Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 6

Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 6
 6 VÍSIR Þorgrímur Jónsson j LAUGARNESI. Blöffin hafa að visu þegar tmimrzt Þorgrims Jónssonar, ÍLaugarnesi, sem lézt hér í bæ jþ. 8. nóv. Þó langar mig til að jbæta þar við nokkurum orð- sim, þvi það er nú svo, að þegar fcær vinur kveður, langar mann að minnsta kosti til að þakka ssamveruna. Og Þorgrímur Jóns- ■ son og heimili hans var mér og aninum hinir drenglyndustu aoágrannar og tryggustu vinir þau 15 ár, sem eg bjó í nágrenni þeirra. IBörnin mín áttu þar sitt annað heimili, öruggt at- itvarf og umhyggju, jjegar á lá, ■ enda eignaðist Þorgrimur þar afanafn, þótt ekki stæði skyld- Jeiki tik Þorgrimur Jónsson var ó- venjulegur maður, og lieimili hans var lika óvenjulegt. Út á við var hann til vill þekkt- astur sem hinn mikli hagleiks, Iþrótta og atgervismaður. Hitt var þó í mínum augum miklu meira, hve drengskapur íþrótt- anna að fornum sið var runn- íimi honum í blóð, og hvað góð- girni hans og hjálpsemi náði langt, jafnt til skyldra og vanda- Jausra, kunnugra og ókunn- rugra. Þorgrímur var yfirlætis- Bans maður og hafði sig lítt í frammi að fyrra bragði. En þegar hann gat orðið einhverj- ,um að liði, þá dro liann sig ekki I hlé. Fyrir honum voru allir jafnir, ekki eingöngu æðri og lægri, heldur líka kunnugir og ókunnugir, ef það stóð í lians valdi að gera þeim greiða. Heimilið á Laugarnesi var hið mesta gestrisnisheimili, sem eg hefi þekkt. Þar var allt jafnt til reiðu, opið hjarta og opið hús, hvorugt varð nokkurn ttma svo fullt, að ekki væri hægt að taka á móti fleirum. Æskan átti þar vísan skilning, bæði hjá yngri og eldri og gleð- ín sat jafnan í öndvegi. Nærri má geta að allt kostaði þetta mikið erfiði og umstang, auk tilkostnaðar. Man eg að eg sagði einhvern tíma við hús- freyjuná, að mig furðaði að fcún skyldi ekki þreytast á hinni ■sifelklu fyrirhöfn við gesti. Hún svaraði: „Eg geri það fyrir Iiann Þorgrim.“ Þetta stutta svar bregður skýru Ijósi yfir sam- !búð þeirra hjóna, og líka yfir það, hvers yirði hún áleit það vera honum að gestrisnin og hjálpsemin, sem honum var meðfædd, fengi að njóta sín. 'EIns og eðlilegt er, var Þor- grímur ákaflega vinmargur maður. Hitt er þó meira, að eg jþykist viss um að öllum, sem kynntust honum hafi verið vel við liann, enda man eg aldrei eftir að eg heyrði hann tala illa um nokkurn mann, hann átti afsakanir fyrir alla. Allir hinir mörgu vinir og ættingjar Þorgríms Jónssonar sakna hans nú um leið og þeir sninnast þess, sem hann var þeím og öðrum. Nærri má þó •geta að söknuðurinn er sárast- sir henni, sem stóð við hlið hans og bar* með honum hita og þunga dagsins um 45 ára skeið. Yfir þeirri sorg hlýtur þó að hvila meiri fegurð en sársauki. Eg sé þau hjón að vísu ekki i blóma lífsins og Ijóma æsku- ástarinnar, en ást þeirra og samband elliáranua var slíkt að eg veit að á þeim lilýtur að sann- ast,að: anda, sem unnast, fær aldrigi, eilífð aðskilið. