Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 5

Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 5
VÍSIR D r, ] uris Einar Arnórsson dómsmálaráðherra: Saudrnog til vansæmdar og veikianar, — saiheldni til sæmdar og styrktar. Dr. juris Einar Arnórsson dómsmálaráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar í útvarpið hinn 1. desember. Gerði ráðherr- ann þar grein fyrir helztu þáttum sjálfstæðisbaráttunar og við- horfum nú, er lýðveldi skal stofnað. Er óhætt að fullyrða að ræða ráðherrans hafði allt það að flytja í þessu máli er þýð- ingu hefir fyrir þjóðina nú, enda vakti hún alþjóðarathygli. Hefir Vísir fengið leyí'i ráðherrans til að birta ræðuna og fer hún hér á eftir: I dag eru liðin 25 ár síðan dansk-íslenzk sambandslög komu til framkvæmda. Mun með setningu þeirra liafa verið stigið farsælasta og afdrifarík- asta sporið í frelsisbaráttu Is- lendinga. Á þessu aldarfjórð- ungsafmæli sambandslaganna, sem einnig er ællað að verða nokkurskonar ártíð þeirra, sýnist hæfa að fara nokkurum orðum um aðdraganda þeirra, þau sjálf og það, sem við er ætlað að taka, þegar þau verða ekki lengur framkvæmd. Frelsisbaráttan. Frelsisbarátta Islendinga hefst í raun réttri milli 1830 og 1840, er þeir börðust fyrir end- urreisn Alþingis. En laust fyrir 1850 má þó telja hina eigin- legu frelsisbaráttu hefjast i sambandi við liina nýju skipun, er þá skyldi koma á í Dan- mörku og á komst með grund- vallarlögum Danmerkur frá 5. júni 1849. Þá var íslendingum heitið því með konungsbréfi 23. sept. 1848, að stöðu íslands „í ríkinu“ skyldi ekki ráðið til lykta fyrr en landsmönnum hefði gefizt kostur á að segja álit sitt þar um á sérstalcri samkomu í landinu. Verkefni þjóðfundarins 1851 átti að vera að gefa slíkt álit. Honum var slitið með einræðisráðstöf- un stiftamtmanns áður en liann fengi lokið ætlunarverki sínu. Síðan gerist ekkert markvert af hendi dönsku sljórnarinnar lil lausnar málinu fyrr en á þingunum 1867 og 1869, er stjórnin lagði fyrir Alþingi frumvarp um stöðu íslánds í ríkinu. Alþingi vildi eklii fallast á frumvörp þessi. 2. jan. 1871 setti svo ríkisþing Dana og kon- ungur af einræði sínu „stöðu- lögin“ svonefndu, en með þeím fékk landið sjálfstjórn og fjár- veitingarvald í innanlandsmál- um sínum. ísland varð eftir sem áður „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis“, eins og það var orðað í lögunum, en hafði enga hlutdeild í stjórn hinna svonefndu „sameiginlegu“ mála (utanríkismála, hermála, um konung og konungsætt o. s. frv.). Þessum lögum var illa tekið, einkum vegna þess, livernig þau höfðu verið sett, enda var þeim strax mótmælt á Alþingi 1871. Árið 1874 var, sem lcunnugt er, haldið hátíð- legt 1000 ára afmæli Islands- byggðar. 