Vísir


Vísir - 29.09.1944, Qupperneq 2

Vísir - 29.09.1944, Qupperneq 2
t SjúkrahúBsmálið á Akureyri: Nefnd manna komin hingað til viðræðna við Alþingi. Nýtcf/a hefir verið lagt fgr- ir ueðri deild Alþingis frum- varp tit laga iim bygging og rekstur sjúkrahúss Akureyrar. Er flidningsmaður þessa frv. Sigurður E. Hlíðar, þingmað- ur Akureyringa. 1. gr. frv. þessa hljóðar svo: „Reisa skal og reka fullkomið sjúkrahus á Akureyri fyíir NorðIendingafjórðung.“ Mikill áhugi er ríkj andi með- al Norðlendinga um að koma þessu framfaramáli sem allra 'fyrst á rekspöl, enda er nú orð- in svo brýn þörf fyrir aðgerð- ir á þessu sviði, að ekki verður 'öllu lengur beðið. Norðlend- ingar hafa nýlega kosið nefnd sem komin er hingað til hæj- arins, fil þess að eiga viðræður um sjúkrahúsmálið við þing- ið. I þessa nefnd hlutu þessir menn kpsningu. Af hálfu bæj- arstjórnar Akureyrar Steinn Steinsen, bæjarstjóri og Gunn- ar Jónsson, spítalaráðsmaður. Af hálfu sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu Sigurður Eggerz, sýslumaður og af hálfu sýslu- nefndar Þingeyjarsýslu Júlíus Havsteen, sýslumaður. Kvenfé- lagið Framlíðin, sem af mikl- um dugnaði hefir unnið að framgangi þessa máls kaus þær frú Gunnhildi Ryel, Önnu Kvar- an, Málfríði Friðriksdóttur og Laufeyju Pálsdóttur sem sína fulltrúa. Hér fer á eftir greinarerð sú, sem fylgdi frumvarpi Sigurðar iHIíðar á Alþingi: Fyrir alllöngu var Akureyr- arspífali af dómbærum mönn- um álitinn með öllu ófullnægj- andi. Yar það hvort tveggja í senn, að gamlí spítalinn var talinn nálega ónothæfur sakir elli og hrörnunar og að hann fullnægði ekki kröfum tímans, hvað útbúnað snertir. Auk þess var hann allt of lítill, því að aðsókn að honum hefir alltaf verið mikil víðsvegar af land- inu. Nýbygging sjúkrahúss á Akureyri liefir því um langt skeið verið efst á baugi hjá for- ráðamönnum og heilbrigðis- stjórn Akureyrarkaupstaðar. Akureyrarbæ var einum um megn að reisa nýtt og fullkpm- ið sjúkrahús nægilega stórt fyr- iir Norðlendingafjórðung. Var iþví horfið að þvi ráði að end- urbæta gamla spítalann, svo að hann mætti teljast nothæfur fyrir sjúklinga í bili, en sam- timis var ráðizt í að byggja álmu nægilega rúmgóða fyrir skurð-, ljóslækninga- og röntg- enstofur, og er hún hugsuð sem liður í væntanlegri nýtizku sjúkrahúsbyggingu. Þessi ný- bygging liefir að vísu bætt úr bráðustu þörfinni. En þrátt fyr- ir það er öllum orðið ljóst, að hygging nýs sjúkrahúss' má ’ekki dragast lengur. Háværar raddir úr bæ og byggðum Eyja- tfjarðar hafa iðulega heyrzt um þessa knýjandi þörf, en nú er svo komið, að almennur áhugi er vaknaður um allt Norður- land á þessari sjúkrahúsbygg- ingu. Um þrjú þúsund alþing- iskjósendur úr Akureyrar- kaupstað, báðum Þingeyjar- sýslum, Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslu hafa þegar sent Alþingi áskorun um það, að ríkið láti nú reisa og reka ný- tízku sjúkrahús á Akureyri, er fullnægi sjúkrhúsþörfum Norð- lendingafjórðungs. En auk þessa veit eg, að á leiðinni eru samskonar áskoranir frá mörg liundruð alþingiskjósendum, og verða þær lagðar fram á Al- þingi, jafnóðum og þær koma. Útgáfubækur Reykholts