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Læknablaðið, 4. tbl., er íiýkomið. Efni þess er: Bjúgur og bjúgmeðfer'K, eftir Þórt) ÞórSarson laekni. Úr erlendum læknaritum. Stéttar- og félagsmál og fleira. Jólablað Æskunnar er nýkomið út. Á forsíðu er lit- mynd. Efni: Hver gefur mest á jólunum, eftir síra Sigurbjörn Ein- arsson, með mynd. Betra en brúða, eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Förin til stjarnanna, eftir Kvöldúlf, með mörgum myndum. Eg hinn mikli, þýtt af V. Snævarr. Gleðileg jól, kvæði eftir Guðui. Guðmundsson. Ágirndin er slæm. Jólakvöld, með fjölda mynda. Til móður minnar, kvæði eftir Jóhann Sigurjónsson. Saga frá Grænlandi. Kóngsveizlan. Sendiboði Drottins og m. fl. Áheit á Haligrímskirkju í Reykjavík: io kr. frá konu. 50 kr. frá O. B. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, afh. yísi: 5 kr. frá K. hreinar og góðar kaupix hæsta verði Félagsprentsmlðjan h.f. Booker T. Washington, Menningarfrömuður negranna í Norður-Ameríku. Saga þessa viðfræga for- ustumanns og frelsishetju svertingjanna í Ameríku er komin út og fæst í öllum bókabúðum. Teppa- vélarnar eru komnar Goð jolagrjöf. Bieriug: Laugaveg 6. Simi 4550. Borðlampar Teslampar Nkermar margar gerðir fyrirliggjandi. Skermabúðin Laugaveg 15. HÖFUM FENGIÐ: Karlmannsföt (einhn. og tvíim.) Karlmannsfrakha og Kvenfrakka (Kamel-uli) Laugaregi 33. VICTOR Síðasta og fræg- asta ferðabók hins Víðkunna amer- íska rithöfundar og f erðamanns: RICHARD HALLIBURTON’S: „Sjö mílna skórnir" (Seven League Boots) er nýkomin út í ágætri, íslenzkri þýðingu eftir JÓHANN FRl- MANN skólastjóra á Akureyri. — Bókin er 340 bls., auk fjölda mynda, sem prentaðar eru á sérstakan myndapappír, — í stóru broti og útgáfan öll sérlega vönduð og vegleg. Fæst bæði heft og bundin í vandað og fallegt band. Nokkur ummæli amerískra stórblaða um hinar heimsfrægu ferðabækur Halliburtons og höf und þeirra: Richard Halliburton hefir tekist að blása sínu eigin lífi í hverja blaðsíðu í þessum dásamlegu bókum, —* magna þær anda sinn- ar eigin æsku og frjálsræðiskendar. Hann getur á stundum ver- ið ofsafenginn í frásagnargleði sinni, svo að nærri stappar fullu andvaraleysi Hann hlær að hverri þraut og mannraun, er að honum steðjar. Hann dreymir um fegurð og þráir æfintýri. — Chicago Post. Þessi ungri og óstýriláti Ameríkumaður, sem nýlega drýgði þá hetjudáð, að synda yfir hið sögufræga Hellusund, er jafn snjall og áhrifamikill rithöfundur eins og hann er frábær sund- garpur. — Memphis Gommerical Appeal. Frásögnin um ferðir og æfintýri Richard Halliburtons er svo töfrandi, að hún er í allra fremstu röð bóka, þeirrar tegundar, sem nokkru sinni hafa verið ritaðar. — Detroit News. Óstýrilátur, glaður og hressandi er andi Richard Halliburtons í „The Royal Road to Romance“ — eins og æskan sjálf í eigin persónu, Ijómandi og óslökkvandi í ofurgnótt sinni, eins og friðarbogi yfir fjarlægum sjóndeildarhring. — Boston Transcript. Og um „Sjö mílna skóna“ sér í lagi skrifar þekkt- ur, amerískur ritskýrandi m. a.: „Richard Halliburton k a n n ekki að skrifa eina einustu leiðinlega eða sviplausa blaðsíðu. — Og í „Sjö mílna skónum“ skarar hann fram úr sjálfum sér. Vér mælum hiklaust með hókinni við alla hina fyrri