5. jan. það ár gaf kon- ungur út stjórnarskrá íslands u'm málefni þau, sein vera skyldu „sérmál“ landsins sam- kvæmt stöðulögunum. Og var þá sett á stofn sérstakt ráðu- neyti í Kaupmannahöfn, sem fór með þessi mál. Var sá liátt- ur hafður á, að dómsmálaráð- herra Danmerkur fór með mál þessi jafnframt sínu embætti, og' borin voru þau upp fyrir konung í ríkisnáði Danmerkur, eins og dönsk mál. Milli 1880 og 1890 hefst nýr þáttur stjórnar- baráttunnar við Dani, en eklci er rúm til að rekja hana í ein- stökum alriðum. Mjög fólst hún í deilum um uppburð „sérmál- anna“ í ríkisráði. Með breyt- ingu á stjórnarskránni frá 1874, sem samþykkt var til fullnaðar á Alþingi 1903 og staðfcst var 3. okt. s. á., vannsl það á, að ráðuneyti íslandsmála var flutt heim til Reykjavíkur, sérstak- ur ráðlierra var skipaður til meðferðar þeirra mála, sem bæri ábyrgð fyrir Alþingi, enda skyldi Alþingi í framkvæmd- inni ráða skipun bans. Til þessa tíma hafði lítið verið gert í þá átt, er til framfara mætti telja. En nú skiptir um. íslandsbanki er stofnaður, sjávarútvegurinn eflist, ritsíminn kemur, meira fé er lagt fram til samgangna og.menn taka að hugsa um ráð- stafanir til að rækta og vernda landið. Verzlun tekur að færast á hendur innlendra manna og félaga, en selstöðukaupmenn- irnir dönsku hverfa smám sam- an úr sögunni. Ríkisráðið. En deilur um stjórnskipun landsins sjötnuðu þó ekki. Mál Islands voru enn sem fyrr borin upp fyrir konung í ríkisráði, og olli sú meðferð miklum deil- um. Tilraunir þær, sem gerðar voru 1907—1908 og 1912 til að skipa þeim málum, hertu einungis deilurnar innanlands, enda hafði hugmyndin um al- geran skilnað Islands og Dan- merkur komið upp og fengið eigi allfáa fylgismenn. En í bili hugsuðu raenn sér að leysa sér- staklega tvö mál: að fá ákvæð- inu um uppburð Islandsmála í ríkisráði kippt út úr stjórn- skipunarlögum frá 3. okt. 1903 og fá Islandi löggiltan fána. Ilöfðu menn þó ekki komið sér saman um gerð þessa fána. En sá atburður gerðist liér á Reykjavikurhöfn i júnímánúði 1912, að menn nokkurir höfðu dregið upp krossfána með blá- um lit og hvítum á smábáti sín- um, en þetta atvik fékk svo á foringja danska varðskipsins, sem þá lá hér á höfninni, að hann tók fánann af eigandan- um. Þótli flestum þessi af- skiptasemi óþörf og illa við hhtandi, enda mun fánamálinu hafa vaxið mjög fylgi fyrir þessa ráðstöfun foringjans. Um þessi tvö mál vannst það á, að 1913 var löggiltur svonefndur „heimafáni“ og 1915 var ríkis- ráðsákvæðið tekið úr sjálfri stjórnarskránni, en þó með því skilyrði, að raunveruleg breyt- ing yrði ekki gerð á meðferð málanna að þessu leyti, nema nýrri skipun yrði jafnframt komið á réttarsambandi land- anna. Samningar. Á Alþingi 1917 komst þvi næst skriður á fánamálið. Var þá skorað á stjórnina að sjá um, að íslandi yrði þegar á- kveðinn fullkorninn siglinga- fáni. Fór forsælisráðherra með það mál fyrir konung haustið 1917. Fékkst málið þó ekki frarn, en tekið var fram af liálfu þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, að Danir væri nú sem fyrr fúsir til að ganga til samninga um sambandið milli Islands og Danmerkur. Mun þá liafa talazt svo til, að forsætis- ráðherra íslands leitaði undir- tekta íslenzkra stjórnmála- manna um þetta atriði, er liann lcæmi lieim. Munu þeir yfirleitt hafa tjáð sig samningstilraun- um hlynnta. Iiins vegar ráð- færði forsælisráðherra Dan- merkur sig við danska stjórn- málamenn, og munu þeir einn- ig liafa