Vísir - 14.04.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 14.04.1945, Blaðsíða 3
Laugardaginn 14. april 1945. VISIR 18 þátttakendur frá 4 félögum í Víða- vangshlaupinu á sumardaginn fyrsta. Keppt verður um nýjan grip, sem éagblað- ið Vísir hefur gefið. ^íðavangshlaup Iþróttafé- " lags Reykjavíkur fer fram á sumardaginn fyrsta, svo sem venja hefur verið til. — Taka f jögur félög eða félaga- sambönd þátt í hlaupinu að þessu sinni. Keppendur í hlaupinu eru alls 18, og félögin, sem senda . þátttöku, eru Glímufélagið Ármann með 7 þátttakendur, Knattspyrnufélag Reykjavík- ur 3, Iþró'ttafélag Reykjavík- ur 5 og Ungmennasamband Kjalarnessþings 3. Meðal hlauparanna má nel'na Hörð Hafliðason og Árna Kjartansson frá Ár- manni, Harald Björnsson frá Iv.R. og I.R.-tríóið, Gskar, Jó- hannes og Sigurgíslá. Þátt- takendurnir frá Kjalarness- sambandinu eru ekki þekktir liér i Reykjavík, en það er gamalkunna, að þeir hafa löngum verið Reykvíkingum skeinuhættir hlaupararnir úr Kjósinni og Mosfellssveitinni, og unnu þeir Víðavangs- hlaupið í mörg ár. Er gleði- legt til þess að vita, að þeir skuli enn ætla að sækja sig- urinn i hendur Reykvíkinga, enda má búast við mjög harðri og spennandi keppni. Þá má gera ráð fyrir harðri baráttu milli gömlu sigur- vegaranna, Ármenninganna, og hins framsækna liðs I.R., sem hefur mjög efnilegum hlaupurum á að skipa. — Hvernig KR-ingarnir standa sig, er ekki vitað, enda eru lilauparar þess óþekktir að mestu, nema Haraldur. En liver veit nema þeir komi að óvörum og lialdi uppi fornri frægð félags síns í þessu hlaupi. Leiðin, sem hlaupin verð- ur, er ekki sú sama og í fyrra, en hins vegar verður endað á sama stað og í fyrra, á er, að hlaupið hefjist uppi á öskjuhlíð. Svo sem kunnugt er, er Víðavangshlaupið nú þriggja manna sveitahlaup, og er það í 30. sinn, sem hlaupið fer fram nú. Að þessu sinni verð- ur keppt um nýjan" verð- launagrip, sem Dagblaðið Vísir hefir gefið. Verið er nú að vinna að sögu Víðavangshlaupsins frá upphafi, safna myndum o. s. frv. Biður stjórn I.R. alla þá, sem kunna að eiga myndir af hlaupinu frá.fyrri eða síð- ari lilaupum, að lána þær um stundarsakir og senda þær til stjórnar félagsins. Vöruskiptajöfnnðurinn hagstæðnr um 18.9 millgónir kréna í marz. Hnefaleikamót Ármanns: Hraln Jonsson sigraði í þungávigt. Vöruskiptajöfnuðurinn í marzmánuði s.l. hefir verið hagstæður um nærri 19 millj; krónur. 1 marz voru fluttar inn vörur fyrir 17,3 millj. kr. og út fyrir 36,2 millj. kr. Og hefir vöruskiptajöfnuðurinn því verið hagstæður um 18,9. millj. kr. Mest var flutt út af ísfiski og freðfiski, eða um-26 millj. kr. samtals, lýsi var flutt út fyrir rúml. 4 millj. kr., síld fyrir hátt á 3ju millj. kr. og gærur fyrir 1% millj. kr. Aðrir útflutningsliðir voru lægri. . i jan.