Vísir - 06.03.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 06.03.1944, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAS Útgefandi: blaðaCtgáfan vísir h.f. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni AfgreiðBla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línHr). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Neitunarvaldið. ER stjórnarskrárfrumvarpið var lil umræðu i neðri deild Alþingis, bar forsætis- ráðherra fram breytingartil- lögu þess efnis, að lög, sem samþykkt væru af Alþingi, en næðu ekki staðfestingu forset- ans, skyldu ekki þá þegar öðl- ast lagagildi, en verða hins vegar skotið undir dóm þjóð- arinnar. Samþykkti meiri liluti kjósenda lögin við almenna at- kvæðagreiðlu, öðluðust þau gildi án staðfestingar. Stjórn- arskrárnefndin hafði hinsveg- ar af óskiljanlegum ástæðum komist að þeirri niðurstöðu, að slík Iög skyldu þegar öðlast lagagildi, alveg án tillits til þess hvort forsetinn samþykkli þau eða ekki, og koma þá þeg- ar til framkvæmda, en þjóðar- atkvæðagreiðsla skyldi fram fara um málið. Reyndist meiri hluti kjósenda lögunum and- vígur, væru þau úr gildi fall- in, en ella staðfest á þennan veg, og héldu þá fullu laga- gildi sínu. Hér er um það deilt, livort forsetinn skuli hafa neitunar- vald, þ. e. frestandi neitunar- vald, og virðist gæta helzt til mikillar' viðkvæmni af hálfu þingmanna í umræðum og af- greiðslu málsins. Þess var getið hér að ofan, að stjórnarskrárnefnd hefði af óskiljanlegum ástæðum komizt að þeirri niðurstöðu, sem þar er lýst, varðandi gildistöku lag- anna. Niðurstaðan er svo fjarri allri skynsemi, og brýtur svo harkalega í bága við fram- kvæmdina og afleiðingar, sem henni hljóta að vera samfara, að lítil líkindi eru til að nefnd- in eða þingmenn- yfirleitt geti fært nokkur frambærileg rök fyrir þeim málstað, að gera neitunarvald forsetans að engu. Dæmi skulu tekin af hreinu handahófi. Alþingi hefir á und- anförnum árum gengið nærri friðhelgisákvæðum eignarrétt- arins í stjórnarskránni að ýmsra dómi, og kann það að vera bein afleiðing af aijknum opinber- um afskiptum og framkvæmd- um í almennings þágu. Nú geta menn hugsað sér þann mögu- leika, að stjórnarskrárákvæð- in varðandi þetta efni væru hreinlega brotin gagnvart ein- staklingum eða félögum, eða jafnvel að kommunistiskur meiri hluti afnæmi eignarrétt- inn með öllu. Forsetinn vildi lialda fast við ákvæði stjórnar- skrárinnar samkvæmt eiðstaf sínum, og neitaði því slíkum lögum um staðfestingu. Þrátt fyrir þetta ætti eignarnám að fara fram eða eignarrétturinn að vera upphafinn, þar til þjóð- in hefði lagt lóð sitt á meta- skálarnar, og sjá allir, hversu f j arri slík lagaframkvæmd hlyti að vera skynsemi allri, jafnvel þótt einstaklingur ætti í hlut annars vegar en ríkið hins vegar. Annað dæmi mætti nefna, einnig af handahófi. Al- þingi samþykkir ný skattalög á Iiaustþingi, sem forseti tel- ur svo varhugaverð, að hann treystist ekki til að veita þeim staðfestingu. Þrátt fyrir þetta ganga lögin í gildi. Þjóðarat- Böröu menn til óbóta og brutu húsmuni og glugga. I fyrrinótt urðu óeirðir mikl- ar á skemmtun að Reykjum í Morsfellssveit. Hlutu menn meiðsl, en auk þess voru marg- vísleg spjöll unnin á skála þeim, þar sem skemmtunin fór fram. Söngfélagið Stefnir í Mosfells- sveit