Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 6

Vísir - 08.12.1943, Blaðsíða 6
MiSvikudaginn 8. desemberl943 Ví SIR vorra, því að sjálfir vildum vér þá taka þessi mál i vorar liend- ur. Það hefir og reynzt svo i verki og framkvæmd, að jafnan böfum vér orðið sjálfir að senda menn á vorn kostnað, ef til nokkurra stórstefja hefir komið, til útlanda, svo sem til samn- ingagerðar um verzlun og við- skipti. Þeir, sem ferðast hafa til útlanda, munu flestir hafa fundið muninn á því að leita til samlanda síns, t. d. til Sveins Björnssonar, meðan hann var sendiherra i Kaupmannaliöfn, og danskra erindreka, l. d. i London eða Berlín. Þetta ber ekki svo að skilja sem dönslcu erindrekarnir hafi ekki gert skyldu sína og sumir sýnt fullan góðvilja. En munurinn verður jafnan mikill, þótt góðir menn séu báðir. Samlandi manns mæl- ir á sömu tungu, liugsar og finn- ur til, eins og maður sjálfur, en um annarrar þjóðar mann er þessu ekki svo farið. Jafnréttisákvæðið. Loks er jafnréttisákvæði 6. gr. sambl. Það hefir verið fram- kvæmt þrátt fyrir styrjöldina að miklu leyti. Danskir menn á íslandi hafa haft jafnrétti við íslendinga og íslenzkir menn í Danmörlcu við danska menn, eftir því sem eg hezt veit. Fær- eyingar liafa fiskað hér við land, selt hérlandsmönnunum skip á leigu, lceypt hér fisk og flutt út o. s. frv., allt í skjóli 6. gr. sambl. Að þvi leyti hefir ekki 'skapazt vegna styrjaldarinnar ástand, sem andstætt sé skipun sam- handslaganna, þó að önnur á- kvæði sambandslaganna skuld- hindi oss elcki lengur fyr- ir rás viðburðanna, þá verður hið sama ekki sagt um ákvæði 6. gr. . Er það og ekkert einsdæmi, að samningur falli niður að sumu leyti, en haldist að öðru leyti. Og um á- kvæði 6. gr. má segja það, að hér liafi Danmörk hagsmuna að gæta, einkum vegna Færeyinga. Og hér liöfum vér einnig liags- muna að gæta vegna hinna til- tölulega mörgu landa vorra í Danmörku. Þeir eru að vísu miklu fleiri en Danir hér, en þar á móti kemur atvinnurekstur Færeyinga, sem verið liefir þeim heinlínis lífsskilyrði í styrjöld- inni. En annars skal hér ekki farið í meting um þetta atriði. Mér vii’ðist ákvæði 6. gr. sambl. vera hið eina, sem samn- inga þarf um, þeirra atriða, sem þjóðréttarsamband rikjanna varðar. En slikt stendur auðvit- að alls ekki i vegi fullum skiln- aði og lýðveldisstofnun á Islandi nú á næsta ári, hve nær sem vera skal. Galdurinn er elcki annar en sá, að áskilja dönskum ríkisborgurum sama rétt og með sömu skilyrðum sem þeir hafa haft eftir 6. gr. sambl. Þeg- ar er Danmörk er frjáls orðin aftur, má taka upp samninga um þetta mál og getur þá hvor aðili leyst sig undan jafnréttis- ákvæðunum þegar er liann vill. Vér viljum að sjólfsögðu samvinnu við Norðurlönd, eftir skilnað við Danmörku, með fullri vinsemd, fullu jafnrétti og heiðarlegum skiptum i hvívetna. Vér viljum ekki eigna oss neitt, sem frændþjóðir vorar eiga, og verðum þá hins vegar að gera þá kröfu til þeirra, að þær haldi þvi elcki -fyrir oss, sem vér þykj- umst eiga siðferðilegan rétt til og bezt er komið i heimalandi sínu. Og því síður getum vér tal- ið það viðeigandi skipti, er nolck- ur frændþjóð vor eignar sér ranglega þá fjársjóði, sem uppi hafa haldið nafni voru og sjálfs- virðingu um aldir, en það eru liinar fornu bókmenntir vorar. Ágreiningur til ófremdar. Vér heyjum enga frelsisbar- áttu út á við nú. Hún var áður háð. Vér erum einungis að full- komna það verk, sem áður var unnið og lyktaði 1918. Það er i rauninni alveg rétt, sem