Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSlR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötd 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Samblástur. ÞÓTT nokkrar umræður hafi orðið um lýðveldis- stofnunina að undanförnuog sitt liafi sýnst þar liverjum, er það hvorki óvenjulegt né óeðlilegt, með því að um flest höfum við íslendingar deilt og ef til vill hel^t er sízt skyldi. Hinsvegar verður að viðurkenna, að i jafn örlagaríkum málum og lýðveld- isstofnuninni, er æskilegt að all- ar skoðanir fái að koma frarn, stofni þær ekki mlálinu i beina hættu vegna h vatskey tleg r ar æsingastarfsemi. Yfirleitt má segja að liófs hafi gætt í umræð- unum um málið, þótt stöku menn hafi ætlað sér um of i þekkingu og mannviti. Alltaf eru til leiðinlegar undantekning- ar. Nú eru örlög málsins endan- lega ákveðin. Hafa þrír stærstu flokkar þingsins lýst yfir því, að þeir muni taka stjórnskip- unarlögin til sameiginlegrar af- greiðslu á Alþingi, er saman kemur 10. janúar, en auk þess hefir Alþýðuflokkurinn sam- þyklct á ársþingi sinu, yfirlýs- ingu í málinu, sem bendir til þess eindregið að flokkurinn liugsi sér ekki að skerast úr leik við endanlega afgreiðslu þess, en muni því fylgjandi að lýð- veldi verði stofnað þegar á næsta ári, ef nauðsyn krefur. Eftir það, sem á undan var gengið, var ekki við meiru að búast af þess- um flokki, og verður að ó- reýndu að gera ráð fyrir að hann bjargi sóma sínum á sið- ustu stundu. Undanhaldsmenn- irnir svokölluðu hafa langsam- lega flestir viðurkennt að frek- ari deilur um málið væri til- • gangslausar. Fyrir þeim flest- um vakti það eitt, að halda fram réttu máli að þeirra dómi, og við þeirri afstöðu var út af fyrir sig ekkert að segja. Varúð, til- finningasemi, misskilningur á íslenzku þjóðareðli og beinum réttindum landsins kunna að hafa ráðið afstöðu þessara manna, og ber á engan hátt að saka þá um slíkt renni þeir ekki er á reynir. Hinsvegar hafa þau firn heyrst að til séu undanvillingar í hópi þessara manna, sem liugsi sér nú að efna til samblásturs og reyna að hefja æsingar um málið. Er jafnvel látið í veðri vaka að hafin muni sérstök blaðaútgáfa í þessu skyni, tima- rit verði málinu helguð því til spillis og loks viðeigandi máí- tólaglymjandi og glerjaskellir á mannfundum vilji þjóðin þar á hlýða. Reynist þetta rétt er um svo varhugavert tiltæki að ræða, að það verðskuldar fyrirlitningu þjóðarinnár í heild og þyngstu ákúrur. Hér í blaðinu birtist í dag ræða dómsmálaráðherra, er hann flut'ti að kvöldi hins 1. desember !í útvarpinu. Mun það mála sannast að þar komi fram viðhorf íslenzku þjóðarinnar, almennt og fræðilegt, þannig að allir geti undir orð ráðherrans tekið. Núverandi dómsmálaráð- herrá'liefir lagt margt til sjálf- stæðisníálanna og allt á einn veg, enda mun mega þakka lion- um manna mest hversu giftu- Fjárhagsörðugleikar ís- lenzkra stúdenta í .U.S. A. .. ■ — ^ Thor Thor§ lcggnr til, að stpknr werði Iiækkaður vlð stúdenta. ^Jamkvæmt skýrslum sém Upplýsingaskrifstofu stúdenta hafa borizt um náms- og dvalarkostnað i Ameríku, eiga ísl. stúdentarnir þar við mikla og vax- andi örðugleika að stríða vegna síhækkandi útgjalda. Vísir liefir í dag átt viðtal við vænta, að Alþingi bregðist vel Lúðvíg Guðmundsson skóla- _stjóra um málefni stúdentanna, og hefir hann leyft blaðinu að birta eftirfarandi bréf, sem utanríkismálaráðuneytinu hefir nýlega borizt frá Thor Thors sendiherra: „Eins og kunnugt er ldjóta þeir íslenzkir stúdentar, er hæsts námstyrks njola, samtals kr. 3600.