Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar; Kristján Guðlaugsson 1 ®~3ii Hersteinn Pálsson Skrifstofur; Félagsprentsmiðjan (2. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Slmli 1660 5 llnui J 34. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 8. nóvember 1944. 224. tbl. ROOSEVELT KJÖRINN í FJÖRÐA SINN. Filippseyjar: 440 japanskar flug- vélar eyðllagðar. Japanir hafa misst 440 flug- vélar í tveggja daga árásum Bandaríkjamanna á Manilla í Filippseyjum. Er iþað bersýnilegt, að Banda- ríkjamenn ætla að gera bæki- stöðvarnar við borgina Japön- um ónothæfar, áður en sótt verður lengra norður eftir eyj- unum. Hefir einkum verið ráð- izt á tvo flugvelli við borgina og margar byggingar brenndar til ösku. I tilkynningu frá Nimitz flotaforingja um þetta segir og, að sex skipum hafi verið sökkt, en 24 hafi orðið fyrir margvís- legum skemmdum. Tjón varð og á hafnarmannavirkjum. Burma: Bandamenn ná mikil- vægum íjallstindi. Bandaríkjamenn hafa náð Kennedy-tindi í Burma, 25 km. fyrir suðaustan Tiddim. Japanir höfðu búið þarna vel um sig, því að með stórskota- hríð af fjallinu var hægt að hindra allar samgöngur í grennd við það. Þeir lirökluðust samt á brott fyrir fyrstu árás- um bandamanna. Næsta marlc bandamanna er Fort White, bækistöð'innrásar Japana í Indland. Franklin D. Roosevelt forseti. Henry Truman varaforseti. |Kyrrð á víg- stöðvunum. Kyrrð hefir nú færzt yfir á flestum vígstöðvum Evrópu, en stendur að líkindum ekki lengi. Bandamenn búa sig undir að fara yfir Maas og eru að hreinsa til i Walcheren. Innan Þýzka- lands eru við og við gerð smá- vægileg áhlaup. Rússum hefir borizt liðsauki til Budapestvígstöðvanna. Þeir eru nú að reyna að umkringja borgina. Ný vatnsveita á Slglufirðl. Siglfirðingar eru í þann veg- inn að hefjast handa um nýja vatnsveitu fyrir Siglufjarðarbæ, og mun vatnið væntanlega verða tekið úr Skarðsdalsá. Bæjarstjóri og bæjarstjórn munu þegar vera farin að hefja nauðsynlegan undirbúning, og talið líklegt, að ráðizt verði í mannvirki þetta strax og tök verða á. Búlgarski flugherinn, sem berst gegn Þjóðverjum, beitir gegn þeim steypiflugvélum, sem Þjóðverjar höfðu látið þeim í té. Ólafsfirðingar hafa kom- ið sér upp hitaveitu. Ný sundlaug byggð þar í sumar. Svíar lána Norð- mönnum 100 millj. kr. Sænska útvarpið sagði í gær, að Svíar mundu lána Norð- mönnum 100 millj. króna. Norska stjórnin ætlar að verja fé þessu til að standa straum af ýmsum útgjöldum í Svíþjóð á næstu sex mánuðum, svo sem greiðslu fyrir uppihald flóttamanna og fleira. Tryggve Lie, dómsmálaráð- herra Norðmanna, er kominn til Moskva frá Stokkhólmi. Verkföll í Manchester Verkfall stendur yfir í gas- stöðvum í Manchester á Eng- landi. v Hafa starfsmenn þar neitað að vinna næturvinnu, en verka- málaráðuneytið hefir heitið þeim lögsókn, ef þeir snúi ekki aftur til vinnu. Herlið heldur gasstöðvunum gangandi eins og sakir standa. Hinn frægi læknir og vísinda- maður Alexis Carrel er látinn í París. Franskir læknar neit- uðu að stunda hann í banaleg- unni, því að hann hafði starfað 'fyrir Vichy-stjórnina. ★ Frariskur hershöfðingi hefir verið dæmdur í ævilanga þrælk- un fyrir að safna liði til að berj- ast með Þjóðverjum. Nýlega hefir verið tekin í notkun hitaveita Ölafsfjarðar og hefir Vísir haft tal af Þor- steini Símonarsyni lögreglu- stjóra í Ólafsfirði um málið. Heita vatnið kemur frá jarð- hilasvæði, sem er um 4 km. frá