hélt skemmtun þessa í samkomuhúsi, er bændurnir á Reykjum i Mosfellssveit hafa reist þar efra og er einn stærsti samkomusálur sveitarinnar. — Voru þarna samankomin um 500 manns. Er leið á kveldið fór að drífa að allskonar óþjóðalýð héðan úr bænum, sem hefir það að skemmtun sinni að fara á sam- komur í nágrenni bæjarins til að koma af stað illindum og slagsmálum. Veru sumir þess- ara manna á vinnufötum eða því sem næst, auðsjáanlega til að getat ekið sem beztan þátt í fyr- irhuguðum slagsmálum. Leið nú ekki á löngu unz allt var komið í bál og brand. Einn af áhorfendum hefir ákýrt Vísi svo, frá, að ekki hafi verið nema þrír lögregluþjón- ar til að haldá þarna uppi reglu og þeim hafi reynzt það mjög erfitt svo fáliðuðum, því að svo margir liafi tekið þátt í slags- málunum. í skála þessum eru þrír salir. Var dansað í tveimur þeirra eft- ir að önnur skemmtiatriði höfðu farið fram, en í einum salnum voru veitingar framreiddar, — Voru slagsmálin aðallega í veit- ingasalnum en minna í þeim hluta hússins, þar sem dansað var. Voru hæði borð og stólar kvæðagreiðslu yrði væntanlega skotið á frest til vors, einkum ef’ gera mætti ráð fyrir að lið- ið væri að jólum, er lögin öðl- uðust slíka staðfestingu þings- ins, og yrði þá að framkvæma lögin, leggja á og innlieimta skatta samkvæmt ákvæðum þeirra. Gera verður ráð fyrir að alla slíka skatta yrði að end- urgreiða, ef þjóðaratkvæða- greiðslan gengi í gegn lögun- um, en v'æri þá ekki miklu nær að hefjast ekki handa um á- lagningu slíkra skatta eða inn- lieimtu? Þannig mætti nefna fjölda dæma frá hinu „prakt- iska“ lífi, sem öll virðast benda í þá átt, að þingmönnum sé ekki allskostar ljóst hvað þeir gera, er þeir ætla að ónýta neit- unarvald forsetans og taka upp nýja og óvenjulega stjórnar- háttu og framkvæmd laga. í bezta falli er þetta frumleg meinokla, en meinloka híýtur það alltaf að reynast. Dæmin eru deginum Ijósari. Efri deild Alþingis liefir með eins atkvæðis mun fellt breyt- ingartillögu forsætisráðherra úr frumvarpinu, eins og það var afgreitt frá neðri deild, en hallast í þess stað að tillögu stjórnarskrárnefndar. Enginn vafi virðist þó vera á því, að meiri hluti sameinaðs þings myndi fylgja forsætisráðherra að málum. Er hér hinsvegar um furðulegt tiltæki að ræða af meiri hluta efri deildar, sem. virðist ekki eiga við neina skynsemi að styðjast, en get- ur dregið störf þingsins enn verulega á langinn og bakað þjóðinni nokkur óþörf útgjöld í því sambandi. Þjóðin sættir sig vel við að forsetinn hafi frestandi neitunarvald, en hinu myndi hún una illa, ef hlutur hans yrði gerður svo rýr, sem ýmsir þingmenn virðasi vilja gera. mölbrotið og talsvert af leir- taui. Lögreglan varpaði óróa- seggjunum á dyr eftir beztu getu, en þcir komu svo að segja jafnharðan inn aftur. Hentu þeir sér á gluggana, stundum tveir og þrír í einu og komu stundum inn með gluggakarm- ana á lierðunum. Þrátt fyrir að lögreglan gat ekki ráðið full- komlega við þennan lýð, var ekki sent eftir neinum liðsauka til að bæla niður óeirðirnar. Vitað er um einn mann, að minnsta kosti, sem fluttur var nær dauða en lifi á Landsspítal- ann eftir slagsmálin. Var liann barinn til óbóta og auk þess skorinn í andliti. Blaðið reyndi eftir beztu getu að fá upplýsingar um þennan atburð hjá