Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmi'. Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 15. desember 1943. 285. tbl. li -lljl ir Rússar tóku Tsjerkasi eftir harða bardaga. Þjó9ver*jap notuðu fallhlífarliö til varnar borginni, STALIN MARSKÁLKUR gaf í gærdag út dag- skipan í tilefni af töku Tsjerkasiborgar, og kveður þar við annan tón en í tilkynningu Þjóðverja, sem birt var í Visi í gær. Þjóðverjar sögðust hafa yfirgefið borgina „samkvæmt áætlun“ í góðri reglu og gerðu sem vonlegt var mjög lítið úr atvikinu. En Stalin tilkynnir að bardagar hafi orðið mjög grimmilegir, og hafi Þjóðverjar varizt af kappi, en G000 hafi fallið, áður en þeir gáfust upp. Rússar hafa náð talsverðu landi á Kirovograd-svæðinu, og her, sem sækir norður með Dnjepr-fljóti frá Kremensjug, á aðeins 35 km. ófarna að víglínu Tsjerkassi-hersins. Rússum gengur vel á öllum vígstöðvum. Suðvestan við Tsjerkasi hafa Rússar tekið Smjela, og sækir sá her suður til móts við Krem- ensjug-lierinn í mikilli tangar- sókn. Sókninni miðar tiltölu-" lega hratt, því að Þjóðverjar eru farnir að nota skriðdreka sína sparlega eftir mikið skriðdreka- tjón, enda misstu þeir síðustu daga um 800 skriðdreka á Kiev- vígstöðvunum einum saman. Skriðdrekasigur sinn þakka Rússar nýrri hertækni, sem þeir beita. Fara skriðdrekar þeirra saman i stórum fylking- um, allt að 50 í einu, og hafa hinar dreifðu skriðsveitir Þjóð- verja ekki getað staðizt slík helj- ar-áhlaup. Við Malin veitir Rússum enn hetur, og hafa þeir bakað Þjóð- verjum þar mikið tjón. Orustan um Tsjerkasi. Það var fyrir löngu tilkynnt í þýzka útvarpinu, að Rússar liefði komizt inn i úthverfi Tsjerkasi-borgar, en þess var um leið getið, að þeir hefðu ver- ið hraktir þaðan á brott. Ekki liggja enn fyrir greinilegar skýrslur um þetta, og má vera að fyrstu árásinni hafi verið hrundið. En í dagskipan Stalins segir ýtarlega frá töku borgar- innar. Fyrsta árásarliðið kom Þjóð- verjum í opna skjöldu, og varð fyrst í stað litt um varnir. En síðan komu skriðsveitir Þjóð- verja á vettvang, og harðnaði þá orustan skjótt. Tóku Þjóð- verjar brátt upp þá aðferð að verjast hús úr húsi, eins og Rússar gerðu í Stalingrad, en jafnframt höfðu þeir handvél- byssumenn til taks, og voru þeir fluttir þangað, sem þörfin var mest, í flugvélum. Loks var þó svo komið, að Þjóðverjar voru umkringdir. En þá fylktu þeir skriðdrekum sínum ó aðal-torgi borgarinnar og vörðust þar sem í virki, og varð að uppræta þá með stór- skotahríð. En löngu eftir að aðalherinn hafði gefizt upp, gengu rússneskar skyttur um borgina og „hreinsuðu‘‘ Þjóð- verja úr ýmsum kjöllurum, sem þeir höfðu tekið til vigis. Voru þeir svældir þaðan út með handspreng j uregni. Handfökur í Milanó. Síðan bandamenn komust yf- ir Moro-fljót, liafa j>eir víkkað brúarstæði sín svo mjög, að nú er þar um samfellda víglinu að ræða handan með öllu fljótinu. Her Montgomery’s sækir nú all- hratt fram til Pescara og hefir indverskur her komizt á snið við borgina að vestan. Veður og færð hamlar enn hernaðarað- gerðum í stórum stíl. Fimmti herinn heldur enn að mestu kyrru fyrir. Er þar litið um annað en aðgerðir fram- sveita. Flugherinn veitir landhex-num mikinn stuðning með sifelldum loftárásum. Á Norður-Ítalíu er mikið um óeirðir andfasista, og hafa í Mílanó nýlega