Vísir - 06.03.1944, Síða 1

Vísir - 06.03.1944, Síða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur. Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaöamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 6. marz 1944. 53. tbl. ii Hitlers er aðjÉð. Aðstaðan þó betri en 1918. London í gær. (U. P.). — Meginlandsvirki Hitler er að fara í mola, þótt það taki held- ur lengri tíma en að brjóta Vil- hjálm keisara á bak aftur fyrir aldarfjórðungi. En Hitler hefir enn náð á miklum her og á völ á miklu meiri auðlindum en Þýzkaland keisarans gat nokkuru sinni ausið af i baráttu sinni gegn heiminum. Hitler er eins vissulega búinn að bíða ósigur — enda þótt Jap- anir sé nú virkir bandamenn í austurVegi, en ekki fjandmenn Þjóðverja eins og í fyrra strið- mu — eins og Vilhjálmur keis- ari, þegar Búlgarar undirrituðu vopnaliléð 29. september 1918. Þá var fyrsta skarðið liöggið í varnarvirki Þjóðverja og nú er þegar farið að sækja í gegnum það skarð, sein höggið var á síðasta hausti. Margir í Bandarikjunuin liéldu í haust, að stríðið mundi unnið fvrir jól, en rólega hugs- andi menn í Bandaríkjunum og Bretlandi telja rétt að reikna elcki með sigri fyrr en einhvern- timann á þessu ári. Þeir menn, sem þannig liugsa, vita lika, að það þarf mikið átak og hlóðsút- liellingar til að pá því marki. . En Þjóðverjar lieima fyrir hafa nóg að borða og þeir berj- asl áfram. Haustið 1918 böfðu Þjóðverjar orðið að láta sér nægja rófur og kartöflur í meira en eitt ár. Herir þeirra liöfðu ekki eins mikið af þung- um vopnum og bandainenn. Fimm vikum eftir að Jlúlgarar lögðu niður vopn, fóru Tyrkir, Austurikismenn og Ungverjar að dæmi þeirra. Þá liöfðu heiminum einnig verið kynntir hinir 14 punktar Wilsons, svo að friðurinn virtist girnilegnr. Nú borfir þetta allt öðru visi yið. Þjóðverjar liafa að mörgu leyti sama mataræði og Bretar nú. Herir þeirra eru enn vel færir til varnarstríðs, þótt þeir geti varla verið í sókn. Jafnvel þótt allir bandamenn Þjóðverja á meginlandinu gefist upp, gæli Þjóðverjar alveg náðið því, hvar þeir vildu verjast og mann- uð þær varnir sjálfir. Mennirnir, sem ráða hernað- armálum bandamanna, vita hvað þeir eru að gera. Þeir vita hvar styrkur og vanmáttur Þjóð- verja er, en þeir þættir eru i að- alatriðuin þessir: Styrkur: 1) Þýzka jijóðin verður að styðja Hitler meðan þess virð- ist nokkur von, að hægt sé að bjarga stríðinu við, ]iví að hún veit, að hennar bíður eyðilegg- íng með ósigrinum. 2) Hitler bjó sig svo vel und- ir striðið og gripdeildir Þjóð- verja í liernumdu löndunum hafa verið svo kerfisbundnar, að þess sjást engin merki, að þeir verði að gefast upp sakir skorts á vopnum eða smíðaefni. 