Vísir - 05.04.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 05.04.1945, Blaðsíða 3
7ISIR 3 Fimmtudaginn 5. apríl 1945 GÖMLU VESTUR-ÍSLENDINGARNIR ERU OFT MEÐ HUGANN HEIMA Á ÍSLANDI. íslenzkir námsmenn í boði, er Hallgrímur Benediktsson efndi til í San Francisco og nokrir aðrir gestir íslenzkir, er þá dvöldu þar í borginni. Islenzkur gestur fær ekki að fara án þess að þiggja kaffisopa. Viðtal við Lárus Bjarnason. ^ísir hefir fyrir skemmstu átt tal við Lárus Bjarna- son, sem nýlega er kominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann lagði stund á landbúnaðarnám. Hvar stunduðuð þér nám vestan hafs? spyr tíðinda- maðurinn. Eg var i búnaðarháskóla í horginni Fargo í Norður- Dakota-fylki. Það er eingöngu landbúnaðarland, og er mest ræktað þar liveiti og kar- töflur. Iðnaður er þar svo að segja enginn. Þó eru mikil kol þar í jörðu og væntanlega rís mikill iðnaður þar upp, þegar lokið verður við virkj- un Missouri-árinnar, en á þvi verki er nú byrjað. Ibúar ríkisins eru flestir Norðurlandabúar, einkum Norðmenn, Nokkuð er þar eftir af IndjánUm, sem búa á afmörkuðum landsvæðum (reservation), er stjórnin hefir úthlutað þeim. I Islendingabyggðunum. Heimsóttuð þér ekki ís- lendinga á þessum slóðum? Norðaustan til í ríkinu eru Islendingabyggðirnar.Kom eg þangað nokkurum siiínum og mætti þar allstaðar hinni gamalþekktu íslenzku gest- risni, ekki að tala um að fara án þess að fá kaffisopa, og oft urðu bollarnir margir, og margt var rabbað, margar sögurnar sagðar, af eldra fólkinu, þegar það hafði ver- ið heima, hungur og hafis gleymdist, aðeins fallegasla minningin eftir. Gaman var að heyra hve vel þeir héldu við íslenzkunni, jafnvel þeir af þriðju kynslóðinni, og ná- búarnir, sem voru aðallega Norðmenn og Skotar, gátu bölvað og ragnað svo reip- rennandi á islenzku, að vart mundi nokkur hér standa þeim á sporði. Margt af hinu eldrá fólki, er flutzt liafði að heiman, lifir meira í málefnum Is- lands, en málefnum Ame- ríku. Margt af því, og eins af yngri kynslóðinni, ætlar að heimsækja gamla landið að stríðinu loknu. Islenzkar guðþjónustur eru haldnar þar um hverja helgi, og kringum kirkjuna hefir skapazt stérkasti félagsskap- ur á meðal landa vestra . Oft er og þröng í búðinni að „Garðar“, slæþzt og rabbað að gömlum íslenzkum sið. Ilvernig vegflar Vestur-ís- lendingum ? Yfirleitt vegnar löndum vestra vel. Flestir stunda bú- skap, óg enda þótt margir hinna fyrstu landnema hefðu — vegna ástar sinnar á hæð- um og fjöllum — eigi stað- næmzt á hinum frjósömu sléttum, heldur haldið norð- ur að sandhólunum, ])á eru margir þeirra í röð fremstu bænda í Norður-Dakota. Sumir mestu kartöfluræktar- menn þar í ríki eru Islend- ingar. Kartöfluræktin. Var ekki verklegt nám við skólann í Fargo ? I fyrravor vann eg við nið- ursetningu kartaflna, á veg- um tilraunadeildar skólans. I Norður-Dakota er nær ein- göngu Jiotað j'itsæði, sein hefur verið viðui'kennt af tilraunabúum, sem ríkið kostar. Öll vinna við nið- ursetninguna er framkvæmd með vélum. Mesta vinn- an var i því fólgin, að skera niður kartöflurnar. Svo að segja hvert auga er not- að, og auk sparnaðar af þessari aðferð er sprettan talin fljótari, en jarðvegur verður vitanlega að vera nokkuð hlýr, ef þessi aðfreð á að hlessast. IJm haustið var eg á sömu slóðum við kartöfluuppsker- una. Sökum þess, hve jarð- vegur þarna er þungur'eru ekki notaðar upptökuvélar þær, er sekkja kartöflurnar jafnóðum. Er það því mikið vinnuafl, sem þarf til að tína kartöflurnar í sekki. Sum- staðar sá eg um hundrað manns á sama akrinum við tínslu. Eru ]iað mest megnis „Mexikanar“, en af þeim er mikið víða í Bandaríkjunum, vegna skorts á vinnuafli. Færa þeir sig stað úr stað, eftir því hvar uppskeruvinnu