Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 4

Vísir - 15.12.1943, Blaðsíða 4
4 VISIR r BÆKUR Guðbjörg Jónsdóttir: GAML- AR GLÆÐUR. — Helgi Hjörvar bjó undir prentun. í þessari bók Guðbjargar hús- freyju á Broddanesi eru „Þætt- ir úr daglegu lífi æ Ströndum á síðari hluta 19. aldar“, þar sem höfundurinn er borin og barn- fædd og hefir alið allan aldur sinn, og því öllum linútum kunn. Helgar Guðbjörg „þessi blöð sín“ minningu Tryggva heitins Þórhallssonar. Helgi Hjörvar hefir búið bókina undir prentun, en ísafoldarprent- smiðja gefið út. Á síðari árum, einkum nú á allra síðustu tímum, hafa vei’ið gefnar út margar bækur, sem teljast mega héraðalýsingar eða öllu frekar drög til héraðalýs- inga, þ. e. á héraði, fólki og hátt- um, og er það mjög mikils um vert að fá sem flestar bælcur um •þessi eða skyld efni. Eg tel það mikils um vert af mörgum á- stæðum, sem hér yrði of langt mál að rekja, en eina hina veigamestu tel eg, að slíkar bækur, og einkum ef eins vel er frá þeim gengið, og þessum minningum Guðbjargar, eru á- gætlega til þess fallnar að auka ræktarsemi manna við land og þjóð, — þær koma mönnum í kynni við barátlulið hins liðna tíma, fólkið, sem bar hita og þunga dagsins í barátlu þjóðar- innar við Iangtum erfiðari skil- yrði en nú tíðkast, og gerði það oft af stórhug, án þess að kvarta og án þess að spyrja um laun. Hér - verður ekki rakið efni þessarar bókar ítarlega. Til þess er ekki rúm. Þess skal að eins getið að bókin geymir fjölda lýsinga á mönnum, venjum og háttum, lýsinga, sem lesandan- um finnst þegar við lestur fyrsta kaflans mikils um vert Hann finnur ávallt, að hjarta er með sem undir slær. Hver mannlýs- ing virðist reist á stoðum skiln- ings og samúðar, og livernig skyldi annað vera, þegar góð og vitur kpna grípur pennann? Eg segi vitur kona, þótt eg þekki ekki húsfreyjuna í Broddanesi, nema af þessari bók, en þau kynni nægja til þess, að auðvelt er að finna þessum orðum stað. Ekki er langt komið Iestri bók- arinnar, er spaklegar setningar fanga hugann, svo sem: Augu móðurinnar eru glögg, ekki sízt er þau ljóma af birtu kærleik- ans (Bls. 10). Eg nefni þetta að eins sem dæmi. Eg vildi óska þess, að öll þjóð- in læsi þessa bók, einkanlega vngri kynslóðin, sem ekki þekk- ir þjóð sína og-lahd sitt eins vel og við, sem erum farin að reskj- ast, en ætti að kynnast þvi miklu, miklu betur. Höfuðlcostur er það á bók- inni, að lesandanum dettur aldrei annað i hug en að það sé Guðbjörg sjálf, sem segir frá. Að lestri loknum man lesandinn eftir Helga Hjörvar og hugsar eitthvað á þá Ieið, með þakklæti, að hann hafi leyst sitt starf af hendi af réttum skilningi og með prýði.Hann liefir tekið Guð- björgu við hönd sér og kynnt hana fyrir þjóðinni allri. Fyrir það á hann þakkir skildar. A. Th. „NGRRÆN JÓL“, hið vandaða ársrit Norræna fé- lagsins er nú komið í bókaverzl- anir. Efnis ritsins hefir áður ver- ið getið hér í blaðinu svo að það skal ekki rakið hér. Hinsvegar skal það tekið fram, að ritið er í hvívetna sérstaklega vand- að, bæði að efni og frágangi öllum. Má fullyrða að yfirleitt er ekki vandað til annarra bóka meir, sem hér hafa verið gefnar út, enda eru „Norræn jól“ hundruðum manna liin kær- komnasta jólagjöf. í inngangsorðum að „Nor- rænum jólum“ segir: „Hlutverk Norrænna jóla er