Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 2
2 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSiR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugason, Hersteinn Pálsson. Skrifatofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötd 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kjötverðið. Hér í blaðinu birtist i dag slcýrsla hagstofustjóra, gerð samkvæmt ósk ríkisstjórn- arinnar og gefin henni, varð- andi verðlag á landbúnaðaraf- urðum fyrir árin 1939—42. Hef- ir áður birzt hér'í blaðinu út- dráttur úr skýrslunni, en rétt þykir að birta liana i heild, þannig að almenningur eigi þess kost að gera sér sem Ijósasta grein fyrir hversu málið horfir. Svo sem skýrslan ber með sér hefir framleiðslukostnaður ársins 1942 verið 39% — þrjá- tíu og diu af hundraði, — lægri en árið 1943. Af því leiðir að verðlag á landbúnaðarafurðum hefði átt að vera miklu lægra, — eða sem mismun á frain- leiðslukostnaði svaraði, — sé byggt á grundvelli þeim, sem sex manna nefndin byggði út- reikninga sína á. Þvi hefir ver- ið haldið fram hér í blaðinu að verðlagið í fyrra hafi ekki stað- ið i neinu hlutfalli við tilkostn- að, og var sú tilgáta horin fram eftir iauslega athugun, að senniiegt myndi verðið hafa verið allt að 40% of hátt. Virð- ist útreikningur hagstofu- stjóra liafa staðfest þá tilgátu í öllum aðalatriðum. Jafnhliða því, sem verðlag iandbúnaðar- afurða var þannig ákveðið ger- samlega út i bláinn, samþylckti Alþingi með einfaldri þings- ályktun, að 15—20 milljónum króna skyldi varið úr ríkissjóði sem verðuppbætur til bænda. Samkvæmt . þingsályktuninni gátu uppbæturnar raunar numið miklu hærri upphæð, en sú varð raunin, sem að ofan grein- ir. Mun óhætt að fullyrða að aldrei hefir verið gerð jafn gá- lausleg ákvörðun af hálfu Al- þingis, þótt oft hafi á skort nauðsynlega athugun í sam- bandi við fjárgreiðslur og styrki úr rikissjóði. En ekki tjáir að sakast um orðinn hlut. Hitt er sönnu nær að athuga lítillega hvað af hon- um má læra. Liggur þá fyrst í augum uppi, hversu fráleitt það er, að fela pólitískum aðila að ákveða verðlag í landinu á inn- anlandsframleiðslunni. Þar toga hinir pólitísku hagsmunir á móti allri skynsemi og bera sigur úr bítum, almenningi til stórfellds tjóns og ríkinu jafn- framt til margvíslegs skaða. Verðlagsnefndir þær, sem um málið fjölluðu, virðast ekkert liafa liaft til að styðjast við, annað en brjóstvitið, og ekki heldur reynt að gera sér noklc- ura grein fyrir skyldum þeim, sem á þeim hvildu i baráttunni við hækkandi vísitölu, ásamt öllum þeim truflunum, sem slikri vísitöluhækkun fylgir, fyrir athafnalifið í landinu. Togstreila eiginhagsmunanna er ekki affarasæl leið að heppi- legu marki. Fyrir þessi glöp verðlagsnefndanna hefir þjóðin orðið að fórna miklu fé. Allir þeir, sem framkvæmdir hafa liaft með hönduin hafa orðið að færa sinar fómir, og af þeim standa nú ýms fyrirtæki á veik- ari fótum, en unnt var að gera ráð fyrir í upphaf er til þeirra var stofnað. Vísitöluhækkunin, sem fylgdi í kjölfar hinnar Skýrsla hagstofustjóra varðandi verðlag innlendra afurða. Uppbætur greiddar lír ríkis- sjóði á óeðlilega liátt verð. Wf JÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ fór, eins og kunnugt er, Þorsteini Þorsteinssyni hagstofustjóra að afla gagna um ákvörðun verðlags á landbúnaðarafurðum og reikna út, hvert verð landbúnaðarafurða hefði orð- ið á árunum 1939—42, ef ákveðið hefði verið í