— á ári eða U.S. $553.48. Námskostnaður liér í landi hef- ir undanfarin ár farið hækkandi og samkvæmt skrýslu frá ís- lenzkum stúdentum í Berkeley, California, til Lúðvígs Guð- mundssonar, forstöðumanns Upplýsjingaskrifstofu stúdenta, telja þeir, að lægsti námskostn- aður árlega sé $15—1600.—•. Tel eg, eins og nú er komið, þetta sízt of hátt reiknað. En sam- kvæmt þessu ættu styrkir að lieiman að nema um % af náms- kostnaðinum. Styrkja þessara njóta aðallega efnalitlir, en sérlega efnilegir námsmenn,. og er augljóst, að mörgum þeirra verður mjög erfitt að útvega það fé, sem á vantar til námsins. íslenzkir stúdentar við nám í Danraörku fyrir stríð hlutu 1200.— danskar krónur á ári og mun hafa verið talið, að sú upphæð samsvaraði helming námskostnaðar. Þar sem mér er kunnugt um, að ýmsir íslenzkir stúdentar hér í Bandaríkjunum eiga við erfið- leika að búa, vil eg leyfa mér að vekja athygli hæstvirtrar rík- isstjórnar á því, að það mundi mjög greiða götu stúdenta, ef unnt væri að bækka námsstyrki Scrutator : þeirra upp í t. d. $800.— á ári, en að sjálfsögðu mundi hvaða hækkun sem vera skal koma að góðu gagni. Eg vil leyfa mér að mælast til þess, að hið háa ráðuneyti skýri mér frá því, hvort unnt er að ráða bót á máli þessu.“ Enda þótt afgreiðslu fjárlag- anna sé langt komið, er þess að við málaleitun sendiherrans og hækki framlögin til stúdenta, sem nám stunda ytra. Málverkasýning Jóns Engilberts Jón Engilberts Iistmálari hef- ir opnað sýningu í hinu ný- byggða húsi sínu á Flókagötu 17. Á sýningunni eru um 200 myndir, þar af 30 málverk. Hitt eru vatnslitamyndir og teikn- ingar. Flestar myndirnar eru nýjar, en einstöku eru frá eldri tímum. Engin jæirra hefir þó verið á' sýningu hér áður. Jón hefir málað þessar mynd- ir og teiknað samhliða því, að koma upp hinu veglega og sér- kennilega húsi sínu og kennslu- störfum, en liann er nú aðal- lcennari við myndlistardeild Handíðaskólans. Hefir hann hér leyst af hendi þrekvirki — en bann hefir hinsvegar skapað sér einhver beztu vinnuskilyrði, sem íslenzkur listamaður hefir nú, þvi að vinnusalurinn, sem er 11x7 metrar að stærð, er tvi- mælalaust sá stærsti og um leið einhver sá ágætasti hvað birtu- skilyrði snertir, sem- nokkur málari hér álandi hefir yfir að ráða. Seinna ællar Jón að skreyta liúsið, bæði að utan og innan. Hann ætlar að mála alla ganga með freskómyndum, en utan á liúsinu eru stórir tómlegir flet- ir, sem Jón ætlar að skreyta með steinmyndum — Mosaik. — Sá flöturinn, sem er á aðalhlið liússins, er 5x7 metrar að stærð, en 3x4 metrar á gafli. Verður húsið þá hið skrautlegasta í alla staði. í gær — fyrsta dag sýningar- innar — seldi Jón 20—30 mynd- ir. — Sýningin verður opin til 17. desember. Ríkisstjóxi staðíestir lög. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var í gær í Reykjavik, staðfesti ríkisstjóri eftirfarandi lög: 1. Lög um breytingu á vega- löguni nr. 101, 19. júní 1933. 