h.f., Heims' kringlu og Máls og menningar í haust. IJókaútgáfurnar Reykholt h/f, Mál og menning og Heims- ® kringla gefa út allmargt ágætra bóka fyrir jólin í ár. Hefir Vísir fengið upplýsingar um nokkurar helztu útgáfubækur þessara fyrirtækja hjá Kristni E. Andréssyni magister. Bækur -þær, sem Reykholts- útgáfan gefur út, er m. a. bók, sem heitir Hugsað heim, eftir frú Rannveigu Schmidt. Er þetta greinasafn, sem frúin hef- ir skrifað, en formála að bók- inni skrifar Halldór Kiljan Lax- ness. öimu'r bók frá sama for- lagi er 2. bindið af „Þúsund og einni nótt“ í þýðingu Stein- gríms Thorsteinssonar. Báðar þessar bækur eru komnar i bókaverzlanir. Frá Máli og menningu og Heimskringlu kemur m. a. út bók eftir Eyjólf Guðmundsson, eins konar framhald af bók hans, „Afi og amma“, sem kom út fyrir nokkurum árum. Heit- ir þessi „Pabbi og mamma“ og er frásaga af föður hans, Guð- mundi Ólafssyni á Eyðihólum, sem var alþekktur sjósóknai’i, og móður hans, Guðrúnu Þor- steinsdóttur. Er þetta einskonar hetjusaga og stórmerkilegt rit. „Pabbi og mamma“ er félags- bók Máls og menningar. Tvær jfélagsbækur eru þegar kornnar út á áiinu, en það eru „Þrúgur reiðinnar“, síðara bindi, og „Tímaritið“. „Undur veraldar" heitir mik- ið rit og merkilegt um nútíma- vísindi og þróunarsögu þeirra, sem nú er verið að þýða. Að þýðingunni vinna þeir Ágúst H. Bjarnason, Pálmi Hannesson, Steindór Steindórsson, Kristín Ólafsdóttir, Guðmundur Thor- oddsen, Björgólfur Ólafsson, Björn Franzson, Símon Jóhann Ágústsson, Theresía Guðmunds- son, Hákon Bjarnason og Trausti Einarsson. Það er ekki búizt við að þetta rit geti kom- izt út fyrir áramót. „Leit eg suður til landa“ er heiti á ævintýrum og helgisög- | um frá miðöldunum, sem dr. Einar Ól. Sveinsson hefir fekið saman. Er það hliðstæð bók við „Fagrar heyrði eg raddirnar“, sem kom út á s.l ári. Þá er von á bók sem heitir „Tólf norsk ævintýri“ eftir As- björnsen og Moe, í þýðingu frú Theodóru Thoroddsen. Hún verður skreytt teikningum. Tvær ljóðabækur eru á döf- inní. önnur er eftir Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli, en hann stendur nú á fertugu. I Hin bökin er eftir Snorra I Hjartarson forstjóra Alþýðu- ! bókasafnsins, og mun sú bók i vekja mikla athygli imeðal Ijóð- ! elskra manna. Miklu fleiri bækur eru á döf- inni, en vegna þess hve óvíst er um prentun og annan undir- búning, verða hér ekki taldar /fleiri. VISIR 50 ára. Þonsteinn J. ^iffDrðiKon kaupmaður. Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður liér í bæ er fimmt- ugur í dag. Þorsteinn er fædd- ur á Seyðisfirði þ. 29. sept. 1894 og er sonur merkishjón- anna Sigui'ðar , Grímssonar, prentara og konu hans, Jó- liönnu Jónsdóttur Norðfjörð. Þorsteinn er svo kunnur Reykvíkingum og það að góðu einu, að ekki vmðist nein á- stæða til þess að lýsa honum hér, en ekki verður þó svo á Þorstein minnst, að maður hljóti ekki að minnast einnig á hugðarmál hans, bindindis- liireyfinguna. Frá unga aldri liefir Þorsteinnn unnið ötullega að framgangi Góðtemplara- ÞORSTEINN J. SIGURÐSSON þingtemplar, flytur ræðu á út- hiæiðslufundi á ísafirði í sum- reglunnar liér á landi og mun með réttu óhætt