að flytja lesendum sinum hlýj- ar jólaóskir í formi góðra nor- rænna skáldverka og ritgerða urn norræn viðfangsefni og önnur hugðarmál, er miða að því að treysta vináttu og sam- starf þeirra frændþjóða, er hyggja Norðurlönd. Ritstjóri Norrænna jóla er Guðlaugur Rósenkranz yfir- kennari. Nýtt bókaútgáfufyrirtæki gefur út ræður eftir sr. Friðrik Friðriksson. Bókagerðin Lilja nefnist nýtt útgáfufélag, sem hefir með höndum útgáfu kristilegra bók- mennta. Er hér um að ræða samtök ungra áhugasamrá manna, sem sjálfir hafa lagt til stofnféð, en ætlunin er að gefa út kristilegar bækur, skáldsög- ur, ævisögur og fræðibækur, sem hafa sérstakt bókmennta- legt gildi. Er hér ekki um að | ræða gróðafyrirtæki einstakra manna, enda er ágóðanum, ef einhver verður, varið til frekari útgáfu slíkra bóka, í því augna- miði að glæða trúarlíf, siðferði og skilning á kristilegri starf- semi að fornu og nýju. Fyrsta bók félagsins ér þegar komin á markaðinn, og nefnist hún „Yormaður Noregs“ og er skráð af Jalcob B. Bull, en fjall- ar um ævi Hans Nielsen Hauge, sem var einhver fremsti braut- ryðjandi í kristilegri starfsemi leikmanna í Noregi um og eftir aldamótin 1800. Vegna baráttu sinnar sætti liann fangelsisvist tíu sinnum og síðast um margra ára skeið. Hefir bókar þessarar áður verið getið hér í blaðinu. Næsta bók félagsins, sem kem- ur á markaðinn eftir fáa daga eru ræður eftir síra Friðrik Friðriksson, sem hann hefir flutt við ýms tækifæri nú siðustu árin í Kaupmannahöfn, og nefnist safnið „Guð er oss hæli og styrkur“. Er ekki að efa að bók þessari verður vel tekið, með því að síra Friðrik hefir aflað sér slíkra vinsælda og virðingar hér á landi fyrir kristilega starfsemi sína, að slíks munu fá eða engin dæmi. I dvöl sinni erlendis hefir síra Friðrik fengið gott næði til að helga sig liugðarefnum sínum og ritstörfum, enda fór hann ut- an í þeim tilgangi að skrifa síð- ari hluta ævisögu sinnar, sem hann hefir lokið fyrir nokkru, og hefir bókin þegar borizt hingað til landsins. Þá kemur einnig út um sömu mundir bók eftir Ronald Fang- en, hinn kunna norska rithöf- und, sem einna fyrstur varð fyr- ir barðinu á innrásarliði Þjóð- verja og var fluttur til Þýzka- lands í fangabúðir. Nefnist sú bók „Með tvær hendur tómar“, en Theodór Árnason hefir þýtt hana. Er hann svo kunnur þýðandi, að ekki er að efa að vel hafi tekizt. Sýnir starfsemi félagsins Lilju mikinn áhuga og fórnfýsi hinna ungu manna, sem væntanlega verður vel metin af þjóðinni. „Sjö mílna skórnir", heitir nýútkomin bók eftir hinn víðkunna ameríska rithöfund og ferðalan g Richard Halliburton. Bókaútgáfan Hliðskjálf á Akur- eyri gefur bókina út, en Jóhann Frímann skólastjóri þýddi. Bókin er prýdd fjölda mynda. Ný skuldabréf Reykjavíkur- kaupstaðar. í dag var byrjað að taka á móti áskriftum að handhafa- skuldabréfum tveggja lána, sem Reykjavíkurbær hefir tekið. Annað þessaar lána, að uppliæð 6 millj. kr„ er tekið vegna stækkunar á Sogsvirkjuninni, sem nú er verið að framkvæma og búizt er við að verði lokið um mánaðamótin janúar—febr. Hitt lánið, 5,4 millj. kr., er tekið vegna aukningar á innanbæjar- kerfi Rafveitu Reykjavikur. Skuldabréf beggja lána bera 4% vexti og skilmálar þeirra eru liinir sömu að öðru leyti en því, að Sogsvirkjunarlánið end- urgreiðist á 20 árum en