3) Frá varnarsjónarmiði er aðstaða Þjóðverja mjög sterk. í hernum eru enn fast að 300 herdeildir, þar af tveir þriðju bardagalið. Og sá ber hefir fjögurra ára reynslu að baki sér á öllum vigvöllum álfunnar. Framh. á 2. síðu. „A“ Neapel Mark Clark, yfirmaður 5. hersins, lofaði að „gefa“ lconu sinni — sem myndin er af — Neapel i afmælisgjöf. Hann tók borgina nokkurum dögum eftir afmælisdag konu sinnar. Bretar undiria stör- Ætla að fullnægja Evrópumarkaðinum. Síldarútvegsnefnd brezka ríkisins er að undirbúa stór- kostleg-a aukningu á síldarútvegi Bretlands eftir stríðið. Síðastliðinn þriðjudag sendi nefndin frá sér mikja skýrslu um rannsóknir sinar á þessum málum. Segir í henni, að Breta- stjórn sjái fram á gifurlega aukna eftirspurn á síld á megin- landinu, þegar bægt verður að taka upp viðskipti við það eftir stríðið og leggur nefndiri ]iví til að tveim og hálfri milljón sterlingspunda verði varið þeg- ar í stað, lil þess að búa úlveg- inn undir að fullnægja þeirri eftirspurn. Það, sem nefndin vill að gert verði, er að fiskimenn verði styrktir til að kaupa sér sildar- nætur og önnur veiðitæki, veið- arnar verði skipulagðar undir .umsjá ríkisins, 200,000 pundum verði varið til rannsókna og markaðsleita, fiskimönnum verði tryggð lágmarkslaun og aðstoð að auki ef um offram- leiðslu verður að ræða. Gríski flotinn er nú tífalt mannmeiri en í stríðsbyrjun. 1 honum eru alls 8000 menn. ★ Japanskur kafbátur sökkti fyrir skemmstu amerísku flutn- ingaskipi á Arabiu-hafi. Rússar rjúfa varnir Þjóð- verja á 180 kxn. víglínu. Burma: Bandamenn taka hæðir Bandamenn hafa enn unnið nokkuð á í bardögunum í Burma. I 1 nokkrum áhlaupum á Arak- an-vígstöðvunum liafa brezltar og indverskar hersveitir tekið allmargar bæðir af Japönum fyrir auslan Mayu-fjöllin. öll gagnálilaup Japana hafa mis- tekizh Wavell liefir sent Mountbatt- en beilláskeyti vegna sigursins á Japönum á dögunum. En nú liafa Japanir sent út tilkynningu um mikinn sigur á þessum slóðum. Segjast þeir hafa umkringt og eytt 7000 manna liersveit og liafi 3000 hermannanna verið enskir. Brezkur kafbátur hefir skot- ið tundurskeyti á 7000 smál. japanskt flugstöðvarskip við Malakkaskaga og e. t. v. sökkt því. ★ Amerískar flugvélar gerðu 19 stórárásir á Þýzkaland í síð- asta máriuði. Utvarpsstöðin „Atlantik“, sem sendir á þýzku, ségir að Hitler hafi látið skjóta þrjá af hers- höfðingjum sínum. Þeim var gcfið að sök að hafa sýnt liugleysi í bardögunum í Rússlandi, börfað undan til að forðast herkví, er Hitler liafði gefið fyrirskipun að verjast skyldi, meðan þess væri kostur. Þá sagði stöðin, að Göring hefði reynt að koma i veg fyrir að hershöfðingjarnir yrði líf- látnir, en IJitler ekki viljað fara að ráðum hans. Fimmtíu og tveir hershöfðingjar áttu og að hafa mótmælt, en verið settir af fyrir. Loks á Hitler að hafa lækkað tvo hershöfðingja í tign — gert annan að óbreyttum hermanni, liinn að liðþjálfa — fyrir hug- leysi. Iðnrekendnr ræða 11111 rafmas:n§skortinn. Xelja nauðsynlegt að fá sérstakar rafmagsvélar fyrir iðnaðinn. Iðnrekendur hafa miklar á- hyggjur af rafmagnsskortinum um þessar mundir og hefir jafn- vel komið til tals að ýms stærri iðnfyrirtæki sameinuðust um kaup á sérstökum rafmagnsvél- um til að reka iðnfyrirtækin. Á laugardaginn var komu ýmsir iðnrekendur í Reykja- vík saman á fund til að ræða um rafmagnsskortinn, sem verið hefir hér að undanförnu og or- sakað stórtjón lijá iðnaðinum. Kom í Ijós við þær umræður að tjónið af rafmagnsskortinum nemur kannske 2—3000 krón- um á dag hjá sumum iðnfyrir- Báðixt á flngvellf í &.