sam- ræmi við grundvöll þann, er landbúnaðarvísitölunefnd fann. Niðurstöðunnar var getið í blaðinu, en hér birt- ist skýrsla hagstofustjóra í heild: Með bréfi ráðuneytisins, dags. 9. okt. þ. á., var mér send þings- ályktun um öflun gagna varð- andi ákvörðun verðlags á land- búnaðarafurðum með fyrirmæl- um um að láta reikna út það, sem þingsályktunin segir lil um, en i þingsályktuninni er skorað á ríkisstjórnina að hlutast til um, að reiknað verði út svo fljótt sem verða má, hvert verð landbúnaðarafurða og andvirði þeirra til bænda liafi verið á ár- unum 1939 til 1942, ef það liefði verið ákveðið samkvæmt grund- velli þeim, er nefnd sú fann, sem skipuð var samkv. 4. gr. laga um dýrtíðarráðstafanir, nr. 42 frá 14. april 1943. Samkvæmt þessum fyrir- mælum hef eg lagt út i að gera sams konar yfirlit fyrir árin 1939—42 um verð landbúnaðar- afurða eins og það sem er fyrir 1943 í nefndaráliti landbúnaðar- visitölunefndar og sendast hér með niðurstöðurnar. En jafn- framt vil eg taka það fram, að það er töluverðum vandlcvæð- um bundið að gera slík yfirlit aftur i tímann, ekki sizt i fljótu bragði. Sumar þær upplýsing- ar, sem byggja verður á, verður að taka upp úr gömlum plögg- um svo sem framtalsskýrslum undanfarinna ára, sem búið er að senda fram og aftur milli umdæmanna og rikisskatta- nefndar og stundum hefir því orðið nokkur leit úr og jafnvel komið fyrir, að ekki liefir hafzt upp á, þó leitað væri eftir. Af skýrslum þeim sem liér koma til greina, gildir þetta þó aðeins um nokkurn hluta af framtöl- gífurlegu verðhækkunar á inn- lendu afurðunum, mun hafa kostað rikissjóð milljónir króna og öll atvinnufyrirtæki töluvert fé i hækkuðum launagreiðsl- um. Þannig mætti lengi rekja röskun þá er verðhækkun land- búnaðarafurðanna hafði í för með sér sökum kapps og forsjá- leysis verðlagsnefndanna en auk þessa leiddi hærra verð í ár af afurðahækkuninni í fyrra. Gera verður aðrar og meiri kröfur til opinberra nefnda, hverju nafni sem nefnast, en tiðkazt hefir til þessa, en þó öllu frekast tiÞnefnda sem falið er jafn mikið vald og verðlags- nefndunum. Þær eiga ekki að starfa fyrir eina stétt manna, heldur þjóðina í heild. Þær eiga að kveða upp gerð, sem byggist á sanngirni í garð allra stétta og skaðar ekki þjóðina í heild, miðla málum þannig að að öll- um sé vel búið, og ekki dreginn fram hlutur einnar stéttar á annara kostnað, enda var það í fullu samræmi við yfirlýsingar þær, sem þjóðstjórnin gaf í upp- hafi styrjaldarinnar og voru sjálfsagðar og eðlilegar. Var það mikið lánleysi er frá því ráði var horfið og kapphlaup- ið um rangfenginn bita og sopa liófst fyrir alvöru. Drýgst varð kjötverðlagsnefndin á loka- sprettinum. Það sannar verðlag- ið í fyrra, sem leiddi af sér hærra verð í ár. unum úr ísafjarðarkaupstað fyrir árið 1939 sein ekki liefir tekizt að hafa upp á. En lang- mestum vandkvæðum er það þó búndið að fá ábyggilegar upplýsingar um greitt kaup- gjald á ári liverju. Nefndin safn- aði í sumár skýrslum um allt kaupgjald í einum hreppi í hverri sýslu á landinu. Slíka skýrslusöfnun er alveg vonlaust um að framkvæma fyrir mörg ár aftur í tírnann. Það sern fengizt hefir af slilcum skýrslmn eftir langa mæðu, mundi vera ákai'Jega varasamt að nota, þar sem siíkar skýrslur yrðu oftast fylltar út eftir minni og þvi margt orðið ónákvæmt og máÞ um blandað á mörgum árum, en sumt alveg gleymt. Til þess samt að geta orðið við hinum gefnu fyiármælum var það ráð