tekið líklega málaleitun lians, enda sírnaði forsætisráð- herra þessi svo hingað, að von væri um góðan árangur og að ráðandi væri til þess, að samn- ingatilraunir þessar færu fram í Reykjavik. Hinn 10. apríl 1918 var Alþingi kvatt lil samkomu, og var það fyrra aukaþingið 1918. Meðal annars hafði það undirbúning til væntanlegrar samningsgerðar við Dani lil meðferðar. Mun aðalþýðing þessarar meðferðar liafa verið að sameina þingflokkana um þær kröfur, sem fram skyldi halda. Hins vegar drógst koma samningamaiina frá Danmörku nokkuð vegna kosninga til ríkis- þingsins, er fram fóru fvrra hluta maí 1918. Síðast í sama mánuði lagði forsætisráðherra Dana frani í ríkisþinginu tillögu um skipun 9 manna nefndar til þess að laka við skýrslum for- sætisráðlierra um sambands- málið og gera lillögur um það. Var sú tillaga samþykkt. Þrír flokkar danska þingsins sam- þykktu síðan tillögu frá meiri hluta nefndarinnar um skipun manna lil samninga við Islend- inga um samband íslands og Danmerkur, en hægri menn vildu engan þátt taka í samn- ingatilraunum þessum. Fjórir menn voru valdir til samninga- tilraunanna, og komu þeir hing- að til lands 29. júní. Af sinni hálfu valdi Alþingi aðra fjóra. Byrjuðu fundirnir þegar 1. júlí 1918, en lokið var þeim 18. s. m. með samkomulagi um málið. Skiluðu samningamenn- irnir þá frumvarpi sínu með is- lenzkum og dönskum texta, á- samt athugasemdum, til ís- lenzku stjórnarinnar. Frum- varpið var afgreitt óbreytt á síðara aukaþinginu, sem kom saman 2. sept. 1918 og stóð lil 10. s. m., með samþykki allra þingmanna, að undanskildum einum í neðri og einum í efri þingdeild. Andmælendur frv. töldu jafnréttisákvæði 6. gr. versta gallann á því. 19. okt. 1918 var frumvarpið síðan borið undir atkvæði kjósenda og greiddu 12411 atkvæði með því, en 999 á móti. I Danmörku var frumvarpið samþvkkt í ríkis- þinginu með 142 atkvæðum gegn 35. Andstæðingar frv. voru þar liægri menn, eins og við var búizt. Staðfesting konungs hlaut frv. 30. nóv. 1918 og öðl- aðist gildi daginn eftir, 1. des. 1918. Sambandslögin. ísland varð viðurkennt frjálst og fullvalda ríki með sambands- lögunum, með sameiginlegum konungi og konungserfðum við Danmörk. Jafnrétti skyldu ís- lenzkir þegnar hafa við danska í Danmörku og danskir við ís- lenzka á íslandi, og Daninörk skyldi fara með utanrikismál íslands í umboði þess. Eflir 25 ár gat hvor aðili sagt samn- ingnum upp að undangengnum endurskoðunartilraunum, en um það hefir verið deilt, livort konungssambandið væri einnig uppsegjanlegt. Eftir nálægt 70 ára þóf hafði jiað loksins unnizt á, að viður- kenning fékks fyrir fullveldi landsins, og að eftir 25 ár yrði þj óðréttarsambandi landanna slitið fvrir einbliða aðgerðir annars aðiljans. Gatan var þar með greidd algerum slcilnaði, nema menn vilji segja, að skilnaður hafi þá þegar verið raunverulega framkvæmdur. Segja verður það, að Danir hafi 3rfirleitt farið vel og viturlega með þau mál, sem þeim voru fengin samningstímann, en þó virtist, einkum fyrstu árin, gæta nokkurrar yfirþjóðarlcenndar hjá þeim i skiptum sínum við ísland. Þetta má engri