—marz liafa samtals verið fluttar inn vörur fyrir 58,0 millj. kr. og út fyrir 66,9 millj. kr. Er verzlunarjöfnuð- urinn á árinu þá hagstæður um 8,9 millj. kr. Á sama tíma var jafnvægi að heita mátti á milli útflutnings og innflutn- ings. Nam útflutningurinn 47,6 millj. kr. og innflutning- urinn 48 milljónum. Þormóður Eyjólfsson rek- inn úr Framsóknarfélagi Siglufjarðar. Þau tíðindi gerðust aðfara- nótt föstudags á Siglufirði, að fundur í Framsóknarfélaginu þar samþykkti að reka Þor- móð Eyjólfsson úr félaginu. Alls voru rúmlega 20 mættir á fundi KRON í Keflavík vill segja sig úr lögum. Keflavíkurdeild KRON er að hugsa um að segja sig úr lögum við delidirnar hér í bænum. Samkvæmt fregnum, sem Vísir hefir fengið sunnan með sjó, eru meðlimir kaup- félagsins þar mjög óánægðir með atkvæðasmölun komm- únista í deildunum í Keflavik og er uppi hreyfing um að kaupa eignirnar í Keflavík, en segja sig úr lögum við fé- lagið, ef þær fást ekki keypt- ar. — VESTURVÍ GSTÖÐ V ARN AR. Framh. af 1. síðu. manns greiddn 8 atkvæði gegn tillög- Fríkirkjuveginum. Líklegt unni. Forseti íslands og íorsætisráðhena senda samúðarskeyti út aí íráfalli Roosevelts. Frétlatilkynning frá ríkisstjórninni.... Forseti fslands sendi herra Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna eftirfarandi samúðarskeyti í tilefni af frá- falli Roosevelts Bandaríkja- forseta: „Fregnin um dauða Roose- velts forseta hefir valdið mér og íslenzku þjóðinni miklum harmi. Leyfið mér að votta vður, stjórn yðar og þjóð Bandaríkjanna samúð mína og islenzku þjóðarinnar vegna þess niissis, sem þjóð yðar liefir orðið fyrir og sam- tímis er hinn mesti missir fyrir allan liinn lýðfrjálsa lieim, þar á meðal ísland. ís- lenzka þjóðin mun ælíð minnast þessa mikla stjórn- málamanns með alúð og þakklátum hug.“ Samtímis sendi forseti frú Ele;>nor Roosevelt þetta skeyti: „Leyfið mér að votta yður djúpa og hjartanlega samúð mína út af fráfalli hins mikla eiginmanns yðar, sem einnig var góður vinur minn.“ —0— Forsætis- og utanríkisráð- herra ólafur Thors sendi herra Édward R. Stettinius, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, þetta samúðarskeyti: „fslendingar taka einlægan þátt í þeirri djúpu sorg, sem fvllir hugi allra frelsisunn- andi þjóða við fregnina um andlát þess manns, er helg- aði allt sitt líf baráttunni fyr- ir frelsi óg jafnrétti og sem nú hefir slitið sínum síðustu kröftum í þágu þess þýðing-. armesta sigurs, sem mann-- 'kynið liefir nokkru sinni unnið — sigurs, sem enginp einn maður á meiri þátt í en hið látna miiklmenni. Leyfið mér að flytja yður og Bandaríkjaþjóðinni inni- leguslu samúðarkveðjur ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í tilefni af andláti Roosevelts forseta.“ Reykjavík, 13. april 1945. ir verið við að hreinsa til í Braunschweig. . Hersveitir Patlons, sem voru í gær komnar mjög ná- lægt Leipzig og sækja nú áfram fyrir sunnan borgina íáttina til Dresden, liafa farið vfir ána Mulde. Frétta- ritarar sem með hernum fylgjast segja, að um enga og; mótspy.rnu sé að ræða svo teljandi sé, enda er svo víð- ast á vígstöðvunum nú örðið, nema þar sem verið er að verja borgir. Þegar þessar hersveitir tóku bæinn Weim- ar fyrir tveimur dögum tóku þær einnig liinar ill- ræmdu fangabúðir