tekið, að forstöðumaður bú- reikningaskrifstofu rikisins sendi út fyrirspurnir til ca. 100 manna í öllum sýslum landsins, sem hann vissi til, að hefðu lialdið búreikninga á undan- förnum árum, og bað þá um að* senda skýrslu um kaupgreiðsl- ur sínar fyrir síðasiliðin 5 ár, fná hausti til hausts, sundurlið- að á f ama liátt eins og skýrsl- ur þær um kaupgreiðslur bænda sem safnað var í sumar fyrir árið 1942—43. Þar sem þessir menn hafa haldið bú- reikninga, eiga þeir að hafa þessar tölur fyrirliggjandi skriflega hjá sér, og því ekki þurfa að hyggja eingöngu á minni. Þegar komin voru svör frá tæpum lielmingi þessara manna, þótti ekki fært að bíða lengur með að ganga frá þess- um yfirlitum. Þótti réttara að tjalda því, sem fengizt liafði í þessu efni, þótt það að vísu sé veikur grundvöllur til þess að byggja á, lieldur en að láta með öllu farast fyrir að verða við áskorun Alþingis um að gera þessi yfirlit nú, áður en þingi verður slitið. En þótt kaup- gjaldsskýrslur þær, sem byggt liefir verið á, séu of fáar til þess að örugglega megi á þeim byggja, þá er það samt nokkur bót í máli, að útkoman úr þeim fyrir árið 1942—43 kemur vel heim við niðurstöður kaup- greiðsluskýrslnanna, sem safn- að var í sumar. Munar aðeins um 3%, sem þessar skýrslur eru hærri. Bendir þetta til þess að úrval það, sem hér er um að ræða, sé ekki mjög frábrugðið hinu stærra úrvali, er notað var í sumar. Þegar búið var að finna kaupgreiðsluhlutföllin milli liinna einstöku ára í úr- vali þessu, þá voru þessi hlut- föll notuð til þess að finna kaupgreiðsluuppliæð livers árs miðað við upphæðina sam- kvæmt skýrsluin í sumar. Að þvi er snertir útreikning- inn á afurðaverðinu livert ár, eftir að vísitalan er fundin, skal það tekið fram, að fyrst er á- kveðin uppliæð fyrir ull og gærur. Hefir það verið gert á þann hátt, að reiknað hefir ver- ið með útflutningsverðinu i verzlunarskýrslunum næsta ár á undan. Þó er ekki reiknað með ahnanaksárinu, því að gert er ráð fyrir, að afurðaverðið sé ákveðið að sumrinu og þá m’ð- að við meðal útflutningsverð á gærum og ull fyrra misseri þess sama árs og síðara misseri næsta órs á undan. Þessar töl- ur komu ekki heim við það verð, sem bændur hafa raun- verulega fengið fyrir gærurn- ar og ullina, því að sala á þess- mu útflutningsvörum hefir stundum dregizt allt að því i tvö ár. Hefir þá venjulega feng- izt liærra verð fyrir þær lieldur en ef þær hefðu verið seldar strax, en hins vegar hefir þá fallið á kostnaður vegna geymslunnar og greiðsla ekki farið fram fyrr en eftir að verð- lag hafði hækkað verulega. Svo sem segir í áliti landbún aðarvísitölunefndar, lagði hún að mestu til grundvallar fyrir útreikningum sínum meðalhú- reikningabú fyrir árin 1936— 40. Bú þetta er nokkuð stærri heldur en meðallandsbúið, þeg- ar miðað er við skepnufjölda á sama tíma samkvæmt liag- skýrslum, en dregið fná 13% fyrir því sem kaupstaðabúar og verkamenn í sveit liafa af búfé. Eftirfarandi tölur sýna mismuninn á meðalbúreikn- ingabúi og meðallandsbúi sam- kvæmt framansögðu. Sauðfé .......... 87 Nautgripir, alls . . 7.2 Þar af kýr....... 5.2 Hross alls ...... 8 83 5.1 3.7 6.8 verið kjöt- Eftir að gerðar höfðu lítilsháttar breytingar á og ullarmagni búreikningabús- ins, var gert ráð fyrir, að afurð- ir þess væru þeim mun meiri heldur en meðallandsbúsins, sem það er stærra lieldur en það, og einnig að tilkostnaður væri í svipuðum hlutföllum, svo að einingarverð afurðanna yrði jafnt. 