Pétur Benediktsson sendiherra mælti i ræðu sinni í London fyrir nokkru, að skilnaður við Dani hefði raunverulega farið fram 1918. Vér erum nú einungis að koma í lilöðu uppskeru þess, sem þá var sáð, ef svo mætti segja. Eina haráttan, sem vér heyjum nú, er harátta um lítils eða ein- skisverð atriði milli vor sjálfra. Það má lieila mikið heillaleysi, að vér skulum mi þurfa að heyja innanlandsstyrjöld um það eitt, hvort formleg ákvörðun um lýð- veldisstofnun skuli tekin nokkr- um mánuðum fyrr eða seinna. Og það get eg ekki skilið, að Danir reiðist siður við oss ef vér tökum slíkt skref, án við- tals við þá, rétt eftir 17. mai 1944, en ef við gerum það ein- hverja fyrri mánuði ársins 1944. Mér virðist, að það geti ekki skipt þá neinu miáli. Oss hefði verið það meiri sæmd og meiri styrkur, ef allir eða flestir þeir góðu menn, sem andvíga liafa lýst sig aðgerðum þeim,*sem þrír flokkar þingsins hafa nú álcveð- ið, hefðu getað samþýðst þeim fyrirætlunum. Þeir eru jafn- miklir föðurlandsvinir sem hin- ir og slefna algerléga að sama marki, en oss finnst þeir sumir vera ofmiklir lögtogsmenn og aðrir of hörundssárir vegna hins aðiljans. Hitt þarf varla að taka fram, að ummæli i sumum hlöðum, er svo hefir mátt skilja i.sem þessir menn stefndu að öðru marki en hinir, eru röng. Þeir vilja einungis gera það síð- ar, sem hinir vilja gera í upp- hafi næsta árs. Með því að skoðanamLinurinn er i rauninni svona lítill, mætti enn gera sér vonir um, að allir geti fylgzt að, þegar á reynir. Það verður ekki séð, að neinn hafi hag af ágrein- ingnum, en öllum oss horfir hann til ófremdar. Á alþingi er yfirgnæfandi meiri hluti og meðal kjósenda fæst væntanlega rífur meiri hluti fyrir stofnun Iýðveldis eigi síðar en 17. júni i vor. Eg vil enda þessi orð mín með þeirri ósk og von, að samheldni verði sem mest um framgang málsins, því að sundrungin horfir oss til vansæmdar og veildunar, en samheldnin til sæmdar og, styrktar. Ferðabók Eggerts Ólafsson- ar og Bjarna Pálssonar. Um ferðir þeirra á íslandi árin 1752—1757. Samin af Eggert Ólafssyhi. Útgefend- ur: Haraldur Sigurðsson og Helgi Hálfdánarson. Isa- foldarprentsmiðja h.f. 1943. Fyrir ekki alllöngu kom á markaðinn sú bók, sem mesta og sannasta þelckingu hreiddi út um ísland og Islendinga á því tímabili, sem atvinnuliættir og andlegt lif þjóðarinnar var i livað mestri niðurlægingu. Þetta er Ferðahók Eggerts Ólafssonar cg Bjarna Pálssonar. Hafi hók þessi átt erindi til annarra þjóða á þeim tímum, sem hún ltom út, til að kynna land og þjóð i sönnu Ijósi og hrekja um leið bæði óliróður og ýkjur allskonar, sem útbreiddar voru mjög meðal framandi þjóða, á hún ekki síður erindi lil okkar Islendinga nú, til að við getum kynnst aðstöðu for- feðra vorra hæði andlegri og verklegri um miðbik 18. aldar. Það má fullyrða að ítarlegri og betri menningarsögulega heimild, er ekki unnt að fá um það tímabil, sem bókin fjallar um, og Þorvaldur Thoroddsen telur i Jarðfræðisögu sinni Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna merkustu hók sem um ísland hefir verið skrifuð. Tildrögin til þess að Ferða- bókín var skrifLið voru þau, að rétt fyrir miðja 18. öld var vís- indafélagið danska stofnað. Og það var fyrir tilstilli þess, aðþeir Eggert og Bjarni tókust á hend- ur Islandsferð til að fánnsaka náttúru landsins í öllum grein- u m, húnaðarástand og landshætti alla. Lögðu þeir af stað i ferðina 1752 og luku við hana 5 árum síðar. Næstu árin á eftir vann Eggert að því að skrifa hókina