bænum. Jarðliitasvæði þetta er stórt um sig og þurfti ekki að hora þar fyrir heita vatninu, heldur aðeins að moka ofna af því. Vatnið er um 52 gráðu heitt og vatnsmagriið um 10 sekúndulítrar. Valnið er leitt til bæjarins i 5 þumlunga víðum asbeströr- um, sem eru einangruð með reiðingstorfi og tjörupappa. Inn í húsin er það svo leitt í járn- rörum. Þegar er húið að leiða heita vatnið í um 50 íbúðir, en alls munu íbúðirnar vera um 150. Alls munu um 700 manns njóta heita vatnsins, en auk Ól- afsfjarðarkaupst. eiga tveir bæir rétt til valnsins, bæirnir Garður og Skeggjabrfekka. Ráðgert er að ljúka öllum irin- lögnum fyrir áramót. Lengi hafði verið vitað um jarðlritasvæði þetta og var það íþróttafélag Ólafsfjarðar sem fyrst vakti máls á því að nota þetta heita vatn til sundlaugar- gerðar. Árið 1938 , var svo hafizt handa um að grafa á svæðinu og rannsaka málið nánar. Að tilhlutun hreppsnefndar gerði Trausti Einarsson efnafræðing- ur rannsóknir þarna og árið 1942 liófust framkvæmdir und- ir stjórn Sveinbjörns Jónsson- ar Jiyggingameistara og Hösk- uldar Baldvinssonar verkfræð- ings. Kostnaðarhlið hitaveit- unnar var í upphafi áætluð um 200 þús. kr. en mun að sjálf- sögðu fara eitthvað fram úr á- ætlun vegna breytinga á kaup- gjaldi og verði á efni. Sundlaugin, sem íþróttafé- lagið vakti máls á að byggð yrði er nú komin upp. Er það nýtízku sundlaug, 8 X 25 metrar að stærð og var hún tekin í notkun í sumar. Ekki eru enn fullgerðir búningsklef- ar, en ætlunin er að ljúka bygg- ingu þeirra á næsta ári. Útflutningsverzlun Breta á að verða meiri en 'nokkuru sinni. Sir James Grigg, hermálaráð- herra Breta, hefir flutt ræðu um atvinnumöguleika í Bret- landi eftir stríð. Kvað hann Breta mundu verða að flytja miklu meira út eftir stríð en áður, og væri það sérstaklega nauðsynlegt, þar sem ætlunin væri að bæta lífsskilyrði manna með ýmsum ráðum, sem mundu kosta mik- ið fé. Með því að auka fram- leiðsluna ætti að vera liægt að skapa atvinnu handa 3 milljón fleiri mönnum en fyrir stríð. Frá b^ingamálasýningtmni Þessar tvær myndir frá byggingasýningunni sýna ekki nema lítinn hluta hennar og eru þær báðar teknar úr austurálmu hennar. Efri myndin sýnir, auk útstillinga frá einkafyrirtækjum, líkan af mið- hluta Reykjavíkurbæjar (á miðri myndinni), uppdrætti o. fl. Neðri myndin sýnir útstillingar frá tveimur einkafyrirtækjum. (Sjá frásögn á 2. síðu). Bœjap íréWit Kvenfélag frjálslynda safnaðarins. Dregið verðuij/i félagshappdrætt- inu á næsta fundi, sem verður 14. nóv. n.k. Konur, sem eiga eftir að skila af sér miðum, eru beðnar að gera það, sem allra fyrst til Maríu Maack, Þingholtsstræti 25 og Guð- rúnar Eiríksdóttur, Thorvaldsens- stræti 6. Happdrætti Háskóla fslands. Dregið verður í 9. flokki á föstu- dag. Athygli skal vakin á því, að engir miðar verða afgreiddir á föstudagsmorgun, og eru því síðustu forvöð að endurnýja í dag og á morgun. 70 ára er í dag Guðmundur Davíðsson fyrrv. umsjónarmaður Þingvalla. Brúðuheimilið. Sú prentvilla varð í frásögn um ,,Brúðuheimilið“ í blaðinu í gær, að þar stóð Notu í stað Nóra. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Ráðskonu Bakkabræðra í 65. sinn í kvöld kl. 9. Fara nú að verða síðustu forvöð að sjá þenna vinsæla gamanleik, því að hann verður leikinn í aðeins örfá skipti enn. Aðgöngumiðar eru seldir í Goodtemplarahúsinu frá kl. 4 í dag. Næturakstur frá kl. 6 í kvöld annast Bifröst, simi 1508. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Kvöldvaka: a) Fyrsta kirkjuferðin", frásöguþáttur eftir séra Ásmund Gíslason (Árni Sig- urðsson prestur). b) „Fimm ára kom eg fyrst að Stað,“ kvæði eftir Matthías Jochumsson (Þulur flyt- ur). c) Upplestur: „Sjómenn“, bókarkafli eftir Peter Tutein (Hannes Sigfússon). d) Kvæði kvöldvökunnar: „Erfðir“ eftir Step- han G. Stephansson (Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri). e) Mandó- lin-hljómsveit leikur (Sigurður Briem stjórnar). Ilyrtnr ffyrir dráplð á sr. Kaj Hnnk. Maðurinn, sem talinn er hafa átt upptökin að morði Kaj Munks, hefir verið ráðinn af dögum. Maður þessi var í þjónustu Þjóðverja, en hafði áður verið leynilögregluþjónn í Kaup- mannahöfn. Hitti hann morð- ingja síra Kaj Munks rétt áður en þeir fóru og frömdu morð- ið. Segir Frit Danmark, að hann hafi nú sjálfur fundizt skotinn. Síðustu íréttk Síðustu fréttir af forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum herma, að Roosevelt hafi feng- ið 18 Vz milljón og Dewey 16(4 milljón atkvæða. Roosevelt hef- ir meirihluta í 34 fylkjum með 407 kjörmenn. Hann hefir unn- ið New York (47 kjörmenn), Pennsylvaníu (35), Illinois (28) og Kaliforníu (25). Dewey hef- ir m. a. Öhio 25). Demokratar vinna sæti í fulltrúadeikl- inni. Einangrunarsinnai: falla. J>að er nú sýnt’ að Roosevelt forseti hefir verið endur- kjörinn forseti, þótt úrslita- tölur sé ekki enn fyrir hendi. Miklar likur henda til þess, að Roosevelt hafi verið kosipn með stærri meirihluta en árið 1940, er Willkie var í framboði gegn honum. Kjörsókn hefir líka verið meiri en dæmi eru til áður og er talið, að um 50 milljónir manna hafi neytt at- kvæðisréttar síns. Fólk sótti kjörfund snemma dags, einkum í ýmsum stórhorg- um, svo sem New York, Fila- delfiu, Baltimore og víðar, enda var sókniri mest þar. Aðstaðan lík og árið 1940. Þegar byrjað var að telja at- kvæðin, var aðstaðan í fyrstu mjög lík og árið 1940. Fyrstu tölur voru frá Iíansas, Ken- tucky og New Mexico. Dewey hafði þá betur í Kansas, enda er það fylki gamalt virki re- publikana. Hann var sömuleiðis lítið eitt á undan Roosevelt í New Mexiko. Hinsvegar var Roosevelt sterkari i Kentucky, enda er það eitt Suðurríkjanna, sem eru traust í fylgi sínu við demokrata og eru jafnan nefnd „Solid South“ í því sambandi. Dewey tapar sínu fylki. Eins og menn vita er Dewey fylkissijóri í New York-fylki, en honum hefir samt ekki tek- izt að halda meirihluta þeim, sem hann liafði við fylkiskosn- ingarnar. f fyrstu þafði liann meirihluta, en síðan fór Roose- velt fram úr honum. Gekk þetta sitt á hvað, unz Roosevelt tók sprettinn frá Dewey og hefir nú unnið fylkið. Þar fær hann 47 kjörmenn, stærsta liópinn úr einu fylki. Einangrunar- sinnar falla. Tveir liarðsvíraðir einangrun- arsinnar liafa beðið osigur í þessum kosningum. Er annar þeirra Hapiilton Fish, sem var fulltrúi fyrir eitt kjördæmi New York-fylkis, og öldungadeldar- þingmaSurinn Gerald Nye, seiu sat á þingi fyrir fyrir N.Dakota fylki. 1 hans stað var kosinn John Moses, fylkisstjóri, mikill fslendingavinur. Dewey kannast við ósigurinn. Dcwey var í kosningamið- stöð republikana í alla nótt, en þegar sýnt þótti, að Roosevelt hefði horið sigur úr hýturn, talaði Dewey í útvarp og skýrði þjóðinni frá þvi. Óskaði hann Roosevelt til hamingju og hét á þjóðina að styðja hann í bar- Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.