aðdáendur Mr. Halliburtons, og vér öfundum hina, sem eiga eftir að kynnast höfundinum í fyrsta skipti á síðum þessarar bókar“. Svipuð ummæli mætti tilgreina, ef rúm leyfði, úr fjölda ann- arra stórblaða, svo sem: Time, New York Herald Tribune, New York Post, St. Louis Post Dispatch o. s. frv. eftir fræga og mik- ilsmetna bókmenntafræðinga og ritskýrendur eins og Herchel Brickell, Edward Donahoe, John G. Neihardt og aðra slíka. Biðjið bóksala yðar að sýna yður þessa bráðskemmtilegu og fallegu bók, kynnið yður hinn óvenjulega og æfintýralega ævi- feril höfundarins, eins og honum er lýst á kápuinnbrotum bók- arinnar, og þér munuð sannfærast um, að „Sjö mílna skómir" er jolabokm sem þér eigið að gefa vini yðar og þó fyrst og fremst að lesa, sjálfum yður til skemmtunar og dægradvalar um jólin. Richard Halliburton er tvímælalaust einhver allra frægasti og vinsælasti ferðabókahöfund- ur nútímans. — Kaupið „Sjö mílna skóna“, áður en það er orðið um seinan. Fæst nú í öllum bókaverzlunum bæjarins. BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSI. Bridge—bókin eftir Ely Culbertson, fæst í næstu bókabúð. Þetta er bezta bókin sem til er í þessari grein. Hún gefur ná- kvæmar og glöggar upplýsingar um sagnir, útspil og spilaaðferðir og skýrir frá aðstæð- unum á ljósan og ein- faldan hátt. Bridge-bókin er rit- uð af mesta spilafræð- ingi allra tíma. Bridge-bókin er í shirtingsbandi, 336 blaðsíðttr. Lög um kontraktbridge (Alþ jóða bridgelögin) koi í bókabúðir í dag. — Þau eru 46 síður. jólsbBk kiniðariiar er komin Höfundur þessarar bók- ar, RACHEL FIELD, afl- aði sér aðdáunar margra milljóna eftirvæntingar- fullra Iesénda með hinni heimsfrægu skáldsögusinni „ALL THIS AND HEAV- EN TOO“. — Þessi bók, sem er hin síðasta, er henni auðnaðist að skrifa, mun ekki síður hræra marga og hrífa, enda lýsti einn nafntogaður, amer- ískur gagnrýnandi henni sem „hinni djúphugsuð- ustu og fegurstu bók, sem Rachel Field hefir ritað“. JÓLAGJÖF unnustans til unnustunnar og góða eiginmannsins til eiginkonunnar. — lilkynning: Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að frá og með 15. des- ember 1943, skuli útsöluverð allra innlendra bóka sem gefnar liafa verið út eftir 1. október 1942 lækka um 20% . Frá sama tima er bókaútgefendum ekki skylt að greiða bóksölum hærri sölulaun en 20% af útsöluverði bóka. Telji útgefandi, að með þessu móti lækki útsöluverð l)ókar svo mikið, að tap verði á útgáfunni, er verðlags- stjóra heimilt að breyta verðinu, að fengjium þeim upp- lýsingum, sem hann telur naúðsynlegar. Frá sama tíma er bókaútgefendum skylt að senda skrifstofu verðlagsstjóra í Reykjavík nákvæma skýrslu um útgáfukostnað sérhverrar bókar og stærð upplags, og er ólieimilt að ákveða útsöluverð bóka án samþykk- is verðlagsstjóra. Reykjavík, 14. desember 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. IHatiölubnðin Aðalitræti 16. Seljum út smurt brauð og annan lagaðan mat til daglegrar notkunar. — Sömuleiðis allan veizlumat.----Sími 2556. Vantar 2 múrara strax. Uppl. í síma'1792 frá kl. 3—6 i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.