2. Lög um breytingu á lögum nr. 66, 8. september 1931, um hafnargerð í Dalvik. 3. Hafnarlög fyrir lÓlafsfjörð. 4. Lög um að undanþiggja frá álagningu skatta til ríkis og bæjar eða sveitar, vinning í bappdræt ti Laugarneskirkj u. 5. Lög um að undanþiggja frá álagningu skatta til ríkis og bæjar eða sveitar vinning í liappdrætti Hallgrímskirkju. Rannsókn Hilmis- slyssins. Atvinnumálaráðuneytið liefir falið lögmanninum að annast urn það, að sjódómurinn í Rvík taki til meðferðar og rann- sóknar þau atvik, er kynnu að geta leitt i Ijós ástæður til þess, að ms. Hilmir frá Dýrafirði fórst i síðastliðnum mánuði nálægt Snæfellsnesi. BÆKUR Theodór Árnason: Tón- snillingaþættir. j Theodór Árnason er lesendum Vísis að góðu kunnur, og raunar öllum öðrum landsmönnum, sumpart fyrir þýðingar sínar m. a. a ágætum barnabókum, eii. sumpart fyrir frumsamdar rit- smíðar, sem hann hefir birt und- anfarin ár liér í blaðinu og í Fálkamum. í hið síðarnefnda blað hefir hann ritað að undan- förnu greinaflokk um merka tónsnillinga fyrri alda, sem menn liafa lesið sér til mik- íllar ánægju og fróðleiks. Svo sem kunnugt er stundaði Theo- dór fiðluleik um fjölda ára að afloknu hljómlistarnámi er- lendis, en þótt liann liafi nú um nokkur ár ekki látið til fiðlunn- ar lieyra, hefir hann unnið í þágu hljómlistarinnar á ýmsan veg’. Hefir liann m. a. kennt söng víða um land og stofnað kóra í ýmsum byggðarlögum. Einn þáttur í þeirri viðleitni lians að glæða skilning og þekk- ingu manna á tónlistinni, eru vitgerðir þær, sem að ofan greinir en sem hann liefir aukið og endurbætt og safnað saman í allstóra bók. Tónsnillingaþættir fjalla um merka tónsnillinga frá fyrri liluta 16. aldar til vorra daga og er þarna að finna æviágrip 35 frægustu tónskálda heimsins og brautryðjenda á því sviði, aht frá Palestrina, mesta tónskáldi kaþólsku kirkjunnar, til norska tónskáldsins Edvard Grieg, er lézt nokkuru eftir aldamótin síðustu. Theódór ritar léttan og látlausan stíl og auðsætt er að liann ber virðingu fyrir við- fangsefninu. Er þarna mikinn og margvíslegan fróðleik að finna, sem hljómlistarunnend- ur munu taka tveim höndum, enda er mönnum yfirleitt þann- ig farið, að þeim er það eitt ekki nóg, að lilýða á góða Frh. á 3. síðu. r~ 'RúAÁix aÉmmnm§s samlega tókst til um samning- ana 1918, þótt á engan skuli hallað. Er hér stuðst við um- mæli Knud Berlins, hins danska prófessors, sem um langt skeið reyndist íslenzku þjóðinni þung- ur í skauti. Hver sá, sem vill skilja til fulls aðstöðu þjóðar- innar nú verður að kynna sér ræðu ráðlierrans sérstaklega. Hún hefir mildu meira gildi, en aht annað, sem fram hefir komið i umræðum um málið til þessa, þótt margt hafi verið þar vel mælt og drengilega. íslenzka þjóðin öll mun telja ummæli núverandi dómsmálaráðherra jiyngri á metunum, en nokkurs annars, sölcum aíhliða þekking- ar hans og fræðimennsku og beinnar- þátttöku í sjálfstæðis- baráttunni um tugi ára, og vill þetta blað í einu og öllu gera viðhorf ráðherrans að sínum. í lok ræðu sinnar varar ráð- herrann við frekari deilum um málið. Það hafa allir áhrifa- menn þjóðarinnar gert, sem lótið hafa til sín heyra að undan- förnu. Er þess því að vænta, að menn