-Frakkland. Loftsókn bandamann frá Bretlandi var eingöngu beint gegn Frakklandi í gær. Liberator-vélar réðust a noklcra flugvelli i grennd við Bordeaux í S.-Frakklandi. Var einkum ráðizl á flugvelli lijá Cognac, fyrir vcslan Bordeaux, og Begerac fyrir austan Bor- deaux. Þarna liafast við stórar sprengjuflugvélar, sem ráðast á skipaíestir bandamanna. Aðrar 4-lireyfla flugvélar réðust á herstöðvar í N.-Frakk- landi. Var haldið uppi árásúm þar myrkranna á milli. BSiuherk O. flngkcrsins. Herstjórn bandamanna er nú búin að ákveða hlutverk 9. ameríska flughersins í innrás- inni. x Aðalverkefnið verður að flytja fallhlífahermenn inn yfir meginlandið, draga svifflugur sömu leið og flytja lierlið til flugvalla, senr handamenn layma að ná á vald sitt. Til Eng- lands, er ætlunin að flugvélarnar flytji særða inenn, þegar þvi verður við koiriið. Þær verða ekki merktar rauða krossinum, en verða verndaðar af orustu- flugvélum bandamanna. Skóblífar koma að Jitlum notum á Nýja-Bretlandi, þar sem beztu „þjóðvegirnir“ eru eins og gatan á myndinni. Aineriskir hernrenn eru á göngu inn í land frá Gloucester-höfða. Spánverjar að verða auð&veipnari. Viðræður fara fram í Madrid um þessar mundir um hlutleysi Spánar. Þeir sem taka þált í viðræð- um þessum eru sendiherrar Breta og Bandarikjanna og Jordana, utanríkisráðherrann í stjórn Francos. Hayes, sendi- herra Bandaríkjanna í Madrid, ræddi við Jordana á laugardags- morgun og er ’ánægður með fund þeirra. Siðar um daginn liittust þeir Hayes og Sir Sam- uel Hoare, sendiherra Breta i ameriska sendisveitarbústaðn- um, til þess að bcra saman ráð sín frekar. tækjanna. Auk þess gerir hin lága spenna afar erfitt um rekstur margra véla, mótorar bila í stórum stíl vegna of mik- ils álags er stafar af hinni lágu spennu og orsaka þannig stöðv- un og mikinn viðgérðarkostnað. Milli 30 og 40 iðnfyrirtæki liafa þegar gert tilraunir til að fá sérstaka mótora og komið liefir til orða að allmörg iðn- fyrirtæki í Höfðahverfi samein- ist um eina stóra rafmagnsstöð. En til að geta tekið sérstaka nýja mótora í notkun þarf miklar breytingar, bæði á leiðslum og öðrum umbúnaði, sem hefir mikinn kostnað í för með sér. Brennuvargar kveikja í á tveim stöðum. Slökkviliðið var þrisvar kall- áð út nú um helgina. Fjcrst í gærkveldi kl. 20.24 að Lokastíg 6. Ilafði kviknað þar í út frá rafmagnsvartöflu á efslu hæð. Sama og engar skemmdir urðu af eldi, því að hann var slökkt- ur strax en allmiklu af vatni var dælt á efsta loftið. Þá var slökkviliðið ennfrem- ur tvisvar kallað út til að slökkva eld, sem talið er að stafi af íkveikjum, sem einhverj- ir brerinuvargar bafa átt upptök að. Annað tilfellið var á Lauga- vegi 11, kl. 0,20 í nótt. Hafði verið kveik þtaírtu verið kveikt þar i tuskudrasli í bakdyrainngangi á húsinu og lagði inikinh reylc inn í íbúð- irnar, þar sem fólkið var farið að sofa. Tókst að ráða niðurlög- um þessarar íkveikju von bráð- ar, án þess að nokkrar veruleg- ar