Raf- magnsveitulánið á 10 árum. Gera má ráð fyrir mikilli eftir- spurn eftir þessum bréfum, bæði vegna þess að kjör þeirra eru hagstæð og eins vegna hins, vaxtabréf Rey k j avíkurbæj a r sem ein hin tryggustu, sem hægt er að fá. Sérstaklega er búizt við mikilli eftirspurn eftir 10 ára bréfunum, en þau eru eklci fáanleg nema í sambandi við kaup á bréfum lægra lánsins. Kaup á hinum siðar nefndu gefa forkaupsrétt að sömu upp- hæð af bréfum 10 ára lánsins, meðan þau endast. Skuldahréfin eru í 2 stærð- um, 5000 kr. og 1000 kr. Landsbankinn hefir yfirtekið skuldabréf þessara lána og býð- ur þau nú til sölu á nafnverði. Tekið er á móti áskriftum í bönkunum í Rejdcjavík og lijá kaupþingsfélögum. í Hafnar- firði tekur sparisjóðurinn á móli áskrftum. 4. ninferi) bridge- keppinnar. Fjórða umferð í bridge- keppni I. flokks var spiluð í gærkveldi í húsi V. R. í Vonar- stræti. Leikar fóru þannig að sveit Eggerts Gilfers vann sveit Gunn- ars Möllers, sveit Gunngeirs Péturssonar vann sveit Guð- mundar Sigurðssonar sveit Brands Brynjólfssonar vann sveit Jóns Guðmundssonar, en sveit Guðmundar Ó. Guð- mundssonar sat lijó. Eftir þessar fjórar umferðir standa leikir þannig, að sveitir Eggerts og Gunngeirs eru hæst- ar með 6 stig hvor. Þrjár umferðir eru eftir og verður næst spilað á þriðjudags- kvöldið kemur. íslendingur flýr Danmörku. 1 gær barst Jóhanni Hjörleifs- syni vegaverkstjóra símskeyti frá syni sínum, Sigurði, sem bú- inn er að dvelja fjögur ár í Dan- mörku, þess efnis, að hann hefði flúið þaðan og væri kominn til Svíþjóðar. Skeytið var svohljóðandi: „Flúinn Danmörku. Fer til Stokkhólms. Bréf síðar. Kærar kveðjur.“ Skeytið er sent frá Lundi. Sigurður er 25 ára gamall og laulc prófi i vatnsvirkjaverk- fræði Fyrir 2 árum. Hjólbarðaþjófarnir fundnir. Hjólbarðaþjófnaðurinn í vöru- geymslu Eggerts Kristjánssonar & Co„ sem frá var skýrt í Vísi í gær, er nú upplýstur. Voru það tveir piltar, annar 19 ára og hinn 20 ára, sem stálu hjólbörðunum og tvo þeirra gátu þeir selt með felgum fyrir 600 krónur. Frú Inga Laxness stundar leiklistar- nám í London. Baðhús Reykjavíkur Ung íslenzk leikkona, frú Inga Laxness, er nú komin til Englands og ætlar að stunda nám á konunglega leikskólan- um í London (Royal Academy of Dramatic Art). Frú Inga vakti mikla athygli fyrir leik sinn i leiksýningu ameríska hersins “Angel Street”, en þar lék hún aðal-kvenhlutverkið á ensku og þótti talcast prýðilega. Hún dvelur nú í London og bíður þess, að námsárið hefjist, en það verður 1. janúar. Á með- an notar hún tímann til að sjá sig um á leikhúsum borgarinn- ar og koma sér fyrir. Önnur stúllca islenzlc, ungfrú Hildur Kalman, hefir þegar stundað nám á þessum leik- skóla í heilt ár, en starfaði áður í íslenzku sendisveitinni í Lond- on. —< Fjóxar Menningar- sjóðsbækur- nýkomnar, Fjórar Menningarsjóðsbækur komu út í gær. Það voru Saga íslendinga, er nær yfir tímabil- ' ið 1701—1770, rituð af dr. Páli E. Ólasyni og dr. Þorkatli Jó- hannessyni, Almenn stjórn- málasaga síðustu 20 ára, síðari hluti, eftir Skúla Þórðarson magister, Almanakið og And- vari. Ókomnar eru þá af bókum þessa árs Anna Karenina eftir Tolstoy, þriðja bindi, og Njála. Munu þær koma út eftir ára- mótin. .Skátar! Stúlkur, piltar og Völsungar, mætið öll við Varðarhúsið kl. 7.30 í kvöld. var opnað kl. 12 á hádegi í dag. IŒRLAUGAR verða nú afgreiddar allan daginn og verður tekið á móti pöntunum til afgreiðslu samdægurs. STEYPIBÖÐ afgreidd eftir röð eins og áður. Baðhús iCcykjavíknr Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna: Fnndnr verður haldinn í fulltrúará'öi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld kl. 8.30 e. h. í Kaupþingssalnum. þingssalnum. DAGSKRÁ: 1. Greinargerð um bréfaskipti stjórnar og fulltrúa. 