furðu gegna. Danir höfðu verið því vanir að líta á Islendinga svo sem lítilsmegandi aumingja margar .aldir, sem vér óneitan- lega líka vorum, þvi að örbirgð, sem stafaði af fákunnáttu, fram- takslevsi, óblíðu náttúrunnar, drepsóttum og náttúruviðburð- um, sundurlyndi vorra manna og loks aðgerðum og aðgerða- lejrsi skilningslitillar yfirstjórn- ar í öðru landi, hafði kæft allt framtak og slaðið öllum fram- förum í vegi. Þólt nokkuð tæki að rofa til eftir að farið var að stjórna landinu eftir stjórnar- skránni, verður varla sagt, að miðöld íslenzkrar sögu lúki fyrr en stjórn landsins í hinum svonefndu sérmálum fluttist inn i landið. En mestar hafa þó framkvæmdirnar orðið síðan 1918. Þótt landið fengi fullveld- isviðurkenningu 1918, þá verð- ur ekki sagt, að viðurkenningin liafi nbtið sín, ef svo mætti segja, meðan annað ríki fór íneð utanríkismálin, þótt í umboði íslands væri, og með sameigin- legum konungi. Fyrst og fremst hefir þá komið óglöggt fram, að fj’rirsvarið sé fyrir annað ríki en Danmörku, og svo er mikill munur á því fyrir Islend- inga, sem í öðru ríki eru stadd- ir, eða þar dveljast, að verða að hlíta forsjá erlendra manna, sem lítt þekkja til íslands, liafa að vonum lítinn liug á málum þess og litla þeklcingu, enda fann áreiðanlega margur Islend- ingur, sem til erindreka danskra leitaði, til nokkurrar minni- máttarkenndar vegna þess að liann liefði ekki samlanda sinn að leita til, eða að minnsta kosti mann, sem íslenzkt ríkisvald hefði sjálft fengið til að rækja störf fyrir ísland og íslenzka þegna í því ríki. Sú liætta, sem i jafnréttis- ákvæði sambandslaganna var talin felast, hefir ekki opðið að veruleika. Danir hafa ekki þyrpzt liingað lil atvinnurekstr- ar eða annarra álirifa. Að Fær- eyingum undanteknum munu þeir lítt hafa sinnt hér fiskveið- um. Verzlunin hefir dregizt úr höndum Dana og atvinnu í landi liafa þeir lítt rekið hér. Var þess varla að vænta, að liætta stafaði af jafnréttis- ákvæðinu. Danmörk er að mörgu betra land en Island. Danir eru vanir meiri þægind- um en hér má liafa og standa Islendingum framar í félags- málum og menningu að mörgu levti. En úr íslenzkum auðlind- urn hefir dönskum kaupsýslu- mönnum og útvegsmönnum reynzt torfenginn auður síðari árin, enda mun mega segja, að þeir liafi siðari árin fyrir stríð- ið verið hættir viðleitni allri til auðsöflunar héðan. Lýðveldið. Vér höfum ákveðið að stofna formlega lýðveldi á næsta ári. Nú er deilt um heimiíd vora til þess. Deilan er auðvitað milli íslendinga. Annar flokkurinn telur rétt og sjálfsagt að ganga frá stofnun lýðveldis þegar á næsla ári og setja lýðveldið ekki síðar á stofn en 17. júní næstkomandi. Hinn flokkurinn vill draga þessar framkvæmdir þar til er unnt verði að tala við Dani eða að draga að minnsta kosti formlega samþykkt um stofnun lýðveldis fram yfir 17. maí 1944, er 3 ár séu liðin síðan samþykktin 17. maí 1941 var gerð á alþingi. Byggir þessi flokkur manna skoðun sína á 18'. gr. sambl., er beimilaði bvorum aðilja að krefjast endurslcoðun- ar á sambl. þegar eftir 1. jan. 1940 og að segja einhliða upp samningnum