einn, þar eð Bjárni var þá skip- aður landlæknir á íslandi. Bókin kom út í Danmörku 1772, á annað þúsund blaðsiður að stærð prýdd myndum og var nijög lil útgáfunnar vandað i livivetna. Seinna var hún þýdd á þýzku, ensku og frönsku og mun ekkert rit allt fram á síð- ustu ár, hafa stuðlað jafn vel og mikið að þekkingarauka á íslandi og íslendingum. I Ferða’bókinni er flestöllum hyggðum á Islandi lýst og meira eða minna af óbyggðum. Egg- ert og Bjarni voru raunverulega fyrstu mennirnir hér á landi sem gengu á fjöll og jökla í rannsóknarskyni og mældu hæð þeirra. Þeir lýsa landslagi í hverri sýslu, náttúrufyrirbrigð- um öllum, dýralífi, jurtum og jarðfræði. Margar athuganir Eggerts fá staðist enn í dag — það er helzt jarðfræðinni sem er áhótavant. En það sem liefir mildu mesta þýðingu fyrir okkur nútíma Is- lenclinga er eins og áður er tek- ið fram, hið menningarsögulega gildi hennar. Þeir Eggert og Bjarni lýsa þar lunderni íslend- inga, háttum þeirra og siðum, klæðahurði, mataræði, sjúk- dómum og þrifnaði, hygging- um, landbúnaði, fiskveiðum, ferðalögum, iþróttum, skemmt- unum o. s. frv. Sú útgáfa sem nú liggur fvr- ir liendi er þýdd af Steindóri Steindórssyni frá Illöðum og verður ekki annað séð en að það sé mjög vandvirknislega af höndum leyst. Þá fylgja og' myndir þær og uppdráttur sem var í dnösku útgáfunni. Eru þær lil mikillar prýði. Útgefendur Ferðabókarinnar eru þeir Haraldur Sigurðsson og Ilelgi Hálfdánarson og hafi þeir þökk fyrir hana. Þ. J. Halldór Iíiljan Laxness: íslandsklukkan. Halldór Kiljan Laxness hefir valið sér þarna nýtt viðfangs- efni. I stað þess að lielga sig nú- tímanum einum liefir liann liorfið aftur í aldir, til aumasta niðurlægingarlímahils þjóðar- innar, þegar alþýða manna var hneppt í slíka áþján að fá dæmi eru til, — menn voru hýddir, brenndir og hálshöggn- ir, eða i hezta falli sendir á Brimarhólm, fyrir litlar eða engar sakir. Danskir embættis- menn voru hér alls ráðandi, og hugsuðu um það eitl að afla kóngi sínum tekna og eigna, en verzlun var landsmönnum með öllu ófrjáls, sökum þess að liún hafði verið seld á leigu dönsk- um kaupmönnum, sem sjaldan' eða aldrei lcomu til landsins, en létu sér það eitt nægja að senda hingað lélega eða skemmda vöru, sem gat gefið þeim gróða i aðra hönd. Jafnhliða öllu þessu var landinu skipt í verzl- unarhverfi og lágu við þungar refsingar ef menn skutust milli liverfa, jafnvel með vöru, sem synjað hafði verið í hinum lög- hoðna verzlunarstað. Þekkja allir dæmið um Ilólmfast Guð- mundsson, er seldi nokkura fiska í Hafnarfirði, er synjað hafði verið í Keflavík, og var liýddlir fyrir, þannig að sagt er að sézl liafi inn í lungu, enda lézt hann af. Alger skortur var á nauð- sýnjavöru, jafnvel snærum og færum, fólkið gat á engan hátt hjargað sér, þjófnaður og grip- deildir fóru í vöxt, holdsveiki, fábjánaháttur vegna hjargar- skorts og .allskyns plágur lágu í landi, þannig að við eyðingu lá, en svo nærri var þjóðinni gengið að jafnvel kirkjuklukk- ur voru flultar til kóngsins Kaupmannahafnar, bræddar þar og notar i hæjarins þarfir. Hefst sagan þar, sem verið er að ræna hinni einu alþjóðar- eign, klukku gamalli, sem hékk á gafli Lögréttuhússins á Þing- völlum við Öxará, en að þvi verki stóðLi böðullinn, — hans majestets hifalingsmaður og prófoss, — og söguhetjan Jón Ilreggviðsson, er stolið hafði snærisspotta og setið í þræla- kistunni á Bessastöðum þá um vorið fyrir tiltækið. Er því næst rakinn æviferill og ævintýri Jóns Hreggviðssonar, eymd