Vísir - 16.06.1944, Side 3
inririttiviirni
VISIR
5
..........................................................................................................iiiiiiiii............
t
t :
VerðlaunaljóS Þjóðhátíðarnefndar. =
Heill, feginsdagur, heill frelsishagur.
Heil, íslenzk ættargrund.
Heil, norræn tunga meS tignarþunga,
hér töluð frá landnámsstund.
Heil, öldin forna með höfðingja horfna,
og heilir, þér góðu menn,
er harmaldir báruð, sem svanir í sárum
og sunguð, svo hljómar enn.
Heil, nútíð fögur, með söng og sögur
og sumar um dal og strönd,
með ættstofn vænan og gróður grænan
og hróður um höf og lönd.
Heill göfgum fræðum og fögrum kvæðum,
heill framtaki, útsjón og dug.
Heill bóndans garði og úthafsins arði
og sjómannsins hetjuhug.
Kom, blessuð stund, þegar björg og grundir
bergmála fagnaðarsöng.
I öllu landi að sjávarsandi
er sungið af barnanna þröng:
Heil, móðir góða! Þú, landið ljóða
og laga — nú ertu frjáls.
Syng, foss og lind, syngið, sunnanvindar
og svanur með hvítan háls.
*
Skín, blessaða frelsi, um fjörð og dal.
Við fögnum þér, ljósið hreina,
sem allt gerir bjart í bæ og sal
og brauð gefur fyrir steina.
Við unnum þér heitt frá ómunatíð
gegnum allt, sem við hlutum að reyna.
— 1 úthafi bláu lá ónumið land,
þar alfrjálsir straumar sungu.
Einn dag lentu hugdjarfar hetjur við sand
með hrundir og börnin sín ungu.
Þeir námu héruð og nefndu all^
á norrænni skáldatungu.
Og eylandið fagra varð ættjörð góð
þeim unga og týhrausta lýði,
sem gaf á móti sinn ásthug og óð
og örlög — í friði og stríði.
Þeir hófu upp Alþing við hásumarsdýrð
í hraunsalar fagurprýði.
Þó háfossar tímans hrynji í sæ,
af heimi ei gleymist sú tíðin.
Það eyland varð sælt við eld og snæ
og alfrjálsan hetjulýðinn.
Það land er Island — er okkar land.
Og ennþá er fegurst „Hlíðin“.
Þú heilaga jörð með sögu, söng
og sólstafi frelsis bjarta.
Hve örlög þín síðar urðu ströng
við ánauðarmyrkvann svarta.
Sem djúpsærð hetja þú varðist varg,
með vordraumsins ljós í hjarta.
Og aldir liðu með álög mörg.
En eilíf er frelsisþráin,
sem nam okkar land við brim og björg
og blessaði skipgengan sjáinn.
Hún geymdi sín vé og hof og hörg
unz harðstjórn og fals voru dáin.
— Skín, blessaða frelsi, um Island enn.
Við elskum þig, morgunstjarna.
Þér heilsa fagnandi frjálsir menn
og fagurskær söngur barna.
Við heitum að vernda þig ókomin ár
og örlagaslysum varna.
*
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð?
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
ZT~ Jún í Z/Ú44
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls — við yzta haf.
ó, ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný.
Hver draumur rætist verkum í,
svo verði íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Islands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
*
Syng, frjálsa land, þinn frelsissöng.
Syng, fagra land, þinn brag
um gæfusumur, ljós og löng,
um laufga stofna, skógargöng
og bættan barna hag.
Syng unaðssöngva, íslenzk þjóð,
syng um þitt föðurland,
með fornar sögur, frægan óð,
hið frjálsa Alþing, menntasjóð
og norrænt bræðraband.
Syng, íslands þjóð, — og þakka afl
í þúsund ára raun.
Við ólög þung og ölduskafl
var unnið þinnar gæfu tafl
og langþreyð sigurlaun.
Syng frelsissöngva, frjálsa þjóð,
við fánans bjarta þyt.
Lát aldrei fölskvast æskuglóð,
ver öllu þjáðu mild og góð.
Lát ríkja ró og vit.
Hulda.
laugað bláum straumi:
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
— ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvíslað var um hulduland
hinzt í vesturblænum:
hvítan jökul, svartan sand,
söng í hlíðum grænum.
Ýttu þá á unnarslóð
Austmenn, vermdir frelsisglóð,
fundu ey og urðu þjóð
úti í gullnum sænum.
Síðan hafa hetjur átt
heima í þessu landi,
ýmist borið arfinn hátt
eða varizt grandi.
Hér að þreyja hjartað kaus,
hvort sem jörðin brann eða fraus,
— flaug þá stundum fjaðralaus
feðra vorra andi.
Þegar svalt við Sökkvabekk
sveitin dauðamóða,
kvað í myrkri um kross og hlekk
kraftaskáldið hljóða.
Bak við sára bænarskrá
bylti sér hm forna þrá,
þar til eldinn sóttu um sjá
synir vorsins góða.
Nú skal söngur hjartahlýr
hljóma af þúsund munnum,
þegar frelsisþeyrinn dýr
þýtur í fjalli og runnum.
Nú skal fögur friðartíð
fánann hefja ár og síð,
varpa nýjum Ijóma á lýð
landsins, sem vér unnum.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum,
hennar sögur, hennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu íss og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norðurljósum.
Jóhannes úr Kötlum.
i
„„...........................íf..............................................................................................................