er að fá. Þeir eru að heita má þeir einu, er nú ferðast um landið i einkabílum, því að stjórn Bandaríkjanna sér þeim fyrir benzíni. í Idaho og' Arizona. . Ferðuðust þér ekkert um landið? Eg dvaldi einnig um tíma bæði í Idaho og Arizona. I sumar fórum við Jónas Árna- son frá Múla og unnum um tíma við skógarhögg í fjöll- um norður Idaho. Það voru dásamleg viðbrigði að sjá Klettafjöllin, eftir að hafa verið um ár á sléttum Dakota, þar sem hvergi sést mishæð, svo að talizt geti. Þó var útsýni ekki mikið þaðan, sem við vorum, greniskógur hvert sem litið var; þó vor- um við í 2000 m. hæð. Kúabúin þar sem annars- staðar í Bandaríkjunum hafa aðeins hreinræktaðar mjólk- urkýr af stofni, sem flutlur hefir verið af Bretlandseyj- um og Hollandi aðallega. -— Bankar vestra lána eigi bændum fé til mjólkurfram- leiðslu, nema bændur liafi kýr af þekktum stofni. Kýr voru þar, sem komizt höfðu í 40 lítra á dag. Við héldum suður til Mor- mónaborgarinnar Salt Lake City, sem er fegursta borg, sem eg hefi séð. Hvar kunnuð þér hezt við yður ? I Arizona var eg í nóvem- ber s.I. Þar var daglega dá- samleg blíða og stóð appel- sínu- og döðlúuppskeran þá sem hæst, er eg fór þaðan. Eg vann þar á stórum búgarði, er danskur maður átti, og ræktaði harin aðallega græn- meti. Verkafnenn voru þar nær eingöngu Mexikanar og spænska er mikið töluð, cnda tilheyrði landsvæði þetta Spánverjum um langan tíma og í hverri Ixirg eru kvik- myndahús, er sýna bæði mvndir á ensku og spænsku. I Arizona kunni eg einna bezt við mig af þeim stöðum, er eg kynntist í Bandarikj- unum. Þar er mikil veður- bliða, stórkostlegt og fallegt landslag, sólarlagið næstum því eins fallegt og í Reykja- vík, en eg kýs þó heldur að liorí'a á það úti við Gróttu. Landbúnaður í Ameríku. llvað viljið þér svo segja að lokum um landbúna'ð vestra og hér? Aðstaða til landbúnaðar víðast hvar í Ameríku er ger- ólík því, sem hún er hér, en þó má þar margt læra. Við verðum að horfast í augu við ]iá staðreynd, að landbúnað- urinn iiér verður að taka miklum stakkaskiptum frá því, sem nú er, ef hann á að halda því sæti, er honum ber meðal atvinnuvega þjóðar- innar. Við höfum ekki efni á að dreifa vinnuafli okkar á staði,^ þar sem vinnan er vpnulaus barátta og baggi á þjóðarbúskapnum, eða nota verkfæri, sem tilheyra horf- inni líð. Við höfum eignazt auð, og ef við eigum að halda honum og ávaxta hann handa komandi kynslóð, þá verð- um við að taka nútíma tækni i þjónustu atvinnuveganna. Prestastefna verður 20.-22. júni næstk. Prestastefna Islands hefst hér í Reykjavík 20. júni n. k. og stendur til 22. júní. — Prestastefnan hefst með Vinna hafin við vatnsveitu Sighifjarðar. Hafin er vinna við hina stóru vatnsveitu Sigluf jarðar úr Leyningsá. Gert er ráð fyrir að veitan kosti um hálfa milljón króna. Ain verður stífluð alllangt uppi í dalnum, og verður vatnið tekið úr þeirri uppi- stöðu. Verður það leitt í líu þumlunga víðum pípum nið- ur í geymi á Hafnarhæðinni. þumlunga víðum pípUm í höfuðleiðslu hæjarins. Alls verður vatnsveita þessi um 4,5 kílómctra á lengd. Aírek Sunderland-báta. Ástralskir Sunderland- flugbátar hafa unnið eitt mesta flugafrek sitt í stríð- inu nýlega. Voru þeir sendir með þung- an flutning nauðsynlegra her- gagna yfir 2000 km. leið, þar sem hvergi var hægt að nauð- lenda alla leiðina. Fóru þeir til herstöðva við Chindwin- ána, og fóru þeir m. a. yfir fjallgarð, sem sagt var að væri 2700 m. hár, en reyndist 3600 m., er yfir hann var flogið. Komust bátarnir heilu og höldnu með farm sinn og tóku hermenn, sem áttu að fara í leyfi, til baka. Sóknin í Asíu. Innrás Bandaríkjamanna á Okinawa gengur að óskum. Hafa þeir þegar sjötta hluta eyjarinnar á valdi sínu. Jap- anar á eyjunni hafa sezt að í ramgerðum virkjum um 7 kílómetra frá höfuðborg hennar, Naha. Bandarikjaherinn, sem berst á Filippseyjum, hefur náð á sitt vald eyjunni Mas- báte við suðurodda Luzon. Lofffloti Bandaríkjamanna á Kyrrahafi gerði loftárásir á ýmsar stöðvar óvinanna, meðal annars hafnarmann- virki í Hongkong og liern- aðarbækistöðvar á Formosa.l Á Arakan-vígstöðvunum í Burma hefur 15. Indlands- herdeildin innikróað marga herí'lokka Japana. 