að liðnum 3 árum frá því, er krafa um endurskoð- un kom fram. En raunverulega liefir engin krafa um endur- skoðun komið fram livorki af vorri liálfu né Dana. Yfirlýsing alþingis 17. mai 1941 um stofn- un lýðveldis á íslandi eigi síðar en i styrjaldarlok er alls ekki tilmæli um endurskoðun sam- bandslaganna, heldur þvert á móti yfirlýsing um það, að end- urskoðun og samningaumleitan- ir i þá átt skuli ekki fram fara. Slíkt sé þýðingarlaust, því að sjálfir liöfum vér ákveðið sam- bandsslit. Ef fylgja skyldi bók- staf 18. gr. sambandslaganna, þá þyrftum vér að bíða, þar til er Danmörk befði aftur fengið frelsi sitt, og þá ættum vér að krefjast endurskoðunar, og að liðnum 3 árum þar frá loksins að segja upp sambandslögunum með þeim liætti, sem í 18. gr. þeirra segir. Fyrir því er ljóst, að þeir menn sem láta sér nægja að draga formlega ályktun um sambandsslilin einungis fram yfir 17. maí 1944, fara eklci að samkvæmt bókstaf 18. gr. sbl. Ef hinir svonefndu liraðskilnað- armenn brjóta liann, þá gerir þessi deild hinna liægfara manna það líka. Einungis þeir liægfara menn, sem vilja bíða þangað til Danmörk er aftur orðin frjáls, geta full}7rt sig fvlgja bókstaf- lega ákvæðum 18. gr. sbl. Þjóðréttartengslin. Þjóðréttartengslin milli Islands og Danmerkur eftir skipun sambl. voru þessi, að því leyti sem nú skiptir máli: 1. Sameiginlegur konungur og konungsætt. 2. Meðferð utanríkismála ís- lands af hálfu Danmerkur samkvæmt umboði voru eftir 7. gr. sambl. 3. Þátttaka Danmerkur í fisk- veiðagæzlu í landhelgi Is- lands samkvæmt 8. gr. sambl. og 4. Ákvæði 6. gr. um jafnrétti Dana við íslendinga á ís- landi og Islendinga við Dani í Danmörku og gagn- kvæmur réttur til fislcveiða í landhelgi beggja ríkja án tillits til búselu þegna hvors rikis, auk nokkurra ann- ara jafnréttisákvæða. Árin 1928 og 1937 samþykkti alþingi ályktun þess efnis, að sambandslagasamningurinn skyldi ekki verða endurnýjaður að samningstímanum liðnum og 17. maí 1941 lýsti alþingi meðal annárs hinu sama, enda þótt ekki þætti þá timabært að ganga frá formlegum sam- bandsslitum vegna ríkjandi á- stands, enda slcyldi því ekki frestað lengur en til ófriðarloka. Áh’ktun þessa tilkj’nnti svo ís- lenzka stjórnin þegar bæði kon- ungi og dönsku stjórninni. Þegar Danmörk var hertékin 9. apríl 1940 yarð konungi ó- kleift að fara með konungsvald fyrir Island og dönsku stjórn- inni varð einnig ókleif að rækja meðferð utanríkismála vorra og landhelgisgæzlu. Hér var al- mennur (objektiv) ómöguleiki til tálmunar, ómöguleiki, sem hvorki konungi né dönsku stjórninni varð sök á gefin. En þessi ómöguleiki skapaði Islandi ótvíræðan og óvéfengdan rétt til að talca öll þessi þrjú mál í sínar hendur, sem og var gert samkvæmt ályktun alþingis 10. apríl 1940. Hinn 10. april 1944 hefir Island því sjálft liaft mál þessi þrjú algerlega í höndurn Miðvikudaginn 8. desemberl943 sér. Hefir þar með skapazt á- stand, sem íslendingar eru orðn- ir vanir, una vel og engum þeirra kemur til hugar að In-evta með frjálsum vilja. Þetta vita Danir, eins og áður er sagt, og þeir liafa enga ástæðu