skemmdir yrðu. Síðast var svo slökkviliðið kallað út að Hafnarstræti 16, kl. 0.55 i nótt. IIafði kviknað í mat- stofu þar á neðstu liæð og var þar einnig Um íkveikju að ræða með tuskum, er kastað hafði verið logandi inn um glugga. Slökkviliðinu tókst strax að kæfa þeririán eld, án þess að verulegar skemmdir yrðu. Spáir stríðslok- um 9 apríl. , Maður er nefndur Virgil Smith og er bóndi í Georgia- fylki í Bandaríkjunum. Hann þykir berdreyminn mjög og er sagður liafa spáð vopnahléinu 1918 þrem vikum áður en undirskriftin fór fram í Compiegne-skógi í Frakklandi. Hann lét þess þá einnig getið, hvernig vopnahlésskilmálarnir mundu verða. Þá sagði hann og Sækja fram 50 km. í áttina til Karpatafjalla Samgöngur Þjóðverja austur í Ukrainu í hættu. D ússar hafa enn byrjað ■*^nýja sókn og hafa þeg- ar rofið varnir Þjóðverja á 180 km. breiðu svæði. Hafa þeir sumstaðar sótt fram mn 50 km. vegalengck í gærkveldi gaf Stalin út dag- skipan úm hina nýju sókn, sem hafin var á laugardaginn vestar- lega í Ukrainu. Er henni beint suðvestur á bóginn í áttina til þess staðar, þar sein landamæri Póllands og Rúmeniu koma saman skannnt frá Karpata- fjöllum. Rússar liafa sjaldan rofið varnir Þjóðverja á jafnbreiðu svæði og er það greínilegur vott- ur þess, að þýzki lierinn hefir ekki verið búinn að koma sér upp miklum vörnum þarna. Hafa lierir Rússa þegar tekið um 500 bæi á þessum slóðum. Hættan fyrir Þjóðverja. af þessari sókn Rússa er með- al annars fólgin í því, að þeir ætla sér fyrst og fremst að rjúfa Lwow-Odessa-brautina, síðustu járnbraut Þjóðverja frá ‘ Pól- landi, til herja þeirra austar í Ukrainu. Iíafa Rússar þegar farið yfir upptök Bug-fljóts og skjóta nú á borg, sem stendur við járnbrautina. Kemur liún því að litlu lialdi fyrir Þjðóverja úr þessu. Þjóðverjar mundu verða að flytja birgðir sínar um Ung- verjaland og Pólland. Það mundi ekki aðeins lengja sam- gönguleiðir þeirra að verulegu leyti, heldur bætist það ofan á, að talið er, að Þjóðverjar liafi ekki gert sér far um að bæta verulega samgöngukerfi þessara landa. Þeir notuðu aðallega járnbrautanet Póllands til flutn- inga til Rússlands og birtu lítt um að bæta eða viðhalda járn- brai'darnetinu sunnar, þvi að þá grunaði ekki, að það mundi siðar verða eins mikilvægt og . borfur nú eru á. Zukov stjórnar Yatutin, sem liefir stjórnað á þessum slóðum, er veikur og hefir Zukov tekið við stjórn- j inni. Hann lirakti Þjóðverja m. ! a. frá Moskva og átti mikinn þált í sigri Rússa við Stalingrad. Þeg- ar þeir umkringdu 8. berinn þýzka við Koneff fyrir skemmstu, kom Zukov einnig við sögu og var þá nefndur vara- yfirhershöfðingi Rússa. Stalin er yfirhersliöfðinginn. Rússar liafa sigrað 12 þýzkar herdeildir í þessari sókn, 4 bryn- deildir og 8 fótgönguliðsdeildir. fyrir um það, að ítalir mundu verða búnir að segja Þjóðverj- um stríð á hendur í októberlok s.l. Nú liefir Smith komið með enn einn spádóm — að þessu stríði ljúki á páskadag næst- komandi, 9. apríl. — Vér seljum ekki dýrara en vér keyptum!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.