1 áliti vísitölunefndar voru slátur og mör af sauðfé og naut- gripum reiknað með kjöti. Y»r kindaslátur með mör talið Hl jafns við 2 kg. af kjöti, en na*t- gripaslátur við 10 kg. Af þessari ástæðu hækkaði sauðakjötið wt 140 kg. en nautakjötið um lt kg- Svo sem segir i áliti vísitölu- nefndar, er kaup bóndans mið- að við tekjur verkamanna, sjé- manna og iðnaðarmanna, sem vinna hjá öðrum i Reykjavík, kaupstöðum og öðrum kaup- túnum með yfir 300 ibúa. Var það tekið eftir skattaframtöl- um i úrvali, svo sem frá er skýrt í nefndarálitinu, og hefir það verið tekið á sama hátt fyrir undanfarin ár, sama úrval not- að i Reykjavík og sömu staðir utan Reykjavíkur. Utan Reykja- víkur hafa allir verið teknir í einu lagi, verkamenn, sjómemt og iðnaðarmenn i annarra þjón- ustu, enda ekki skýr takmörk milli þessara stétta, og grípat þær víða liver inn í aðra og blandast saman, þannig að menn stunda þessi störf jöfnima höndum eða einn tima árwns þetlta og annan hitt. Tekjur þær, sem hér hafa verið leknar til meðferðar, eru tekjur þær, sem menn hafa liaft fyrir vinnu sína, en ekki tekjur af eig«, enda eignartekjur hóndans ekki taldar í þessum lið. Þó voru talá- ar í Reykjavík nettótekjur sam- kvæmt framtölunum fyrir 1942. Var það vegna þess, að sá upptalning var gerð óður e» nefndin liafði fyllilega ákveðif hvernig samanburðurinn skyldi gerður, en gert hefir verið rá# fyrir að eignartekjur þær, sent kynnu að vera meðtaldar mundu ekki gera meira en veg* á móti þeim tekjum, sem ekW eru teknar með vegna frádrátt- ar á iðgjöldum til trygginga e. fl. Síðan hefir verið rannsakati í þessu sama úrvali, hverjar tekjurnar hefðu orðið, ef drega- ar hefðu verið frá eignartekjur, en bætt við í staðinn því, Scrutator: TZjoudAix cJlmjwjnwjys j Bækur. Hið árlega bókaflóö er yfir dun- iS og hefir staöiS undanfarna fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Og enn opnast flóíSgáttir prent- smiSjanna og bækurnar streyma fram, ryðjast fram á jólamarkatSinn hver sem betar getur, nema þær sem minnst mega sin. Þær verða eftir í prenti eða bandi og koma síðan „af sérstökum ástæöum" ekki út fyrr en eftir jól. ÞatS leiðir aö minnsta kosti af sjálfu sér aö þessu sinni, aS allt kemst ekki út á rétt- um tíma, meS því að inflúenzan hefir tafið prentiðjuna eigi síður en aðra starfsemi. Margir gera sér títt um bókagerð Islendinga, og er svo að skilja á þessum vangaveltum, að hér sé einhver vá fyrir dyrum. Sannleikurinn er sá, að það er sízt of mikið út gefiS af bókum, miðað við eftirspurnina. Því aS þaS leiSir af sjálfu sér, aS enginn myndi liætta fé sínu í slíkan atvinnu- rekstur, ef hann væri ekki arSbær. Hitt er meira vandamál, að eftir- spurn eftir bókum er'meiri en svo, aS framleiSslan geti haft viS, og er í því bersýnilega falin talsverS hætta gagnvart vöruvöndun. Þó er mesta furSa, hversu prentun er yf- irleitt góS á bókunum, en þaS dylst oft, þegar fljótt er á litiS, vegna þess hversu bókbandiS er óvand-'- aS. ÁstæSan er sennilega sú, aS prentsmiSjur hafa aflaS sér nýrra og afkastamikilla tækja, en bók- bandsstofur hafa yfirleitt ekki get- aS fylgzt meS. Prentvillur. Einhver leiSasti ágalli íslenzkra bóka eru prentvillurnar, sem eru algengari í íslenzkúm bókum en í bókum nokkurrar annarar þjóS- ar, sem kallast vill menningarþjóS. Enskur forleggjari sagSi mér í fyrra, aS þaS þætti slæmur frá- gangur á bók, ef ein prentvilla væri á hverjum 200 blaSsíSum. 