geri sér ekki leik að því að efna til samblásturs, sem óhjá- kvæmilega hlýtur að verða þeim lil skapraunar síðar á lífsleið- inni, eins og langmestum hluta þjóðarinnar nú. Þrjú tónskáld. Samleikur þeirra Björns Ólafs- sonar og Árna Kristjánssonar í gær- kveldi tók ekki langan tíma. En hann ver'Öur mörgum minnisstæSur, því aS þeir félagar léku þrjú verk fyrir fiSlu og píanó eftir þrjá unga íslenzka höfunda: íslenzk rímnalög eftir Karl Runólfsson, Humoresku eftir Þórarin Jónsson og Stefjutil- hrigSi meS fúgu eftir Helga Páls- son. íslenzk tónlist er ekki eldri en svo, aS þá tónsmíSi er hægt aS telja á fingrum sér, sem hafa hafiS sig yfir sönglagastigiS og tekiS aS yrkja fyrir hljóSfæri. MeSal hinna yngstu þessara manna eru einmitt þeir þrír, sem hér eru taldir. Karl Runólfsson vakti snemma á sér at- hygli fyrir óvenjulega lagræn söng- lög og töluverSan frumleik í tón- smíSi. SíSan hefir hann aS baki langan og strangan námsferil inn- an lands og utan og er nú aSstoSar- kennari í tónfræSi viS Tónlistar- skólann. Karl er á.kaflega frjór tón- smiSur, hugmyndaríkur og góSur verkmaSur. Eru tónsmíSar hans vel byggSar, þaulhugsaSar, en þó meS þeim upprunablæ, sem einkennir góSan tónkveSskap. í höndum hans verSa allar tónsmíSar athyglisverS- ar og persónulegar, og á þetta meS- al ánnars viS um rimnalögin, sem leikin voru í gærkveldi, þótt hann eigi einnig í fórum sínum miklu veigameiri tónsmíSar, þar á meSal svítuna „Á krossgötum", sem leikin var áf plötu á suhnudagskvöld, enda þótt hún beri meiri merki erlendra áhrifa. — Þórarinn Jónsson er ís- lendingum furSu lítiS kunnur, því aS hann hefir dvaliS i Þýzkalandi um margra ára skeiS. Hann mun hafa veriS eitthvert glæsilegasta tónskáldsefni Íslendinga á sínum tíma, en örSugar aSstæður og and- streymi hafa varnaS honum aS njóta hæfileika sinna til fulls. Þó mun flest þaS, sem hann hefir sam- iS, lifa mjög lengi með þjóðinni, sérstaklega hin hugljúfu og vel gerðu sönglög hans. Plumoreska hans er dásamlega fallegt verk. Helgi Pálsson er aS sínu leyti einna eftirtektarverðastur þessara þriggja tónsmiða fyrir þá sök, aS hann er ekki tónlistarmaður aS atvinnu. Menntunar sinnar, sem er furðu mikil, hefir hann aflað sér í frí- stundum. TilbrigSi hans og fúga er nokkuS torsótt verk aS skilja, en ætti þó ekki aS vera ofraun þeim, sem vel fylgjast meS í nútímatón- list. Hann seilist merkilega langt og fer furðu djúpt í verki sínu, og gef- ur það góðar vonir um merkileg verk síSar, endist honum tími til tónlistar frá daglegum störfum . Islenzk tónlíst. Það er ekki hægt að skilja svo við þessar hugleiðingar, að ekki sé minnzt á hinn glæsilega leik þeirra Björns og Árna. ÞaS er eitt af frum- skilyrðum fyrir nýsköpun i tónlist, að til séu túlkandi listamenn, er flutt geti ný verk og gefið þar með höfundum tækifæri til aS heyra verk sín sjálfir. ÞaS er ekki langt síSan þetta varð fært. En nú er svo komið, aS hægt er að. ílytja flest tónverk, sem ekki eru þvi stærri eSa fólksfrekari, með íslenzkum listamönnum. Þó er eitt, sem enn skortir, og það er strengjakvartett, sem af ýmsum ástæSum hefir ekki verið hægt aS stofna ennþá. Væri þó mikil þörf*" fyrir slíkan kvartett, ekki sízt af þeirri ástæðu, aS