að fullyrða, að fáir menn eða jafnvel engir hafi staðið eins grandvarir og öruggir á vei'ði fyrir bindindis- málinu, sem hann hefir gert. Hann liefir frá fyrstu tíð fylgt Góðtemplarareglunni eftir af lífi og sál og aldrei hefir hann hvarflað frá þeirri stefnu, sem hann tók sér sem ungur og á- hugasamur maður, Betra, að landið okkar ætti sem flesta slíka menn, stefnufasta og á- hugarika um bindindismálin. Þorsteinn er kvæntur Þór- önnu Símonardóttur,, hinni ágætustu konu, sem liefir ávallt verið ein af fremstu konurn Góðtemplarareglunnar ogerlxún nú stór-vai’atemplar. Er heimili þeirra hjóna hið ánægjulegasta heim að sækja og ekki leikur vafi á því, að margir verða þeir, vinir, kunningjar og starfsbræður Þorsteins sem heilsa upp á hann í dag og færa honum árnaðaróskir í til- efni þessara merkilegu tíma- móta í lífi hans. i Vinur. Sum hverfl flæjarins rafmagnsiaus í melri en 20 tíma. Skömmu fyrir hádegi í gær brann í sundur háspennu- strengur frá spennistöð við Grettisgölu og Bókhlöðustíg. Orsakaði bilun þessi straum- leysi í öllum Vesturbænum, Mið- hænum og hluta af Austur- bænum. Hafizt var þegar í stað handa um viðgerð og kom raf-^ magnið smám saman í hin ýmsu hverfi bæjarins. í Ing- lólfsstræti kom rafmagnið kl. rúmlega 8 i morgun. Þegar bærinn varð raf- magnslaus skömrnu fjmir há- degi í gær varð mörgum bæj ar- búum það fyrst fyrir að hringja til Rafveitunnar og spyrjast fyr- ir um hvenær rafmagnið kæmi aftur. En þar voru ekki greið svör á x-eiðum höndum. Oftast var svarið: „Það kemur bráð- um.“ Þótt vitað sé, að Rafveitan gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gera sem fyrst Þing F.F.S.Í. rteöir endurnýjun skipa- stólsins. 8. Sambandsþing Farmanna og fiskimannasambands Islands ^erður sett í Kaupþingssalnum í Reykjavík laugardaginn 30. sept. kl. 13.30. Þar verða mætt- ir 40 fulltrúar frá skipstjórnar- og stýrimannafélögum víðsveg. ar að af landinu. Auk fastra dagskrárliða sambandsþingsins eru á dagskrá fyrsta fundar eft- irtalin mál: Dýrtíðai’rráðstafanir og verð- uppbætur. Viðhorf F. F. S. í. til þjóð- mála. f Nýbyggingar fiskiflotans og hagnýting sjávarafurða. Sjávarútvegsmál fyrir Al- þingi. Öryggi sjófax'enda. Húsbyggingamál sambands- félaganna. Samanburður á launakjörum hlutarsjómanna og annarra launþega. Önnur mál. Farmanna og fiskimanna- samband íslands hefir frá þvi fyrsta látið sig ixiikið skipta öll menningar- og velferðarnxál sjómannastéttarinnar í heild og m. a. lagt fyrir Alþingi mark- verðar tillögur í þeim efnum, auk þess sem það lxefir eðlilega í því sambandi látið sig almexm mál sjávarútvegsins allmikið skipta. Og í því sambandi sent Alþingi ályktanir viðvíkjan^i aukningu og endurnýjun skipa- stólsins, og um aukna. hagnýt- ingu sjávarafurða. Eins og öllum er kunnugt er það alvai'legt áhyggjuefni allra hugsandi maixna, hve skipastóll okkar íslendinga er nú orðinn úr sér genginn og að sjávarút- vegnum þrengt á ýmsa lund. Á sambandsþingi F. F. S. í. koma saman fulltrúar, sem flestir eru starfandi menn á veiðiskipa- flota okkar og hafa því manna bezta aðstöðu til þess að þekkja ástand lians eins og það raun- verulega er. Enda munu