verið liflátnir 80 uppreistarmenn, ákærðir fyrir þýzkum dómstól. Meðal þeirra, sem líflátnir hafa verið af Þjóð- verjum, eru tveir ítalskir prest- ar, og hefir biskup þeirra snúið sér til páfagax-ðs og beðið um aðstoð. En um mál þeirra hefir ekki verið hægt að semja við aði'a en fasistastjórnina á N. Ítalíu, og hefir það ekki tekizt, því að páfaríkið hefir ekki full- trúa hjá þeirri stjórn. Brezki flugherinn ræðst áfSplit til að aðstoða her Tito’s Brezki flughei'inn gerði i gær spi'engjuárás á hafnarborgina Split í Júgóslavíu, en það var gert til aðstoðar við her Tito marskálks, sem er i sókn á þess- um slóðum. í liernaðartilkynn- ingu Titos er annars getið um hax'ðar orustur í austurhluta Bosníu. Reyna að hressa Búlgara Ungversk útvarpsstöð hefir skýrt frá því, að tveir búlgarskir náðherrar, Bosjilof forsætisráð- herra og Kristof ráðherra liafi undanfarna tíu daga verið á si- felldu ferðalagi um landið, til að halda fyxárlestra og ræður í því skyni að efla kjai'k þjóðar- innar. „Við höfum á engan ráð- izt en munum heldur engum þola að ráðast á okkur“, er haft eftir Bosjilof. Hæstaréttardómur í frystihúxssmálinii Reykj avikurbær á kost á að fá Sænska fxystihúsið, samkvæmt mati en ekki á söluverðinu til H.f. Frosta. Úpslitin sömu og sögd vopu fypip liép I blaðinu. H Innbrot. 1 gærkveldi á tímabilinu frá kl. 7,30—10 var framið innbrot í gullsmíðaverkstæði óskars Gíslasonar á Skólavörðustíg 5 og stolið þaðan allmiklu af skart- gripum. Innbrotið hefir verið framið með þeim hætti, að gluggarúða, sem veit að porti, hefir verið brotin, glugginn síðan opnað- ur og skriðið þar inn. Þjófurinn hafði á brott með sér nokkur silfurarmbönd, nokkrar steyptar silfurnælur (ó- fullgei'ðar), eina einbaugasam- Stæðu og nokkra gripi aðra, svo sem liringi, brjóstnál o. f. »Jörundur hunda* dagakongur« Ný bók um hinn ipæga ævintýpa- mann komin t|t á íslenzku. RHYS DAVIES nefnist brezkur rithöfundur, ættaður frá Wales. Meðal annara bóka hans er ævisaga Jöi'gens Jörgensens, ævintýx'amannsins danska, sem um hundadagana 1809 gerðist prótektor Islands og hæstx-áðandi til sjós og lands. Þessi bók er nú komin út á íslenzku á forlagi Bókfellsútgáfunnar í vand- aðri þýðingu Hersteins Pálssonar ritstjóra með tilvitnunum í íslenzkar heimildir um Jörund. Bókin, sem á ensku nefnist „Sea Urchin“ (ói'abelgur til sjós), lýsir ævi Jörgensens frá vöggu til grafar og segir meðal annai-s ýtai'lega frá athöfnum lians á íslandi og aðdraganda þeirra. En þar koma, eins og kunnugt er, margir merkir menn við sögu, svo sem Ilooker grasafræðingur, forstjóri jurta- safnsins í Kew, Sir Josepli Banks, hinn alkunni stjórnmála- og menntamaður, sem svo á- gætlega reyndist Islendingum, auk þeirra málsmetandi Islend- inga, sem þá voru uppi. En íslenzka ævintýrið var að- eins stuttur þáttur í hinni við- Loftsóknin harðnar Loftsóknin frá Bretlandi fær- ist enn í aukana. I gær fóru Typhoon-orustufIug\'élar til á- rása á ýmsa staði í Norður- Frakklandi. Tvær Beaufighter- orustuvélar voru í gær á flugi úti fyrir ströndum Noregs. Þar réðust þær á Dornier-flugbát og sökktu honum. Úr öllum árás- um brezka flughersins í gær misstu Bretar aðeins 1 flugvél. B LONDON I MORGUN. UP. ÚLGARAR HAFA GERT bandamönnum orð og farið fram á að þeim yrði gefinn kostur á friðarsamningum, segir