Þjóð- verja í Buchenwald, en þar geymdu Þjóðverjar ýmsa pólitíska fanga sína. í frétt- inni um þetla segir, að fang- arnir hafi verið búnir að gera uppreist og þegar her- sveitirnar nálguðust, komu þeir í fylkingu fagnandi á móti þeim. Þar sem þriðji lierinn sneiðir fram hjá Leipzig og Ilalle, virðist það falla í hlut- skipti fyrsta hersins, að sækja að þeim borgum. í í morgun var sagt Hið árlega hnefaleikamót Ármanns fór fram í gær- kveldi í amerísku íþrótta- höllinni við Hálogaland fyr- ir fulln hási áhorfenda. Keppt var í 8 þvngdar- flokkum og var hvar leikur 3 lotur. Leikstjóri var Guð- mundur Arason og jafn- framt kynnir eftir 3 fyrstu leikina. Peter Wigelund var hringdómari, en aðrir dóm- arar þeir Jón D. Jónsson og Thor R. Tors. Allir unnust leikirnir á stigum. Úrslit urðu þessi: Fluguvigt: Friðrik Guðna- son (50 kg) vann Lúðvík Guðnason (50,5 kg). Friðrik sló Lúðvík í gólfið upp að 4 í fyfstu lotu. Lúðvík sóttij sig dálítið í síðustu lotu, en! stóð liinum að baki í leikni. ■ Bantamvigt: — Marteinn Björgvinsson (53 kg) vann Sigurgeir Þorgeirsson (54 kg) eftir góðan leik. Mar-j teinn er mjög efnilegur hnefaleikari, þótt ei sé liann j hár í loftinu ennþá. Sýndi hann greinilega yfirburði og j oft veruleg tilþrif, Sigurgeirj varðist eftir beztu getu, en varð að láta i minni pokann fyrir hinni ágætu tækni og velliugsuðu bardagaaðferð Marteins. Fjaðurvigt: — Gunnlaug- ur Þórarinsson (58 kg) vann Hall Sigurbjörnsson (57 kg) eftir nokkuð jafnan leik. Gunnlaugur var sneggri og leiknari. Léttvigt: — Arnkell Guð- mundsson (61 kg) vann Hreiðar Hólm (59 kg) eftir liarðan og spennandi leik. Árnkell er reyndari og leikn- ari, en þó lá við að slagliarka Hreiðars og dugnaður yrði þyngri á metunum. V eltivigt: — í þessum þyrigdarflokki voru 4 kepp- endur og urðu þeir þvíað liá 3 leiki alls. Fyrst vann Stef- án Jónsson (63 kg). Eyþór Dalberg (65 kg) með mikl- um yfirburðum Síðan vann Stefán Magnússon (61 kg), sem raunar er of léttur fyrir þenná flokk, .Tóel S. Jakob- sen eftir jafnan leik og rösk- legan. — Úrslit í veltivigt fóru þannig, að Stefán Jóns- j son vann Stefán Magnússon eftir mjög jafnan og spenn-, andi leik: Að visu bjarðaði bjallan Stefáni Magnússyni í 1. lotu, en hann lét engan hilbug á sér finna og barð- ist sem lietja leikinn út. — Stefán Jónsson vann á meiri sókn og tækni. Er liann einn af okkar stilbeztu hnefaleik- lega á móti, en var oft of opinn fyrir höggum hins. Önnur lotan varð enn harð- ari en sú fvrsta og sýndi Jens nú ágæta tækni og góð vinstri liandar stöðvunar- Iiögg. Hrafn fór liins vegar að verða nokkuð þungliögg- ur og virtust háðir farnir að þreytast í lok lotunnar. í þriðju og síðustu lotu hélt Hrafn uppi meiri sókn og vann á stigum, þrátt fyrir hraustiega vörn Jens. Hrafn er þegar kunnur sem hnefa- leikari, óvenju þunghöggur og liarðskeyttur. Jens er hiris vegar alveg nýr af nálinni, en virðist vera vel til linefa- leika fallinn, hár vexti ög herðahreiður. Áður en síðasli leikurinn hófst, kvaddi Ben. G. Waage, forseti