þeir hafa liug á því, að fá nú úr því skorið hjá Alþingi, hvaða í'aun- hæfar ráðstafanir það vilji gera til þess að tryggja endux’- nýjun skipastólsins. Auk þeirra mála, sem snerta þannig alþjóðarheill eins og sjávarútvegsmálin, liggja og fyrir Sambandsþinginu nxarg- vísleg innanfélagsmál. við slíkar bilanir eins og þessa í gær, er það ekki nema sann- lgjörn krafa bæjarbúa að þeim sé gefin greið svör þegar þeir hringja til Rafveitunnar og spyrja um ástæðu. Fjöldi bæj- arbúa á atvinnu sína og af- komu undir rafmagninu, svo að ekki er nema eðlilegt að nokk- ur áhugi ríki fyrir að fá að hvað valdi slíkum bilunum og þessum. Kvölddagskrá útvarpsins. Rangt er frá sagt um kvöld- dagskrá útvarpsins í kvöld í bæjarfréttum í dag. Birtist hér leiðrétting, þar eð þegar var far- ið að prenta blaðið er blaðinu- barst leiðrétting frá útvai'pinu. Dagskráin verður eins og til stóð fyrir fimmtudagskvöld áður en úlvai’psumræður voru ákveðnar og er því rétt svona: | 19.25: Þingfréttii’.'19.40: Les- 1 in dagskrá næstu viku. 20.20: Útvarpshljómsveitin (Þóx-arinn Guðmundsson stjórnar): a) La; aflokkur úr „Elverhöj“ eftir Ku! !au. b) Vals eftir Linke. c) Rú sneskur dans eftir Tschai- kovsky. 20.50: Frá útlöndum (Jón Magnússon). 21.10: Kvöld Sá) bands íslenzkra berlda- sjúl linga: Ávörp (Oddur Ólafs- soi ’æknix', Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður, Sigurður Nordal prófessor). Tónleikar. Föstudaginn 29. sept. 1944. Imsnæðf. Stór salur í miSbænum, hentugur fyrir hluta- veltur, er til leigu næstu 2 mánuði. — Þeir, sem hafa hug á þessu, sendi umsóknir fyrir þriðjudagskvöld á afgreiðslu Vísis, merkt „Hlutaveltuhúsnæði* Trésmíðaverkstæði, með nýtízku vélum og nokkrum efnis- birgðum, er til sölu nú þegar. Semja ber við Ólaf Þorgrimsson hrl., Austurstræti 14. — Sími 5332. BEZTAÐ AUGLÝSA I VlSI VEKJARAKLUKKUR nýkomnar. Guðmundur Þorvarðsson Öðinsgötu 12. — Sími 4132. ........1 "7... ------------------------------ Frá Laugarnesskólanum. öll börn, sem stunda eiga nám í Laugai’nesskóla í vetur, mæti í skólanum þriðjudaginn 3. október sem hér segir: Börn, sem voru í skólanum s. 1. vetur t kl. 9, börn fædd 1931 og 1932 og eldri, ef einhver eru — 10, — — 1933 —1934 — 11, — — 1935 ——1936 — 14, — — 1937 og önnur börn, sexri voru í sjö ára deildxmi s. 1. vor. Kl. 15 mæti öll börn, sem stunda eiga nám í skólanum í vetur, en voru ekki í honum s. 1. vetur eða vor. öll nánari fyrirmæli fá börnin í skólanum þegar þau mæta. Ef einhver börn eru forfölluð að mæta á tilsettxnn tíma, verða aðstandendur að mæta fyrir þau, eða gera lögmæta grein fyrir fjarvist þeirra. Sérstök athygli skal vakin á því, að börn, sem heima eiga ofan Elliðaár og börn úr þeim hluta Mosfellssveitar, sem eru í umdæmi Reykjavíkur, eiga skólasókn í Laugarnesskóla. Kennarafundur verður mánudag 2. okt. kl. 14. Laugarnesskóla, 27. sept. 1944. ♦ Skólastjorixtn. Nendi§veinn óskast strax eða fyzsta október.j FATAGERÐIN Hverfisgötu 57. HÚS á bezta stað í Höfðahverfi til sölu. Lóð rækt- \ uð og afgirt. — Nánari upplýsingar gefur Guðl. Þorláksson Aus^urstræti 7. — Sími 2002. f

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.