hann myndi lyfta undir starf íslenzkra tónskálda. Ekkert þeirra hefir enn samið kvartett, svo að vitað sé, en smíSi kvartetta er mjög þýðingar- mikill skóli fyrir tónsmiði. Fyrir nokkrum árum sótti Tónlistarfélag- ið um það, að veitt yrði aðstoð viS að’ útvega herra Stepanek landvist- arleyfi og fararleyfi frá Austurríki, svo að hann gæti meðal annars tek- iS þátt í stofnun strengjakvartetts. En synjað var um aðstoS af ein- hverjum ástæSum. Þetta lýsir miklu skilningsleysi af hálfu hins opin- hera, en sem betur fer hefir’ íslenzkt tónlistarlíf blómgazt og vaxið á undanförnum árum með tiltölulega mjög lítilli opinberri stoS, og er það vel fariS. Þróun listanna. Það má segja, aS allar greinir lista þróist nú meS afbrigSum vel meS Islendingum, og hefSi mörgum þótt slíkur spádómur firra ein í þeirri fátækt, sera vér áttum við að búa i þessum efnum fyrir fáeinum árum. ÞaS mun óhætt aS fullyrSa, að annaS eins heíir ekki skeð hér á landi, síðan á ritöld, og er vanda- lítið aS sjá það fyrir, að ef hinu sama vindur fram enn um skeið, muni íslendingar eignast virðuleg- an sess í heimsmenningunni. AS stjórnmálaástandið er heldur ekki ósvipað því, sem var á ritöld, er auðvitað önnur saga. En hitt er víst, að þær kröfur, sem við síðar meir kunnum að þurfa að gera til sjálf- stæðis og eigin forræðis, munu ein-. mitt byggjast á sjálfstæðri menn- iiigu og frmnlegum, þjóðlegum list- um. Horft um öxl. 2008 ár eru i dag frá fæðingu Hórazar, hins mikla skálds Róm- verja, sem meSal annars orti kvæS- ið „Integer vitæ“, sem íslenzkir stúdentar syngja enn í dag á sam- komum sinum. AnnaS merkisskáld á iii ára afmæli í dag, Björnstjerne Björnson, ástsælasta skáld Norð- manna, höfundur þjóðsöngsins „Ja vi elsker“. Fyrir 36 árum kom Gúst- av V: til ríkis í SvíþjóS, og fyrir réttum átján árum kom út biblía Nazista, „Mein Kampf“ eftir Hit- ler. Tvö ár eru síðan Bandaríkin sögðu Japönum stríð á hendur eftir árásina á Pearl Harbor. Verðbólga — kuldabólga. Fregnir frá Angmagsalik herma að Grænlendingar séu farnir að greiða tekjuskatt, síðan „ástandið“ skapaSist. Eg býst viS aS þeir greiði hann með frosnum InnstæSum. VirSingarfyllst, Isak ísax, angakok. Stúlka óskast á lleitt KaU FORD vöiiiIhII 2% tonn, módel ’37, til sölu. Uppl. á bifreiðastöðinni Bif- röst í kvöld. — Sími 1508. PlA# FiELAGSPRENTSniÐJUNHAR öesti* Skíðabönd Stálkantar NERRA SP0RTVÓRUR Skólavörðustíg 2. Sími 5231. Útiffit! VERZL. £285. Grettisgötu 57. Jí ctui iP.OTtn im.vt rrm M.s. Grótta Tekið á móti flutningi til Súðavíkur, Bolungarvíkur, "úgandafjarðar, Flateyrara, Þingeyrar, Bíldudals, Tálkna- fjarðar og Patreksfjarðar í dag. Einnig verður flutningi til þriggja síðastgreindra hafna veitt móttaka til hádeg- is á morgun ef rúm leyfir. Fólk sem þarf að komast til Aust- fjarða fyrir jól, t. d. frá 15. til 20. þ. m„ er beðið að látá skrá sig á skrifstofu vorri fyrir næstu helgi. ’Cfeikn*”* VÖRUMIÐA 0G VÖRUUMBÚðlR / 1 \ SÍMI487S w 7 vönduð úrvals 8pil. LUDO OG SLÖNGUSPIL eru þekkt og leikin um allan heim. KAPPREIJtASPIL OG VEÐBANKASPIL eru algerlega ný óg bráð- skemmtileg spil. Þessi fjögur spil eru öll meðal margrá annara í Syrpu. W et oa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.