lians og volæði, menningar- og menntunarskortur, en í gegn- um allar raunir liélt minningin um fornaldarkappana honum uppi og viðeigandi krydd úr Pontusarrimum eldri og ein- ræningsleg hrynjandi liins forna rímnakveðskapar, sem gripið var til í tíma og ótíma. Efnið getur vart talizt aðlað- andi eða beinlínis lystugt, en ekki er vert að loka augunum fyrir því að shkt var ástandið i voru landi, — og getur jafn- vel orðið enn standi þjóðin ekki á verði um sjálfstæði sitt og velferð. Bókin hefir því boðskap að flytja, sem ekki má dauf- heyrast við, og höfundinum hef- ir tekist að hlása óvenjulegum lifsanda i hálfkulnaðar og gleymdar glæður, enda hefir hann full lök á efninu, sökum þekkingar sinnar á innlendum og erlendum efnum á þessu tímaslceiði. Jón Ilreggviðsson var ekki sérlega vel látinn mað- ur um daga sina, og er honum borin illa sagan að svo miklu leyti, sem lians er getið i annál- um. Vofði dauðadómur vfir honum um tugi ára, en að lok- um fékk hann viðrétting mála sinna fyrir atheina Árna Magn- úrssonar og Páls Vídalíns, þó þannig að hrezla þótli á sannan- ir fyrir glæpi hans, og varð það hans happ að hann slapp þannig frá fyrra dauðadómi. Ekki lýsir höfundur verulega réttargang- inum á íslandi á þessum tímum, en sízt var hann í minni niður- lægingu en allt annað, svo sem raun ber vitni, þar eð Jón Iireggviðsson fékk að dvelja á Krisljörð sinni um tugi ára með dauðadóminn vofandi yfir höfði. Halldór Kiljan Laxness er djarfur og' gáfaður rithöfundur, gamansamur og fyndinn þegar þvi er að skipta, en virðist ekki hera virðingu um of fyrir til- verunni, að öðru leyti en þvi að liann leggur sérstaka rækt við verlcefni sín. Setningar koma sumstaðar fyrir, sem hann tel- ur við eiga vegna lífsviðhorfs síns, en aðrir munu telja vafa- samar. Still höfundar er þjóð- inni kunnur, — sérkennilegur og að fleslu leyti fagur, en höf- unduwnn virðist lmeigjast meir og meir að því ráði að vekja til lífsins ýms orð aftan úr forn- eskju, sem ekki líðkast lengur í daglegu máli og ýmsir munu vart skilja. Blanda af málskrúði Njálu og nútíma islenzku, ásamt dönskuskotnum máhcj'sum Jóns Indíafara mvndi vart verða talin kostavara hjá öðrum en liinum djarfa höfLindi Halldóri líiljan Laxness. K. G. hreinar og góðar kaupir hæsta verði Félagsprentsmlðjan Ii f. Tarzan °g fíla- mennirnir. Np. 79 Tarzan og förunautar hans voru í gildru. Menofra drottning liafði lœst klefanum að utan, og nú þustu hermenn að úr öllum óttum að kalli hennar. Stanley Wood leit á kónginn bundinn. „Réttast vœri að drepa hann, áður en þeir taka okkur“, sagði liann. Gonfala samsinnti þessu. Fóros hafði lengi elt hana á röndum, mcðan hann þorði það fyrir drottningu sinni. Þeg- ar hann hafði komizt að því að þau Wood voru trúlofuð, hafði hann látið taka Wood höndum og varpa þeim háðum í dýflissuna. „Satt er það“, sagði Tarzan. „Hann ætti ]iað skilið, að við dræpum hann. En við getum notað hann fyrir gísl, meðan hann er á lífi“. Á meðan þessu fór fram hafði fjöldi hermanna safn- azt fyrir utan klefann, og spurðu margs, er þeir sáu sór drottningar. Loks hcyrðist hávær rödd MenofrU: „Það er villimaður i klefanum. Hann liefir leyst bandingjana og ætlar að drepa konunginn. Farið þið inn í klef- ann, takið fangana höndum og færið mér konunginn. Ég ætla að refsa hon- um sjálf. Martha 36 Albrand: AÐ T.JALDA --------- BAKI ------------ því var enginn vafi. — Charles reyndi nú að muna allt, sexn Pietro liatði sagt. Hann tok blað og hlýant og skrifaði niður allt, sem liann. mundi, og las það næst yíir. Og niðurstaðan varð, að það var þetta, í nöluðatrið- Ltm, sem Pietro tiafði sagt við nann: „Farðu til Luisu San Vigilio greifynju .... segðu að Pietro iiafisent þig, og annað ekki .... nún mun fijátpa yður.