14. herinn hefur fært út yfirráðasvæði Ný skóverksmiðja sett á stoSn. Þann 14. febrúar síðastlið- inn var stofnuð hér í hænurii ný skóverksmiðja. Skóverksmiðja þessi heilir „Hænir“. Hlutafé hennar er 63 þúsund krónur. Ætlun hennar er að framleiða aíls- konar inniskó. Þegar ástæður leyfa verður svo hafin fram- leiðsla á allskonar öðrum skófatnaði. Verksmiðju- stjórnin er skipuð af þessum mönnum: Jón Bergsson, Reykjavík, formaður, Árni Mathiesen, Hafnarfirði og GunnarThorarensen, Reykja- vík. guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 1 e. h. Dagskrárliðir prestastefnunnar hafa ekki verið ákveðnir enn, en munu verða hirtir áður en langt um líður. Árbók Ferðafélagsins kemur út í þessum mánuði. Árbók Ferðafélags Islands fyrir 1944 er væntanleg inn- an skamms. Er unnið að prentun hennar þessa dagana, og er búizt við að prentun og heftingu verði lokið í þessum mánuði. Þetta er ein of glæsilegustu og fegurstu Árbókum, sem Ferðafélagið hefir gefið út. Fjallar hún um Fljótsdalshér- að og hefir Gúrinar Gunnars- son, rithöfutídur að Skriðu- | þeirra serprentaðar a vandað- an myndapappír. Ljósmynd- irnar liafa þeir Björn Björns- son, kaupmaður á Norðfirði, og Gísli Gestsson, bankamað- ur í Rvík, tekið, en þeir eru ■ báðir alkunnir áhuga-ljós- 1 myndarar. Árbókin er samtals um 180 bls. lesmáls og mynda og verður tvímælalaust meðáí fallegustu bóka, sem út hafa komið síðustu mánuðina, enda vandar Ferðafélagið yf- irleitt mjög til Árbóka sinna. Ferðafélag Islands er eitt fjölmennasta félag landsins og hefir lelagatala þess hrað- vaxið með hverju ári. Eru fé- lagar nú orðnir á 6. þúsund talsins og þarf ekki að efa, að enn mun félagatalan auk- ast til muna, þegar hin nýja fallega Árbók kemur út, og i'erðir félagsins á vorinu eru að hefjast. Skákþingið: 8 umferðir búnar. Á Skákþingi Reykjavíkur hafa nú verið tefldar 8 um- ferðir, og eru þessir efstir í meistaraflokki: Guðmundur Ágústsson 6V2 vinning, Magnús G. Jónsson og óle Valdemarsson 6 vinn- inga, Sturla Pétursson 5 vinninga . og Steingrímur Guðmundsson I V2 vinning. — Þeir Guðmúndúr og Sturla hafa engri skák tapað. Finmi umferðir eru eftir. Þátttakendur eru 14 alls. í fyrsta flokki eru efstir Róbert Sigmundsson, Þórður Þórðarson og ólafur Einars- son með 5 vinninga liver. Þrjár umferðir eru eftir. — Keppendur eru 12. 1 2. flokki er efstur Eirik- ur Bergsson með 5 vinninga. Tvær umferðirt eru eftir. — Þátttakendur eru 0. Loftvamabyigi liiin. Fyrir nokkru var byrjað að rífa loftvarnaskýli þau, sem reist voru á sínum tíma á ýmsum stöðum í miðbænum. Búið er að hreinsa til að baki Oddf ellowh ú si 1111, þar sem stórt skýli hafði verið gert. Einnig cr búið að rífa skýlið, sem gert var fyrir sunnan Tjarnargötu 11, og skýlið í porti Miðbæjarskól- ans hel'ir einnig verið rifið. Þessa dagana er verið að rífa skýlið á horni Bankastrætis og Lækjargötu og skýlið þar fyrir sunnan fer að öllum lik- indum sömu leiðina, þegar hitt er alvcg horfið. Skýli þessi munu ckki vera nauðsynleg lengur og mun því almennt fagnað, að þau skuli nú hverfa, því að þau voru sízt til fegurðarauka fyrir bæinn. Þaðan verður það leitt í átta Maustri, skrifað hana. 1 bók- inni er á annað hundrað mynda, ljósmynda og teikn- inga og ]iar af eru margar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.