2. Önnur mál. Mætið öll og stundvíslega. STJÓRNIN. Bókaskápar i’úmfataskápar og stofuborð til sölu. — Hverfisgötu 65, bakhúsið. Góður Reinington rilfill al-automat cal. 22 og automa- tisk Browning haglabyssa nr. 16 til sölu. — Skotfæri eftir samkomulagi. — Ingólfs- stræti 4, bakhús, kl. 7—9 i kvöld. JÓLA er komið. 9 Kjöt og Fiskur Símar 4774 og 3828. Stórfelld lækkun á bókaverði. Nýjar íslenzkar bækur lækka um 20°/0 — Bók- salar lokuðu til hádegis i dag. VERÐLAGSSTJÓRI fyrirskipaði í gær, samkv. ákvörðun Viðskiptaráðs, að verð á íslenzkum bókum, sem gefnar hafa verið út eftir 1. október í fyrra, skyldi lækkað um 20%. Jafn- framt skyldu bóksalar lækka sölulaun sín í 20% (úr 25%). Ef í ljós skyldi koma, að útgefendur lentu í tapi út af þessum ráðstöfunum, er verðlagsstjóra heimilt að hækka verðið aftur. Allar bækur, sem verðlagðar eru héðan í frá, skulu hlíta sam- þykki verðlagsstjóra. Bókaverzlanir urðu að loka til hádegis í dag, til að fram- kvæma vöruupptalningu, og kom það sér mjög illa í mesta annatíma ársins. Breytt ákvörðun. Verðlagsstjóri ákvað í morg- un að ofangreind verðákvæði skyldu gilda um bækur útgefnar eftir 1. október 1943 í stað 1. okt. 1942. Að öðru leyti liafa engar breylingar verið gerðar frá því, sem í upphafi var á- kveðið. Baðhús Reykjavíkur var opnað að nýju í dag kl. 12 á hádegi, eftir að hafa verið lokað í vikutíma vegna hitaveituaðgerða. Er hitaveituvatnið nú komið í bað- húsið, og er það til mikilla þæg- inda fyrir baðgesti, því að öll af- greiðsla gengur nú miklu fljótar fyrir sig en áður. Næturlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. Næturakstur. B.S.R., sími 1720. Happdrætti Háskólans 10 ára, Happdrætti Háskólans hefir selt miða fyrir 13.3 millj. kr„ en alls er búið að draga 100 sinn- um í því. Viðskiptamenn Happdrættis- ins hafa fengið 9.3 millj. kr. í vinningum, en ógóði happdrætt- isins hefir numið 2150 þús. kr„ að frádregnum þó 10%, sem renna í ríkissjóð. Sérleyfi happdrættisins hefir nú samkvæmt lögum verið I framlengt til 1960. Fyrir það fé, sem á því timabili kann að á- skotnast, er i ráði að girða og laga lóð liáskólans, byggja leik- fimiliús, náttúrugripasafn, þjóðminjasafn, bókasafn og leysa ýms fleiri verkefni sem fyrir hendi eru. Sarajoglu utanríkisráðherra Tyrkja hefir getið þess, að 70% af aukningi fjárlaganna á næsta ári séu framlög til hernaðar- þarfa. RanOrófnr Kjöt og Fiskur Símar 4774 og 3828. Tvöföldu kápurnar eru komnar, og einnig Barnarykf rakkar nir á 2—14 ára. D. TOFT Skólavörðustg 5. Sími 1035. nolaOðr lerðatöskur úr leðri, sem hægt er að hengja í kjóla, óskast. Uppl. í síma 2379. á fögrum stað við hæinn er til sölu. Laust til íbúðar, — Uppl. gefur Pétur Jakobsson, löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12. — Sími 4492.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.