i fregn í New York Times frá fréttaritara blaðsins í Kairó. Segir fréttarit- arinn að Rúlgaríustjórn hafi opinberlega tilkynnt friðarskilmála sína í ræðu, er Rosjilof forsætisráðherra hélt. En í ræðu sinni gat hann þess, að Rúlgarar væru reiðubúnir að semja frið á grundvelli Atlantshafssátt- inálans, gegn því að þeir fengju að halda lönduin þeim, er þeir hafa tekið af Grikkjum og Júgóslövum. Eina svarið, sem þeir hafa fengið við þessari mála- leitan, eru auknar loftárásir á búlgarskar borgir og endurtekning kröfunnar um skilyrðislausa uppgjöf, segir fréttaritarinn. burðaríku ævi liundadagakóngs- ins. I ævi lians segir frá draum- órum hans, byltingarsinni og þungum ástríðum. Af ævisögu lians verður það ljóst, hvers- vegna framkoma hans liér á landi varð á margan liátt hin röggsamlegasta, þegar j>ess er gætt að öðrum þræði kom liann mjög óákveðið fyrir. Bókinni fylgja allmargar myndir, þeirra á meðal teikn- ingar, er Jörgensen gerði sjólf- ur, en hann var talsvert drátt- hagur, eins og hann átti ætt til, þvi að föðurbróðir hans, Fritz Jurgensen, er talinn faðir danskrar gamanteikningagerð- ar. íslenzka útgáfan er öll hin vandaðasta. Bókin er prentuð i jirentsmiðju Akraness, sem þeg- ar hefir getið sér gott orð fyrir vandaða prentun, enda er prent- smiðjan ný og fullkomin, þótt eigi sé hún stór. Letur er ákaf- lega læsilegt og fallegt, og þyk- ir ýmsum það yera fegursta vélaletúr, sem hér á landi er notað. Heftingu og band hefir útgáfufélagið annazt á vinnu- stofu sinni. Bókfellsútgáfan lætur skammt stórra Iiöggva ó milli, því að fyrir skömmu er út kom- in bók Hagalíiis, „Blítt lætur veröldin“, jirentuð á sama stað, og innan skamms eru fleiri bækur væntanlegar. Ameriski flugherinn lie-'ir gert mjög harða loftárás á Ga- mata í Nýja-Breíl'ndi. og e það harðasta loftárás stríðsins þá borg. G0 franskir þjóðernissinnar hafa nýlega verið handíeknir af lögreglu Lavals. ÆSTIRÉTTUR kvað í dag upp dóm í málinu Hafnarstjóm Reykjavíkur gegn Svensk- Islandska Fryseriaktiebolaget. Mál þetta er risið út af kaupum á sænska fi*ystihúsinu svokallaða hér í bæ, en eins og áður hefir komið fram í blöðum lceypti hlutafélagið Frosti eign þessa í vor. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti þá að neyta forkaupsréttar bæjarins að eign þessari, en er til þess kom kváðu kaup- andi og seljandi kaupin hafa gengið til baka. Reykjavíkurbær eða Hafnarstjórn Reykjavikur liöfðaði þá mál til viðurkenningar á forkaupsréttinum og krafðist þess að- allega að fá afsal fyrir eigninni gegn greiðslu á kr. 766.458.55 en til vara að honum yrði dæmdur réttur til afsals gegn greiðslu verðs, er ákveðið væri með virðingu samkvæmt 6. og 12. gr. lóðarleigusamnings frá 1927. Stefndi kráfðist sýknu og bar m. a. fyrir sig að forkaupsrétt- ur bæjarins hefði glatazt fyrir vangeymslu forráðamánna bæj- arins enda gæti ekki verið um slíkan rétt að ræða er kaupin væru gengin til baka. Fyrir liæstarétti urðu úrslit málsins þau, að Hafnarstjórn Reylcjavíkur var dæmdur réttur til afsals fyrir frvstihúsinu gegn greiðslu kaupverðs, sein ákveðið sé með virðingu, er fari fram samkv. 