“ Ef nú allt, sem hann liafði ætl- að vera hjal hrjálaðs manns, væri satt og rétt? Ef fjölda margir ítalir vildu lijálpa banda- mönnum lil að sigra í styrjöld- inni? En vitanlega gat Pietro hafa hrjálast skyndilega. Það kom fyrir hershöfðingja sem aðra menn. En jafnvel brjálaðir menn geta munað og hugsað skýrt, stundum. Og hann mundi að minnsta kosti nafn Luisu San Vigilio. Charles fór að gaga um gólf fram og aftur. Eitþhvað varð hann að hafast að. Og nú gat hann ekki lagt á flótta. Honum fannst, að liann yrði að reyna að ná sambandi við — já, greifynj- an var látin. Hvað haíði Sibylla sagt. Hún var svo kát og hress. Hún dó skyndilega, fyrir einni viku, varð fyrir hifreið og beið bana af. Hann hallaði sér út af í rúm- inu og liugsaði um þetta allt fram og aftur. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að skylda hans sem amerísks hermanns væri að komast að því, hvort rétt væri, að menn vildu hjálpa handamönnum, og reyna að ná samhandi við þessa menn. Vilanlega hafði Charles enga hugmynd um, hvort bandamenn myndu gera innrás á ítalíu, né livaðan slík innrás yrði gérð, en hvað sem því leið, mundi liann gera það sem hann gæti, það sem liann teldi skyldu sína. Vilalega gat hann ekkert.að- hafst fyrr en að kveldi næsta dags, þegar Sybilla kæmi heim úr sjúkrahúsinu. Hún var eina manneskjan, sem liann þekkti, sem gat orðið honum að liði. Skyldi hún hafa nokkuð hug- hoð um, að eitthvað væri grun- samlegt við fráfall móður henn- ar? liugsaði Charles. Og ef svo væri, mundi hún segja lionum frá því því að eins, að hún treysti honum. En í. styrjöldum er það ein meginreglan, sem mönnum er skipað að fylgja, að treysta öllum varlega. Daginn eftir, að hádegisverði loknum, gekk hann eftir Um- hertogölunni, fram hjá Sciarra- Colonna höllinni, mikilli bygg- ingu frá seytjándu öld, að Sankti Ignaziokirkjunni. Nokkr- ir munkar stóðu fyrir framan kirkjuna. — Hann minntist þess nú, að hann hafði séð nærri eins marga 'munka og seinast, er hann var í horginni. Hann fór í Landsbókasafnið, sem var í gamalli hyggingu, sem eitt sinn hafði verið Jesúítaháskóli, og; þar fann hann það, sem hann þurfti að athuga, tveggja ára gömul fréttahlöð. Hann sat þar lengi og leitaði að fregnum, þar se mminnst var á Pietro Vantoni. En það var fátt um hann sagt, þá sjald- an eitthvað var um hann birt. Svo virtist, sem hershöfðing- inn hefði bilað á geðsmunum mjög skyndilega, og verið flutt- ur í geðveikrahæli. Charles veitti atliygli mörgum greinum, þar sem ráðizt var á Roosevelt for- seta með óvirðingar-ummælum, og yfirleitt var gert miöa mikið úr sigrum möndulþjóðanna. Charles glotli, er hann leit á fyrirsagnirnar. Hann ákvað að hringja til Sibyllu úr talsímaklefa í póst- húsinu. Hann þorði ekld að nota talsíma gistihússins. Því meira sem hann hugsaði um fráfall greifynjunnar því sannfærðari varð hann um, að slýsið hefði verið „fyrirfram ákveSið." Hann heyrði glöggt, að henni varð erfitt um andardrátt i svip, er hann sagði lil nafns síns. Það virtist því koma henni mjög ó- vænt, að hann skyldi hringja til hennar. „Mig langar lil þess að hitta yður aftur,“ sagði hann. „Þér voruð svo vinsamlegar í gær- kveldi, en eg var einmana, og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.