til þess að halda, að oss sé ekki full al- vara. En úr því að svo er,1 þá virðist allt viðtal við þá og saran- ingaumleitanir um þau atriði algerlega þýðingarlaust. Fyrir- fram er vitað, að vér munum ekki fara að semja af oss það frelsi, sem rás viðburðanna hefir fært oss og vér höfum fyllsta rétt til að halda, livernig sem mönnum þóknast að skýra 18. gr. sambl. Iíonungssambandið. Yarðandi konungssambandið má sérstaklega taka þetta fram: Um það hefir verið deilt, hvort uppsagnarálcvæði 18. gr. sambl. tækju til konungssambandsins. Knud Berlin telur þau einnig eiga við konungssambandið, en sumir Islendingar liafa ekki tal- ið þau gera það. En deila um þetta vii’ðist þýðingarlaus, eins og málum er nú komið. Það mun viðurkennt með lýðræðis- þjóðum — og’ vist líka að meg- instefnu til með einræðisþjóð- um — að livert ríki megi sjálft ráða stjórnskipun sinni, hvort það lætur æðsta valdhafa sinn vera kosinn eða taka vald sitt fyrir erfðir. Lýðræðisríkin, sem vænlanlega ráða slefnunni eftir striðið, geta því elcki farið að hlutast til um ákvarðanir vorar í því efni. Danska þjóðin getur af sömu ástæðu eklci farið að skipla sér af ákvörðun vorri í þá átt. Hún mun lika skilja það vel, eftir að hún er frjáls orðin, að vér viljum sjálfir ráða stjórn- skipun vorri, eins og danska þjóðin vill ráða sinni. Hún hef- ir jafnlítinn rétt til að lilutast um þetta höfuðmál vort sem vér höfðum til íhlutunar um sam- svarandi mál hennar. Iiún hefir engra réttmætra hagsmuna að gæta um stjórnartilhögun vora. Ef liúri telur sig liafa nokkra slíka hagsmuni, þá kæmu þar einungis fram leifar gamallar j'firþj óðarkenndar, sem vér get- um ekkert tillit tekið til. Um konung sjálfan þykir málið við- kvæmara. En þegar það mál er athugað rólega og lilej'pidóma- laust, þá verður það einnig of- ur einfalt. Vér höfum sjálfir liaft æðsla vald og æðsta fyrir- svar í landinu sjálfu nær 4 ár og í liöndum islenzks manns. Oss hefir líkað það vel og vér viljum ekki flytja það aftur úr landinu í liendur manns af öðru þjóðerni og annari tungu, liversu ágætur sem hann er að öðru leyti. Vér vitum það líka, að með æðsta fyrirsvari erlends manns í öðru miklu stærra riki verður Island jafnan í skuggan- um af því riki, hversu góðviliað- ur og mikilhæfur sem handhafi fyrirsvársvaldsins er. Oss mundi nú þykja það fjarstæða, ef vér skj'ldum af nýju þurfa að sækja undirskrift æðsta vald- hafans undir hvað eina, lög og annað, suður að Eyrarsundi. Er engin ástæða til að efasf um, að konungur skilji þetta allt eigi síður en vér. . Landhelgisgæzla og utanríkismál. Um brottfall þátltöku Dan- merkur í íslenzkri landhelgis- gæzlu er óþarfi að tala. Dan- mörk hefir þar engra hagsmuna að gæta og mundu Danir sizt seilast til slíkra gæzlu að stj-rj- öld lokinni. Um meðferð utanríkismál- anna er svipað að segja. Dan- mörk hefir enga liagsmuni í meðferð þeirra. Sakir vfirþjóð- arkenndar þeirka 1918 urðum vér meðal annars að kaupa full- veldisviðurkenningu þeirra með því að selja þeim i liendur um- boð til meðferðar utanríldsmála

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.