1 hverri blaSsíSu munu vera um 1500—2000 bókstafir, lestrarmerki og bil, og ættu þvi meSalmöguleik- ar á prentvillum aS vera 1 ^oo.ooo eSa 1:40o.ooo. Býst eg viS aS hér á landi myndi slikt vera taliS nálg- ast prentvillulausa bók. En allir, sem eitthvaS hafa aS ráSi lesiS er- lendar bækur, kannast viS þaS, aS þaS kemur varla fyrir, aS í þeim sjáist prentvillur. Á þetta aS nokkru leyti viS um erlend dagblöS einnig, og skal eg ekki biSjast und- an gagnrýni á hendur okkur blaSa- mönnum, þótt óliku sé saman jafn- aS, þegar tillit er tekiS til þess, hversu nauman tíma viS höfum til aS vanda prófarkir. Af þeim fáu bókum, sem skolaS hefir á fjörur mínar á þessu flóSi og eg hef lesiS, er ekki nema ein, sem athygli mína vakti fyrir fáar prentvillur, en þaS er „Blítt lætur veröldin" eftir Hagalín. Er frágangur á henni ó- venjúlega góSur og smekklegur frá hendi prentsmiSju og prófarkales- ara, því aS eg rakst ekki á meira en 4—5 prentvillur á meir en 200 blaSsíSum. En íslenzkar bækur hef eg lesiö, þar sem tæplega var um minna aS ræSa en 1—2 villur á blaðsíSu, og er þar margur ófagur fénaSur. Stafsetning. Líklega rífast engir menn meir um stafsetningu en Islendingar, og veröur liklega seint fundin sú, er öllum hentar. En á tiltölulega skömmum tíma hefir veriS skipt oft um kerfi, og þaS svo, aS sumir þeirra, sem mest skrifa nú, hafa lært 3 stafsetningarkerfi. Árangur- inn hefir ekki látiS á sér standa. Fæst rit, sem út eru gefin, komast nálægt því aS hafa samræmda staf- setningu, hvað þá hina „einu réttu“, löggilta kerfiS. En eg hef lesiS í „Gömlum glæöum" frú GuS- bjargar á Broddanesi mér til mik- illar ánægju. ÞaS er ekki nóg meS aS Helga Hjörvar hafi tekizt aS sneiSa mjög vel hjá prentvillum, heldur er stafsetning hans hárrétt, svo langt sem hún nær. En eins og kunnugt er, telur Helgi sig andvígan löggiltu stafsetningunni og hegSar sér í samræmi viS þaS. Arangurinn er stafsetning, sem er gamall kunningi. Sá, sem þetta rit- ar, hefir lært hana, meSal annara kerfa tveggja, og myndi sennilega beita henni enn, ef hann heföi ekki þurft aS beygja sig undir kerfi þaö, sem þetta blaS notar. Hver maSur er aS sjálfsögSu frjáls aS því, hvaSa stafsetningu hann ritar, en hann verSur lika aS standa viS þaö. En því miður vill oft brenna viö, aö menn noti þær margar í belg og biðu, og ósjaldan eru sömtt orSin stafsett meS ólikum hætti á mismunandi stöSum í sörnu bók. Að búa til prentunar. Mér virSist íslenzkir útgefendur ekki hafa komiS auga á þaS, sem allir erlendir starfsbræSur þeirra hafa vitaS frá öndverSu, aS hver einasta bókaútgáfa, sem nokkra virSingu ber fyrir sjálfri sér og ti.l nokkurrar ætlast af öörum, verSur aS hafa í þjónustu sinni málfróðan mann, sem getur búiS handrit í hendur prenturum, svo aS i lagi sé. Hitt leiSir af sjálfu sér, aS útgáfan þarf einnig aS hafa fast- ráöinn prófarkalesara, því aS fá- nýtt er aS reiöa sig á höfundana sjálfa. Þeim er ekki treystandi til aS lesa meir en eina pr’óförk, því aS þeim er öSrum mönnum hætt- ara viS aS láta sér sjást yfir prent- villur, af því aS efniS kemur þeim svo kunnuglega fyrir sjónir. Hvert í þreifandi.... Eg talaSi viS mann um daginn. Hann var nýkominn norSan úr Dimmuborgum. Einhvernveginn fannst honum hann kannast ákaf-. lega vel viS sig hér í borginni. Hann lét þaS aS minnsta bosti í ljós viS yöar einlægan ísak ísax dimmalimm. Aðal jóla- Jólabók ungu stúlknanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.