neðri myndin er af yfirmönnum bandamanna í suðausturhhluta Asíu. Til vinstri er Stihvell hersliöfðingi, í miðju aðstoðarforingi hans Ferris hershöfðingi og til hægri Mountbatten lávarður, sem er yfirmaður bandamanna á þessum slóðum. Bráðum mun fara að sjást árangurinn af þessari ráðstefnu. Tveir herforingjafundir Rússar aðeins 3 km. írá Snamenka nfi. einnig að járnbrautinni ▼estur frá borginni, og járn- brautarbæjarins Kirovka, sem er við Mnuna um 10 km. fyrir vestau Snamenka. Á þessum slóðum tóku Rúss- ar 1 gær 16 bæi og þorp og eru nú komnir um 60 km. vestur fyrir Rremensjug. Þessi sókn stofnar einnig í hættu liði Þjóðverja í borginni Gherkassi sjálfri, sem er þarna fyrir norðvestan. Sækja Rússar þangað bæði úr austri og vestri og sigur hersveita þeirra við Snamenka mundi gera þeim mögulegt að senda liðsauka til hersins fyrir austan Cherkassi. i Þjóðverjar vinna á. Sókn Þjóðverja fyrir vestan Kiev er nú hafin af krafti og hafa Rússar þegar neyðst til að láta undan síga úr nolckrum bæjum og borgum umhverfis Tsjemigov, sem er á Odessa- Leningrad-brautinni milli Zito- mir og Korosten. Var skýrt frá þvi hér i blaðinu á mánudag, að Mannstein hefði dregið að sér um 2000 skriðdreka með það fyrir augum að útmá Iíiev- bunguna. þunginn aukist í sókn þeirra næstu daga. Til marks um það, ' livað bardagar hafi verið harð- ir, skýra Rússar frá því, að þeir hafi í gær grandað 128 skrið- drelcum. Skotið á Leningrad. Undanfarnar vikur hafa Þjóð- verjar og Finnar skotið mjög oft á Leningrad og eru Rússar mjög gramir Finnum fyrir það, því að þeir telja, að slík skothríð hafi enga hernaðarlega þýðingu. Jugoslavar taka borg. Jugoslavar hafa haldið Þjóð- verjum i skefjum undanfarna daga, segir i tilkvnningu stjórn- ar skærufloklcanna í gær. I fyrradag tóku hersveitir Titos liershöfðingja borg eina í suð- vesturhluta Sloveniu eftir harða bardaga. Brezkir liðsforingjar frá ber- stjórninni í Kairo eru enn til aðstoðar Jugoslövum og flug- vélar bandamanna veita þeim einnig aðstoð. / Hopa fypip vestan Kiev« Hættan færðist enn nær járnbrautarborginni Snamenka í gær og nótt og í morgun símuðu blaðamenn frá Moskva, að framsveitir Rússa væri á einum stað að- nns í þriggja km. fjarlægð frá borginni. Rússar nálgast borgina í þrem | Samkvæmt fregnum um þessa ylkingum og stafar einna mest . bardaga munu Þjóðverjar hafa iætta af þeirri, sem er fyrir j beitt um 1000 skriðdi’elcum i gær lorðvestan hana. Hún sækir þai-na og er búizt við því, að 8. tierinn streymir nordur yflr Mora-ána. Fimmti herinn er nú senn búinn að vinna bug á þeim erfiðleikum, sem hann hefir átt í und- anfarna daga, síðan hann hóf sókn sína á vest- urvígstöðvum Italíu. I gærkveldi var skýrt frá því, að hann hefði þegar tekið flestar hæðirnar fyrir norðan Mignano-dalinn, en í hlíðum þeiiTa voru Þjóðverjar búnir að koma sér rammlega fyrir. Þýzku sveitirnar höfðu sprengt sér skotgrafir og fallbyssu- stæði í bergið í þessum fjallshlíðum og var erfitt að lirekja þá þaðan. En ineðan stórskotahríð bandamanna var haldið uppi gátu hersveitir þeirra komizt að hellunum og varpað hand- sprengjum inn um munnana, ef fallbyssukúlur höfðu