lögregluyfirvöldun- um í Reykjavílc og Hafnarfirði, en þau liöfðu annaðhvort ekki fengið „skýrslu um málið“ eða voru ekki „á lireinu“ um hvað gerzt liafði, af einhverjum öðr- um orsökum. MEGINLANDSVIRKIÐ. Framh. af 1. síðu. Vanmáttur: 1) Þjóðverjar liafa tapað yf- irráðum í lofti og eru í vörn þar. 2) Framleiðsla Þjóðverja er orðin mun minni en framleiðsla Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands. Þjóðverjar verða að miklu leyti að hagnýta sér ánauðuga menn til framleiðsl- unnar, sem reyna að draga úr henni eftir mætti og þar að auki getur stafað af þeim uppreistar- hætta innan Þýzkalands. 3) Þjóðverjar eru umkringd- ir af kúguðum þjóðum, sem geta fyrirvaralaust gefizt upp og þá standa þeir einir og óstudd- ir. Aðalfundur félags fsl. slHiamanna. Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna var haldinn 24. f. m. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur íslenzkra síma- manna lýsir yfir eindregnu fylgi við stofnun lýðveldis á ís- landi. Skorar fundurinn á alla símamenn, að vinna að því, að þátttaka í atkvæðagreiðslu um lýðveldismálið verði sem fjöl- mennust og á þann veg, að liún megi verða þjóðinni til sóma.“ Félagið er með elztu stéttarfé- lögum landsins og eitt af stofn- endum Bandalags starfsmanna rílcis og bæja og telur nú á þriðja hundrað félagsmenn. Stjórnina skipa nú: Ágúst Sæ- mundsson formaður, Maríus Helgason varaformaður, Krist- ján Snorrason gjaldkeri, jHelga Finnbogadóttir ritari, Soffía Thordarson fjármálaritari. Frönskunámskeið Alliancé Frangaise. verður sett í Háskóla íslands mánudaginn 6. þ. m. kl. 6 siðdegis. Þátttakendur, sem þegar hafa inn- ritað sig, eru be'ðni að koma þá til viðtals, og einnig þeir, sem hafa í hyggju að stunda námskeiðin, en hafa ekki gefið sig fram ennþá. — Þeim, sem þegar hafa lært frönsku áður, skal bent á, að sérstakur náms- flokkur verður fyrir framhaldsnám og verður kennari þar frú de Brezé. Uppvöðsluseggir hleypa InMMii upp skemmtun að Reykjum Minnl”B Bílboddí helzt með stoppuðum- sæt- um, óskast til kaups eða leigu. Uppl. milli 6—7 i kvöld. — Sími 1195. F. 3. des. 1907. D. 28. febr. 1944. Kynni okkar Ingibjargar hófust sumarið ’39, er við unn- um saman hjá barnavinafélag- inu „Sumargjöf", og þó að þau ættu sér ekki lengri aldur, þá mun minningin um þau aldrei firnast. Ber margt til þess. Það var ákaflega gaman að vinna með Ingibjörgu. Hún var allra manna bezt verki farin og svo mikilvirk, að hún vann oft verk, er tveim mátti ætla, en átti þó frístund öðrum frem- ur. Mun þar hafa bæði ráðið dugnaður liennar ■ og óvenju mikil liagsýni við öll störf. En það sem ég dáðist mest að, var vinnugleði liennar. Henni var alveg sama, hvað verkið var lítilmótlegt, sem hún vann, hún liafði jafn gaman að því. Ingi- björg var mjög vinsæl af stúlk- um þeim, er með henni unnu, svo að þær vildu helzt vera þar, er hún var, enda fór það svo, er liún tók að sér að vera forstöðukona sumarheimilisins á Hvanneyri sumarið 1942, að við fylgdum henni margar, sem með henni höfðum unnið. Það kom brráttIjós, að Ingibjör-gu var ekki síður lagið að stjórna en að vera undirmaður. Hún vissi nákvæmlega, hvernig livert verk átti að vinna, og hvað mátti ætla hverri mann- eskju, og væri eitthvað erfið- .. ^ ^ Bæaum okkar“ b»rst eftirfar- andi grein frá Axel