6. og 12. gr. lóðarleigusamnings frá 1927. Segir svo i forsendum hæstaréttardómsins; I irra Mon sladdur l Rvik. Herra Pétur Benediktsson, sendiherra íslands í London, kom til Reykjavíkur í gær á snöggri ferð til viðræðna við ut- anríkisráðherra og íslenzk stjórnarvöld. Yísir liafði sem snöggvast tal af sendiherra í gærkveldi, og kvaðst hann ekki geta sagt neitt um ferð sína eða erindi, fyrr en liann liefði talað við ráðherra. Aftur á móti kvað hann allt gott af íslendingum í Englandi að frétta. Lífið þar í landi er með miklu léttari blæ, síðan er um- skiptin urðu í ófriðnum fyrir rúmu ári. Þó er enn hinn sami skortur á ýmsum vörum, enda skömmtunin sízt ríflegri. Yiðskiptin nxilli Islands og Bretlands hafa að sjálfsögðu farið minnkandi, því að svo má nú lieita að algert útflutnings- bann sé á velflestum vörum, þótt undanþágur séu öðru hvoru veittar. Um aðrar vörutegundir gildir fastur kvóti, sem tæplega verður haggað. Islenzkir kaupmenn ferðast af þessum ástæðum mjög lítið til Englands, og flestir íslend- ingar, sem í Englandi dvelja nú, stunda þar nám. Fæðingardeild Land- spítJans tekin aftnr til starfa. Fæðingardeild Landsspítalans er nú komin úr sóttk’ví og tekur á móti fæðingarkonum sem áður. Eins og menn mun reka minni !il var fæðingai'deildin sett í sóttkví fyrir nokkuru, vegna skarlatssóttarlilfellis, sem kom fvrir. ;ar , Og dagar koma“, heitir nýútkomin skálclsaga eftir Ráehel Field, höfnnd skáldsögunn- ar ,,A11 this-and heavan too”, sem fáda-ma vinsældir hlaut á símum 2. mgr. 6. gr. lóðarleigu- samningsins frá 26. febrúar 1927 er svo kveðið á, að leigu- sali hafi forkaupsrétt að húsum og mannvirkjum á lóðinni fyrir matsverð, ef leigutaki vilji selja rétt sinn. Þegar stefndi gerði kaujysamning við h.f. Frosta um fasteignir þessar liinn 8. júní 1942, öðlaðist áfrýjandi rétt þann til kaupa, er lóðarleigu- samningurinn veitir honum, og fellur réttur áfrýjandp ekki niður við það, þótt h.f. Frpsti og áfrýjandi hafi áður koinið sér saman um afnám kaupsamn- ings síns. ,, Það liafa ekki koinið upp. pægi- leg rök til stuðnings; því, að ákvæði 2. mgr. 6. gr. lóðarleigu- samningsins um kaup fasteign- anna fyrir matsverð sé einungis sett í þágu áfrýjanda, og verður aðalkrafa lians þvi ekki tekin til greina. Átti áfrýjandi þvi. við sölu fasteignanna til h.feFrosta rétt til að fá þær fyrir mgtsverð samkvæmt ákvæðum lóðai’- leigusamningsins. Þegar. áfrýj- andi þurfti að taka ókvörðun um það, hvort þess réttar, er lóðar- samningurinn veitti lionum, skyldi neytt, var honum mikils vert að fá glögga vitneskju um söluverð fasteignanna til hf. Frosta, því að söluverðið ggt gef- ið vísbendingu um verð fasteign- anna i kaupuin og söluni, sbr. 10. gr. laga nr. 61 1917. Skýrsl- ur um söluverð h.f. Frosta komu ekki lieim hver við aðra, og rengdi áfrýjandi l>ær, aðrar en skýrslu h.f. Frosta í bréfi 29. október 1942. Áfrýjandi; lýsti yfir þvi í bréfi til h.f. Frosta 9. nóv. og í símskeyti til stefnda 5. des. s. á., að liann ætlaði sér að neyta þess fyllsta réttar, er hann teldi sig eiga samkv. lóðar- leigu samningnum. Höfðaði liann síðan mál þetta til gildis forkaupsréttinum með stefnu 30. des. s. á. Þegar það er virt, að stefndi hafði í öndverðu við söluna til h.f. Frosta forkaupsrétt áfrýj- anda að engu og að áfrýjanda veittist mjög erfitt að fá lijá stefnda fræðslu um atriði, er mikils var vert um, þá þykir stefndi bera ábyrgð að miklu Framli. á 8. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.