ekki rat- að inn og komið ibúunum fyrir kattarnef. Lítið virðist draga af Þjóð- verjum, því að þeir gera gagn- áhlaup án afláts og bera þau oft árangur, svo að margir staðir og hæðir eru til skiptis í hönd- um herjanna oft á dag. Þungamiðjá bardaganna er beggja megin við veginn frá Capua til Rómaborgar, enda er ekki um aðra leið að ræða, þar sem liægt sé að fara um með þung hergögn í stórum stíh En þótt vörn Þjóðverja sé hin hraustlegasta í alla staði, verða þeir smám saman að láta undan siga, enda kannast þeir við það sjálfir, að þeir hafi minna lið en bandamenn. Þjóðverjar segja, að banda- menn tefli fram ógrynni flug- véla og sé þær skotnar niður í tuga tali á degi hverjum. Norðan við Moro-ána. Áttundi lierinn mun nú hafa náð öruggri fótfestu á norður- bakka Moro-árinnar. Standa þar grimmilegir bardagar, en vegna þess að Bretar komu skriðdrek- um yfir strax í upphafi, munu Þjóðverjar ekki geta hralcið þá suður yfir aftur. Farið var yfir ána skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Áttu Þjóðverjar bersýnilega ekki von á þessari tilraun þeirra þá um nóttina, því að nokkur tími leið, áður en farið var að skjóta á þá að nokk- uru ráði. Betra ástand í Bengal Undanfarið hefir heldur dreg- ið úr hungursneyðinni í Bengal- héraði í Indlandi. í fregnum blaðamanna segir, að vegna strangra ráðstafana stjórnarinnar í skömmtunar- málum og aukinna matvæla- flutninga til Kalkutta og fleiri borga, megi heita, að fólk verði ekki lengur hungurmorða, eða að minnsta kosti miklu færri en áður. Gert er ráð fvrir því, að matvælaástandið verði komið í sæmilegt horf um áramót. Bandamenn hafa flestar hæðir norðan Mignano-dals Ræða Smuts hefis vakið athygli og deilur. Nýtt ornstuskip á sjó. Nýju orustuskipi var hleypt af stokkunum í Bandaríkjun- um í gær. Skip þetta hefir hlotið nafn- ið Wisconsin og er 45.000 smá- lestir á stærð, eða jafnstórt og New Jersey, sem hleypt var af stokkunum fyrir einu ári. Um aðra helgi var tíu skip- um hleypt af stokkunum i Bandaríkjupum, þar á meðal nokkurum litlum herskipum. Attlee varaforsætisráðherra Breta var að því spurður í gær, livort Smuts hefði látið í ljós stefnu Breta í ræðu sinni um Frakkland í síðustu viku, er hann sagði, að það mundi hverfa úr tölu stórvelda. Svaraði Attlee, að Smuts hefði sjálfur sagt í upphafi ræðu sinnar, að hún væri aðeins liugleiðingar hans sjálfs og ekki bæri að taka hana sem opinbera stefnuyfirlýsingu af hálfu nokk- urs manns. Stefna Breta, sagði Attlee, gagnvart Frökkum kom fram í hásætisræðu konungs og kvaðst vona, að þeir yrði sem fyrst frjálsir. Kolamálin: -"3 rleur liorlor lyrir Mönnum fækkar í námunum í Bandaríkjunum hefir fyrir skemmstu verið gefin út skýrsla um hið alvarlega ástand í kola- málum bandamanna. Segir þar, að vcgna kola- skortsins i Englandi, verði Bandarikin að fullnægja miklu meiri eftirspurn en áður, tín þau eigi við sömu erfiðleika að stríða og Englendingar, nefni- lega manneklu, vegna þess livað herinn hefir verið þurftarfrek- ur. Bandaríkin hafa misst á þennan liátt um 70,000 menn, þótt eldri menn hafi komið í slað lielmings þeirra, en samt tekur herinn um 2500 menn á mánuði. Er þess krafizt i sltýrsl- unni, að þvi sé hætt tafarlaust, að herinn taki menn frá þessari lifsnauðsynlegu atvinnugrein. Hitaveitan komin í öll JVorðnrmýrarhui. 