Kristjáns- syni forstjóra, sem hefir fram að bera athyglisverÖar tillögur um sdrphreinsun í bænum, í framhaldi þess, sem dagblöðin hafa rit- að um sama efni, og er að verða mikið vandamál. Grein sína nefnir hann: Hreinlætismál Reykjavíkur. Þegar „Vísir“ í fyrra birti þá fregn, að bæjarverkfræðingur hefði fest kaup á nýtízku bifreiðum í U.S.A. til notkunar við sorphreins- un í bænum, létti mörgum bæjar- búum. Nú átti loks að hef jast handa um endurbætur þess ófremdar- ástands, sem sorphreinsun bæjarins vár komin í. Bifreiðarnar komu, en brátt varð ljóst, að hér var aðeins um byrjun að ræða á lagfæringu vandamáls- ins, en ekki bólar á framhaldinu, óg svo langt um liðið, að menn eru farnir að halda, að bílakaupin ein saman, hafi’verið allt sem gera átti, og málið þar með leyst af hálfu bæjarins. Vonandi er þó aðeins unl hinn venjulega opinbera seinagang að ræða, en vissulega kominn tími til frekari aðgerða. ÞaS, sem gera þarf. O** llum er Ijóst, að þegar hitaveit- an tekur verulega til starfa, eykst vandamál sorphreinsunarinn- ar að mun, eftir því sem bæjar- búar hætta að brenna úrgangi og rusli í miðstöðvarkötlum. Má þá búast við, að sóttkveikjuhættan auk- ist að sama skapi, ef núverandi að- ferðum um scrphreinsun er ekki tafarlaust breytt. Hið fyrsta, sem gera þarf til end- urbóta, er að' samrœma öll sorpílát bœjarins. Hæfileg'stærð mundi vera um ioo lítrar, en fjöldi við hvert hús eftir stærð og þörf. Að sjálfsögðu yrði ílátin með loki, og þægileg í meðförum. Við tæmingu væru þau tekin úr grind, sem þeim væri komið fyrir í, á eða við húsin, — borin að sorpbifreið- inni, tæmd og hreinsuð. ■pins og nú er, bera tveir menn “ á milli sín gamlan þvottabala inn á lóðirnar, að sorpílátum, sem eru benzíntunnpr eða annað slíkt. Tunnan er lögð á hlið, og úr henni mokað í balann. Nokkuð af sorp- inu hlýtur alltaf að sitja eftir á lóð- inni, en ef hvasst er, fýkur bréfa- rusl og annað léttmeti út um allt. Þegar svo hvolft er úr balanum í bílinn, kemur aftur pappírs- og öskufjúk, ef illa stendur á. Hreirísun með „standardiseruð- um“ ílátum, mundi gjörsamlega úti- loks þessar hættur, og fullyrði ég, að sami mammfli mundi á sama tíma ffeta hrcinsað sorpílát fjórum sinnum fleiri húsa. Væri því hér um hina mikilvægustu endurbót að ræða, bæði fyrir bæjarbúa og bæj- arfélagið. Kostnaður sorpíláta þyrfti ekki að fara fara úr 2—300 krónum á hús, og mundi hver húsráðandi fús- lega leggja í þann kostnað vegna aukins jwifnaðar í meðförum sorps- ins og lireinsun. Hvað á að gera við sorpið? prá fyrstu tíð hefir sorpið verið * keyrt í hauga við útjaðra byggðarinnar, og-hin síðari ár vest- an Grandavegar, öllum, sem á þeim slóðum búa, til sárustu kvalar, og til hættu fyrir heilsufar bæjarbú; almennt, eins og frá er gengið. Enn um stund hlýtur þetta sv að vera, og því nauðsynlegt, að af girða vel þetta svæði, og sandber; jafnóðum sorphaugana. vegna rott unnar. Að mínum dómi þarf þegar í stai að xmdirbúa byggingu fullkominn ar brcnnslustöðvar, sem brenni öll\ sorpi, en til þess þarf tvö til þrji ár, eins og nú horfir, og því nauð synlegt ■ að hefja undirbúning sen , allra fyrst. Slíkri brennslustöð þurf; ! ekki að fylgja hin minnstu óþrif reykur eða olykt, og getur því bygg jngin verið nálægt byggðinni. j Orennslustöðvar sem þessi, kosta mikið fé, en má þó vænta nokk- urra tekna í aðra hönd, ef rétt er á haldið. 