í. S. í., sér hljóðs og minntist Roosevelts Banda- ríkjaforseta nokkruin orð- um. Bað liann viðstadda að votta hinum látna þjóðhöfð- ingja virðingu sina með þvi að rísa úr sætum, sem þeir og gjörðu. Þetta mót mun vera liið fjölmennasta, sem hér hefir verið lialdið. Hófst það stundvíslega og fór að öðru leyti vel fram. lllurk. Helzfu mál kxtatt- urum. Bragi Jóns- fréttum frá þvi, að liann ætti aðeins tæplega 10 km. ófarna til Leipzig. Og eftir hraða sókn- ar hans má alveg eins búast við að orustan um borgina sé þegar hafin. Hægri fylkingararmur Pattons er nú aðeins 30 km. frá landamærum Tékkó- slóvakíu. Véélahersveitir 7. hresins, undir stjórn Patcli, eiga eft- ir 8 km. til Bamherg, en það- an cru um 45 km. til Bay- reuth, en þangað var lalið að stjórnarskrifstofurnar þýzu hefðu verið fluttar frá Berlín. Millivigt: son (73 kg), bróðir Slefáns vann Ólaf Karlsson (71,5 kg) eftir þófkenndan leik. Bragi var ásæknari, en ólaf- ur betri í vörninni. Léttþungavigt: — Gunn- ar ólafsson (75 kg) vann Þorkel Magnússon (78 kg) eftir jafnan leik. Gunn- ar, sem er óvenju liarð- skeyttur og þungfíöggur, yann aðallega á því live hann sótti mikið á. Þorkell hélt sig of mikið i vörn, en kannske er hann ekki eins vel æfður, því hann virtist frekar mæðinn. Þungavigt: — Ilrafn Jóns- son (97 kg) vann Jens Þórð- arson (92 kg) á stig'um eftir mjög harðan en frfekar jafn- an leik. Strax í fyrstu lotu lióf Jens snarpa sókn, sem virtist koma Hrafni nokkuð á óvart. Hann tók þó hraust- Knattspyrnuþinsrinu lauk í fyrrakvöld og hafði það fjöl- mörg mál til meðferðar. Meðal lielztu mála sem rædd voru, var um starfs- reglur fyrir knattspyrnuráð- ið, og var gengið frá J>eim á fundinum i gærkveldi. Samþykktar voru tillögur um fyrirkomulag landsmóta í knattspyrnu. Verða reglur þessar sendar íþróttafélögum viðsvegar um land, og síðan verða þær teknar til endan- legrar afgreiðslu á þingi í. S. í„ sem lialdið verður á Akur- eyri á sumri komanda. Ennfrennir voru sam- þykktar tillögur um breyt- ingu á þinglialdi einstakra íþróttaráða í JReykjavik og óskað eftir því að þau verði sameinuð þingi íþróttabanda- lags Reykjavíkur. Var sam- þykkt þessari vísað til íþrótta- bandalagsins til athugunar og framkvæmda. . Breyting var gerð á skipt- ingu tekna af knaltspyrnu- mótum í Reykjavik. í stað þess að áður sáu einstök félög um mótin, er nú ein allsherj- arnefnd, kosin einum fulltrúa frá hverju knattspyrnufélagi, sem stendur fyrir mótunum. Skipting tekna af kappleikj- unum verðjir þannig, að 14 hluti slciptist jafnt á milli allra félaganna sem senda þátttöku í mótið en 75% skiptist á milli félaganna sem keppa. Kosning fór fram í knatt- spyrnuráð, og eiga nú sæti í því Sveinn Zoéga frá Val, Jón Þórðarson frá Fram, Sigurð- ur Halldórsson frá K. R., Ól- afur Jónsson frá Víking og Guðmundur Sigurjónsson frá í. R. Íþróttabandaíag Reykja- vikrir tilnefnir svo einhvern þessara formann knatt- spyrnuráðsins. BEZT AÐ AUGLtSA I VlSI ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.