35-90 af götuleiöslum lokid ÍS úið er að leiða heita vatnið inn í á annað hundrað hús og er nú um það bil lokið að hleypa vatninu á í Norðurmýrarhúsin öll. Hinsvegar hafa ófyrirsjá- anlegar tafir valdið því, að lítið hefir verið liægt að vinna að þessu að undanförnu. Nú eru tafir þessar yfirunnar og i gær var hægt að vinna af fullum krafti. Helgi Sigui’ðsson hitaveitu- stjóri skýrði Vísi frá því, að hér eftir yrði framkvæmdum lirað- að svo sem frekast mætti verða. Byrjunarerfiðleikarnir virtust nú yfirunnir, það liefði verið farið gætilega í byrjun, til að sjá hvort nokkurar veilur væru fyrir hendi, en nú myndi verða hægt að setja fullan kraft á framkvæmdirnar og næstu daga mundi verða auðveldara að sjá livernig afköstin yrðu fram- vegis. Þessa dagana hafa tenginar- mennirnir einnig verið teknir til að hle>Tia vatninu á og munu Jieir siðan kenna öðrum, þannig að afköstin aukast því lengra sem líður. Nú er um það bil verið að byrja að hleypa heita vatninu á Leifsgötu, Egilsgötu og Eirílcs- götu og má búast við að þvi verði fljótlega lokið. Um 85—90% af götuleiðslun- um eru nú búnar, en eitthvað minna af húsaleiðslunum, þvi ]>ær eru nokkuð á eftir. Þær götuleiðslur, sem nú eru eftir, eru aðallega fyrir vestan Bræðraborgarstig, ennfremur eitthvað i Þingholtunum og Grjótaþorpinu, Tjarnargatan, Fríkii-kjuvegur og nokkurir smáspottar aðrir. Reynt að fá Tyrki í itríðið. Chus’ehill og Roosevelt ræða vid hei»íoriiigjaog tyrkneska stj órnmálamen n. Margt virðist nú benda að fara í stríðið, eð stuðning og á annan Það var tilkynnt í gær, að Ismet Inonu, forseti Tyrklands, og Menemenjoklu, utanríkisráð- herra landsins, hefði rætt við þá Boosevelt og Churhill i Kairo í þrjá daga um síðustu helgi. I tilkynningu um fundinn var sagt, að viðræðurnar hefði far- ið fram i fullri vinsemd og gagn- kvæmur skilningur ríkt um öll mál, sem komið vár inn á. Árdegisblöðin í London líta svo á í morgun, að bezt sé að bíða og sjá hvað setur, að því er þenna fund snertir, en telja ]>ó að slá megi því föstu, að rætt Lil þess, að Tyrkir sé að ráðgera a að veita bandamönnum meiri hátt en hingað til. hafi verið um þátttöku Tyrkja í baráttunni við Þjóðverja. J Daily Mail er einna berorðast í skrifum sínum um fundinn. Segir stjórnmálaritstjóri hlaðs- ins, að það sem menn verði að liafa hugfast, þegar rætt sé um ; stjórnmálastefnu Tyrkja á kom- j andi tímum, að stjórnmála- menn einir hafi ekki átt þátt þessum fundi, heldur hafi þeir ! Churchill og Boosevelt hvað eft- , ir annað rætt við herforingja j sína í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf milli þess, sem ! ráðgazt var við tyrknesku stjórnmálamennina. dr. juris Einars Arnórssonar d ómsmálaráðherra birtist i auka- hlaði Vísis í dag. Vakti ræðan s’ika athygli er hún var fhitt, enda þess eðlis og þannig úr garði ger, að enginn, sem lætur sig lýðveldisstofnunina nokkru skipta, getur látið hana fram hjá sér fara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.