1 því sambandi mætti hugsa sér að nýta stöðina að einhverju leyti sern viðbótar-hitagjafa Hitaveitu bæjarins, annaðhvort til úpphitun- ar hverfa utan hitaveitukerfisins eða til að skerpa heita vatnið í kuldum, á þeim svæðum, sem ekki fengist nægilegt vatnsmagn. Senni- lega væri þó fyrri tillagan aðgengi- legri. Að sjálfsögðu þyrfti nokkura kolakyndingu í slika brennlustöð, en hitamagn alls úrgangs og sorps, eins og vænta má að verði innan skamms, mundi án efa geta látið brennslustöðina fullkomlega svara kostnaði."* m * p r þess að vænta, að stjórnarvöld “ bæjarins taki þessar tillögur til athugunar, 0g mætti þó fljótlega koma í ljós, hvort þær eru þess virði að meira sé um þær rætt á þeim grundvelli^sem hér hefir komið fram." A. K. ara einn daginn en annan, þá vann hún það alltaf sjálf. í framkomu var hún alltaf prúð og' elskuleg, og svo mik- ' ið vald hafði hún yfir geði sínu, að eg sá hana aldrei skipta skapi. I umtali um menn og málefni var hún mjög vönduð og hleypidómalaus í skoðun- um, en þó létt og kímin, ef því var að skipta. Hún þurfti aldrei að beita sér við neinn af þeim, er hún hafði yfir að segja, því að áhugi liennar sjálfrar fyrir starfinu og lífsfjör, sem sýndist óbilandi, hafði smitandi áhrif á okkur liinar, svo aÁ ó- sjálfrátt fannst öllum þeir verða að gera sitt bezta.-Það •gefur að skilja, að kona með sterk persónuáhrif, hlaut að vera góður uppaldandi. Þó að þess gætti lítið þennan stutta tíma, er liún var á Hvanneyri, þá sást það betur seinna, er hún tók við forystu dvalar- lieimilisins í Vesturhorg, þar sem dvelja piunaðarlaus börn eða hörn, sem á einhvern hátt geta ekki notið umönnunar foreldra sinria. Þessi börn elskuðu liana og virtu, sem móður, enda lagði hún sig mjög fram að skilja hvert einstakt þeirra. Álnigi hennar, fyrir heimilinu var svo mikill, að hún ræddi ávallt um það, er við hittumst, og hún vildi, að börnin fengju aðeins það bezta, sem völ var á. Hún lagði allt kapp á að skapa þeim lieimili og henni tókst það, sökum mik- illa húsmóðurhæfileika, og hins hlýja hugar, sem hún bar til þeirra. Því ömurlegra er það, að nú, er skilyrðin liöfðu batnað mjög frá því er áður var, skyldi lienni vera svipt burtu. Ingihjörg var mjög fjölliæf. Auk þess, sexn áður greinir, var hún bæði listelsk og hög. Henni bauðst að vera nemandi í Kunstflidskolen í Kaupmanna- höfn árið 1932 og vann þar verðlaun fyrir liannyrðir sín- ar. Hún var einnig bókelsk og var vel lesin í hókmenntum ís- lands og Norðurlanda, og ekki liefir sú, er þetta ritar, átt á- nægjulegri stundir en að ræða við hana um kvæði þau og sög- ur er við unnum. Það mál var ekki til, ■uð ekki væri ávinn- ingur að ræða það við hana, sökum dómgreindar hennár og heilbrigðrar skynsemi. Það er því ekki einungis, að hún sé vandaxnönnum og vinum mik- ill harmdauði, heldur er þjóð- arskaði að fráfalli slíkrar konu í broddi lífsins. # G. ilf. Nýkomið: Ullargarn, grátt Treflar Kragar Sloppar Sokkar Barnabuxur Ermablöð Bendlar . Flauelsbönd Leggingar Hárkambar Hárspennur, stál, o. fl. Verzlunin Dyngja Laugaveg 25. Vanan §jóinann vantar suður með sjó. Uppl. í síma 5313 eða á Lind- argölu 42 A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.